Alþýðublaðið - 15.06.1947, Blaðsíða 5
Smmudagur 15. júní 1947
5
ÞÖ að margháttuð við-
skipti, hæði efnaleg og and-
leg, hafi tekizt með íslend-
ingum og Svium á síðustu
áratugum, og á fjölda ís-
ienzkra heimila megi nú
finna sænskan iðnað og
sænskar bókmenntir, sem
vel mættu veita góða hug-
mynd um verklega og and-
lega nútímamenningu Svía,
þá held ég þó. að í huga mik-
ils meirihluta íslenzku þjóð-
arinnar, að minnsta kosti
þeirrar kynslóðar, sem nú er
miðaldra eða meira, sé Svi-
þjóð enn í dag hin „söguríka
Svíabyggð", sem Matthías
hyllti fyrir meira en sjötíu
árum og við síðan lásum um
í hinni þróttmiklu’ þýðingu
hans á ,.Sögum herlæknis-
ins“ eftir Zacharias Topelius
á fyrstu áratugum þessarar
aldar. Hið sögulega stórveld
istímabil Svía, þ’essarar til-
tölulega fámennu norrænu
þjóðar, sem þar er sagt frá,
þegar sænskir hetjukonung-
ar eins og Gústaf annar
Adólf og Karl tólfti báru
með herskörum sínum ægis-
hjálm yfir alla Norður- og
Austur-Evrópu, suður að
Alpafjöllum og Svartahafi,
hefur allt fram á þennan dag
heillað okkur íslendinga og
sumpart valdið þvi, að við
höfum enn ekki lært að meta
að verðleikum hina gagn-
merku nútímamenningu
þessarar frændþjóðar.
En þó að Svíþjóð nútíðar-
innar. Svíþjóð friðarins og
lýðræðisins, sé ekki síður at-
hyglisverð og lærdómsrík,
en hin gamla, herskáa Sví-
þjóð Gústafanna og Karl-
anna, þá þurfa menn ekki að
hafa dvalið lengi. í Svíþjóð í
dag til þess að sjá bæði og
finna, að enn er hún, þrátt
fyrir allar breytingar og
íramfarir á sviði verklegrar
tækni og félagsiegrar menn-
ingar, hin gamla söguríka
Svíabyggð. sem Matthías
kvað um. Þar mæta aðkomu-
manninum í öðru hverju
spori glæsilegar og sögu-
þrungnar minjar fortíðarinn
ar, gamlar kirkjur og hallir,
söfn og minnismerki, sem
rifja upp sögu og menningu,
sigra og ósigra sænsku þjóð-
arinnar á umliðnum öldum,
— ekki aðeins á hinni til-
tölulega nálægu öld stór-
veldistímabilsms, heldur og
á löngu liðnum tímum, er
kristni og heiðni tókust enn
á í landinu.
VIÐ ÍSLENZKU ritstjór-
arnir og fréttastjóri rikisút-
varpsins. sem dvöldum í Sví
þjóð fjórtán daga i boði
sænska utanríkismálaráðu
neytisins fyrir og eftir mán-
aðamótin apríl-maí í vor,
ferðuðumst víða og sáum
margt, höfum af framan-
greindum ástæðum máske
Þæffir
r * •
verið næmari fyrir hinum
mörgu sögulegu minjum Sví
þjóðar, en niargir aðrir út-
lendingar, sem þangað koma.
En Svíar leggja sjálfir mikla
rækt við sögu sína og sýna
gjarnan það, sem minnir á
hana.
Strax á öðrum degi dvalar
okkar í Svíþjóð, sýndu þeir
okkur hina frægu, fornu dóm
kirkju i Lundi. sem byrjað
var að reisa snemma á 12.
öld. Þá réðu Danakonungar
fyrir Suður-Svíþjóð, en
Lundur hafði í byrjun aldar-
innar verið gerður að fyrsta
erkibiskupssetrinu á Norður
löndum og mátti þá heita
andleg miðstöð þeirra allra;
einnig íslenzka kirkjan laut
þá um hálfrar aldar skeið
erkibiskupinum í Lundi. Það
var einmitt á þvi tímabili,
sem byrjað var að byggja
hina gömlu dómkirkju, —
elztu, stærstu og fegurstu
kirkjuna á Norðurlöndum,
sem reist hefur verið í hin-
um rómanska hringbogastíl.
Síðan eru liðnar meira en sjö
aldir og dómkirkjan hefur að
sjálfsögðu oft þurft endur-
nýjunar við, og tekið ýmsum
breytingum; en enn í dag er
þar undir kórnum vel varð-
veitt grafhýsi, sem fullvíst
er talið. a'ð jafngamalt sé
kirkjubyggingunni og hald-
ist hafi óbreytt að útliti að
öðru leyti en því, að Ijós hef
ur verið leitt niður í það frá
yfirborði jarðar gegnum litla
glugga að kórbaki.
