Alþýðublaðið - 30.08.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.08.1947, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. ágúst 1947. ALÞYÐUBLAÐIO Bærlnn í dag. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúð- inni Iðunn, sími 1911. Næturakstur annast Litla bíl- stöðin, sími 1380. Ljósatími ökutækja er frá kl. 20,35 til 4,20 að nóttu. Bifreiðastjórar skulu gæta þess, einkum að næturlagi, að valda eigi hávaða. Þeim ber að sjá um, að farþeg- ar í vögnum þeirra hafi ekki neinn hávaða, er raski friði. Dómkirkjan Messað á morgun kl. 5 s. d. Séra Jón Auðuns. Fríkirlcjan Messað á morgun kl. 2 e. h. Sfera Árni Sigurðsson. Höfnin Súðin fór í gærkvöldi í strandferð. í gærmorgun fór norskt kolaskip, Diene, sem hingað kom með kol til Gas- stöðvarinnar. Þá kom hingað sementsskip, Biscaya að nafni. Skipafréttir Brúarfoss fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Leith, Kaup- mannahafnar og Leningrad. Lagarfoss kom til ísafjarðar í gærmorgun frá Siglufirði. Sel- foss kom til Hull í gær frá Reykjavík. Fjallfoss fór frá Reykjavík 27. ág. til New York. Reykjafoss fór frá Antwerpen 26. ág. til Immingham og Reykjavíkur. Salmon Knot fór frá Reykjavík 27. ág. til New York. True Knot fór frá New York 23. ág. til Reykjavíkur. Anne er á Akranesi. Lublin köm til Antwerpen 24. ág. frá Boulogne. Resistance kom til Reykjavíkur í gær frá Hull. Lyngaa fór frá Odense 28. ág. til Khafnar. Baltraffic er í Reykjavík. Horsa fór frá Leith 28. ág. til Hull. Skogholt fór frá Aarhus 28. ág. til Wismar í Pól- landi. Prentfrelsið Framhald af 5. síðu. sagSi Hmiilton og hneigSi sig. Þá, virðulegu kviðdómendur verðum vér að skírskota til yð ar’ til að bera vitni um sann hef haldið fram, en verið neit' að um að mega sanna. Þetta atriði, sem vér bjóðumst til að sanna er viðurkennt sem sann leikur og þess vegna er öryggi vort komáð undir réttlæíti yð ar. Og þar er oss er neitað um frelsi til þess. að sanna það sem vér höfum látið. koma út á prenti, bendi ég á það sem reglu að það, að koma í veg fyrir vitnisburði ætti að vera skoðað sterkasta sönnun in.“ Við getum heyrt effir 200 ár hljórrJinn af röddinni og fundið dauðaþögnina hjá á- heyrendunum. Þeir höfðu hlustað á hinn hárkollukrýnda og skrautklædda saksóknara og öll hans „það er að segja“ og „með því að“, þetta borða- lagða og glitrandi yfirvald og ekki fundizt til um snilli hans. En gamli maðurinn hafði þá á valdi sínu. Þegar h'ann sveiflaði verði staðreyndanna vegna frelsiis og mannréttinda, „Úrskurðurinn, sem bíÖur, virðulegu dómarar“, hrópaði Hamilton, „er ekki í smámáli eða einkamáli. Það er ekki vegna fátæks prentara, sem nú reyniir á yður. Nei. Það getur verið varðandi hvern einasta frjálsan mann. Þetta er hið bezta mál, málefni frelsisins. Hver og einn, er fremur kýs frelsi til að lifa en þræfdóm mun bléssa yður og heiðra eins og mem, sem hafa komið í veg fyrir tilraun til kúgunar og með óhlutdrægum dómi lagt traustan hornstein að öryggi voru, niðja vorra og ná unga sem náttúran og lögin hafa gefið okkur rétt til, — frelsi til að koma upp um og vera á móti einræðisvaldi með því að tala og rita sannleik- ann“. Dómararnir loguðu af reiði. Með allt að því ógnandi rödd gaf yfirdómarinn venjulega ó- min-ningu, eigin-lega sagði han-n kviðdómendiuum að dæma Jón Pétur Zenger s-ek an. Kviðdómendurnir tíndust út úr dómarastúkunni. Eftir nokkrar mínútur komu þeir til baka til að birta dóm- inn. „Síknaður.11 Um saiinn fó-r gleðibylgja, sem dómararn ir gátiu ekki stöðvað. Daginn eftir var Z-enger látin laus, en Cosby veikt-'ist og dó nokkru síðar. Ræð-a Hamil- tons va-r pren-tuð og lesin alls- staðar í nýlendunni og -einnig lásu frjálslyndir En-glending- ar hana með mikilli hrifningu Aparnir og sæljónin fóru með Brúarfossi. DÝRASÝNINGUNNI í Ör- firi-sey lauk í gær og var nokkuð af dýrunum, sem voru á sýningunni, sent utan með Brúarfossi í gærkvöldi, en þau ei-ga að fara í dýra- garð í Edinborg. Meðal dýra þeirra er voru send til Edinborgar, voru ap- anir, sæljónin, refir og tveir íslenzkir fálkar. Öðrum dýr- um af sýningunni verður ráð stafað á ýmsa lund hér heima. Dýrasýningin