Alþýðublaðið - 19.06.1947, Blaðsíða 8
■■MD&F/S/KM"
Smurt brauð og snyttur.
Fimmtudagur 19. júní 1947
Piifur fersi af voða-
Heljarstökk á hestbaki
Myndin er frá veðreiðum í Ameríku og sýnir einn góð-
hestinn í heljarstökki yfir grind, er sett héfur verið sem
hindrun á leið hans, og knapann, sem virðist munu sitja
reiðskjótann, þrátt fyrir stökkiðf
Álmennur kvennafundur ræðir -
slysahæííu barna á almannafæri
..................
Fundorinn gerði ýmsar samþykktir um
umferðar-, dagheimila- og leikvailamál.
ALMENNUR KVENNAFUNDUR var haldinn í Gamla
Bíó á mánudaginn og gerði hann víðtækar samþykktir
um slysahættu barna á almannafæri og ráðstafanir gegn
því, að börn séu eftirlitslaus á götum bæjarins. Hafa
hin tíðu umferðarslys í bænum vakið slíkan ugg meðal
mæðra, að kvenfélög bæjarins skipuðu nefnd undir for-
ustu Soffíu Ingvarsdóttur til þess að undirbúa fund þenn-
an um málin.
fþróttamótið 17. iúní:
Finnbjörn Þorvaldsson, IR, varð
mesti afreksmaður mótsins
------♦------
Nýtt met í 100 m. hlaupi færði honum
sigur yfir Huseby og konungsbikarinn.
ÍÞRÓTTAMÓTIÐ 17. JÚNÍ sýndi, að frjálsíþróttamenn
okkar eru líklegir til mikilla afreka í ár. Árangrar voru
yfirleitt góðir og mjög góðir í nokkrum greinum. Hetja
dagsins var Finnbjörn Þorvaldsson, sem setti nýtt glæsilegt
íslandsmet í 100 metra hlaupi. Hann rann skeiðið á 10,7
sek., en það gefur 934 stiy samkvæmt finnsku stigatöflunni
og var að mun bezta afrek mótsins. Hlaut Finnbjörn því
konungsbikarinn í ár, en handhafi hans frá í fyrra var
Gunnar Huseby, sem nú varð að una öðru sæti. Finnbjörn
sigraði einnig í langstökkinu og varð annar í spjótkastinu.
Þá var hann og aðalmaðurinn í sveit ÍR, sem vann 1000
metra boðhlaupið og setti nýtt met.
Gunnar Huseby vann kúluvarpið, Skúli Guðmundsson
hástökkið, Óskar Jónsson 800 metra hlaupið, Þórður Þor-
geirsson 5000 metra hlaupið og Hjálmar F. Torfason spjót-
kastið. í keppninni um konungsbikarinn komu næstir Finn-
birni: Huseby með 915 stig, Hau'kur Clausen með 843 stig,
Skúli Guðmundsson með’822 stig, Vilhjálmur Vilmundar-
son með 815 stig og Óskar Jónsson með 814 stig.
skoíi á Húsðvík
SEXTÁN ÁRA PILTUR,
Karl Valdimar Parmesson.
varð á mánudagskvöld fyrir
voðaskoti á Húsavik og beið
þegar bana af. Hann og tveir
aðrir piltar höfðu farið á sjó
og haft með sér tvær byssur.
Þegar þeir voru að draga
bátinn á land rétt norðan við
þorpið, hljóp skot úr annarri
byssunni og í höfuð Karli,
og lézt hann þegar. Byssan
•lá í bátnum. þegar drengirn
ir drógu hanrf á land.
Nýi Egill Skallagríms-
son kojninn
liann er fjórði ný-
sköponartogarlnn
HINN NÝI Egili Skalla-
grimsson, fjórði nýsköpunar
togarinn, kom til Reykjavík-
ur um miðaftan í gær. Er
■ hann, eins og gamli Egill,
eign Kveldúlfs og var byggð
ur hjá Cochrane and Sons í
Selby. Er hann af sömu gerð
og Ingólfur Arnarson og hin
ir nýsköpunartogararnir,
sem komnir eru til landsins.
