Alþýðublaðið - 03.08.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.08.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. ágúst 1947. ALÞÝÐUBLAÐiÐ EITT meginstefnumál brezka Alþýðuflo'k'ksins í kosningun- um 1945 var þjóðnýting ým- dssa undirstöðuatvinnuvega Breta, þ. e. a. s. kolavinnslu, istálframleiðslu, orkuvinnslu og samgangna, og enn fremur Bngliandsbanka. Brezka stjórn\ dn er nú að framfylgja þessu stefnuskráratriði sínu. Eng- landsbanki og kolanámurnar Ihafa þegar verið þjóðnýttar, þingið fjallar nú um þjóðnýt- ingu samgöngutækja og raf- magns- og gasstöðva, og unn- ið er að undirbúningi frum- varps um þjóðnýtingu stál- íramleiðslufyrirtækja, og mun það verða lagt fyrir nsesta þin,g. Einkaframtakið og hinn skipulagslausi einkare'kstur befur brugðizt Bretum hrapal lega á þessari öld og þó eink- um á áratugunum milli hinna tveggja heimsstyrjalda. Jafn- aðarmenn hafa ávallt talið, að hagkerfi einkar.ekstursins hefði fjórar meginávirðingar. I fyrsta lagi hafi það í för með sér mikinn og mjög ranglátan ójöfnuð í efnahagsmálum, þar eð framléiðslutækin, sem þjóðin á afkomu sína undir, séu í eign tiltölulega fárra manna, sem hafi stórtekjur af eign þeirra, oft og , einatt án þess að vinna við þau, heldur vegna þess eins, að þeir eiga (og hafa ef fil vill erft) eign- arhluta í þeim. I öðru lagi sé það þess ekki megnugt að tryggj a öllum vinnuf æirum mönnum atvinnu, — atvinnu- leysi fylgi því eins og skuggi föstum hlut, svo sem reynsla hafi því miður sýnt mjög svo átakanlega. I þriðja lagi valdi skortur á heildarskipulagi því, að framleiðsluskilyrði séu ekki notuð til fulls og þjóðartekj- urnar séu þar ekki eins mikl- ar og þær gætu verið. Og fjórða og síðasta lagi hefur komið í ljós, að hagkerfið ■eyðir sjálft einu tryggingunni, sem það veitir neytendum fyr- ir því að þeir njóti sann- 'gjárns vöruverðs, hinni frjálsu samkeppni framleiðenda, því að atvinnurehendur og þeir, sem selja afurðir þeirra, stofna til samtaka með sér í stað þess að keppa innbyrð- is og öðlast þannig einokun- araðstöðu, og halda uppi verði og hljóta óréttmætan hagnað á kostnað neytenda. Þriðja grein Gyifa Þ. Gíslasonar: ÞJOÐNYTING Á ENGLANDI Allar þessar meginávirð- ingar hagkerfis einkareksturs ins 'hafa komið mjög skýrt í Ijós í Bretlandi það, sem af er þessari öld, og ef til vill skýrar en víðast hvar annars staðar, enda stóð vagga þess þar og þar hefur hlotizt af því lengst reynsla. Ojöfnuður í efnahagsmálum hefur verið og er -enn ægilegur, og mun ég víkja nánar að því í ann- arri grein, atvinnuleysi var 'geigvænlegt, nema þegar her- skyldan kallaði, iðnaðarfram- farir urðu ditlar, Bretar dróg- ust aftur úr í ýmissi iðnaðar- tækni, og atvinnulífið var gegnsýrt af ýmiss konar ein- okun. íhaldssamir hagfræð- ingar hafa oft og einatt viður kennt, að efnahagsójöfnuður hljóti að fylgja hagkerfi einkarekstursins, og sömu- leiðis, að erfitt 'geti verið að fcoma í veig fyrir atvinnuleysi og einokun. En þeir hafa tal- ið hagkerfi einkarekstursins svo miklu færara en öll önn- ur hugsanleg hagkerfi um að tryggja stöðugar framfarir og síaukin afköst, að það þrátt fyrir allt hafi mikla-yfirburði. Þessi röksemdafærsla hefur átt miklu fylgi að fagna, og einmitt með tilliti til hennar er reynsla Breta mjög athygl- isverð. Síðan um aldamót hefur brezkt einkaframtak