Alþýðublaðið - 19.06.1947, Page 7

Alþýðublaðið - 19.06.1947, Page 7
Fimmtudagur 19. júní 1947 tLbÝOUBUÐIO Bærinn i dag. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs apóteki. Næturakstur fellur niður. Erlendar árnaðaróskir á þjóðhátíðardaginn FORSETA ÍSLANDS bár- ust á þjóðhátíðardaginn, 17. júní eftirfarandi heillaóska- skeyti: Frá forseta Bandaríkjanna: Á þessum minningardegi stofnunar íslenzka lýðveld- isins er mér ánægja að senda yðar hágöfgi og íslenzku þjóðinni beztu óskir mínar Oig árnaðaróskir B:andaríkja- þjóðarinnar. Harry S. Truman. Frá Shvernik, forseta æðsta ráðs Ráðstjórnarríkj- anna: í tilefni af hátíðisdegi þess um, sem haldinn er til minn- ingar um stofnun frjáls lýð- veldis á íslandi, móttakið, -herra forseti, hinar einlæg- ustu árnaðaróskir mínar. Shvernik forseti æðsta ráðs Ráðstj órnaríkjanna. Frá forseta Frakklands: Á þjóðhátíðardegi Íslands sendi ég yðar hágöfgi mínar beztu óskir um velgengni lands yðar og heill íslenzku þjóðarinnar. Vincent Auriol. Forseti íslands hefur þakk að kveðjur þessar. Avarp íorsefa Island Ávarp Framhald af 5. síðu. þjóðin að feta áfram rudda braut lýðræðis og þmigræðis, í áttina til þess þjóðfélags „þar sem frieisii ríkir og jöfn- uður býr.“ (Frh. af 3. síðu.) ur er það, sem ekki vill halda fast á rétti okkar sjálfra til þess að skipa okkar eigin mál um á þann hátt, sem við á- kveðum sjálfir, án íhlutunar annara? Sama rétt eiga auð- vitað aðrar þjóðir til þess að skipa sínum málum án íhlut- unar eða gagnrýni okkar. Og þær gera það að sjálfsögðu, hvað sem við segjum eða skrifum. í því efni er gagn- rýni okkar út í þláinn og til- gangslaus með öllu. Er þessi taumlausa, og oft . óviðurkvæmilega, gagnrýni sumra íslendinga á stjórnar- fari og hegðun annarra.þjóða gerð í þeim tilgangi að með henni sé hægt að fá umrædd stórveldi til þess að taka upp aðra og okkur geðfeldari háttu um stjórnarfar sitt? Það væri ranglátur dómur um menningu, dómgreind og heilbrigða skynsemi íslend- inda yfirleitt, að trúa slíku eða halda því fram í fullri alvöru. Þar sem trúarofstæk 'ið nær undirtökum, einnig í stjórnmálum, verður heil- brigð skynsemi að lúta í lægra hald — því miður. Ég skai ekki reyna að leysa þá spurningu, hver er tilgang- urinn með þessari gagnrýni, sem ég nefndi. En auk þess að eiga ekki skylt við heil- brigða skynsemi, getur hún verið okkur hættuleg, hættu leg sjálfstæði íslenzka lýð- veldisins. Eins og ég drap á áðan verðum við, sem erum vopn- lausir, að byggja öryggi og sjálfstæði okkar á vináttu við aðrar þjóðir. Því ber okk ur að forðast allt, sem getur skert þá vináttu, án þess að sýna nokkurn undirlægju hátt, heldur halda á rétti okkar með fullri einurð og hreinskilni. Fyrir hálfu öðru misseri fannst mér tilefni til þess að beina þessum tilmælum á rík isráðsfundi til allra ráðherr- anna, sem þá áttu sæti í rík- isstjórninni, en það voru menn, sem standa fremst í þrem af fjórum flokkum þingsins, Sjálfstæðisflokkn- um, Sósialistaflokknum og Alþýðuflokknum. ,,Vér þurfum á vináttu allra þjóða að halda. Vér höf um með inngöngu íslands í Sameinuðu þjóðirnar tekið á oss þær skyldur, að vinna með þeim öllum, án undan- tekningar, að aukinni vin- áttu og friði