Alþýðublaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.05.1947, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 20. maí 1347. ALÞfÐUBLAB.Ð Hátíðahöldin 17. júní — og Fjallkonan. — Að- gangur að sjó og sundi. — Baðstaður á Seltjarn- arnesi. — Girðingar og garðar í Kringlumýri. VEGFARANDI skrifar mér á þessa leið. „Nú er farið að und irbúa hátíðahöldin 17. júní, og er ekki að efa, að allir aðilar vilja gera þau sem bezt úr garði. Mig iangar til að drepa á hugmynd, sem ég teldi mjög vel til fallið að komið yrði í framkvæmd nú að þessu sinni. Ég vil láta Fjallkonuna koma fram í sambandi við hátíðahöld in og ávarpa þjóðina. Eins og kunnugt er hafa Vestur-íslend ingar lengi haft þennan ágæta sið á þjóðhátíðardögum sínum og er það hámark hátíðarhalda þeirra. Þá hefur hann dálítið tíðkast hér á einstaka stað, en ekki í Reykjavík. ÉG ÁLÍT, að við íslendingar eigum of lítið af föstum, góðum siðum og venjum, og við eig- um að skapa okkur þær. Slíkt gefur lífinu meira gildi og gef- ur okkur fegurri minningar, þegar tímar líða og maður fer að eldast, en fátt er eins mik- ils virði fyrir okkur mennina og að eiga góðar og fagrar minn ingar. Ég álít að það geti orð- ið fögur og tilkomumikil stund, þegar ung og fögur kona geng- ur fram á þjóðhátíðardaginn og talar til fólksins fyrir munn fósturjarðarinnar, minnir okk- ur á skyldur okkar við hana og gjafir hennar til okkar allra. ÞAÐ ER SVO FÁTT, sem stefnir að því að sameina okk- ur til stríðs og starfa fyrir land ið okkar og þjóðina. Allt vinn ur að því að sundra okkur svo að við eyðileggjum svo oft handaverk hvers annar^, sem annars gætu orðið til þess að gera landið betra og gæði þess enn fullkomnari. — Ég vænti þess að þú birtir þessa uppá- stungu mína, og ég vona, að þeir, sem eru nú að vinna að undirbúningi hátíðahaldanna, taki hana til greina.“ ÉNNFREMUR skrifar Veg- farandi.“ Það er kvartað und- an því að allt af sé aðgangur okkar að sjónum, til þess að baða okkur úr honum að þrengj ast. Og þetta er rétt. Skerja- fjörður virðist vera lokaður, en þangað var oft farið fyrrum og þar þá allt af líf og fjör. Nú er mér sagt, að farið sé að selja byggingarláðir á Seltjarnar- nesi. Hefur mér nú dottið í hug, hvort ekki væri hægt að koma þar upp dálítlum sumar- baðstað. Þar mun vera hægt að finna víkur og voga þar sem er gott skjól. Vilja ekki þeir, sem keypt hafa nesið, en það mun vera félagsskapur hérna í bænum, athuga þetta og hrinda hugmyndinni í framkvæmd, ef þeim lýst á hana. Þeir geta verið vissir um, að staðurinn mun verða vel sóttur.“ ÞAÐ ER RÉTT hjá bréfritar- anum að okkur vantar tilfinn- anlega góðan sjóbaðstað og er brýn nauðsyn að finna góðan ✓ stað sem þeir geta leitað til sem vilja busla í sjó. Mér er ekki kunnugt hvernig aðstæður eru á Seltjarnarnesi til að koma upp dálitlum baðstað þar. En ef svo er að þar séu heppilegar aðstæður þá væri mjög æski- legt að fá einmitt þar baðstað. GARÐEÍGANDI skrifar mér og spyr hvað valdi því, að enn sé ekki búið að lagfæra girð- ingu um garða í Kringlumýri. Girðingarnar liggja niðri og bærinn hefur ákveðið að sjá um að lagfæra þær, en enn hef ur ekkert verið • gert og vaða hross um garðana. Nú er kom- inn tími til að fara að vinna í görðunum en það er þýðing- arlaust að gera þar nokkurn skapaðan hlut meðan girðing- arnar eru í þessu ásigkomulagi. Skorar bréfritarinn á garðyrkju 'ráðunaut að láta nú höndur standa fram úr ermum. Félagslíf SUNDMENN! SKEMMTI- FUNDUR verður haldinn í kvöld eftir pólómótið í Alþýðubrauðgerðinni. Stjórnir félaganna. ÁRMENNINGAR! Skíðadeildin hefur ákveð- ið að efna til skíðaferðar á Eyjafjallajökul um hvíta- sunnuna. Væntanlegir þátt takendur láti vita í Hellas, Hafnarstræti, 21 fyrir þ rið j udagsk völd. Stjórnin. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson. Auglýsingar: Emilía Möller. