Alþýðublaðið - 09.08.1947, Side 2

Alþýðublaðið - 09.08.1947, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 9. ágúst 1947. í - r Arni Vilhjálmsson: Nauðsyn AÐ VONUM bíða menn með eftirvæntingu eftir því, hvernig síldarvertiðin verð- ur að þessu sinni. Þar sem nú er svo komið með afurðasölu okkar, að sala fiskjar fer nú svo mjög eftir því, hve mikið verður hægt að flytja út af síldarlýsi og mjöli, að til verulegra vandræða horfir, ef síldin verður nú ekki með mesta móti. Þa'r að auki hafa aldrei áður jafnmargir menn og nú leitað sumaratvinnu sinnar við síldveiðarnar. Þannig hefur líklega aldrei fyrr verið jafnmikið undir því komið, að vel gangi með síldveiðarnar hjá okkur ís- lendingum. Ennþá einu sinni hagar síldin göngu sinni þannig, að ástæða er til að minna á það, að það má teljast óhyggi legt fyrir þjóðarbúskap okk- ar íslendinga, að láta lengur vanta stórvirka síldar- bræðslu á Austfjörðum. Á síðasta alþingi náðist loks samþykki til þess, að byggja síldarverksmiðju austan Langaness, og var ætlunin að hefjast þegar handa; en ekki hefur orðið vart við neinar framkvæmdir í þá átt enn. Það sýnir sig nú, að það hefði verið búið að ná miklu meiri síld á land, ef þessi bræðsla hefði verið komin, þar sem nú um stund hefur 511 aðalveiðin verið á austur miðunum og suður með Aust fjörðum; allt suður á móts við Reyðarfjörð hafa sézt stórar síldartorfur; en þar eru engir til veiða, sem ekki er von, þegar ekki er hægt að losna við veiðina fyrr en norður á landi. Má öllum Ijóst vera hvaða þýðingu það hefur fyrir veiðiskipin að þurfa að sigla alla þá leið með aflann, yfir sig hlaðin, og eru ekki fær um að mæta neinni teljandi báru. Raufar- hafnarverksmiðjan er þá fljót að fyllast, þegar síldin er á austurmiðunum, og get- ur ekki til hálfs fullnægt því, sem að landi berst og gæti borizt þar. Reynslan sýnir, að það er meira en vafasamt, að hafa staðbundna á Siglufirði jafn- mikla vinnslumöguleika og raun er á, þar sem við aðra eins dutlungaskepnu og síld- ina er að eiga; enginn veit, hvar hún sýnir sig þetta eða hitt árið; er þar skemmst að minnast síldveiðanna við Faxaflóa síðast liðinn vetur; það hefði víst engum dottið í hug, að það mundi koma fyrir. Einnig má minna á síldina, sem gekk í Austfirð- ina veturna 1931—1934. Síð- an hefur verið mikil síld i Berufirði flesta veturna. Af þessu er auðsætt, að það verðmæti sem síldin í raun og veru er, þarf að vera hægt að hagnýta sem víðast kring-. um landið, en ekki að ein- blína á Norðurlandið eitt, eins og valdhafarnir hafa gert til þessa, þegar um síld- ariðnaðinn er að ræða. Fyrir 10 árum var reist lítil síldarverksmiðja á Seyð- isfirði, og hefur hún verið starfrækt öll árin síðan með mjög sæmilegum árangri. Þessi ár hafa færeysk skip aflað handa henni, aðallega, og hafa þau jafnan verið með aflahærri skipum og veitt svo að segja alla síldina við Langanes og sunnar. Einnig var á Norðfirði komið af stað síldarvinnslu upp úr beina- mjölsverksmiðju, sem þar var um nokkur ár. Þangað barst einnig mikil síld til bræðslu; og mig minnir að togarinn „Brimir“, sem þá var þar og stundaði síldveið- ar, væri að minnsta kosti eitt árið með allra aflahæstu skipunum í flotanum þá. Þetta sýnir, að það er ekki nein fjarstæða að reisa stóra síldarbræðsiu til þess að hag- nýta þessa veiði sem bezt. Það verður að telja, að ekki sé ráðlegt að leggja meiri á- herzlu á síldarbræðslubygg- ingar á Norðurlandi en orðið er, fyrr en búið er að tryggja síldveiðunum góða aðstöðu með verksmiðjubyggingum annars staðar; vil ég þar til nefna, að það á að halda við verulegum vinnslumöguleik- um á Vestfjörðum og Aust- fjörðum og svo Suðurland- inu, a. m. k. við Faxaflóa, þar sem það er sýnt, að síldin getur veiðst á öllum árstím- um einhvers staðar við þetta land. Annars eru til allmörg sjón armið um hagnýtingu sildar- innar, svo sem að hafa stór skip, útbúin með síldar- bræðsluvélum, í líkingu við það, sem aðrar