með öllum þjóð um. Starfsemi mín í aldar- fjórðung við mál, sem varða viðskipti milli þjóða, hafa sannfært mig um, að vinátta við aðrar þjóðir, orðheldni og virðuleg framkoma vor sé bezta vörn fyrir sjálfstæði hins vopnlausa lands vors. Ég tel að rök' fyrir réttum málstað verði hvofki aukin né bætt með óvingjarnlegum orðum í garð annara......... Með þeim forsendum, sem ég nefndi, vil ég mælast til þess við ráðuneytið, að það beini þeirri áskorun til alls almenn ings á íslandi, að sýna virðu- lega ró og stillingu í orðum og athöfnum um mál þetta (Bandaríkjasanininginn) hér eftir“. Þessir menn tóku máli mínu svo vel, að þeir allir án undantekningar gáfu þessa yfirlýsingu: „Ráðherrarnir telja allir að nauðsynlegt sé að ritað verði með meiri varfærni Lim utanríkismál en tíðkast hefur hér á landi fram að þessu, Að þessu vilja allir ráð- herrarnir vinna.“ Þetta er ekki byggt á minni. Það er skjalfest í gerða bók ríkisráðsins og undirskrif að þar' af öllum sex ráðherr- unum, auk mín. Ég efast ekki um, að for- ustumenn fjórða flokksins, Frarnsóknarflokksins, hafi litið líkt á þetta, þótt þeir hefðu ekki aðstöðu til að taka afstöðu til þess, sem fram fór í ríkisráði, vegna - Skemmtanir dagsim - Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Verndarengill- ínn“ — Fred Astaire, Lucille Bremer, Frank Morgan. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ: „Tangier“ — Mar- ia Montes, Robert Paige. Aukamynd: Nágrannar Ráð- stjórnarríkjanna. Sýning kl. 7 og 9. „Hart á móti hörðu“ kl. 5. TJARNARBÍÓ: „Sjömánastað- ir“ — Phyllis Calvert, Ste- wart Granger. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ: „Flekkuð fortíð“ —• MacMurray, Marguerite Chapman og Akim Tamiroff. Sýnd kl. 7 og 9. HAFNARF JARÐARBÍ Ó: „Saga frá Ameríku“ — Bry- an Donlevy og Ann Richards. Sýnd 6 og 9. Söfn og sýningar: NÁTTÚRUGRIP AS AFNIÐ: Opið kl. 14—15. ÞJÓÐMNJASAFNIÐ: Opið kl. 13—15. SÝNING Nínu Sæmundsson í Listamannaskálanum. Opið kl. 10 árd. til 10 síðd. Skemmtisfaðir: SKEMMTISTAÐURINN Tivoli opinn kl. 2—11.30. DÝRASÝNINGIN í Örfirisey opin frá 8 árd. til 9 síðd. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐIN G ABÚÐ: Dans- leikur nemenda úr Gagnfræða skóla Reykjavíkur. HÓTEL BORG: Hljómsveit frá kl. 9 síðd. — 11.30. INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl. 9 árd. Hljómsveit leikur frá kl. 10 síðd. TJARNARLUNDUR. Klassisk- músik frá kl. 9. Hljómsv. Árna Björnssonar. TJARNARCAFÉ: Samsæti Kvenréttindafélags íslands. Úfvarpið: 20.20 Synóduserindi í Dóm- kirkjunni (síra Sigurður Guðmundsson á Grenj- aðarstað). 21.00 Dagskrá kvenna (Kven- réttindafélag • íslands): a) Erindi (frú Rannveig Kristj ánsdóttir). b) Upp lestur (frú Ólöf Nordal, frú Finnborg Örnólfs- dóttir). c) Einsöngur (ungfrú Elsa Sigfúss); a) Blítt er undir björk- unum (Páll ísólfsson). b) Sofðu unga.ástin mín (íslenzkt þjóðlag). c) Þú bláfjalla geimur (Elsa Sigfúss). d) Ein sit ég úti á steini (Sigfús Ein- arsson). e) Vísa (sami). f) Brátt mun birtan dofna (sami). g) Nótt (sami). Jarðarför föður okkar, HJálmars l»©rsteiíiss©tiar Kirkjuíeig 15, fyrrum bónda á Hofstöðum, Stafholtstungum, fer fram frá Dómkirkjunni fösudaginn 20. júní kl. 15,30. Börn hins látna. Jarðarför mannsins míns, Riagnúsar Sæmusidssenar málarameistara, fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 20. þessa mán- aðar kl. 1,45. