Alþýðublaðið - 15.06.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.06.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur 15. júní 1947 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 M söguríka Svíabyggð' Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningú við andlát og jarðarför Jóhauns Benedikts Guðjónssonar frá Litlu Háeyri á Eyrarbakka. Sérstaklega vil ég þakka Flugfélagi íslands hi. fyrri auðsýnda samúð og hjálpsemi. Fyrir mína hönd og fósturforeldra hins látna. Guðjón Jonsson. Innilegt þakklæti til allra, fjær og nær, sem auð- sýndu mér hjálp í veikindum og hluttekningu við frá- fall mannsins míns, Sumarllða Viihjáimssonar, , Vallarborg, ísafirði. Sólveig Gestsdóttir. Mieiniiigarorð --------------♦ Bærinn í dag. Helgidagslæknir Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5. sími 2714. Næturvörður er í Laugavegs apóteki. Nætturakstur fellur niður. í dag er sjötugur Björn Gíslason bróðir þeirra Þorsteins heitins Gíslasonar fyrrum ritstjóra í Reykjavík og Hjálmars Gísla- sonar Wínnipeg. Er Björn nú til heimilis að Þórsgötu 28 a hér í bæ. Ríkisstjórnin tekur á móti gestum í ráð- herrabústaðnum við Tjarnar- götu á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, kl. 4—6 síðdegis. Rif um hernámið. (Frh. af 3. síðu.) Hins vegar er bókin skemmti- leg frásögn af lífi þjóðarinnar, frásögn, sem sýnir v-el, hvað almenningur /vissi og vissi ekki urrf það, sem var að ger- ast í landi hans. Bókin er vel út gefin af ísa- foldarprentsmiðju og prýdd mjög mörgum athyglisverðum myndum, sem Þonsteinn Jós- epsson safnaði, en hann og Svavar Hjaltested tóku flestar þeirra. Benedikt Gröndal. HANNES Á HORNINU. (Frh. af 4. síðu.) við hlið hinna, eins geta úr al- þýðustéttunum vaxið kalkvist- ir skyldir þeim, sem falla fyrir tálmyndum útlifaðra burgeisa, flagga með þeim og þykjast vera forverðir andlegrar bylt- ingar með þjóðunum. ÁRMENNINGAR! Stúlkur! Piltar! Telpur! Drengir! Úr öllum íþrótta- flokkum félagsins! Göngu- æfing verður nk. mánudags ■kvöld kl. 9,,30 frá íþrótta- húsinu vegna hátíðarhald- anna 17. júní. Munið að mæta öll og stundvíslega. Stjóm Ármanns. Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ:„Síðasta vonin“, John Hoy, Ray Reagan og fleiri. Kl. 7 og 9. „Grafinn lifandi." Kl. 3 og 5. NÝJA BÍÓ: „Kvennagull kem ur heim“, Lucille. Ball, George Brent, Vera Zorina, kl. 5, 7 og 9. „Hart á móti hörðu“, — gamanmynd með Abbott og Costello, sýnd kl. 3. TJARNARBÍÓ: „Sjömánastað- lir“, — Phyllis Calvert, Stewart Granger, Patricia Roc, kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ: „Leikaralíf11 Jan- et Gaynor, Fredriah Marsh. Kl. 3, 5, 7 og 9. HAFNARFJARÐARBÍÓ; Kona manns, Edvin Adolphson, Birgit Tengroth og fl. Framhald af 5. síðu Gústaf Wrangel hina frægu Skóklausturshöll, á fögrum stað norðan við Löginn. skammt norður af Stokk- hólmi, en suður af Uppsöl- um. Þangað skruppum við einn daginn, sem við dvöld- um í Stokkhólmi í ferðalok og ákoðuðum þau ótrúlegu auðæfi, sem þar eru geymd í vopnum, herklæðum, mál- verkum, veggteppum, hús- gögnum, postulíni og silfur- gripum hvaðanæfa að úr heiminum. Mörg af þessum listaverkum eru frá tímum þrjátíu ára stríðsins og senni lega herfang hins sigursæla hershöfðingja, len mörgum hefur verið safnað síðar, og er Skóklausturshöll vafa laust eitt merkilegasta safn Svía frá stórveldisöldinni og jafnvel frá síðari tímum, allt fram á 19. öld. Minnis- stæð verða. ýmis samtíðar- málverk þarna af hetjukon- ungum Svía, þar á meðal eitt af Gústafi Adolf í rauðum frakka og með gulan kraga, málað