Alþýðublaðið - 20.08.1947, Síða 4

Alþýðublaðið - 20.08.1947, Síða 4
* /§t P, V 8 J R i A 8!% 18^8 Miðvikudagur 20. ágúst 1947- Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. AfgreiSslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. „Sjáðu Ijósið, mamma!“ — Sólxn furðuljós á hiirnii sumarsins. — Rosaræður. — Rörnin á bantaleikvöllumim. EFTIR ÖLLUM FREGN- UM að dæmá hafa fyrirskip- anir viðskiptamálaráðuneyt- isins á sunnudaginn um tak- mörkun á sölu kornvöru, vefnaðarvöru, búsánöldum og hreinlætisvörum bundið skjötan enda á hina skað- samlegu og vansæmandi vöruhömstrun í höfuðstaðn- um. En samkvæmt fyrirskip- unum viðskiptamálaráðu- neytisins er fyrst um sínn bannað að selja nokkrum viðskiptamanni meira en sem svarar vikuforða fyrir hann og íjölskyldu hans af kornvöru og brýnustu nauð- synjum af vefnaðarvöru, búsáhöldum og hreinlætis- vörum. Er kaupmönnum gert að skyldu að skrá öll kaup, sem gerð eru á þessum vörum, og kaupendum að kvitta fyxir móttöku þeirra, og verða slík kaup á þeim síðar dregin frá skammti hvers og eins, ef til skömmt- unar kemur á þessum vöru- flokkum, en það er tahð mjög líklegt. Því verður ekki' neitað, að" þessar bráðabirgðaráðstafan- ir hafa nokkur óþægindi í för - með sér, einkum fyrir kaupmenn; en það eiga þeir hömstrurunum að þakka, sem að verki voru fyrir helgina. Aðfarir þeirra varð að stöðva til þess að firra þjóðina vandræðum; og því betur virðist það nú hafa tekizt. * Hjá yfirgnæfandi meiri hluta þjóðarinnar hafa skömmtunarráðstafanir stjórnarvaldanna mætt full- um skilningi og þegnskap. Hverjum hugsandi manni er þáð Ijóst að við getum ekki haldið áfram að flytja inn ó- takmarkað vörumagn, að við verðum að draga mjög veru- ílega úr gjaldeyriseyðslunni, • þegar svo er komið, að gjald- eyrisinnstæður þjóðarinnar erlendis frá ófriðarárunum eru til þurrðar gengnar og þjóðin þar á ofan orðið af stórkostlegum útflutnings- verðmætum við hina mis- heppnuðu síldarvertíð. Er það þó ekki á almennings- vitorði, hve gífurlegt þáð gjaldeyristap er, sem þjóðin bíður við það, að síldin brást; en samkvæmt upplýsingurn, sem blaðið hefur fengið, þykir nú mega ætla, að „SJAÐU LJOSIÐ MAMMA“, sagði lítill drengur í sumarbú- síað nálægt Reykjavíkur einn morguninn. Hann er ósköp lííill, og vaknaði í raun og veru til meðvitundar urn lífið í kring um sig á þessu sumri. Hann var að ieika sér í votum sandkassa, sólin braust fram gegnum svört regnþung ský, og litli kúturinn starði á geislana, rétti upp báð- ar hendurnar . og kallaði „Mamaa, komdu og sjáðu ljós- ið.“ — JÁ, SÓLIN ER nokkurs kon- ar furðuljós á himni sumarsins 1947. Hún hefur verið svo spar- söm, að þeir, sem ekki þekkja hana frá liðnum sumrum, undr ast hana, falla í stafi yfir geisl- unum og hrópa á mömmu sína til þess að koma og sjá undrið með þeim. — Að sjálfsögðu höf um við vitað um sólina bak við skýin — og við höfum í lengstu lög vonað, að hún gæfi okkur, hétrna fyrir sunnan, nokkra heita og góða daga, en nú er sú von farin að minnka. HAUSTIÐ ER AÐ KOMA. Skammdegið er að færast yfir. Kvöldin eru orðin dimm og nóttin biksvört. Við vitum að við fáum ekki sumar i sumar, aðeins regn og drunga ■— og' í minningum okkar, sem ekki er- um orðin því eldri, verður þetta eitt af mestu rosasumrum ævi okkar. „Það er eins og rosasum- arið mikla 1913, sagði gamall maður við mig í fyrradag. Hann var bóndi í fimmtíu ár, en er nú með búðarholu í Reykja- vík og gengur á inniskóm á grænum grasbletti við húsið sitt á hverjum morgni löngu áð- ur en annað fólk fer á fætur. „Þá maðkaði heyið hjá mér,“ bætti hann við, já það maðkaði á túninu.