Alþýðublaðið - 05.07.1947, Side 1

Alþýðublaðið - 05.07.1947, Side 1
Veðurhorfur: Norðan kaldi, léttskýjað. Aíþýðublaðið vaníar börn til að bera blaðið í nokkur hverfi. XXVII. árjr. Laugardagur 5. júlí 1947 Umtalsefnið! ViSræðurnar um verk- fölllin. Forustugrein: Noregsför Ægis. 146. tbl. Féfcfc traudsyfiriýsingu Paul Ramadier forsætisráðherra. FEANSKA ÞINGIÐ samþykkti í gærkveldi traustsyfirlýs- ingu til stjórnar Ramadiers að afloknum umræðum um fjár- málastefnu hans, sem sætt hefur mikilli gagnrýni kommún- ista undanfarið i samhandi við verkföllin og hin nýju fjárlög. Með traustsyfirlýsingunni greiddu atkvæði 331 þmgmaður, en á móti 247. ÞJóðháh'ðarræða Trumans: Takmarkið friður, - ekki aðeins á okkar dögum, heldur um allar aldir --------*-------- Áfelíist ríki, sem hindra samneyti þjóða og neita samvinnu þeim til viðreisnar. TRUMAN BANDARÍKJAFORSETI flutti í gær, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, ræðu í Charlottesville í Virginíu, átthögum Thomas Jeffersons, og skoraði þar á aliar þjóðir, að setja sér frið að markmiði, — ekki aðeins frið á okkar dögum, heldur frið um allar aldir. Forsetinn benti á, hvað Bandaríkin hefðu þegar gert til þess eftir stríðið, að koma á traustum friði; en því mið ur hefðu sumar aðrar þjóðir ekki sýnt sömu ábyrgðartil- finningu. Sérstaklega gagn- rýndi hann þau ríki, sem „hindruðu það, að þjóðirnar fengju að skiptast á hug- myndum og áreiðanlegum upplýsingum“ um ástandið í heiminum, og „neituðu að vinna með öðrum löndum að viðreisn heimsins undir því yfirskyni að verið væri að ganga á fullveldi einstakra þjóða“. Truman sagði að friðurinn yrði að byggjast á fjórum gr undvallaratriðum: 1) Að það væri viðurkennt, að stjórnarvöld hvers lands hefðu samþykki þegna þess. 2) Að almenn mannrétt- indi væru virt. 3) Að þjóðirnar hafi fullt frelsi itil þess að skiptast á skoðunum og upplýsingum. 4) Að þjóðirnar miði stefnu sína í fjárhagsmálum og at- vinnulífi við efnahagslegar þarfir mannkynsins í heild, en ekki þröng sérhagsmuna- sjónarmið einnar þjóðar. DAUÐADÓMINUM yfir Kesselring marskálki og tveimur öðrum þýzkum her- foringjum, sem kveðinn var upp af herrétti bandamanna á ítalíu fyrir nokkru, hefur verið breytt í ævilangan fangelsisdóm, sgeir í friegn frá London í gær. Eilandl Mn þátttaka í I i Paríi 12, iúlí Skákmenn frá Kefla- vík tefla viS reyk- víska skákmenn Sendiherrar Breta og Frakka hér faerðu ríkisstjórninni í gær samhíjóða orðsend ingu um þaö frá ríkisstjórnum sinum. -----------------------*--------- ÍSLANDI var í gær boðin þátttaka í ráðstefnu þeirri í París 12. júlí, sem Bretland og Frakkland gangast fyrir til þe;s að ræða tilboð Marshalls, utan- ríkiemálaráðk erra Bandaríkjanna, um fjárhagslega hjálp til viðreisnar Evrópu. í opinberri tilkynningu • " um þetta frá utanríkismála- ráðuneytinu í gær segir: „Sendiherra B-reta, Sir Gerald Shepherd, og sendi- herra Frakka, berra Henri Voillery ,komu í dag á fund utanrikisráðherra og færðu honum samhljóða orðsend- ingar ríkisstjórna sinna, þar sem íslandi er boðið að senda fulltrúa á ráðstefnu um við- reisn Evrópu, um áætlanir va-rðandi framleiðslumögu- leika og þarfir Evrópuland- anna og um nauðsynlega skipulagningu i því skyni að koma þeim áformum fram. Til ráðstefnu þessarar, sem hefjast mun í Pa-rís hinn 12. júlí n. k., er boðað á -grundvelli þeirra hug- mynda, sem fram komu í ræöu utanrikisráðherra Bandaríkjanna hinn 5. julí s. 1., og er öllum Evrópuríkj- um, nema Spáni, boðin þátt- taka.