í Lundi vorum við land-
arnir minntir á það í góðu
gamni, af fróðum manni, að
sú hefði einu sinni verið tið-
in, að íslendingar hefðu
ekki farið þar með alveg eins
miklum friði og við, — og
vitnaði hann í því sambandi
í frásögn Egilssögu af heim-
sókn Egils Skallagrimssonar
þar löngu fyrir daga hins
i kristilega hugarfars. Á Egill,
samkvæmt sögunni, ekki að
hafa verið íbúum Lunds
neinn aufúsugestur. enda
heimsókn hans að hafa kost-
að þó nokkur mannslíf, þótt
vel megi vera, að eitthvað
hafi þau verið færri, en Egill
vildi vera láta, er heim til
íslands kom. Og ekki urðum
við þess varir, að íbúar
Lunds hefðu erft þessa heim
sókn hins herskáa víkings og
skálds neitt við okkur, enda
hafa viðskipti íslendinga við
Lund öll verið með friðsam-
legum hætti síðan. Þangað
sótti Jón Ögmundsson bisk-
upsvígslu til þess að kenna
KonungshöIIin í Síokkhólmi. Fremst á myndinni er líkneski
Karls tólfta.
Uppsalahölí og Uppsaladómkirkja.
guðs kristni á íslandi.
skömmu eftir að Lundur
hafði verið gerður að erki-
biskupssetri; og þar hafa á
síðustu árum að staðaldri
'verið íslenzkir stúdentar við
nám, við hinn fræga báskóla
borgarinnar, sem nú setur
svip sinn á hana.
Um það bil .viku síðar en í
Lundi dvöldum við einn dag
í Uppsölum og sáum dóm-
kirkjuna þar, stærsta og veg-
legasta guðshús á Norður-
löndum. Hún er nokkru
yngri en dómkirkjan í
Lundi, byggð í gotneskum
stíl. oddbogastíl, og turnar
hennar tveir 118,7 metra
háir, gnæfa hátt við himinn
yfir allar aðrar byggingar
borgarinnar. Einnig dóm-
kirkjan í Uppsölum hefur
tekið miklum breytingum í
aldanna rás. Það var byrjað
að bygg.ja hana um miðja 13.
öld og smíði hennar ekki lok
ið fyrr en 1435, eða tæpum
tveimur öldum seinna. Hún
hefur oft orðið fyrir skemmd
um. meðal annars af völdum
stórbruna í byrjun 18. aldar,
en hefur alltaf verið endur-
nýjuð. Síðasta viðgerð á
henni fór fram í lok 19. ald-
ar og sætti mikilli gagnrýni
af því, að ekkivþótti varð-
veittur af nógu mikilli rækt
arsemi sá svipur, sem eldri
tímar höfðu sett á þessa
gömlu og frægu bvggingu.
En engu að síður er Upp-
saladómkirkja, í stílfegurð
sinni. stórkostlegasta og
glæsilegasta kirkjubygging á
Norðurlöndum og ódauðlegt
minnismerki kristinnar
menningar og miðaldabygg-
ingarlistar, enda líta Svíar á
hana sem þjóðarhelgidóm
sinn. Þar voru Svíakonungar
krýndir öidum saman; og
þar hvílir Gústaf Vasa, ætt-
faðir Vasakonunganna og afi
Gústafs Adolfs, í grafhvelf-
ingu mikilli að altarisbaki.
*
í HINNI SÖGURÍKU SVÍ-
ÞJÓÐ eru Uppsalir senni-
lega söguríkasti staðurinn.
Þar sátu hinir heiðnu Upp-
landakonungar löngu áður
en áreiðanlegar sögur hóf-
ust, — ekki á þeim stað, við
Fýrisá, er Uppsalir standa
nú, heldur nokkru norðar,
þar sem nú eru Gömlu Upp-
saiir. Þar stóð frægt heiðið
hof fram á síðari hluta 11.
aldar, en' bá varð það að
víkja fyrir kristinni krkju
og Uppsalir voru gerðir að
erkibiskupssetri' Svía, sem
þeir hafa verið alla tíð síð-
an. Svíakonungar höfðu og
lengst af aðsetur sitt í Upp-
sölum þar til Birgir jafl
gerði Stokkhólm að höfuð-
borg um mið.ja 13. öld. Um
svipað leyti var byrjað að
byggja Uppsaladómkirkju
við Fýrisá, þar sem hún
stendur nú; og fluttist erki-
biskupssetrið og byggðin,
litlu síðar þangað, enda bæj-1
arstæðið þar rniklu betra,
við ána, skammt frá ósi henn
ar út í Löginn. Óx þar fljótt
upp allstór bær umhverfis
dómkirkjuna og var stofnað
ur þar háskóli 1477. nokkr-
um áratusum eftir .að hún
var fullgerð, fyrsti háskól-
inn á Norðurlöndum, sem
enn í dag er aðalháskóli Sví-
þjóðar. En hámarki sínu
náði blómaöld Uppsala á síð
ari hiuta 16. aldar og fyrra
belmingi 17 aldar, þegar
Vasakonungar höfðu þar að-
setur sitt tímum saman í
Uppsalahöll, sem þá var ný-
byggð og enn í dag er ein
aoal’prýði borgarinnar.