ekki reynzt þess megnugt að auka afköst iðnaðarins jafn- mikið og átt hefur sér stað í cíðrum iðnaðarlöndum, svo að brezkur iðnaður hefur á ýmsum sviðum dregizt aftur úr. Fyrir heimsstyrjöldina síðari var verðmæti fram- leiðslu 'hvers iðnaðarverka- manns í Bretlandi talið að meðaltali meira en helmingi lægra en í Bandaríkjunum og meira en 10% lægra en í Þýzkalandi. Sáralitlar tækni- framfarir urðu í einum helzta atvinnuvegi Breta, Ikola- vinnslunni. Frá 1913 til 1938 jukust afköstin aðeins um 13%, en samtímis jukust þau um 59% í Póllandi, 64% í 'íTuhrhéraSinu í Þýzkalandi og 101% í hinum þjóðnýttu námum Hollendinga. Fram- leiðsla hvers kolanámumanns var 160% meiri í Bandaríkj- unum og 40% meiri í Þýzka- landi en í Bretlandi. Ekki ó- svipaða sögu má segja af öðr- um iðngreinum. Af'köst stál- iðnaðarins voru ekki nema fjórðungur þess, sem á'tti sér stað í Bandaríkjunum, og í bómullariðnaðinum höfðu orðið li-tlar framfarir. Opin- bsr nefnd, sérfræðinga, sem rannsakaði ástand þess iðn- aðar í stríðinu, sagði, að „framleiðsluaðferðir og að- stæður í nær öllum brezka bómullarvef-naðariðnaðinum í aðalatriðum hinar og fyrir 40 til 50 ár- um.“ Af því, sem nú hefur verið sagt, má auðvitað ekki draga þá ályktun, að brezkur iðnaður hafi á engu svlði sótt fram. Hann gerði það í ríkum mæli t. d. í skipabyggingum og vélaiðnaði ýmiss konar. En hitt er engu að síður stað reynd, að mörgum undirstöðu- igreinum hans hnignaði miðað við iðnað annarra þjóða og þegar litið er á iðnaðinn í heild. Einkareksturinn og eihka- framtakið hafði ráðið lögum og lofum. Þegar fullkomlega augljóst var, að skipulags- leysi þess stóð stórrekstri og tækniframiörum fyrir þriíum, bundust ýmsar iðngreihar sam tökum um lendurskipulagn- ingu, sem var til bóta frá tæknisjónarmiði, oft og ein- att með- aðstoð ríkisvaldsins; en þær notuðu þá oftast tæki færið um leið til þess, að gera samtök með sér um verð- ákvarðanir, svo að neytendur nutu ekki hagnaðarins — eða a. m. k. ekki ‘hans al-ls. I kjöl- væru sömu Þannig brást einkarekstur- inn og einkaframtakið, og það brást einmitt ekki hvað sízt á því sviði, þar sem það hafði verið talið s'terkast. Það reyndist ek'ki einu sinni fært um að tryggja hæfilega af- kastaaukningu í iðnaðinum. Það er hægt að tryggja auk- inn jöfnuð í efnahagsmálum á annan hátt en þann, að breyta sjálfri undirstöðu hagkerfis- ins og þjóðnýta me'iri hát'tar atvinnutælki, t. d. með trygg- ingalöggjöf og aðgerðum í skattamálum, þótt ekki verði um algerlega réttláta tekju- skiptingu að ræða, fyrr en komið hefur verið í veg fyrir, að menn hafi stórtekjur af eign eða aðstöðu sinni, saman á þann hátt, að samfélagið eigi helztu atvinnutækin, en ekki einstaklingar. Það er líka hægt að koma í veg fyrir atvinnuleysi með algerum á- ætlunarbúskap, þótt einka- ei'gnarréttur á framleiðslu- tækjum sé ekki afnuminn, og það er vafalaust hægt að 'halda einokunarfyrirtækjum nokkuð í skefjum með eftir- liti — og miklu betur en gert hefur verið víðast hvar — þótt ekki séu þau þjóðnýtt. En þegar iðnaðarþróunin er kom- in á það stig, að einkarekst- urinn og skipulagsleysi hans er hætt að geta tryggt nauð- synlega afkasta aukningu og farið að standa tækniframför- um og stórrekstri í fram- leiðslu og dreifingu fyrir þrif- um, þá er ekkert annað ráð til úrbóta en þjóðnýting