Alþýðublaðið - 19.06.1947, Side 3

Alþýðublaðið - 19.06.1947, Side 3
Fimmtudagur 19. júní 1947 ALÞÝÐUBLAÐIO 3 Ávarp forsefa íslands 17 Úr utcmför forseta íslands ---- ----- — _ ® ... m Mynd þessi sýnir forseta Islanas, er hann lagði kranz á leiði fallinna danskra föðurlandsvina á ófriðarárunum í Ry- vangen í Kaupmannahöfn, rétt áður en hann kom heim úr utanför sinni. EINS OG MÖRGUM ÞEIM, er heyra mál mitt, er kunnugt er ég nýkom- .dnn heim; eftir rúmra sex vikna dvöl erlendis. Er það í eina skiptið, sem ég hefi verið utan fósturjarðarinnar þau 6 ár síðan ég var fyrst kosinn ríkisstjóri, að undan- skiiinni 9 daga fjarveru fyr- ir tæpum þrem árum, er ég fór'til Bandaríkjanna 1 boði Roosevelts forseta. Það er ekki ætlun mín að segja ferðasögu af þessari ferð minni.. Ég fór hana til þess að vera viðstaddur útför Kristjáns konungs tíunda og jafnframt til þess að leita mér heilsubótar, að ráði lækna, við kvilla, sem gerði vart við sig fyrir rúmu miss- eri. Hefi ég fengið fulla heilsu bót, og þarf ég ekki að lýsa því hve mér er það mikið á- nægjuefni. Þennan dag fyrir 3 árum var íslenzka lýðveldið stofn- að án þess að hægt væri, af ófriðarástæðum, að ræða áð- ur við fyrri sambandsþjóð vora, Dani, með þeim hætti, sem sambandslögin frá 1918 gerðu ráð fyrir. Við vissum að hinum aldna konungi, sem hafði verið góður konungur íslands í 32 ár, var það á móti skapi að konungdæmi hans á íslandi skyldi ljúka þannig; og frétzt hafði um líkan hug ýmsra Dana, ráða- manna og annarra, jafnvel sumra meðal hinna bræðra- þjóðanna á Norðurlöndum. Það jók á fögnuðinn við lýðveldisstofnunina á Þing- völlum 17. júní 1944, er árn- aðaróskaskeyti barst frá Kristjáni konungi tíunda, isamtímis því, sem íslenzka þjóðin hafði svo að segja ein- róma ákveðið að hann skyldi frá þeim degi telja hætta að vera konungur íslands. Ári síðar lauk' vopnavið- skiptum í Norðurálfunni. Danmörk og Noregur, auk annara landa, fengu aftur frelsi sitt. Við komumst aft- ur í samband við þessi lönd, sem svo að kalla hafði ekk- ert samband verið við -í rúm 5 ár. Fljótt bárust fréttir um óánægju í Danmörku út af viðskilnaðinum, er lýðveldið var stofnað. Sum blaðanna dönsku voru kuldaleg í vorn garð; sama kulda varð vart við hjá einstaklingum. Er ég tók við embætti sem þjóðkjörinn forseti 1. ágúst 1945 komst ég m. a. svo að orði: „Það hafa borizt fréttir . . um óánægju, sem gert hafi vart við sig í Danmörku, vegna þess að við fréstuðum ekki . lýðveldisstofnuninni fram yfir ófriðarlok. í stað þess að gera of mikið úr þess um fréttum, ætti okkur að vera Ijúft að minnast þeirra hlýju kveðja frá konungi og stjórn Dana, sem borizt hafa eftir lýðveldisstofnunina, og annara vinsemdarvotta af hálfu danskra manna.“ Ennfremur: „Við trúum því að vinsam- leg samvinna verði einnig í framtíðinni milli okkar og þessarar fyrri sambandsþjóð- ar okkar. Og það er okkur á- nægjuefni að vita, að ýmsir merkir áhrifamenn meðal Dana bera einnig þessa trú í brjósti.