“ Á MORGUN koma skák- menn frá Keflavík í heim- sókn til Skákfélags Reykja- Viðræður um verk- föllin aftur í nótf. VIÐRÆÐURNAR milli fulltrúa Alþýðusambands- ins og Vinnuveitendafé- lagsins, sem hófust á fimmtudagskvöldið undir forsæti sáttasemjara ríkis ins, með það fyrir augum að fá enda bundinn á verk föilin, sem eftir eru, þ. e. Dagsbrúnarverkfallið og verkföllin við síldarverk- smiðjurnar norðanlands, báru engan árangur í fyrri nótt. Nýr fundur var þó boð- aður í gærkveldi og stóð hann enn, er blaðið fór í prentun í nótt. víkur og þreyta við þá keppni klukkan 2 e. h. í skákheimili taflfélagsins í Kamp Knox. Teflt verður á 10—12 borð- um. Öllum er heimill að- gangur að skákinni. verkfalli í Khðfn lol Skipfing Indlands í fvö samveldisríki > fer fram 12. ágúsf TILLAGA brezku stjórn- arinnar um stofnun tveggja samveldisríkja á Indlandi, Hindústan og Pakistan, var lögð fyrir neðri málstofu brezka þingsins í gær, og var Attlee forsætisráðherra sjálf ur flutningsmaður hennar. Samkvæmt tillögunni á að stofna hin tvö nýju samveld- isríki 12. ágúst næstkomandi, og verður skipting landsins milli þeirra ákveðin á grund velli atkvæðagreiðslunnar á Norður-Indlandi um hana, en þar eru þaiu héruð, sem byggð eru Múhameðstrúar- mönn-um og mynda mun'u ríki þeirra, Pakistan. 55 ára er í dag frú Guðrún Pálma- dóttir frá Bolungavík, til heim- ilis aS Gerðum, Garði. Launatap prentaranna nemur 20 millj. króna og aóeins þeir, sem næturvinnu stunda, fengu kjarabætur. —--------♦-------- Frá fréttáritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í gær. FJÖGURRA MÁNAÐA VERKFALLI PRENTARA í Kaupmannahöfn lauk á fimmtudagskvöldið eftir að þriðja málamiðlunartillagan í því hafði verið samþykkt með litl- um meirihluta. Prentararnir fengu ekki neina almenna kauphækkun, en þeir, sem næturvinnu stunda, fengu átta króna hækkun á viku og vinnutímann styttan niður í sjö klukkustudnir. Það hefur verið reiknað út, að sú launaupphæð, sem prentararnir hafa tapað á þeim f jórum mánuðmn, sem verk- fallið hefur staðið, nemi 20 milljónum króna, en í verkfalls- styrkjum fengu þeir á sama tíma 5 milljónir króna. Málamiðlunartilla-gan, sem samþykkt var á fimmtudag- inn með 1957 atkvæðum gegn 1812, var borin fram af forseta bæjarstjórnar í Kaup mannahöfn, jafnaðarmannin um Heltberg, sem áður var prentari. Það var þriðja málamiðlunartillagan, sem borin var fram í prentara- verkfallinu, og gekk nokkru lengra til móts við óskir pr-entaranna en hinar fyrri, sem báðar voru felldar. Það hefur ekki leikið á tveim tungum að pólitísk öfl hafa staðið að -baki þessu verkfalli, og lét forseti danska Aiþýðusambandsins, Ejler Jensen, svo um mælt í gær, að verkfallinu loknu, að það hefði sannarlega ver- ið alltof löng og tilgangslaus deila, til þess að þjóna hags- munum kommúnista. For- maður danska prentarasam- bandsins, Jörgensen, sagði, að það sem unnizt hefði, væri langt frá því, að vega upp á móti þeim fórnum, sem færðar hefðu verið. Loks hefur það nú verið upplýst, eftir verkfallið, að hin kommúnistíski formaður prentarafélagsins í Kaup- mannahöfn, Brauer, hafi staðið í leynilegu samninga- makki við formann prent- smiðjueigendasambandsins, á bak við aðra samningsfull- trúa prentaranna, meðan á verkfallinu stóð. HJULER.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.