iðn- aðarins. Ríkisvaldið eitt hefur aðstöðu og bolmagn til þess að annast nauðsynlega heildar- skipulagningu og veita til hennar það fé, sem skyndi- legar og stórfelldar tækni- framfarir og allsherjar stór- rekstur krefst. Þetta var sú ályktun, sem brezki Alþýðuflokkurinn dró af þeirri staðreynd, að einka- reksturinn hafði brugðizt, og brezkir kjósendur töldu hana rétta í kosningunum 1945. — Brezki Alþýðuflökkurinn stefn ir að þjóðnýtingu allra þýð- ingarmikilla iðngreina í Bret- landi, sem og inn- og úflutn- ingsverzlunar og fjármála- kerfisins. En hann telur rétt að færast ekki meira í fang í einu en fullviðráðanlegt má teljast, og hann vill geta lært af reynslu, Þess vegna tak- markar brezka jafnaðarmanna stjórnni nú þjóðnýtingaráform sfn við kolanámurnar, stál- framleiðsluna, orkuvinnsluna og samgöngurnar, auk Eng- landsbanka, enda er hér vissulega um að ræða nóg verkefni á einu kjörtímabili, auk þeirra ráðstafana, sem hún vinnur að á öðrum syið um og þá sérstaklega í félags- málum. ið hafi þá vald á svo snörum þæíti atvinnulífsins, - að ráða megi við hagsveiflumar, eink- um þegar jafn'hliða sé almennt um áætlunarbúskap að ræða. I öðru lagi sé auðveldara að koma við stórrekstri og heild- arskipulagningu innan hverra iðngreina og í viðskiptum þeirra við aðrar iðngreinar. I þriðja lagi sé hægt að koma við betri, hagkvæmari og ódýr- ari stjórn í iðngreinunum. I fjórða lagi sé hægt að afla til þeirra meira fjármagns og við hagstæðari kjörum og í fimmta lagi verði aíköst verka manna meiri og betri vinnu- Brezka stjórnin kostur þess að far þeirrar skipulagningar, ýmsa undirstöðuatvinnuvegi sem iðngreinarnar stóðu að þjóðarinnar séu einkum fimm. sjálfar, sigldi m. ö. o. margs I fyrsta lagi sé þá miklu auð- konar einoikun, og auk þess veldara að tryggja öllum stöð- friður, þar eð verkamenn muni finna, að þeir séu í raundnni að vdnna fyrir sjálfa sig og þurfi ekki að óttast að njóta ekki fulls afraksturs vinnu sinnai’. Meðal jafnaðarmanna um heim allan hefur á'vallt verið um það nokkúr ágreiningur, hvort greiða ætti eigendum framleiðslutækja bætur eða ekki, þegar þau eru þjóðnýtt. Brezka stjórnin telur rétt og raunar óhjákvæmilegt, að greiða eigendum hinna þjóð- nýttu eigna hæfilegar bætur. Að vísu má á það benda, að þeir muni þá áfram hafa tekjur af eign án nokkurrar vinnu, en slíkar stórtekjur hafa jafnaðarmenn ávallt talið óréttmætar. Hins vegar hlyt- ist af því óverjandi misrétti, ef eigendur þeirra tækja, sem nú eru þjóðnýtt yrðu að láta þau af hendi, án þess endur- gjalds, samtímds þvf, að eig- endur annarna fyrirtækja 'halda eignum sínum óskert- um. Séu öll atvinnutæki þjóðnýtt í einu, er hægt að velja milli þeirra tveggja meginreglna að greiða bætur eða ekki. En þegar þjóðnýtt er smám sarnan, verður að endurgjalda ‘eigendum, ef komast á hjá miklu misrétti. Brezka stjórnin hefur af- ráðið að hafa það skipulag á hiinum þjóðnýtta atvinnu- re'kstri, að hann sé ekki beint undir stjórn ráðuneytanna, heldur sé rekstur hverrar at- Ivinnugreinar fahn sérstökii rácii, sem verði að vísu að hláta almennum fyrirmælum hlutaðeigandi ráðherra, en stjórni atvinnugreininni að öðru leyti. KoIanám'Urnar, sem þjóðnýttar voru í byrjun þassa árs, eru t. d. undir alls herjar stjórn 9 manna (Nation- al Coal Board), og hafa þeir verið valdir með tilliti til sér- þekkingar