Alþýðublaðið - 15.08.1947, Side 4

Alþýðublaðið - 15.08.1947, Side 4
AL&»VÐUBLA®!B Föstudaginn 15. águst 1947 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Heigi Sæmundsson. Ritstjórnarsimar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Kaffiskömmtun. — Bensínhamstur. — Panik. — Furðuleg framkoma hálfóðra manna. — Slúður- sögur bornar út af ásettu ráði og á skipulagðan hátt. — Til bess að koma af stað vandræðum. Hver kúgar þjóðirnar? ÞAÐ er hægt, að segja brandara vitandi vits og það er hægt að gera það óafvit- andi. Hið síðara gerði Þjóð- viljinn í gær, er hann skýrði frá umræðum öryggisráðsins um deilu Egipta og Breta. Þjóðviljinn segir í fyrir- sögn fyrir þessari frétt: ,,For- sætisráðherra Egiptalands krefst þess, að Bretar verði á brott með her sinn fyrir 1- september.“ En í undirfyrir- sögn blaðsins stendur: „Full trji Póllands í öryggisráðinu lýsir yfir fyllsta stuðningi Póllands við kröfur Egipta.“ Þessi fyrirsögn kommún- istablaðsins gæti gefið tilefni til ýmislegra hugleiðinga. En í augum uppi liggur þessi spurning fyrir hvern éinasta lesenda blaðsins: Hversvegna fer ekki fulltrúi Póllands fram á, að hans eigið land losni við erlendan her? ❖ En með slíkri spurningu væri komið við hjarta komm únista: Þeár liggja sem sé hundflatir fyrir Rússlandi, en láta siga sér fyrir stórveld ishagsmuni þess í hverju ein asta máli, sem fyrir kemur. Þannig finnst þeim það al veg sjálfsagt, að Rússland hafi her í hálfri Evrópu og handtaki þar þá menn, sem því þóknast. Dæmin um það eru deginum Ijósari í Eist- landi, Lettlandi, Lithauga- landi, Póllandi, Ungverja- landi, Rúmeníu, Júgóslavíu og Albaníu. Úr sumum þess- um löndum hafa þúsundir manna verið herleiddar aust ur í Síbiríu, eða til einhverra þeirra staða, sem Rússar telja nægiiega örugga til fangageymslu, og þeir sjálf- stæðustu og þjóðlegustu hafa verið drepnir. En það finnst Þjóðviljanum ekki vera nema sjálfsagt, þegar Rússar gera það- Hinsvegar er hann full ur vandlætingar, hvenær sem minnst er á hersetu annarra þjóða í öðrum löndum. í þessu sambandi er rétt að minast örfáum orðum á muninn á alþjóðapólitík brezku jafnaðarmannastjórn- arinnar og rússnésku sovét- stjórnarinnar. Það hefur verið gumað geysimikið af því, hve tillits söm sovétstjórnin sé við hin- ar ýmsu þjóðir í sovétríkja- sambandinu; í orði kveðnu eiga þær rétt á því, að segja sig úr því þjóðafangelsi. En hvenær, sem á hefur reynt, „SMATT SKAMMTAR hrun- stjórnin kaffið“ stóð í einu blað anna í gær og menn geta alveg reiknað það sjálfir, hvað blað það hafi verið, sem hafði þessi ummæli. Sama blað segir sama dag, að ríkisstjórnin hafi aðvar aS peningamenn um að kaupa benzín á tunnur af því að benzín skömmtun væri að koma. Finnst ykkur ekki bragð að þessari pólitík? Finnst ykkur þetta ekki rök? — Sterkur grunur hvílir á ákveðnum hópi manna um að hann beri út sögur meðal al- mennings til að reyna með því að koma af stað óróa, „panik“, í þeim tilgangi að eyðileggja nauðsynlegar ráðstafanir gegn dýrtíðinni, ofeyðslu og fyrir- hykkjuleysi. AÐ MINNSTA KOSTI er það vitað, að sagan um benzín- skömmtunina var upphaflega komin annars staðar frá en úr herbúðum ríkisstjórnarinnar. Og með sögunum tókst að koma af stað svo vitfirringslegum lát- um einstakra manna að slíks eru fá dæmi hér. Ástandið við benzínstöðvar Reykjavíkur á miðvikudaginn var þannig að það mun lengi í minnum haft. iÞarna ruddust um menn ragn- andi og bölvandi með riðgaðar tunnur jafnvel í tugatali og heimtuðu afgreiðslu. Hrinding- arnar gengu úr öllum áttum og afgreiðslutækin voru hrifsuð úr höndum afgreiðslumannanna svo að á tímabili fengu þeir ekki við neitt ráðið. OG SVO VAR engin benzín- skömmtun og er enn ekki kom- in. „Panik“ hafði gripið nokk- urn hluta bifreiðaeigenda og þá fyrst og fremst þá, sem sízt þurfa að óttast það, að hart verði geng ið fram gágnvart þeim þó að benzínskömmtun verði fyrirskip uð. Atvinnubifreiðastjórar, þeir