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasímí: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Óttinn vlð rödd verkalýðsins ÞJÖÐVILJINN heldur því fram í forustugrein sinni síð- ast liðinn sunnudag, að mál- flutningur hans varðandi verkfallsbrölt kommúnista sé rödd verkalýðsins á íslandi og að ekki sé mark takandi á undirtektum verkalýðsfé- laganna úti um land, því að rödd þeirra sé rödd sósíal- demókrata! * Ástæðan fyrir þessum hlægilega málflutningi kom- múnistablaðsins er afstaða verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði til hins fyrirhugaða pólitíska verkfalls kommún- ista, en henni hefur áður ver ið lýst hér 1 blaðinu. ísfirzkir verkámenn neituðu að veita kommúnistum lið í baráttu þeirra gegn núverandi ríkis- stjóm og að styðja skemmdarstarf þeirra í at- vinnuvegum landsins. Kom- múnistar reyna að deyfa á- hrifin af þessari afstöðu Baldurs með því að gefa í skyn, að hún sé tekin að fyrirmælum Alþýðuflokksins og hrúga saman illyrðum um verkalýðshreyfinguna á ísa- firði. En þeim tekst alldrei að gera ísfirzka verkamenn tor- tryggilega gagnvart samherj- um þeirra annars staþaf á landinu. íslenzk alþýða veit, að ísfirzkir verkamenn hafa ávallt staðið fremst í fylk- ingu í nauðsynlegri og skyn samlegri baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir bætt- um kjörum. En þeir eiga enga samleið með kommúnistum, hvorki í verkalýðsmálum né stjórnmálum, enda ber starf Baldurs því vitni, að honum hefur verið stjómað af heið- virðum og framsýnum mönn- um, en ekki pólitískum ævintýramönnum og skýja- glópum. * En afstaða Baldurs á ísa- firði er afstaða fjölmargra annarra verkalýðsfélaga úti um land. Nú fyrir skömmu hefur verkalýðsfélagið í Vík í Mýrdal vísað hinni hvat- víslegu málaleitun kommún- istaforsprakkanna í stjóm Alþýðusambands íslands á foug með sömu rökum og ís- firzku verkamennimir. Og að staða kommúnista í verkfalls bröltinu er ekki sterkari en það, að félög þau, sem þeir ráða og hafa til þessa talið sín traustustu vígi,. eru nú í þann veginn að losa sig við yfirráð þeirra. ÚrsMt alls- herjaratkvæðagreiðslunnar í Dagsbrún ber þessu gleggst vitni. Kommúnistar hafa, nú á einu ári og nokkrum mán- uðúm tapað þar hvorki meira né minna en 400 at- kvæðum. Við allsherjarat- kvæðagreiðsluna um uppsögn samninganna greiddu um 900 félagsmerm atkvæði eft- ir uppskrift kommúnista, en um 800 félagsmenn lýstu sig andvíga brölti þeirra. Og á fundinum . á laugardaginn, þegar stjóm félagsins lagði fyrir verkamenn höfuðstað- arins, hvaða kröfur skyldu bornar fram, mættu aðeins tvö hundruð þeirra þúsund-a, sem í félaginu eru, og aðeins eitt hundrað þeirra greiddi kröfum kommúnista at- kvæði. * Þjóðviljinn reynir að halda því fram, að þessar undirtekir séu ekki rödd verkalýðsins. En skriffinn- um hans og forsprökkum Kommúnistaflokksins mun eflaust finnast þessi afstaða verkalýðsins válegur hljóm- 1 ur, þótt þeir reyni enn að foera sig borginmannlega. Það kemur að því fyrr en síðar, að þessi rödd verka- lýðsins láti þeim skiljast, að islenzk alþýða liður ekki pólitiskum loddurum að mis- nota samtök hennar og etja henni út í ævintýri, sem yrði ógæfa hennar sjálfrar og þjóðarinnar allrar. ■ Gamanleikur eftir Noel Coward. ; Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag. ■ frá skrifsíofu sakadómara um afgreiðslu hegningarvofforða. Vottorð úr hegningaskrá ríkisins verða framvegis einungis afgreidd kl. 9—12 árdegis. Reykjavík, 19. maí 1947. SAKADÓMARI. getur maður fengið við Lýsis-kald- hreinsunarstöðina, Grandavegi 42. Sími 5212. H.F. LÝSI. / Maður í fastri stöðu, óskar eftir íbúð til leigu í júní eða júlí n.k. Fyrirfram greiðsla 15 þúsund krónur. — Tilboð merkt: „15 þúsund“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 24. þessa mán. Sfúlka óskasf nú þegar. — Sérherbérgi. — Upplýsing- ar í síma 5533 eða 7346. TJARNARKÁFFI, Hús til sölu í Hafnarfirði. .. Fokhelt hús, með miðstöðvarhitun, er til sölu í Hafnarfirði, ef viðunanlegt boð fæst. — Kauptilboð sendist fyrir 27. maí 1947 til Bjarna Erlendssonar byggingameistara, Suðurgötu 49, sími 9156, sem gefur nánari upplýsingar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.