af einhverjum óþekkt um málara þremur vikum fyrir fall konungsins við Lutzen; og annað. eftir sænska málarann Georg Eng alhart Schröder, af Karli tólfta í einkennisbúningi blástakka, brjóstmynd, mál- uð af honum 1707, þegar hann stóð á hátindi herfrægð ar sinnar, hafði sigrað alla andstæðinga og átti þó að- eins tvö ár eftir til ósigurs- ins mikia við Poltava. En þarna má líka sjá samtíðar- málverk af Ebbu Brahe, æskuunnustu Gústafs Adolfs, sem hann fékk ekki að eiga fyrir ekkjudrottningunni. móður sinni, og gefin var öðr um af henni meðan hann var í hernaði; og af Auróru von Königsmarck, hinni fögru ástmey Ágústs sterka Pól- verjakonungs. Hún ætlaði að veiða Karl tólfta í net sitt til þess að tryggja elskhuga sín- um hagstæðan frið við hinn sigursæla herkonung, en tókst ekki, sem kunnugt er. STOKKHÓLMUR er ekki borg hins gamla tíma í Sví- þjóð, eins og Uppsalir, þó að hann væri valinn til höfuð- staðar á 13 öld. Fastur aðset- Söfn og sýningar: ) NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ: Opið kl. 13,15—15. ÞJÓÐMNJASAFNIÐ: Opið kl. 13—15. SAFN EINARS JÓNSSONAR opið kl. 13,30—15. . . . ■r*r~7 "— Skemmtisfaðir: SKEMMTISTAÐURINN Tivoli opinn kl. 2—11.30. DÝRASÝNINGIN í Örfirisey opin frá 8 árd. til 9 síðd. Hljómleikar: BEETHOVENTÁTÍT Tónlista- félagsins, Busohkvartettinn leikur. ÍSLANDSMÓTIÐ heldur áfram í dag 8,30, þá keppa Akur- nesingar og Valur. ursstaður kónungs og stjórn- ar varð hann ekki fyrr en á 17 öld. stórveldisöldinni; og þá var það sjaldgæft, að kon ungar Svía sætu þar heima. Karl tólfti leit yfirleitt ekki Stokkhólm í lifanda lífi eftir að hann fór þaðan til vígvall anna suður við Eyrarsund og sunnan Eystrasalts 1700. Hann var fluttur þangað nár átján árum seinna, eftir að hyssukúlan við Friðriksstein hafði bundið enda á hið stiutta, en hetjulega líf haris. Á hans ríkisstjórnarárum var þó byrjað að reisa hina frægu konungshöll í Stokk- hólmi, þótt ekki væri hún fullgerð fyrr en eftir miðja 18. öld. Hún var byggð af tveimur af allra frægustu byggingameisturum Svía, Nicodemus Tessin og syni hans með sama nafni, í ítölskum endurreisnarstíl, og er enn viðbrugðið fyrir feg- urð. Varla getur hún þó tal- izt til sögulegra minja Svi- þjóðar; hún tilheyrir að minnsta kosti engu síður nú- tíð hennar. En þó að Stokkhólmur, borg hins nýja tíma í Sví- Iþjóð, sé ekki eins ríkur að sögulegum mmjum og Upp- salir, þegar hin ágætu söfn- borgarinnar eru undan skil- in, þá geymir hann þó ann- an þjóðarhelgidóm Svía. Það er Riddarahólmskirkjan, — Pantheon Svíþjóðar, eins og hún er stundum kölluð. — sem stendur á einum hólm- anum í Norðurstraum, þar sem Lögurinn og öldur Eystrasalts mætast. Þar hvíla allir Svíakonungar frá og með Gústafi Adólf grafnir og ýmsir af frægustu hers- höfðingjum stórveldisaldar- innar. Sjálf er kirkjan miklu eldri, — reist í lok 13. aldar af Magnúsi konungi hlöðu- lási, sem einnig er grafinn þar. Hún er byggð í oddboga stíl og eru skipin þrjú og kór inn af þeim, en konunga grafirnar og aðrir legstaðir, sem þarna hafa verið gerðir, eru í grafkórum. sem byggð ir hafa verið síðar við báðar hliðar kirkjunnar og eru opnir inn í hana. Það var Gústaf Adólf, sem ruddi þeim sið braut, að Svíakon- ungar yrðu gafnir á þessum Samkomuhúsiíi: HÓTEL BORG: — Klassisk músik frá kl. 8 síðd. Hljóm- sveitarstjóri Karl Billich. TJARNARCAFÉ: Hljómsveit frá kl. 9 síðd. INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl. 9 árð. Nýju dansarnir frá kl. 10 síðd. Útvarpið: 19.30 Tónleikar. 20.20 Samleikur á viola. 20.35 Erindi: Næturgisting á Hjaltlandi (Helgi Hjör- var). 