Alþýðublaðið - 19.06.1947, Side 4
ALÞÝÐIiRUfHP
Fimmtudagiir' 19. jiiöí
Þrátt fyrir óhagstætt veður. — Ofnotkun á
íslenzka fánanum. — Fjallkonan. — Bréf frá
Stokkhólmi um fréttaþjónustu utanríkis-
ráðuneytisins.
ÞÓ AÐ VEÐTJR VÆRI óhag-
stætt á þjóðhátíðardaginn fóru
hátíðahöldin vel fram og lögð-
ust þar allir á eitt um að gera
þau sem bezt. Almenningur gekk
vel um borgina sína, og sýndi
ekki eins mikla tregðu eins og
til dæmis í fyrra, að taka þátt
í því, sem fram fór og ætlast
var til að'hann tæki sérstakan
þátt í. Páll ísólfssyni gekk til
dæmis furðanleg að fá fjöldan
til að taka undir sönginn. Eins
var um daginn, þó að það gengi
heldur miður. Tiltölulega lítið
var um drykkjuskap að minnsta
kosti fram undir miðnætti, hvað
sem síðar varð.
EINN AF KUNNINGJUM
MÍNUM sagði við mig, að of
mikið af íslenzkum fánum
hefði verið á götunum, réttara
vaeri að nota meðfram mislit
flögg. Ég fellst á þessa skoðun
og vildi óska þess að þetta yrði
athugað áður en næsti þjóðhá-
tíðardagur verður haldinn. Og
notkun á íslenzka fánanum er
misnotkun. Auk þess veldur
það tilbreytni að hafa marglit
flögg með. — Enginn varð fyr-
ir vonbrigðum af Fjallkonunni,
hún flutti prýðilega fagurt mál
og innilegt.
SVEINN ÁSGEIRSSON skrif
ar mér eftirfarandi frá Stokk-
hólmi. ,,Ég vil biðja þig að geta
eins atriðis í dálkum þínum, en
myndi hafa þau tvö, ef þú hefð
ir ekki nýlega getið þess sleif-
arlags, sem er á afgreiðslu AOA
flugfélagsins. Það er leitt að
þurfa að skjóta því hér inn í,
að afgreiðslan virðist alls ekki
neitt hafa batnað. Er það sann-
ast ságt furðulegt, eftir að sleif
arlagið er orðið alþjóð kunnugt
og á hvers manns Vörum, eft-
ir að þú gerðir málið opinbert!
Hvílir nú sú skylda á íslenzkum
yfirvöldum, að þau láti málið
til sín taka á viðeigandi hátt.“
HITT ATRIÐIÐ var alís-
lenzkt. Svo sem mönnum er
kunnugt, er sérstök fréttaþjón-
usta í sambandi við utanríkis-
ráðuneytið, en aftur á móti hef
ur mönnum hér erlendis alls
ekki verið kunnugt, hvert mark
mið hennar væri eða gagn. Það
hefur mjög sjaldan komið fyr-
ir, að sendiráðið hér í Stokk-
hólmi hafi fengið fréttaskeyti,
og maður leyfir sér að álíta, að
því sé ekki sýnd minni tillits-
semi í þessu tilliti en send-iráð-
um í öðrum löndum.
ÍSLENZKU SENDIRÁÐIN
hafa ekki blaðafulltrúa eins og
tíðkast með sendiráðum ann-
arra þjóða, og þess vegna ætti
fréttaþjónustan við utanríkis-
ráðuneytið að vera enn umfangs
meiri en ella. En þrátt fyrir það
verður hennar varla vart! Það
er yfirleitt alveg þýðingarlaust
að spyrja sendiráðið frétta, þó
að vitað sé, að eitthvað merki-
legt hafi. skeð á íslendi, því að
það veit því miður ekki neitt
meira en hver annar, sem ekk-
ert samband hefur við utanrík-
isráðuneytið. Sendiráðið vill
mjög gjarnan leysa úr frétta-
spurningum manna, enda eru
þær ekki alltaf sprottnar af for
vitni heldur eins oft af nauð-
syn.
ÞEGAR FRÉTZT HEFUR
hingað um mikla atburði heima,
sem nauðsynlegt hefur verið að
frétta nánar af, hefur sendiráð-
ið orðið að senda skeyti og
heimta upplýsingar! Ég ætla að
nefna hér eitt dæmi um óafsak
anlegt hirðuleysi þessarrar
fréttaþjónustu, en það er svo
alvarlegs eðlis, að rétt er að geta
þess opinberlega.
HINGAÐ TIL STOKKHÓLMS
barst fréttin um það, að ís-
lenzkrar farþegaflugvélar með
25 manns væri saknað, strax
um kvöldið sama dag, og var
fréttin birt í morgunblöðunum
og í morgunfréttum útvarps-
ins daginn eftir. Að sjálfsögðu
sló miklum óhug á landa hér,
sem vel gátu átt ættingja og
vini með flugvélinni, og þegar
vitað var, að flugvélin hefði
farizt, biðu menn óttaslegnir
eftir því að frétta nöfn farþeg-
anna. Eðlilega bjuggust menn
við því, að sendiráðið hér myndi
fá farþegalistann fljótlega, en
reynsla þess sagði því að senda
skeyti og biðja um fréttaskeyti.
SVO KOM ÞAÐ, og var
furðulega samið. í skeytinu
’stóð, hvenær flugvélin hefði
lagt af stað frá Reykjavík, hve
nær sézt hefði til hennar síð-
ast, hvað fjallið héti, sem hún
Framhald á 7. síðu.
r E
vantar þrjár starfsstúlkur.
Gistihússtj órinn er til viðíals á Njálsgötn 3 kl.