“ — Ég hafði aldrei heyrt fyrr að hey maðkaði á tún um jafnvel þó að fádæma rosi væri, en hann fullyrti að það gæti átt sér stað. Og vitan- lega trúði ég honum. ÞAÐ ER ALVEG eins og að reiðin út í rosann hafi hjaðnað upp á síðkastið, Menn eru hætt- ir að bölva honum. Þeir segja sem svo: „Það verður gaman að sjá, hvað hann heldur þetta lengi út.“ Og samt er einhver kaldhæðni í þessum hlátrum, einhverskonar sársaukafullur tregi, hryggð. Og væri það nokkur furða, þó að, menn hryggðust yfir þessum vandræð- um. Við skulum segja, að við, sem ekki eigum beinlínis fjár- hagslega afkomu okkar undir góðum heyskap, hefðum ráð á því að gera gys að rosanum, láta í ljós fórvitni okkar um það, hvað hann gæti haldið út. En allir hinir, sem eiga jafn- vel allt sitt undir því, hvernig sumarið gefst í sveitunum. Það er von að þeir berji sér. ANNARS ERU LÍKA til menn sem eru farnir, að gera gys að þessu. Bóndi sagði við mig í fyrradag. ,,Já, ég hef tvo af- aldrei haft eins góða kaupa- menn. Þeir hafa næstum því eingöngu verið að dytta að ýmsu hjá mér í sumar, girðingum, húsum og amboðum. Þeir hafa áralítið komið nærri heyskap. Þeir slóu vel — en síðan hefur varla verið hægt að snerta á heyi.“ Hann kímdi, þegar hann var að lýsa ágæti þessara kaupamanna sinna, sem varla hafa komið nærri heyskap hjá honum, en verið að dytta að ýmsu. SUMARIÐ ER VÍST BÚIÐ — og skammdegið er að koma. Það getur vel verið, að börn geti enn kallað á mömmu sína til þess að skoða Ijósið, en sólar- stundum mun nú xara fækkandi. — Maður verður líka var við haustið í fleiri myndum en rökkurmyndum og dimmum nóttum. Þegar haustar fjölgar börnum skyndilega í Reykja- vík. Og börnin eru farin að koma heim. Annars virðist mér, sem í undanfarin sumur liafi ekki vearið eins mikið af börn- um heima í Reykjavík og í sum ar. Allir barnaleikvellir hafa verið fullir af börnum. Þau hafa verið komin út í sandkass ana, í rólurnar og á hin svo- kölluðu „sölt“ eldsnemma á hverjum morgni í gúmístígvél- um, vatnskápu og með sjóhatt og því eins og sagt var í gamla daga, reglulega vosklædd, og leikið sér þannig alla daga. OG ÞETTA SÉZT á görðun- um. Undanfarin sumur hefur garðýrkj uráðunautur borgarinn Frh. á 7. síðu. er selt á þessum stöðum í bænum og ná- grenni hans: síldin og sildarafurðirnar í ár muni skila 130—140 millj- ónum króna minni upphæð í erlendum gjaldeyri en vænzt var. Það er engin furða, þótt við veröum, eftir slíkt áfall, að draga nokkuð úr innflutn- ingi til þess að spara gjald- eyri; og þá verður ekki hjá því komizt, að skammta ýmsar erlendar vörur, ef tryggja á, að allir fái sinn nauðsynlega skerf af þeim. Þetta skilur allur almenn- ingur; og því. er skömmtun- inni yfirleitt vel tekið sem bæði nauðsynlegri og rétt- látri ráðstöfun. Og allur þorri þjðarinnar hefur skömm á þeim mönnum, sem í pólitísku augnamiði eða af auvirðilegri sérgirni reyna að spilla fyrir vandræðaiausri framkvæmd hennar fyrir einstaklingana og farsælum árangri fyrir þjóðarheildina. Drífanda, Samtáni 12. Ásbyrgi, Laugavégi 139. Pétursísúð, Njálsgöíu 106. Þor'steinsbúð, Ilringbraut 6Í. Tóbak & Sælgæti, Laugavegi 72. ; AiþýSubrarsðgerðmni, Laugavegi 61. Kaffistoxumii,' Laugavegi 63. Rangá, Hverfisgötu 71. Café Floridg, Hverfisgötu 69. Leikfangabáðinni, ’Laugavegi 45. Helgafelli, RergstaSastræti 54. Ávaxíabúðinni, Týsgötu 8. Flöskubúðinni, Bergstaðastræti 10. Tóbaksbúðinni, Laugavegi 12. Tóbaksverzl. Havana, Týsgötu 1. Verzluninni, Nönnugötu 5. Gosa, Skólavörðustíg 10. Tóbaksbúðinni, Kolasundi 1. ðgrenm nðrnðrmnar: . - Verzl. á horni Tryggvagötu og Grófarinnar. Hafnarvagninum. Veitingastofunni, Vesturgötu 16. Fjólu, Vesturgötu 29. West-End, Vesturgötu 45. Verzluninni, Vesturgötu 59. Matstofunni, Vesfurgötu 53. Verzluninni Hansa, Framnesvegi 44. Verzluninni Fossvogur. i: Verzluninni Kópavogur. Ufbrelðið ALÞÝDUBLAÐ1Ð í kvöld kl. 10. isiEi ©r opsnn. . Sjómannadagsráðið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.