sem aka fólksbifreiðum í þjón- ustu almennings og þeir sem vinna að framleiðslunni með vörubifreiðum sínum, þurfa sízt að óttast að þeir fái svo lít- inn skammt að þeir geti ekki stundað atvinnu sína. Hins veg- ar geta þeir ef til vill kviðið fyr ir, sem eiga einkabifreiðar og nota þær að mestu til að leika sér 'að þeim, enda er sjálfsagt að takmarka eyðslu þessa fólks. RÍKISSTJÓRNIN neyddist til að gefa út reglugerð sína um benzínið á miðvikudagskvöld vegna sögusagnanna sem dreift hafði verið út — og þessum sög um var dreyft út af skemmdar- vörgum í þjóðfélaginu í ákveðn um tilgangi. ,-,Panik“ er alltaf vatn á myllu slíkra manna. Og margar sögur eru til um það erlendis, að þessir hópar reyna oft á hættutímum að koma ,,panik“ af stað og vinna að því, næstum því á vísindalegan hátt. JÁ, KAFFIÐ er smátt skammt að. En missum við nokkuð við það að spara kaffi meira en við höfum gert? Og getum við ekki alveg gert ráð fjrrir því, að þó að ég og þú höfum ráð á því, sem einstaklingar, að liugsa ekki neitt um þennan sparnað eða annan, þá hafi íslenzka þjóð in, sem heild, ekki ráð á því að leyfa þennan lúxus? Afkoma okkar allra í framtíðinni velt- ur á því, að við getum látið mæt ast peninginn, sem við fáum fyr ir útflutningsaíurðir okkar, og þann, sem við þurfum að greiða með nauðsynlegustu tækin og vörurnar, sem við verðum að kaupa af öðrum þjóðum. VIÐ ÞURFUM að kaupa vél- ar og áhöld handa landbúnaðin um og sjávarútveginum. Við þurfum að kaupa varahluti og hráefni til atvinnulífsins, veið- Frh. á 7. siðu hafa þjóðir þess verið kúgað- ar til að þýðast valdboð Rússa; er í því sambandi skemmst af að segja undir okun Georgíu í Kákasus 1921, sem ekki hafði komið á hjá sér svovétstjórn, heldur jafnaðarmannastjórn. Fleira mætti segja, sem síast hefur út úr hinu rússneska þjóða- fangelsi; en fáar staðfestar sögur fara þaðan. Og beri menn nú þetta sam an við stefnu brezku jafnað- armannastjórnarinnar, sem jafnaðarmenn um allan heim hylla. Eftir þrjú hundruð ára nýlendupólitík o g arðrán brezku yfirstéttanna, afsalar brezka jafnaðarmannastjórn- in sér í dag völdum á Ind- landi. Slíkur viðburður er al gerlega einstæður í veraldar sögunni, og öll ævintýri Sov- vét-Rússlands um lausn þjóð ernisvandamálanna blikna og verða að engu við hliðina á hcnum- En það hindrar ekki Þjóðviljann, að halda áfram með daglegan róg um heims- valdastefnu og kúgun Breta! =P Héf á íslandi er lýðræði og frelsi, og menn hafa, því bet ur, leyfi til þess, að segja það, sem þeir vilja; en það hafa þeir ekki í hinu fyrir- heitnalandi Þjóðviljans. En Þjóðin, ssm nýtur þess frels- is, á að hugsa og íæra; það er eina tryggingin fyrir því, að hún haldi frelsinu. Og við ihugun mun hún minnast þess, að í návist við Bret- land og Bandaríkin hefur hún fengið sitt frelsi; en í návist við Rússland hafa flestar þjóðir tapað því. Vlf) ÞÖKKUM HJARTANLEGA alla þá margvíslegu sæmd og ástúð, sem okkur var sýnd á silfurbrúðkaupsdaginn, 10. ágúst. Bryndís Þórarinsdóttir. Árni Sigurðsson. Nokkrir vörubílar, fólksbíll og kranabíll til sölu. Bílarnir verða til sýnis á Reykjavík- urflugvelli frá kl. 10—12 f. h. næstu daga. Tilboð óskast lögð inn á skrifstofu flug- vallarins, merkt: „Bílar“. Ðýrssýninain í Örfirisey ÐANSLEIKUR í kvöld kl. 10. Skotbakkinn er opinn. Sjómannadagsráðið. II Samkvæmt heimild í reglugerð útgefinni í dag um skömmtun á skófatnaði, hefur verið ákveðið að frá og með 15. ágúst 1947 skuli stofnauki númer 11 á núgildandi matvælaseðli gilda sem innkaupsheimild til 1. maí 1948 fyrir einu pari af skóm, sbr. þó 2 gr. reglugerðarinnar. Reykjavík, 14. ágúst 1947. Fjárhagsráð vill vekja athygli á því, að til- gangslaust er að senda umsóknir um fjár- festingarleyfi fyrir öllum nýjum húsbygg- ingum og þeim öðrum byggingum, sem verulegt mágn af bygginarefni þarf til að Ijúka, nema þeim fylgi teikningar. Reykjavík, 14. ágúst 1947.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.