Alþýðublaðið - 20.08.1947, Page 6

Alþýðublaðið - 20.08.1947, Page 6
6 ALbÝmmLAÐID Miðvikudagur 20. ágúst 1947. 9S NYJA BlO Jack líkskeri („The Lodger") GAMLA BIO Eyja dauðans. Stórmynd, by-ggð á sönnum viðburðum er gerðust í London á síðustu árum 19. aldar. Frásögn af viðburð- um þessum birtist nýlega í Heimilisritinu. Aðalhlut- verk leika: Merle Oberon. Laird Gregar. . George Sanders. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára (Isle of the Dead) Dularfull og sérkennilelg amerísk kvikmynd. Boris Karloff Ellen Drew Marc Cramer Sýnd kl. 5, 7 og 9. Böm innan 16 ára fál ekki aðgang. æ bæjarbio æ æ tjarnarbio æ HafnarfirSi Ævintýri sjó- mannsins CLARK GABLE GREER GARSON Sýnd kl. 6 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Sími 9184. Sjóherinn (Meet the Navy) Skrautleg söngvamynd, sumpart í eðlilegum lit- um, ef skemmtisýningum Kanada-flotans. Sýning kl. 5, 7 -og .9 TRIPOLI-BIO (Land without music) Hrífandi söngvamynd sam in úr óperettu eftir Oscar Strauss. Aðalhlutverk leikur hinn heimsfrægi tenorsöngvari RICHARD TAIJBER. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar frá kl. 11. Sími 1182. GOTI ÚR ER GÓÐ EIGN Guðl. Gíslason Ö'rsmiður, Laugaveg 63, Minningarspjöld Barna- spífalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Aðaktraati 12 og í Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. John Ferguson: MAÐURINN I MYRKRINU sóað því. Er það þess vegna sem þér eruð að hlæja?“ „Nei; heldur að forvitnis- spumingunum. Alveg eins og aðgætin gamaldags eigin- kona, sem er að yfirheyra manninn sinn.“ Hann heyrði burstann fara af stað aftur, en hægar, eins og hún væri að horfa hugs- andi á hann. „Sjáið þér til“, sagði hann sér til varnar. „Ég eyddi ekki peningunum — ekki á þenn- an venjulega hátt að minnsta kosti þeir fóru í te-hlutabréf í Kalindar, félagi, sem vinur minn sagði mér frá. Þau voru á níu pence hvert þá, og ég hugsa að það séu þúsundir skráðar á mitt nafn af þeim, og öll eru þau óseljanleg. Þau höfðu flest verið í eigu vinar míns, sem hafði ráð- lagt mér að kaupa þau, og svarið að þau myndu hækka.“ Eftir þetta varð hann steinhissa sjálfur, að hann skyldi vera svona ákafur í að hún hugsaði ekkert illt um hann. En þó að hún væri alltaf reiðubúin að tala um fortíð og framtíð hans, þá tók hann eftir því, að jafnskjótt sem talið snérist að hennar eigin fortíð eða framtíð, varð hún undir eins þögul- Hann sá, að hún óttaðist allar spurn- ingar. Hann var viss um að það var líka til að reyna að halda honum frá að hugsa um hana, og láta hann hafa eitthvað annað að hugsa um, að hún las hátt fyrir hann og lét hann fara að reyna að læra Braille kerfið, til að kenna blindum að lesa. En hann fékk alveg nóg af þess- um upphleyptu stöfum, þeg- ar hann sat yfir þeim einn á rúminu sínu bá þrjá tíma dag lega, sem frú Spedding var í húsinu. En Braille bókin bjargaði honum þó frá leið- indum, svo að hann tók á- gætum framförum. Á kvöld in hlustaði hún svo oft á hann, þegar hann stautaði sig fram úr einhverjum kafla. Það var alveg eins og þegar börn eru að byrja að lesa: Sömu þagnirnar, hikið og skakkt byrjað. En þegar hann hafði loksins lokið við kaflann, var hann enn lík- lari litlum dreng, sem er full ur af sigurhrósi yfir að geta lesið. Þá klappaði hún hon- um kannske á bakið og hann ljómaði af hreykni- Þannig komst hún, án þess að áber- andi væri, þó að það væri á- hrifamikið, á hærra stig en hann. Hún varð kennarinn en hann lærisveinninn. En karlmannseðli hans vaknaði skyndilega eitt kveld. Þau sátu fyrir framan eld- inn, með stóru bókina með upphleyptu stöfunum á borði millum sín. Hann hafði með sínu venjulega stami, stauti og grettum rétt komizt í gegnum lexíuna- sína, þegar hann fann að hendi hennar snerti hans. Þetta hafði skeð áður, þegar hún hafði viljað prófa framfarir hans með því að leiða hendi hans að ein hverri óþekktri síðu í bók- inni. En í þetta sinn fann hann að snertingin var ann- ars eðlis, og meðan hann heyrði að hún fletti blöðun- um, fann hann að hann sjálf ur hélt hendi henar, og eins og hál’f titrandi svaraði snertingu hennar. Þetta stóð rétt andartak- Hann fann mjúka hlýjuna frá hendinni. Þá setti hún fljótt fingur sína á blaðsíðuna og sagði: „Lestu þetta fyrir mig“. En það var einhver annar- legur hljómur í röddinni og hún var ekkert lík kennslu- konu. Og þegar hann laut niður til að esa, þá fann hann andardrátt hennar eins og og ástaratlot á kinn sér, og lokkur, sem hafði losnað úr hárinu á henni, kitlaði hana í andlitið. Hann stökk á fætur. Var hún að reyna að ná algerum yfirráðum yfir honum, og yfirbuga hann? Sá grunur vaknaði í huga hans. „Hvað er þetta?“ spurði hún með undrun. „Ekki meira í kvöld- Þér farið alltof hratt yfir með mig“. „Mér þykir það leitt. Á ég að lesa fyrir yður?“ „Já, nú er komið að yður“. Hún stóð upp og kveikti á lampanum, og spurði: „Hvað á ég að lesa í kvöld?“ „Ferðalag með asna“, sagði hann, og sá hvílíka yfirburði hún hafði unnið yfir hann núna, og hve hætt hann var kominn að verða sér til háð- ungar. „En við höfum ekki Stev- enson hérna“, sagði hún. „Jæja við skulum þá fá dagblað til tilbreytingar". Ekki hvarflaði það að hon- um að hún myndi lesa nokk- uð af því tagi fyrir hann. Hún hafði meira að segja aldrei viðurkennt, að hún sæi blöðin- Svo að hann varð mjög hissa, þegar hann heyrði hana strax opna blað. En enn meira undrandi varð hann þegar hann heyrði fyrstu orðin. Hann hafði bú- izt við að hún myndi velja einhverja saklausa stjórn- málagrein eða eitthvað um ástandið í járniðnaðinum, eða um útlitið fyrir skóverzl anirnar. Forustugren var það, en ekki um stjórnmál, og hún fór að lesa og var sem hún hefði ekki alveg vald á röddinni. Sérleyfisferðir. Til Laugarvatns. Til Geysis. Daglegar ferðir. Til Gullfoss og Geysis sunnudaga og fimmtu- daga. Ólafur Ketilsson. BIFRÖST, sími 1508. MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING PÉTUR: Hjáip! Bjargið perlun- um mínum! TWITT: Nú er ekki boðanna að bíða------------ PÉTUR: Twitt! Twitt! Hjálp. ÖRN: Af stað nú! Hver veit, hvað hefur gerzt á eynni!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.