21.00 Útvarp frá Beethovenhá- tíð Tónlistarfélagsins. 21.20 Upplestur: Kvæði eftir Einar Benediktsson (Kristmann Guðmunds- son skáld les). stað, hegar hann valdi sér legstað þar; en þann legstað bað hann 1629, þegar hann lagði af stað til Þýzkalands í síðustu herferð sína, að búa sér hið allra fyrsta, svo sem hefði hann hugboð um, að hann myndi ekki lifandi aft- ur snúa þaðan. Síðan hafa allir Svíakonungar valið sér legstað þarna að dæmi hans. í þögulli lotningu stígum við yfir þrepskjöld þessarar kirkju. Hér hvíla þær, hetj- urnar, sem hrifu hugi okkar í æsku, þegar við vorum að lesa Herlæknissögurnar. Hér eru þeir grafnir, Lénharður Thorstensson og Jóhann Banér, hershöfðingjar Gúst- afs Adólfs, sem héldu merki hans. uppi í þrjátíu ára stríð- inu eftir að hann féll.frá, og fullkomnuðu sigur Svía í því. Legstaðir þeirra eru næstir kirkjudyrum, annar til vinstri. hinn til hægri. Hér er einnig grafinn, nokkru , innar til vinstri, Adam Lúðvík Lewenhaupt, hershöfðingi Karls tólfta, sem árum saman varði Eystrasaltslöndin gegn ofur- efli Rússa, en dó í stríðsfang elsi hjá þeim austur í Moskva. Og hér hvíla hetju- konungarnir sjálfir, sitt hvoru megin við kirkjukór- inn, í kistum úr dökkum marmara, Gústaf Adólf til hægri við kórinn, og Karl tólfti, til vinstri. Hér hvíla þessir tveir frægustu konung ar Svíþjóðar andspænis hvor öðrum og aðeins breidd kirkjukórsins, sem skilur þá. í lifanda lífi var hér um bil öld á milli þeirra, og með öðrum þeirra hófst stórveld istímabil Svíþjóðar, með hin um lauk því. En báðir virð- ast þeir vera Svíum jafn hjartfólgnir. Báðir vörpuðu þeir rrieð undursamlegum hernaðarafrekum sínum var anlegum ijóma á land sitt, og báðir dóu þeir hetjudauð- anum á vígvellinum, — síð- ustu konungarnir. sem féllu í stríði í Evrópu. Það er auðvelt að skilja, að minningin um Gústaf Adólf og Karl tólfta sé Svíum kær. Og þó.dreym ir engan Svía í dag um að feta í fótspor. þeirra. Sænska þjóðin hefur, síðan þá leið, lært að sníða sér stakk, sem betur befur verið við vöxt hennar. Og í dag má segja, að þeirra ,,saga á sænskri foldu sé senn eitt ævintýr'S Stefán Pjetursson. SWiWfc*. íÆi Lárus G. Gunnarsson. F. 7. október 1911. D. 18. apríl 1947. MÁTTUG SÓL á mannheim breiðir magnan lífs um óraleiðir. Allt, sem lifir, er og hrærist eitt og sérhvað blessa kýs. Ekkert lætur undan skilið, alls á milli sama hilið. — Meinakerfi mannsins ráða móti sólareðli rís. Norðanmegin Furðufjalla fram og vestur snarpan halla gekk hann Lárus götu sína, gönuspretti marga tók. Komust þá í kast við lögin kæruleysis lijartaslögin. — Réttarvizkan yppti öxlum eftir sinni lagabók. I>ótt ei veittist þroskasjóður þessum vorum látna bróður, var hann ekki við þjiu riðinn verk, sem meiddu land og þjóð. Undan syndum samfélagsins svigna viðir bræðrahagsins. — Skreppi einn af skylduspori, skörum hægt að dómaglóð. Fyrstu vina fengin kynni firðar geyma lengst í minni; öfug mynd af ást og hylli örvar þrá á verri mið. — Hvaða plöggum Lárus lyfti líklegt nú ei máli skipti. Hann er farinn. Alveg ágætt. Ekkert hér að skilja við. Jón frá Hvoli. Tvö dagheimili í Reykjavík. REYKJAVÍKURBÆR hef- ur nú ák’Vriðjð að reka tvö dag heimili hér í hænum í sumar. Verður annað í Stýrimanna- skólanum og hitt í Málleys- ingjaskólarium. Hefur þegar verið ráðin forstöðukona fyr- ir annað heimilið. Bæjtrrráð hefur ákveðið, að sömu gjöld skuli verða á heiini ilum þessum og í daghehnil- um Sumargjðafar. Lesið Alþýðublaðið I - Skemmtanir dagsins —>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.