“ Þeir íslendingar, sem þekktu Kristján konung tí- unda, voru ekki í vafa um það að árnaðaróskir hans 17. júní 1944 voru af heilum huga. Á þessu og því, sem ég sagði 1. ágúst 1945, fékk ég áþreifanlega staðfestingu nú í ferð minni. - í fyrsta viðtali mínu við Alexandrínu drottningu bar sambandsslitin á góma. Hún leyndi því ekki að hinn látni konungur hafði tekið sér nærri með hverjum hætti þau urðu. En hún ræddi mál ið af. svo miklum skilningi og vináttu í garð íslendinga, að ég gekk af fundi hennar þá, enn sannfærðari um ein- lægni árnaðaróska hins látna konungs 17. júní 1944.' Og er ég kvaddi hana dag- inn eftir útförina beiddi hún. mig um að bera íslendingum hlýjar kveðjur sínar. Sömu alúðlegu viðtökur veitti Friðrik konungur níundi og Ingrid drottning mér, og beiddu mig að bera hlýjar kveðjur til íslands. Má segja að þau á allan hátt sýndu mér fyllstu alúð og vinsemd, engu minni en ég gat frekast búist við. Sama má segja um ríkisarfa og aðra af konungs fjölskyldunni. Ég hitti marga danska stjórnmálamenn, bæði þá er nú eru við völd í Danmörku og aðra. Þar mætti ég einnig sérstakri al- úð og hlýju. Sama er um marga aðra, sem ég átti kost á að tala við. Mér þykir rétt að geta þess, ekki af persónulegri hégóma- girnd, heldur sem tákn virð- ingar Dana fyrir íslandi, að við útfararathöfnina var mér skipaður svo virðulegur sess, sem frekast varð á kosið. Ég kom næstur á eftir Hákoni Noregskonungi, bróður hins látna konungs, Friðriki kon- ungi syni hans, Georg prins bræðrungi hans og Knúti ríkisarfa syni hans -— í þess ari röð en á undan ríkisstjóra Svía, Gustaf Adolf ríkisarfa, Castenskjold mági konungs, Ólafi ríkisarfa Noregs, sér- sökum fulltrúa Bretakon- ungs, Bandaríkjaforseta og annarra þjóðhöfðingja, sem gátu ekki verið viðstaddir persónulega. Mér gafst kostur á að tala við iitanríkisráðherra Finna, sem var fulltrúi finnska lýð- veldisins. Velvild hans í garð íslendinga var einlæg. Ég ræddi við Hákon Noregs konung, Ólaf ríkisarfa, utan- ríkisráðherra Norðmanna og fleiri norska áhrifamenn. Allsstaðar hjá þeim var sama alúðin og hlýjan í okkar garð. Ég ræddi við Gústaf Svía- konung, Gústaf Adólf ríkis- arfa Svía, forsætisráðherra og utanríkisráðherra Svía og ýmsa aðra • áhrifamenn sænska. Viðmótið var sama, alúð og vinsemd í garð ís- lands og íslendinga. Flestir þessara manna, þar á meðal konungsfólkið, kvöddu mig með árnaðarósk- um íslandi og íslendingum til handa. ❖ Einhver kann að hugsa sem svo: Er hann að minnast á þetta af því að hann hafi búist við einhverju öðru; að þetta hafi komið flatt upp á hann. Það er síður en svo. I nær tvo áratugi var ég sendi- herra íslands í Danmörku og átti þar kost á að kynnast mörgum af þessum mönnum á Norðurlöndunum hinum og mörgurn öðrum. Viðtökurn- ar og viðmótið var einmitt í fullu samræmi við þessi kynni. En það ber fleira en eitt til að ég minnist þessa. Ég vil að almenningur á íslandi viti um það og taki kveðjun- um. Ég hefi hitt marga ís- lendinga, og marga, sem leggja lítið upp úr þessu vin- arþeli bræðraþjóða okkar á Norðurlöndum. Sumir telja Það eðlilegt og sjálfsagt, svo ekki þurfi um að tala. Láta það annaðhvort sem vind um eyrun þjóta, eða láta það gott heita, án þess að þeim finn- ist tilefni fyrir okkur til þess að sýna vinarþel á móti. Ég hefi talið, og tel enn, slíka afstöðu óheppilega. Við eig- um að rækja vináttuna við bræðraþjóðirnar. Það veitir okkur andlegt verðmæti, jafn vél verðmæti, sem í askana megi láta. Og það styrkir einnig og eykur sjálfstæði íslenzka lýðveldisins. Og þetta nær lengra. Við erum vopnlaus þjóð og eig- um engar landvarrtir aðrar en að rækja vináttu ekki ein göngu við Norðurlandaþjóð- irnar, heldur við allar þjóðir, sem við eigum einhver mök