Alþýðublaðið - 17.06.1947, Side 1

Alþýðublaðið - 17.06.1947, Side 1
Umtalsefniðs Veðurhorfur: Breytileg átt og hægviðri. Úrkomulaust að mestu. Alþýðublaðið kemur næst út á fimmtu- daginn. Hið unga lýðveldi okkar, — og ábyrgðarleysið, sein ógnar því. Forustugrein: Eftir þrjú ár. XXVII. árg. Þriðjudagur 17. júní 1947 130. tbl. Skymasterflugvélin Hekla Hér sést Skymasterflugvélin Hekla skömmu eftir að hún lenti á flugvellinum á sunnudag. Verkamenn í Borgarnesi kolfelldu samúðarverkfali kommúnista ------1------ Neituðu og að lýsa yfir afgreiðslubanni. VERKALÝÐSFÉLAG BORGARNESS koifelldi á fé- lagsfundi síðdegis á sunnudaginn áður gerða samþykkt stjórnar og trúnaðarráðs félagsins um samúðarverkfall og afgreiðslubann til stuðnings Dagsbrún í deilu þeirri, sem kommúnistar hafa hrundið henni út í; en bað samúðar- verkfall átti samkvæmt ákvörðun félagsstjórnar og trún- aðarráðs að hefjast miðvikudagimi í þessari viku. Fundurinn var fjölsóttur, um 80 manns voru mættir í fundarbyrjun, enda vitað eft ir mótmæli 76 verkamanna á staðnum gegn hinu boðaða samúðarverkfalli, að átök myndu verða þar. Stjórn Dagsbrúnar hafði sent Ing- ólf Gunnlaugsson á fundinn til þess að tala þar máli hennar. Fundurinn stóð í hér um bil fimm klukkustundir, og var þá gengið til atkvæða, en allmargir voru þá farnir af fundi. Samþykkti fundurinn, með 47 atkvæðuni gegn 8, tillögu frá Daníel Eyjólfs- syni og Ingimundi Einars- syni um að neita livort lieldur að gera samúðar- verkfall eða lýsa yfir af- greiðslubanni til stuðnings Dagsbrún, með því, að með deilu hennar gæti að- eins leitt til þess að magna dýrtíðina í land- inu, sem hagsmunum verkamanna stafi stór hætta af. Er þessi ómerking félags- fundar í Verkalýðsfélagi Borgarness á boðuðu sam- úðarverkfalli kommúnista þar athyglisverð vísbending um það, hvernig verkalýður- inn lítur á hið pólitíska vérk- gallsbrölt og hvernig sumar hinar kommúnistísku yfirlýs- ingar um samúðarverkföll með Dagsbrún eru til komn- ar. Rannsóknarlögregian iýsir eftir vitnum LAUGARDAGINN 14. þ. m. varð árekstur á Borgar- túni, rétt hjá Fúlalæk, milli bifreiðarinnar RE 2988 og manns á reiðhjóli. Maðurinn á reiðhjólinu meiddist talsvert; marðist á baki og síðum og hlaut nokkrar skrámur. , Rannsóknarlögreglan bið- ur þá, sem kunna að hafa séð atburð þennan, að gefa sig fram; einkum stúlku, sem ók á reiðhjóli, rétt á undan manninum, sem fyrir slys- inu varð, og mann þann, sem tilkynnti lögreglunni slysið. Fyrsta millllanda- flugvél íslseidinga Fer til HafBiar í dag SKYMASTERFLUGVÉL- IN HEKLA, fyrsta milli- ’andaflugvél Íslendinga, kom til Reykjavíkur rétt fyrir kl. brjú á sunnudag, og var margmenni á flugvellinum til be«s að fagna vélinni. Loftleiðir h.f. eiga þessa mikhx flugvél, en hún tekur 46 farþega og getur flogið hvert sem er í heiminum. Amerísk áhöfn er á flug- vélinni, að undanteknum öðrum flugmanni, sem var Alfreð Elíasson, og flugfreyj ur verða tvær íslenzkar, Elinborg Óladóttir og Málm fríður Ólafsdóttir. Flugmað urinn er einn af reyndustu flugmönnum Bandaríkjanna, Byron Moore og hefur hann flogið samtals 18 000 tíma síðan 1923. Hann mun verða flugstjóri enn um hríð, en svo fljótt sem unnt er taka íslenzkir flugmenn við vél- inni. Kristján J. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Loftleiða, flutti ræðu við komu vélar- innar og Emil.Jónsson sam- göngumálaráðherra tók einn (Framhald á 8. síðu.) Komin heim eftir 59 ár Elzti farþegi Heklu var þessi gamla kona, Oddný Ásgeirsdóttir, frá Lundum í Borgarfirði. Hún fór vestur um hafi árið 1888, þá 23 ára, og hefur ekki komiö heim síðan eða í 59 ár. Hún er nú búsett í Winnipeg. en með henni er dóttir hennar, frú Lára Johnson. Verkfallshótun kommúnista á Siglufirði fer fyrir félagsdóm -— -----------------*--------- STJÓRN SÍLDARVERKSMBÐJA RÍKISINS hefur nú ákveðið að bera verkfallshótun kommúnist.a á Siglufirði undir úrskurð féalgsdóms meó því að hún telur verkfalls- hótunina brot á þeim kaup- og kjarasamningi, er Verka- mannafélagið Þróttur gerði við síldarverksmiðjurnar með allshe'rjaratkvæðagreiðslunni fyrir rúmri viku síðan, og því ólöglega. Sem kumiugt er samþykkti Þróttur við allsherjarat- kvæðagreiðsluna miðlunartillögu frá sáttasemjara ríkisins norðan lands með 164 atkvæðum gegn 32, og var rniðlun- artillagan þar með orðin gildandi samningur milíi félags- ins og síídarverksmiðjanna. En hin kommúnistíska stjóm Þróttar hefur þrátt fyrir það boðað verkfall við verksmiðj- urnar frá og með 20. júní og sýnir þar með, að hún ætlar að hafa allsherjaratkvæðagreiðsluna í félaginu að engu. Samúðarverkfall járniðnaðar- manna samþykkf með 433 ------*------ Kommúnistar þorðu ekki að spyrja fé- lagsfund fyrr en verkfaliiS var hafið. ------4------ JÁRNIÐNAÐARMENN í REYKJAVÍK hófu í gær- morgun samúðarverkfall með Dagsbrún samkvæmt fyrir- skipun hinnar kommúnistísku stjórnar félagsins og trún- aðarmannaráðs. En sjálfir vom þeir ekkert að spurðir fyrr en á félagsfundi síðdegis í gær. Þar urðu harðar deilur út af gerræði félagsstjórnarinnar, en samúðarverkfallið þó að lokum samþykkt með 9 atkvæða meirihluta, — 43 atkvæð- um gegn 34. Hafa kommúnistar ekki staðið svo tæpt við neina meiriháttar atkvæðagreiðslu í Félagi járniðnaðar- manna um áraskeið. Hin kommúnistíska stjórn járniðnaðarmann'afélagsins og trúnaðarmannaráð sam- þykkti fyrir viku að boða samúðarverkfall með Dags- brún frá og með deginum í gær. En af ótta við vilja fé- lagsmanna var þess vel gætt að gefa þeim engan kost á að ræða málið né taka sjálfir ákvörðun um það fyrr en verkfallið væri byrjað; enda er það að minnsta kosti mjög vafasamt, hvort samþykkt stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs var lögmæt samkvæmt lögum félagsins. Á fundinum síðdegis í gær, sem var haldinn í bað- stofu iðnaðarmann^ og stóð í fjórar klukkustundir, höfðu kommúnistar jmalað eins og þeir gátu; en auk þess höfðu þeir sent á fundinn Jón Rafnsson, hinn kommúnist- íska framkvæmdastjóra Al- þýðusambandsins, og Sigurð Guðnason. formann Dags- brúnar, til þess að tala fyrir samúðarverkfallinu. Harðar deilur urðu á fund inum og áfelldust fimm ræðumenn stjórn félagins mjög fyrir framkomu henn- ar; en Snorri Jónsson, hinn kommúnistí'ski formaður fé- lagsins, svaraði þeim með skætingi og svívirðingum. Þeir Jón Rafnsson og Sig- urður Guðnason töluðu báð- ir fyrir málstað kommún- ista, — Jón Rafnsson tvisvar og talaði hann síðastur allra á fundinum. Samt sem áður mörðu kommúnistar samúðarverk- fallið ekki í gegn nema með aðeins 9 atkvæðamun. Féll- ust 43 á gerðir félagsstjórn- arinnar og trúnaðarmanna- ráðsins og samþykktu þar með verkfallið; 34 greiddu atkvæði á móti og 3 sátu hjá. Um 10 voru farnir af fundi, og yfir helmingur félags- manna sótti yfirleitt ekki fundinn. Verkamenn á Borð- eyri sögðu nei VERKALÝÐFÉLAG HRÚT FIRÐINGA, Borðeyri, hefur samþykkt að neita að verða við tilmælum Alþýðusam- bandsstjórnar bæði um upp- sögn samninga og um samúð arverkfall með Dagsbrún.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.