istóð yfir í nálega þrjá mánuði, eða frá því snemma í júní, og sóttu hana yfir 40 þúsund manns. HANNES Á HORNINU. (Frh. af 4. síðu.) hún þekkti ekki. Ólafur Frið- riksson benti þá á hættuna. Hann vildi láta gera upp skulda súpuna, áður en meinsemdin æti sig um of út í þjóðarlíkam- ann. Hann vildi láta það víkja, sem óheilbrigt var, fjárhættu- spilarana, sem þekktu ekki for sjálni og sóuðu fé þjóðarinnar. Hann vildi ekki láta afglöp þeirra bitna á almenningi. Hann vildi láta hreinsa grunn- inn, svo hægt væri að byggja á honum aftur. ÓLAFUR VAR SEKTAÐUR um 20 þúsund fyrir skrif sín. Síðar sáu flestir, að hann hafði haft rétt fyrir sér, og að betur hefði farið, ef ráðum hans hefði verið fylgt. Skammsýnu menn- irnir, sem vildu gera „kúnstir“ m-eð gengislækkun og öðru til- heyrandi, réðu þá, því miður, til tjóns fyrir flesta. Mér virð- ist fjárhagsofviðrið, sem nú er að skella á, enn þá ískyggilegra en það, sem þá gekk yfir. En j er nokkur Ólafur Friðriksson nú, til að vara við hættunni og vísa veginn?“ og hún hafði mik.il á-hrif í mörg um löndum Evrópu. Afrek þessa hugdjarfa aldr aða manns, er uppi var fyrir löng-u hafði varanleg áhrif á æðstu lög landsins, því að prentfrelsi var að- síðustu s-ett í stjórnarskrána .sem fyrsta breytin-g á lögunum um mann réttindi. Og fram á þen-nan dag hefur ekkert yfirvald reynt með góðum árangri að hefta fr-elsi blaðanna til þess að gagnrýna stjórnina. Fósturmóðir mín, Sigríður Magnúsdóttir, verður jarðsunigin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. september. Athöfnin hefst með bæn að Elliheimilinu Grund kl. 1. e. h. Jarðsett verður í Fossvog-skirkj ugarði. Margeir Si&urjónsson leiks gildi þess máls, sem ég Skemmtanir dagsim Boris Karloff, Ellen Drew, G.T.-HÚSIÐ: Gömlu dansarnir Marc Cramer. Sýnd kl. 7 og kl. 10 síðd 9. Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Hjartsláttur“. Ginger Roges, Jean P. Au- mont. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ: „Hún samdi bók- ina“. Jack Oakie, Joan Davis, Miseha Auer. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ: „Virginia City“. Errol Flynn, Miriam Hopkins. Sýnd kl. 3, 6 og 9. TRIPOLI BÍÓ: „Séra Hall“. Nova Pilbeam, Sir Seymour Hicks, Wilfred Larson, Mar- ius Goring. Sýnd kl. 5 og 9. BÆJARBÍÓ: „Eyja dauðans". Skemmíistaðir: TIVOLI: Opnað kl. 2 e. h. DÝR ASÝNIN GIN í Örfirisey. Opnað kl. 8 árdegis. Dansleikur kl. 10 síðdegis. Sðmkomuhúsin: BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Dans- leikur kl. 9 síðd. HÓTEL BORG: Konserthljóm- leikar frá kl. 9—11,30. TJARNARCAFÉ: Danshljóm- sveit frá kl. 9—11,30 síðd. TIVOLI: Dansleikur í hinu nýja samkomuhúsi í kvöld kl. 10. Öfvarpið: 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Upplestur og tónleikar. 21.30 Tónleikar: Klassiskir dansar (plötur). 22.00 Fréttir. 22.05 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Pappírspokar Flestar stærðir af brúnum, sterkum 100% kraftpappírspokum fyrirliggjandi. Pappírspokagerðin h. f. Vitastíg 3. Sími 2870. Hafnfirðingar! Reykvíkingar! Dansað í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði í kvöld. Hefst kl. 10. Aðgöngumiðar seldir kl. 9 og við inn- ganginn. Alþýðuhúsið Hafnarfirði. Frá Laugarnesskólanum Læknisskoðun. Fimmtud. 4 sept. kl. 8 f. h. 10 ára drengir (f. 1937), kl. 9 10 ára stúlkur, kl. 10 9 ára stúlkur (f. 1938), kl. 11 9 ára drengir, kl. 1,30 e, h, 7 ára drengir (f. 1940), kl. 2, 30 7 ára stúlkur, kl 3,30 8 ára stúlkur (f. 1939) og kl. 4,30 8 ára drenSir. Nánar auglýst síðar, hvenær börn eiga að mæta til innritunar og kennslu. Skólastjórinn. Húseignin Blómsturvellir í Hveragerði -er til sölu nú þegar. Eign-in er 1 íbúðarhús 2 gróðurhús, 2 g-eymsluhús, matjurtargarður og ræktað tún ása-mt girðingum. íbúðarhúsið og gróðurhúsin eru upphituð m-eð hverahi-ta. Uppl. gefnar í síma 2520 og 2501. Tilboð merkt: „Blómsturvellir“ sé skilað til Blikksmiðju Reykjavíkur Li-ndargötu 26 fyrir föstudag 5. sept n. k. Réttur áskil inn t-il að taka eða hafna tilboðunum. Yanur 4krifs!ofumaður óskast hið fyrsta. Fyrirspurnum ekki svar- að í síma. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.