við. Okkur. hættir við hleypi- dómum í viðskiptum út á við. Ég vil nefna nokkur dæmi: Þegar hópur danskra safna- og vísindamanna leggst á móti því að okkur sé skilað handritunum, hættir okkur við að segja: „Svona eru Dan ir. Þeir kunna ekki að sýna okkur sanngirni". En þegar hópur lýðháskólamanna Dana, sem eru leiðtogar æsku lýðs og annara, sérstaklega í sveitufn, skorar á ríkisstjórn ina að afhenda okkur hand- ritin; þegar stjórnmálamenn og jafnvel heilir stjórnmála- flokkar, sem eiga mest ítök meðal alþýðu í borgum, gera slíkt hið sama, þá er þess get ið í fréttaskyni, en lítt hald- ið á lofti. Þegar . nokkrir tugir sænskra fiskimanna frá á- Þegar 1—200 fiskimenn á vesturströnd Noregs gera. það sama og ríkisstjórnin norska ber fram óskir þeirra telja sumir það vott um á- gengni og vináttuleysi allrar norsku þjóðarinnar. Þegar nokkrir finnskir fiskimenn vilja fá aðstöðu til að veiða sjálfir þá síld, sem þeir þurfa, af því þá vantar gjaldeyri til að kaupa hana af okku,r þá líta sumir á þetta líkum augum. Stingum hendi í eigin barm. Ef við teljum okkur hafa hagsmuna að gæta, t. d. um rýmkuil landhelginnar, friðun Faxaflóa o. s. frv. þá er ætlast til þess, með réttu, að ríkisstjórnin beiti sér í þeim málum. Árangurinn get ur orðið mikill eða lítill, eða enginn. En slíkar kröfur vilj um við ekki að aðrar þjóðir skoði sem óvináttu eða fjand semi allra íslendinga við þær. * í óíriðnum mikla voru margar friðsamar þjóðir her setnar af stórveldum;. urðu að þola hverskonar ofbeldi og hörmungar, kvalir í fanga búðum, aðrar raunir og jafn- vel líflát beztu mánna sinna. Tvö stórveldi höfðu hersetu á íslandi, Bretar og Banda- ríkjamenn. Sambúðin var svo góð að íslenzkir áhrifamenn létu í Ijósi virðingu og jafn- vel þakklæti við þessar þjóð- ir. Gagnkvæm kynni og vin- átta varð meíri en áður. Er okkur fellur ekki eitt- hvað í viðskiptum við þessar þjóðir, hættir okkur við að vera gleymnir á þessa sam- búð. Er Bandaríkin koma með tilmæli, sem við getum ekki fallist á, og neitum með fullri einurð að verða við, þá hætt- ir sumum við því að linna aldrei árásum á þessa vina- þjóð fyrir að hafa farið fram á slíkt, þótt hún hafi aldrei reynt að neyða okkur á neinn hátt, heldur aðeins semja við okkur með fullu samþykki beggja. Ef Bretar treysta sér ekki til að gera kaup við okkur að skapi þeirra, sem kröfuharð- astir eru — og vegna dýrtíð- ar erum við dýrseldir á fram leiðslu okkar — hættir sum- um við að gleyma góðri við- jkynningu og sambúð fyrr og jsíðar; og gleyma því einnig jað brezka þjóðin, sem áður jvar talin auðug, er orðinn fá- itæk, bláfátæk eftir ófriðinn, ;og vantar þá kaupgetu, sem jþarf til að fullnægja fyllstu óskum okkar. Og svo hefur orðið sú tízka að tala óvildarorðum um stjórnskipulag nokkurra stórvelda og framkvæmd veðnum stað á vesturströnd víþjóðar skora á stjórn na að. fara fram á það að Lð veitum þeim fríðindi, sem ið getum ekki veitt; nema 5 stofna tilveru okkar í ættu, og stjórnin gerir það, á er það af sumum talin á- sngni allrar sænsku þjóðar- iþess í ræðu og riti á Islandi. Stórveldin eiga sama réit og iönnur ríki á því að skipa mál um sínum á þann hátt. sem þau telja sér bezt henta, hvort sem það er í samræmi jvið eða líkt því, sem við höf- um kosið að skipa okkar mál ■um eða eigi. Hver íslending- i Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.