þjóðir gera við hvalveiðarnar. Einnig gæti maður hugsað sér að hafa stór flutningaskip til þess að taka af veiðiskipum á hafinu og flytja í verk- smiðjurnar, svo veiðiskipin yrðu þá fyrir minni töfum við að sigla til lands með afl- ann. Þetta er óathugað, en vafalaust mundi þetta kosta mikið, og yrði þá sá kostnað- ur til frádráttar á síldarverð- inu til veiðiskipanna, en mundi þó bæta verulega það veiðitap, sem skipin nú verða fyrir við það að bíða marga daga eftir því, að geta -losnað vði aflann. Hvað sem þessu öllu líður, þá verða veiðiskipin af og til að koma að landi til þess að ná í nauð- synjar sínar, olíu, vstir o.þ.h, Þegar talað er um síldveið- arnar, er vert að minnast þess, að síldarsöltun hefur ekki verið leyfð að neinu ráði á Austfjörðum undan- farið, enda þótt þar veiðist og þangað geti borizt full- komlega söltunarhæf síld og það sé vitað, að síld, sem veiðist austan við Langanes, sé hiklaust slötuð, þegar hún berst til Raufarhafnar eða jafnvel alla leið til Siglu- fjarðar. Fitnar hún í skipun- um á leiðinni norður? Eng- inn skilji mig svo, að ég ætl- ist til þess, að Austfirðingum eða öðrum -verði leyft að salta síld, sem alls ekki er söltunarhæf; en ég tel sjálf- sagt, að búa þannig að þessu á allan hátt, að það komi að sem mestum notum fyrir þjóðarheildina. Hefur þjóðin ráð á því, að láta ónotaða síldveiðimögu- leika, hvar sem er við land- ið? Ég held ekki. Getum við horft á það öllu lengur, að síldin vaði austan.Langaness, án þess að sköpuð sé fullkom- in aðstaða í landi til hagnýt- ingar? Ég held ekki. Getum við horft á það, að síldveiði- skipin hlaði sig svo að segja í kaf, og ætlað þeim að sigla fyrir Langanes og ef til vill alla leið til Siglufjarðar? Ég held ekki. Er það ekki á- byrgðarhluti að stofna þann- ig lífi sjómanna, skipi og farmi í hættu? Áreiðanlega. Hve mikið getur maður hugsað sér að glatist af verð- mæti, þegar veiðin gefst á miðunum, sem liggja svo fjarri verksmiðjunum sem nú eru afkastamestar? Það mun erfitt að svara því til fulls. Þannig mætti lengi telja, en ég læt hér staðar numið. Að öllu þessu athuguðu er það tvímælalaus skylda valdhafanna, að hefjast nú þegar handa og láta reisa stóra, afkastamikla síldar- verksmiðju á Austfjörðum, sem verði tilbúin að taka til starfa fyrir næstu síldarver- tíð, eða nánar tiltekið, fyrir júlíbyrjun 1948. Umræðurnar í brezka þinginu (Frh. af 1. síðu.) um lagafrumvarpið í þrjá mánuði. Einn þingmaður Alþýðu- flokksins tók undir þetta með Churchill og greiddi atkvæði gegn lagafrumvarpinu. Aftur á móti var frum- varpið stutt af „uppreisnar- mönnunum" svokölluðu í flokknum, þó að þeir gagn- rýndu það óg teldu boðaðar ráðstafanir stjórnarinnar ganga of skammt. Birtu 19 þingmenn Alþýðuflokksins opið bréf um þetta til Attlee í „Daily Herald“ í gær. Að umræðum loknum í neðri málstofunni í gær fór atkvæðagreiðslan um laga- frumvarpið fram og var það, eins og í upphafi segir, sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Happdrætti Háskóla íslands. Dregið vercjur í 8. fl. n.k. mánudag. Þann dag verða eng- ir miðar afgreiddir, og er því síðasti söludagur í dag. Athygli skal vakin á því, að sumhapp- drættisumboðin verða ekki op- in lengur en til hádegis í dag, og ættu menn því að endurnýja miða sína strax í dag. Munið Tivoli. Kaupum tuskur Baldursgötu 30. Jóns Baldvinssonar forseta fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Alþýðuflokksins. Skrifstofu Sjómannafélags Rvíkur. Skrifst. V. K. F. Framsókn, Alþýðubrauðg., Lvg. 61 og í verzl. Valdimars Long. Hafnarfirði. óskast. Góðir reikningar. Há laun. Upplýsingar í síma 4778. Félagslíf ' Ámenningar! Við kveðjum Lyyli c ’ og Yrjö Nora í Fé- lagsheimili verzlun- arm., Vonarstræti 4, niðri, sunnudaginn 10. ágúst kl. 8,30 með sameiginlegri kaffi drykkju. Tilkynnið þátttöku til Jens Guðbjörnssonar og Árna Kjartanssonar sem fyrst. Stjórn Ármanns.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.