á kolavinnslu frá tækni- og reksturshagfræði- legu sjónarmiði og jafnframt með tilliti tdl kunnugleika á aðbúnaði og þörfum námu- manna. Hinn kunni verka- lýðsleiðíogi, Walter Citrine átti t. d. í fyrstu sæti í ráð- inu, en annar verklýðsleið- togi hefur nú tekið þar sæti telur, að í hans stað. Landinu er síðan þjóðnýta skíipt í átta framleiðslusvæði, og er hvert þeirra undir stjórn sex manna ráðs. Á hverju íramleiðslusvæði eru nokkur fyrirtæki, sem 'hvert um sig fjölda néma, og eru þessi fyr- irtæki 48 samtals. Námumar. sem þjóðnýttar hafa verið, eru um 1500 að tölu og voru áður í eigu um 800 einkafyrir tækja, en nálægt 400 hinna smæstu þeirra hefur nú verið leyft að starfa sjálfstætt enn um skeið, og vinna yfirleitt ekki nema 30 námumenn í hverri þeirra. Námumennirn- ir, sem þessi irisavaxna stofn- un veitir atvinnu, eru 690.000 að tölu, og au'k þeirra starfar að sjál'fsögðu hjá henni mik- ill fjöldi skrifstofumanna. Ár- leg velta er talin munu nema nálægt 400 milljónum punda eða meira en 10 milljörðum króna. Áætlað hefur verið, að upphæð sú, sem greidd verði námueigendumi, muni nema samtals 165 milljónum punda eða 4,3 milljörðum króna, og auk þess heimila, þjóðnýting- arlögin að verja allt að 150 milljónum punda eða nærri 4 milljörðum króna til endur- bóta og tækniframfara við 'kolavinnsluna á næstu 5 ár- um. Komdð hefur verið á fót sérstökum dómstóli til þess að meta námurnar og kveða á um upphæð þá, sem greiða skuli eigendum, og er því mati ekki lokið, en það er. fyrst og fremst byggt á hvað líklegt sé að námurnar hefðu gefið af •sér að óbreyttum aðstæðum. En bæturnar verða síðan greiddar með ríkisskuldabréf- um með frernur lágum vöxt- um (Mklega 2Vi%). Skipulag hinna annarra at- vinnugreina, sem verið er að þjóðnýta, mun verða svipað í aðalatriðum og sömuleáðis að- ferðin við þjóðnýtinguna. Hin- ar þjóðnýttu samgöngur verða og risavaxið fyrirtæki. Það mun hafa í þjónustu sinni um 980 þúsund manns eða um 6% af öllum vinnandi mönnum í Bretlandi. Fyrirtækið mun fá umráð yfir 585 þúsund járn- brautarvögnum og 88 þúsund kílómetra löngum járnbrautar línum. Önnur flutningatæki, sem það mun fá umráð yfir, verða 450 þúsund að tölu, og skipaskurðirnir, sem það mun stjórna, eru 2800 kíló- metrar á Iengd. Áætlað er að greiða eigendum þessara eigna 1019 milljón pund eða næstum 27 milljarða króna. Greiðslurnar munu verða mið- aðar fyrst og fremst við kaup- hallarverð' hlutabréfa í þeim einkafyrirtækjum, sem eiga samgöngutækin nú, en nafn- verð þeirra er allmiklu hærra, og verður það greitt með sér- stökum ríkisskuldabréfum, sem gefin' verða út og greiddir verða af fremui’ lágir vextir (lí'klega 212$ .). Þjóðnýting rafmagns- og gasstöðvanna er og mikið fyr- irtæki, en um hana fjallar brezka Xúigið nú, eins og þjóðnýtinigu samgöngutækj- anna. Rafmagnsframleiðsla er nú í höndum 372 opinberra fyrirtækja og 205 einkafyrir- tækja. Gasstöðvarnar erú alls '1047, cg eiga sveitafélög að- eins 269 þeirra. Mjög mörg þessara fyrirtækja eru of lítil og þar af leiðandi of dýr í re'kstri. Ríkiss'tjórnin hefur í hyggju að sameina smærri fyrirtækin og jafnvel leggja margar stöðvar niður, en var hún ekki nægileg. 'Uga atvinnu, þaí'eð ríkisvald-' annast starfrækslu ákveðins lleggja höíuðáherzluna á fram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.