Meðan við stóðum við í
Uppsölum þótti ekki annað
hlýða en að farið væri út í
Gömlu Uppsali til þess að
við fengjum að sjá hinn forn
heiga stað heiðins siðar í Sví
þjóð. Þar stendur nú kirkja,
er hið gamla hof var; en rétt
sunnan við hana rísa Upp-
salahaugarnir frægu, þrír að
tölu. sem þar hafa verið frá
ómunatíð. og kenndir hafa
verið við Óðin, Þór og Frey,
en líklegt þykir nú, að ein-
hverjir héiðnir Upplanda-'
konungar hafi verið heygðir
í endur fyrir löngu. Austan
við haugana er veitingastað-
ur, sem kallaður er Óðins-
borg. Er hann sniðinn að
staðnum, hefur að geyma
safn gamalla vopna og her-
klæða, sem þó' fæst munu
vera aftan úr forneskju, en
á veggi eru málaðar myndir
úr Friðþjófssögu Tegnérs og
undir þær letraðar Ijóðlínur
úr henni. liöfuðaðdráttarafl
þiessa veitingastaðar á að
vera hinn forni mjöður, —
eins og að rninnsta kosti sagt
er, að hann sé bruggað-
ur, — sem þar er veittur úr
feiknastórum uxahornum,
silfurbúnum. En dauíur.
þótti okkur drykkurinn, og
lítt urðum við varir þeirra
áhrifa af honum, sem forfeð
ur okkar eru sagðir hafa orð
ið fyrir af hinum forna miði.
Hætfum við innan stundar
vð allar tilraunir til þess að
lifa upp líf forinaldarinnar
við hann.
UPPPSALAHÖLL, - sem*
stendur á hæð vestan við
borgina með víðu útsýni yfir
hana, er frá öðru tímabili i
sögu Svía en Uppsaladóm-
kirkjan, svo að ekki sé nú
talað um hina ævafornu Upp
salahauga. I Uppsalahöll er-
um við við upphaf stórveld-
istímabilsins, sem svo mikl-
um Ijóma hefur varpað á
Svíþjóð. Hún er ein af þeim
höllum sem Vasakonungarn-
ir byggðu í Svíþjóð og enn
geyma, með sínum sérkenni-
lega svip og sínum sívölu
hornturnum. endurminning-
una um brautryðjendastarf
þeirra meðal annars í bygg-
ingarlist landsins. Það var
ættfaðirinn, Gústaf Vasa,
sem byrjaði á byggingu Upp-
salahallar skömmu fyrir
miðja 16. öld, en synir hans
héldu verkinu áfram, sem þó
ekki var að fullu lokið fyrr
en á dögum sonarsonarins,
Gústafs Ádolfs.
í sölum þessarar hallar
reika svipir, sem okkur ís-
lendingum koma af frásögn
kunnuglega fyrir sjónir. Hér
hefur saga gerzt. Hér hafð-
izt Gústaf Ádolf, hetjukon-
ungurinn. oftar en einu sinni
við óður en hann sigldi í síð-
asta sinn frá Svíþjóð til liðs
við aðþrengda trúbræður í
þrjátíu ára stríðinu á Þýzka-
landi og lét, sigrandi, lífið í
baráttunni fyrir þá. Og hér
hélt Kristin drottning, dóttir
hans, hina léttúðugu hirð
sína, þar til hún sjálf iðrað-
ist, lagði niður kórónuna og
og hvarf í skaut hinnar ka-
þólsku kirkju. Það var í hin-
um rúmgóða ríkissal Upp-
salahallar, sem Kristín drottn
ing kvaddi völdin. ráðgjafa
sína og þjóð. í öðrum minni
sal fram af honum má enn
sjá mynd franska málarans
Sébastien Bourdon af henni
á hestbaki, en hann var um
skeið hirðmálari drottningar
innar. Sjálfan ríkissalinn
skreytir nú hi.ð fræga mál-
verk þýzka- málarans Louis
Braun af bænargjörð Gustaís
Adolfs fvrir orrustuna við
Lutzen .1632, þar sem hann
vann sinn síðasta sigur, en
féll sjálfur.
Það var mikill auður, sem
streymdi inn í Svíþjóð með
hinum sigursælu hershöfð-
ingjum úr þrjátíu ára stríð-
inu, sem fjarri fór að líktust
allir Gústafi Adólf um fórn-
fýsi og óeigingirni. Sumir
þeirra byggðu sér glæstar
hallir heima í Svíþjóð að
stríðinu loknu, svo sem Kárl
Framhald á 7. síðu.
óskast til leigu í
nágrenni bæjar-
ins. •— Þyrfti að
vera á-borið.
Upplýsingar í sírna 1397
kl. 12—1 og 7—8.
Baldvin Jénsson
hdl.
Málflutning-ar. Fasteignasaia.
Vesturg. 17. Sími 5545.
GQTT
ÚR
' ER GÓÐ EIGN
Suðl. Sislason
Örsmiður, Laugaveg 63