Skipstjóri er Kolbeinn Sig-
urðsson.
Samið hefur verið um
smíði á 8 togurum hjá Coch
rane and Sons og eru þeir
þrír, sem komnir eru á und-
undan Agli einnig byggðir
þar. Sama fyrirtæki hefur
og byggt þrjá af eldri togur
um Kveldúlfs, þá Egil Skalla
grímsson (eldri) Skallagrim
og Þórólf.
Nýi Egill er 642 tonn og
með 1300 hestafla vél. í skip
inu eru rúm fyrir 42 menn.
Lúkarinn er þrískiptur, með
Ijósi við hvert rúm.
Ferðin gekk vel heim. Veð
ur var hið bezta og var skip-
ið 4 daga til Reykjavíkur frá
Hull með viðkomu í Shields.
Farþegar voru 10, en skip-
verjar 16.
Nú 'liggur þetta veglega
skip nýsköpunar atvinnuveg
anna í höfn. en ekki er vit-
að, hvenær það kernst á veið
ar vegna verkfallsins.
Heklu fagnað
í Kaupmannahöfn
Einkaskeyti frá HÖFN
ÍSLENKI SENDIHERR-
•ANN og margir kunnir flug-
málaleiðtogar voru viðstadd-
ir á Kastrup flugvellinum,
þegar Skymasterflugvélin
Hekla kom þangað í fyrsta
sinni. Flugvélin var aðeins
sjö tíma á Ieiðinni frá Reykja
vík, en þaðan lagði hún af
stað kl. 10 á þriðjudagsmorg
un.
Opnun þessarar nýju flug
leiðar er tekið með gleði í
Danmörku.
HJULER,
Borgarstjóra og lögreglu-
stjóra var boðið á fundinn,
en þar var margt kvenna
saman. komið og umræður
urðu miklar. Að lokum voru
gerðar sex samþykktir um
fundarefnið.
Konurnar lögðu til, að
haldið yrði uppi stöðugum
áróðri meðal almennings um
meiri varúð í umferð og til
þess að hvetja foreldra til
þess að gæta þess. að óvita
börn séu ekki eftirlitslaus á
almannafæri.
Þá lýsti fundurinn ánægju
sinni yfir auknu eftirliti með
umferðinni og vildi, að því
yrði haldið áfram. Segir í
samþykktinni, að sérstak-
lega sé mikilvægt að lög-
reglusamþykkt bæjarins sé
haldin í umferðarmálum og
gagnvart allri vinnu, sem
framkvæmd er á almanna-
færi. Þá vildi fundurinn, að
komið yrði á aukinni bif-
reiðaskoðun fyrirvaralaust.
Leikvallamál bæjarins
voru einnig tekin til umræðu
og var þar samþykkt að
beina þeim tilmælum til bæj
arráðs, að sérmenntaðri
konu verði falin yfirstjórn
leikvallanna. Þá var sam-
þykkt að æskja þess, að
varzla á leikvöllunum verði
aukin, svo að mæður geti
skilið smábörn bar eftir um
stundarsakir, ef til vill gegn
einhverri þóknun. Loks var
þess æskt, að ógirt svæði
sem víðast í bænum verði
afgirt sem bráðabirgða leik-
vellir.
Loks lýsti fundurinn á-
nægju sinni yfir ákvörðun
bæjarins að hafa leikskóla
í gamla Stýrimannaskólan-
um og Málleysingjaskólan-
um og vildi, að sem mest
yrði gert að því að nota skóla
fyrir dagheimili, þar til full-
komin heimili verða byggð.
Þá taldi fundurinn, að Hlíð-
arendi við Laugarásveg, sem
bærinn hefur nú keypt, sé
hinn hentugasti staður fyrir
dagheimili.
Auk Soffíu Ingvarsdóttur.
sem setti fundinn með ræðu,
tóku til máls Auður Auðuns,
Elín Guðmundsdóttir, Stein-
Afrek beztu manna í ein-
stökum íþróttagreinum urðu
þessi:
100 metra hlaup: 1. Finn-
björn Þorvaldsson, ÍR, 10,7
sek. 2. Haukur Clausen, ÍR,
11,0 sek. 3. Örn Clausen, ÍR,
11,1 sek. 4. Ásmundur Bjarna-
son, K, 11,3 sek.