11—12 og 16—18. — Sími 4487.
ygging
íbúðir tii sölu.
afélag verkamanna.
Tvær tveggja herbergja íbúðir í fyrsta
byggingaflokki, eru til sölu. Félagsmenn,
sem óska að kaupa þessar íbúðir, sendi um-
sóknir til gjaldkera félagsins, Gríms Bjarna-
sonar, Meðalholti 11 fyrir 25. þessa mánaðar,
og gefur hann ásamt Magnúsi Þorsteinssyni,
Háteigsvegi 13, allar nánari upplýsingar.
Stjórn Byggingafélags verkamanna.
1 ai z J #-
r B KHQ B
Auglýsið í Alþýðublaðinu.
vantar unglinga til að bera blaðið í þessi hverfi:
Tjarnargötn,
Laugavegur neðri.
Talið við afgreiðsluna.
II
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson.
Auglýsingar: Emilia Möller.
Framkvæmdastjórasími: 6467.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Pólílísk spekúíasjóst
í dýrtíð og hruni
KOMMÚNISTAR hafa
undanfarið fjölyrt um það í
ræðu og riti, að hagur ís-
lenzka ríkisins stæði nú með
meiri blóma en nokkru sinni
fyrr. Þessar upplýsingar hafa
að vonum komið mönnum á
óvart, því að yfirlýsingar á-
byrgra aðila og reynsla
þeirra, sem fylgjast með fjár
málalífi og atvinnulífi lands-
manna, eru mjög á annan
veg. Nú hefur opinberlega
verið skýrt frá hinu rétta í
þessum efnum, og kemur þá
í ljós, að fullyrðingar komm-
únista eru mjög fjarri sanni
og bersýnilega bornar fram
til að reyna að telja þjóðinni
trú um, að enn sé óhætt að
hækka kaupgjaldið og auka
á dýrtíðina.
Kommúnistar vita, að
nokkur hluti verkamanna og
launþega stendur í þeirri trú,
að með hækkuðu kaupi séu
þeir að heimta hagsbætur sér
til handa, þótt shkt sé blekk-
ing ein, sem öllum má Ijós
vera. En þeir vita einnig, að
atvinnulíf þjóðarinnar er í
bráðri hættu, ef dýrtíðin og
verðbólgan fer enn vaxandi.
Fyrir þeim vakir að kalla
hrun yfir þjóðfélagið, og þess
vegna efna þeir nú til póli-
tískra verkfalla í því skyni
að gxafa undan annarri meg
insúlu sjálfstæðis og fullveld
is þjóðarinnar, þar sem er
efnaleg afkomu landsmarna.
*
Staðreyndirnar í þessum
málum eru þær, að ríkið hef
ur nú þegar neyðst til þess
að taka gjaldeyrislán svo að
hægt sé að inna af hendi nauð
synlegustu greiðslur fyrir
innfluttar vörur. Hins vegar
verður svo ríkissjóður að
greiða niður hvorki meira né
minna en 55 vísitölustig á
mánuði hverjum til þess að
halda vísitölunni í 310 stig
um samkvæmt yfirlýsingu
sinni, þegar hún settist að
völdum.
í sambandi við þessar að-
gerðir ríkisstjórnarinnar í
dýrtíðarmálunum er holt að
minnast þess, að útvegsmenn
gáfu í vetur þá yfirlýsingu,
að sjávaxútvegurinn myndi
stöðvast, ef vísitalan hækk-
aði úr 310 stigum. Sú fjár-
freka ráðstöfun ríkisins, að
halda vísitölunni niðri, er því
gerð til þess að forða sjávar-
útveginum frá stöðvun og
hruni. En stöðvist sjávarút-
vegurinn liggur í augum uppi
í hvílíkt öngþveiti atvinnu-
líf okkar og fjármálalíf er
komið.
*
Kommúnistar hafa barizt
á móti því, að ríkissjóði yrði
aflað nauðsynlegra tekna.
Þeir vildu láta útgjöldin
verða milljónatugum hærri
en tekjurnar. Þeir berjast
sömuleiðis á móti því, að rík-
isstjórnin haldi dýrtíðinni í
skefjum með því að greiða
niður vísitöluna og halda
henni í 310 stigum,' eða því
hámarki, sem talið er að at-
vinnuvegirnir þoli. Þess
vegna grípa þeir til þess ráðs
að etja verkalýðnum út í
verkfallsævintýri til að reyna
að fá frarn 'almenna haup-
hækkun, sem myndi hafa í
för með sér nýja flóðbylgju
dýrtíðar og verðbólgu, er
sennilega myndi á skömmum
tíma skbla burtu öllum vörn
um gegn verðbólgunni og
öllum hagsbótum hins vinn-
andi fólks og kalla yfir það
atvinnuleysi og eymd. Og í
baráttu sinni í þessu sam-
bandi hyggjast þeir stöðva
síldarútveginn í sumar, þann
atvinnuveg landsins, sem af-
koma þjóðarinnar stendur og
fellur rneð. Þannig eru þeir
vitandi vits að vinna skemmd
arverk, sem leiðir til hruns
og hörmunga, ef þeim tekst
að koma fram vilja sínum.
*
Verkalýðurinn er því bet-
ur sem óðast að átta sig á
því, hvað fyrir kommúnist-
um vakir. Hann gerir sér
þess grein, að honum ber að
vera í fylkingarbrjósti í bar-
áttu gegn pólitískum ævin-
týramönnum, sem sitja á svik
ráðum við hið unga íslenzka
lýðveldi. Það gerir hann
með því að neita öllu fylgi
við þá í hinu pólitíska verk-
fallsbrölti þeirra eins og
fjöldinn allur af verkalýðs-
félögum landsins hefur þeg-
■ ar gert.