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Jódís Sigurðardóttir. Kveðjuathöfn um konuna mína og dóttur okkar, Þórnniii Iragvarsdóttíur, fer fram að Mánagötu 23 föstudaginn 20. þessa mán- aðar kl. 10 f. h. r' Málfríður Árnadóttir. Ingvar Árnason. Magnús Magnússon. þess að þeir áttu þá ekki full trúa í ráðuneytinu. Það var samkomulag að birta þetta ekki opinberlega þá. Þá var hér mikill póli- tískur órói, sem lauk með því að ráðuneytð beidclist lausn- ar. Opinber birting þá hefði getað gert illt verra. Enda var eðlilegt að bíða átekta um áhrif yfirlýsingar ráðherr anna og gerðir þeirra í þess- um efnum. Nú er allt öðru máli að gegna. Ný stjórn tók við völdum fyrir hálfum fimmta mánuði, og stjórnmál in hafa síðan snúist um allt annað en það, sem óróanum olli fyrir hálfu öðru misseri. Því tel ég mér heimilt og rétt að segja frá þessu nú. ■ Þá skildu og sáu forustu- menn þriggja stjórnmála- flokka, hve mkils virði vin- átta við allar þjóðir, sem við eigum viðskipti við, er okkur. Mér finnst að við öll, íslend- ingar, eigum að hafa sama skilning á þessu, forðast gagnrýni og óvildarorð í garð annara þjóða, en rækja vináttu við þær þeirra, sem við hljótum að hafa mök við. Slíkt framferði okkar er, að minni skoðun, sterkasta vörn fyrir sjálfstæði íslenzka lýð- veldisins um allar aldir. Sterkari en hverskonar víg- búnaður, þótt -við gætum eytt fé í fallbyssur, herskip, vígvélar í lofti — og jafnvel kjarnorkusprengjur — og fórnað mannslífum. Með þessum orðum mínum bið ég ykkur öll að taka und- ir ósk mína um heill og fram farir íslenzku þjóðarinnar og lýðveldisins íslands. Lengi lifi ísland! -----------♦----------- Hjónaefni. 17. júní opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Margrét Jónsdóttir Vestmannaeyjum og Guðmund ur Pálsson bifreiðastjóri, Eyrar bakka. Inngöngu okkar í Bernarsambandið fagnað Einkaskeyti frá HÖFN NORRÆNA RITHÖF- UNDARÁÐIÐ lauk fundi sín um í Oslo með því að gera tvær samþykktir, og var önn ur þeirra þess efnis, að ráðið. fagnaði þeirri ákvörðun ís- lendinga að ganga í Bernar- sambandið. Hin samþykktin var þess efnis, að rithöfunddrnir hörm uðu það, hversu gildi æsku- lýðsbókmennta hefði hrakað í seinni tíð. HJULER. HANNES Á HORNINU (Frh. af 4. síðu.) hefði rekizt á o. s. frav. Síðan var sagt, hver áhöfnin hefði verið og taldar upp 8 manneskj ur, sem verið hefði „meðal“ far þeganna. Sem sagt nefnd 8 dæmi upp á farþegá, sem hefðu farizt! Svo áttu menn bara fað gizka á hina 13. ÞAÐ I'AHF EKKI að lýsa þeirri undrun, sem þetta vakti meðal landanna hér. Einn prí- vatmaður sendi svo skyeti heim og það um farþegalistann all- an, og hjá þeim manni fékk sendiráðið upp nöfnin á hinum þrettán. En þá voru liðnir marg ir dagar frá því, er slysið skeði. Þá fyrst var vitneskja fengin í stað ótta og kvíða. Nokkrum dögum síðar birtist hér í blöð- unum frétt um það, að einkaflug vél hefði farizt með tveggja manna áhöfn. Nú er ellefti júní, en enginn veit ennþá hér, hverj ir fórust.“ Lesið Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.