Alþýðublaðið - 19.06.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.06.1947, Blaðsíða 2
ALÍÞÝÐUBLAÐIB -mm-.------------------ Fimmtudagur 19. júní 1947 Tvo starfsmenn vantar að vistheimili Reykja- víkurbæjar í Arnarholti á Kjalarnesi frá 1. júií n.k. — Annar þeirra þýrfti að hafa nokkra þekkingu á meðferð véla. Upplýsingar hjá for- stöðumanninum, Gísla Jónssyni, og yfirfram- færslufulltrúanum, Magnúsi V. Jóhannessyni, Hafnarstræti 20, sími 7034. Borgarstjórinn. Vegna m-isskilnings og misíúlkunar á tilmælum Al- þýðusambandsins varðandi vinnudeiiu Verkamannafe- lagsins Dagsbrúnar, sem komið hefur fram í samþykkt- um -ednstakra sambandsfélaga utan Reykjavíkur, viil Al- þýðusambandið taka þetta fram: Stjórn Alþýðusambandsins hefur ekki farið fram á við þessi félög, að þau gerðu samúðarverkfall með Dags- brún, heldur aðeins að þau afgreiddu ekki skip, flutn- ingatæki eða vörur í banni Dagsbrúnar svo sem venja er ítil iOg skylt er, þegar sambandsíélag á í deilu, og tryggðu jafnframt með tilkynningum til atvinnurekenda með þeivn fresti, sem tilskilinn er í lögum, óvéfengjanlegt lögmæii annarra þeirra samúðairaðgerða, sem kynnu að reynast nauðsynlegar. Til frekari áréttingar því, sem hér hefur verið sagt, birtum vér hér á eftir orðrétt áðurnefnd tilmæli Alþýðu - sámbandsins dags. 4. júní s.L, en þau hljóða þannig: ,,X>ar sem Dagsbrún hefur boðað vinnustöðvun frá og með 7. þ. m., ef þá hafa eigi tekizt samningar, viljum vér hér með fara þes§_ á leit við félagið, að það sjái um að 'á félagssvæðinu verði ekki afgreiddar vörur eða flutn- ingatæki í banni Dagsbrúnar frá áður nefndum degi, ef til vinnustöðvunar fcemur. Enn fremur að félagið boði Vinnuveitendafélagi Is- Iands, Skipaútge.rð ríkisins, Olíufélögunum og Reykja- -víkurbæ nú þegar samúðarvinnustöðvun eftir því sem itilefni gefast til frá og með 14. júní n.k., ef þá hafa eigi tekizt samningar. Þetta er ráðstöfun til að tryggja rétt -til einstakra aðgerða, ef á þyrfti að halda.“ Álþýðusamband íslands Si Nokkrar stúlkur, helzt vanar síldarsöltun, óskast í sumar til Söltunarstöðvarinnar Sunnu, Siglufirði. Fríar ferðir og gott húsnæði. Upplýs- ingar hjá Ingvari Vilhjálmssyni, Hafnarhvoli, Reykjavík. Hápunkíur Beethovenhátíðar lón- listarfélagsins var í gærkveldi -----------------♦------- Aliir erlendu listamennirnir komu fram með íslenzkum hljómlistarmönnum. -------♦------- HÁPUNKTUR Beethoven hátíðar Tónlistarfélagsins var í gærkvöldi, er allir hinir erlendu meistarar komu fram með íslenzkum listamönnum og léku verk eftir Bach^ Hándel og Haydn. Troðfullt hús áheyrenda, þar á meðal forseti íslands, hylltu listamennina ákaft og létu þar með í ljós hrifningu sína yfir þessum mesta tónlistarviðburði, sem hér hefur orðið, og þakklæti til þeirra, er fyrir þess- ari hátíð standa. --------------------------4 Kjötvísifalan lækkuð um 88 stig VEGNA verðniðurgreiðslu fyrir atbeina ríkisstjórnar- innar, hefur vísitala kjöts lækkað úr 411 stigum í 323 stig frá því f maímánuði í fyrra og hefur því lækkað um 88 stig. Vísitala garð- ávaxta og aldina hefur lækk að úr 278 í 213 frá sama tíma að telja. Verðlagsvísi- tala á ýmsum öðrum nauð- synjum hafði farið hækk- andi fyrri hluta þess tíma- bils, sem um ræðir, en hefur’ nú lækkað aftur, hvað sum- ar vörutegundir snertir og og staðið í stað á sumum, t. d. ' hefur verðlagsvísitala á garðávöxtum og aldinum ekki hækkað frá því í apríl. Happdrætti Templara 1947. Á mánudagskvöld var dregið um þá fimm bíla, sem eru í happdrætti templara þetta ár. Þessi númer komu upp: 30372, 49686, 24336, 37036, 33000. Fyrst var leikinn Branden burgarkonsert nr. 3 í G-dúr eftir Bach, en hann er fyrir 10 strengi og cymbalo. Þá lék brezki snillingurinn Ter- ence McDougal einleik á obo í Concerto Grosso í G-moll eftir Hándel og vakti fegurð verksins jafnt sem snilli ein- leikarans mikla hrifningu. Þriðja verkið var Cellokon- sert Haydns, þar sem Her- man Busch :lék einleikinn með hljómsveit. Fjórða og síðasta verk hljómleikanna var Symfónía Concertante í B-dúr eftir Haydn^ en hún er fyrir fiðlu (Adolf Busch), ceilo (Her- man Busch), obo (McDou- gal) og fagott (Holbrooke). Dr. Urbantschitsch stjórnaði um 30 manna hljómsveit með fjórmenningunum, og ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna að verkinu loknu. , Nú eru aðeins eftir síðustu hljómleikar Busch kvartetts- ins, sem frestað var vegna lasleika Busch, og verða þeir á föstudag. vantar að leikskóla, sem starfrækt'ur venður í Mál- leysingjaskólanum í sum- ar. Upplýsinga'r í síma 5378. Fræðslufulltrúinn. Stúlka óskast til Kleppjárnsreykja- hælisins í Borgarfirði. Upplýsingar hjá 'skrif- stofu ríkisspítalanna, s'ími 1765. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG ÍS- LANDS ráðgerir að fara skemmtiför til Gullfoss og Geysis næstkom. sunnudag. Lagt iaf stað kl. 8 árdegis. Ekið austur He'llisiheáði. Komið að Brúarhlöðum. í bafcaleið farið upp með Sogi austan við Þing- vaUavaln um Þingvöll til Reykjavíkur. Sápa látin í Geysi og reynt að ná fall'egu gosi. Farmiðair séu teknir á skrifstofunná, Túngötu 5, fyrir kl. 6 á föstudag. Frá Huf! Ms. „Grebbestroom" fermir í Hull 25.—26. þ. m. Einarsson, Zoega & (o. HF., Hafnarhúsinu. Símar 6697 og 7797. frá Slórstúku íslands Þeir fulltrúar, s'em fara til stórstúkuþings á Siglu- firði, verða að taka farseðla sína í afgreiðslu Laxfoss í Hafnarhúsinu fyrir kl. 5 í dag. Lagt verður af stað smeð Laxfoss kl. 714 á föstudagsmorgun. Slúlka óskasf í eldhúsið á Vífilsstöðum í sumar. Upplýsingar hjá ráðskonunni, sími 5611, og skrifstofu ríkisspítalanna, sími 1765.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.