Afrek Finnbjarnar er nýtt
íslandsmet. Fyrra metið, sem
hann átti sjálfur, var 10,8 sek.
Enginn Evrópumaður mun
hafa náð betri árangri í þessari
íþróttagrein það, sem af er
sumrinu. Afrek Hauks er nýtt
drengjamet, og Örn og Ás-
mundur eru báðir drengir enn-
þá.
Hástökk: 1. Skúli Guðmunds
son, KR, 1,83 m. 2. Örn Clau-
sen, ÍR, 1,80 m. 3. Kolbeinn
Kristinsson, UMFS, 1,70 m. 4.
Sigurður Friðfinnsson, FH,
1,70 m.
Kúluvarp: 1. Gunnar Huse-
by, KR, 14,94 m. 2. Vilhjálmur
Vilmundarson, KR, 13,99 m. 3.
Sigfús Sigurðsson, UMFS,
13,52 m. 4. Sigurður Sigurðs-
son, ÍR, 12,73 m.
800 metra hlaup: 1. Óskar
Jónsson, ÍR, 1:59,3 mín. 2.
Kjartan Jóhannsson, ÍR, 2:00,0
mín. 3. Hörður Hafliðason, Á,
2:02,5 mín. 4. Árni Kjartans-
son, Á, 2:06,0 mín.
. í þessu hlaupi var keppnin
milli Óskars og Kjartans hörð
og lengst af tvísýn.
Langstökk: 1. Finnbjörn .Þor
valdsson, ÍR, 6,62 m. 2. Torfi
Bryngeirsson, KR, 6,37. 3. Þor-
kell Jóhannesson, FH, 6,37 m.
unn Bjartmarsdóttir, Aðal-
björg Sigurðardóttir og fleiri
konur. - Fundarstjóri var
Rannveig Þorsteinsdóttir,
stud. jur. og fundarritarar
frú Guðrún Pétursdóttir og
frú Guðrún Gísladóttir.
5000 metra hlaup: 1. Þórður
Þorgeirsson, KR, 16:10,2 mín.
2. Sigurgeir Ársælsson, Á,
16:12,8 mín. 3. Haraldur Þórð-
arson, Á, 18:33,6 mín.
í þessu hlaupi var hörð
keppni milli Þórðar og Sigur-
geirs, en Þórður vann á loka-
sprettinum. Þarna var einnig
keppt um nýjan verðlauna-
grip, Kaldalsbikarinn, en hann
vinnur það félag, sem á fyrstu
þriggja manna sveitina í hlaup-
inu. Að þessu sinni vann Ár-
mann Kaldalsbikarinn.
Spjótkast: 1. Hjálmar F.
Torfason, HSÞ, 51,50 m. 2.
Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR,
49,73 m. 3. Halldór Sigurgeirs-
son, Á, 47,52 m.
1000 m. boðhlaup: 1. A-sveit
ÍR, 2:02,5 mín. 2. Sveit KR,
2:05,2 mín. 3. B-sveit ÍR,
2:06,6 mín. 4. Sveit Ármanns,
2:07,8 mín.
A-sveit ÍR setti nýtt íslands-
met í þessu hlaupi. Fyrra met-
ið, sem ÍR' átti einnig, var
2:04,1 mín., sett í hitt eð fyrra.
Nýju íslandsmeistararnir í 1000
metra boðhlaupinu eru: Finn-
björn Þorvaldsson, sem hljóp
100 metra sprettinn, Örn Clau-
sen, er hljóp 200 metra sprett-
inn, Haukur Clausen, sem
hljóp 300 metra sprettinn og
Kjartan Jóhannsson, er hljóp
400 metra sprettinn.
17. júní í Höfn
Einkaskeyti frá HÖFN
DANSK-ISLANDSK SAM
FUND hélt þjóðhátíðardag-
inn hátíðlegan með mikilli
samkomu í salarkynnum
stúdentafélagsins. — Meðal
ræðumanna var sendiherr-
ann. Jakob Möller.
HJULER. !