Alþýðublaðið - 30.08.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.08.1947, Blaðsíða 8
Hljóðfæraverzlimm VERZLUNIN ^lAUGAVEoSfi ■SIMAR3S%-jJU Laugardagur 30- ágiist 1947. Höíuðdagur liðinn - en líli! von 2 -á Öil von byggist nú á Egýdíysmessu. ■-------♦----■— SÓLIN BBÖSTI TIL REYKVÍKINGA öðru hverju í gærdag, og þeir brostu á móti — og sögðu hver við annan: „Sjáiði til! -— Höfuðdagurinn! Vissi ég ekki!“ — Það var lengi búið að vera umræðuefni tíagsins, hvort veð- urfarið mundi ekki breytast á höfuðdag, eihs og gamla fólkið hé-lt fram; cg nú virtist aljt benda til þess, að svo mundi verða. En veðurfæðingarnir voru ekki eins bjart- sýnir. Þeir sögðu að það væri enga breyíingu að sjá; nýjar lægðir væru fyrir vestan land og suður af Grænlandi, og það væri alveg eins trúlegt, að þær mundu leggja leið sina hingað og hrjá okkur enn um hríð. » r f1 I «v» 30 þúsund manns á .Sjómi á í fyrrasumar. MEIRI AÐSÓKN var að Sjómannaheimilinu á Sigiu- firði í fyrra sumar en nokkru sinni áður, segir í Árbók þess fyrir árið 1946. Samkvæmt dagbók heimil isins var gestafjöldinn 29 526 manns yfir sumartímann, en flestir gestir á einum degi voru 875- Eins og að undanförnu, var mestur hluti gestanna sjómenn af síldveiðiskipun- um frá flestum verstöðvum Landsins. Einnig sótti fjöldi norskra og sænskra sjó- anna heimilið, svo og verka- fólk, konur og karlar, sem vann við síldarvinnu á plön- unum, ■* Höfuðdagur við dag þann Svíar veita íslending ríflegan námssfyrk. SÆNSKA ríkisstjórnin hefur boðizt til þess að veita íslenzkum námsmanni styrk, sænskar kr. 2350, til náms veturinn 1947—48 við eina eða fleþri af eftirtöldum menntastofnunum: Uppsala- háskóla, Lundarháskóla, Ka- rolinska mediko-kirurgiska institutet í Stokkhólmi, Stokkhólmsháskóla og Gauta borgarháskóla, en af þessari upphæð verða 450 s. kr. greiddar í ferðakostnað. Æski legt er, að styrkþegi hafi stundað háskólanám á ís- landi að minnsta kosti í 2 ár- Nemandi, sem ætlar að leggja stund á sænsku eða sögu Svíþjóðar, sænskar bók menntir, sænsk lög eða þjóð- menningu, verður látinn ganga fyrir. er kenndur er Jóhannes skírari var hálshöggvinn sam kvæmt skipun Heródesar Antipas í Makkaerus. Trúin um að veðráttu muni bregða á höfuðdag er gömul og sterk hér á landi. Ef gott veður er þann dag, á sam- kvæmt trúnni að haldast við það sama 20 daga og á að minna á það í 40 daga eftir Egidiumessu. Fari svo, að höfuðdagur- inn bregðist, þá eru fleiri dag ar um þetta leyti, sem trúað hefur verið á til veðurs. Bart holomeusmessa var 24. ágúst en haustið á að verða eins og veður er þann dag, sam- kvæmt gamalli trú. Ókomin er Egidíumessa, 1. septem- ber, en á henni höfðu marg- ir jafnvel sterkari trú en höf- degi- Ef veður er þá fagurt, verður svo allur mánuður- inn, og sé þá þurrt veður, verður gott haust. Fleira af þessu tagi geta menn athugað, ef höfuðdag- urinn skyldi bregðast. Ef þrisvar snjóar í fjöll fyrir lok ágústmánaðar, verður góður vetur. Ef berjaspretta er mikil, er það fyrir vond- um vetri. ÖNNUR SAGA Á MEGIN- LANDINU Þurrkarnir og góðviðrið haldast enn á Bretlandseyj- um og Norðurlöndum, og er nú svo komið, að í Danmörku þrá menn bókstaflega illviðri og dreymir um storm og regn, að því er Walter Hjul- er, fréttaritari blaðsins í Höfn skrifar. Þar eru þurrk- arnir orðnir svo alvarlegir, að uppskera hefur stór skemmzt. Bændur hafa þeg- ar orðið að slátra búpeningi sínum vegna yfirvofandi fóð ursskorts í vetur, svo að kjöt sköímmitun hefur reynzt ó- þörf vegna þess, að svo mik- ið kjöt barst á markaðinn að ekki var hægt að selja það allt- En Kaupmannahöfn og Reykjavík hafa eitt sam- eiginlegt — veðurfræðing- arnir fást ekki til að lofa neinni alvarlegri veðurbreyt ingu. Frakkar eiga nú í svipuðum dollaraerfíöieikum og aðrar Evrópuþjóðir, nema hvað á- standið hjá þeim er verra en annars scaðar. Hér sést for- sætisráðherra þeirra, jafnað- armaðurinn Ramadier. Ný yfirbyggS sund- laug vígS í Búoar- dalskauptúni. Á MIÐVIKUDAGINN var vígð sundlaug í Búðardals- kauptúni. Er sundlaug þessi 12,5 metrar á lengd og 6 metna breið. Sundlaugin er yfirbyggð. Framkvæmdir við bygg- Lngu sundlaugarinnar hófust árið 1944, og er kostnaður við þetta íþróttamannvirki rúmar 330 þúsundir króna. Þar af söfnuðust rúmar 204 þúsundir króna með frjáls- um framlögum, en hitt var lagt fram úr ■ íþróttasjóði. Brezk rannsóknaflug- vél koni hingaS í gær. FJÖGURRA HREYFLA York flugvél frá brezka flug- hernum lenti á Reykjavíkur flugvellinum á niunda tím- anum í gærkveldi. Er hún hingað komin . til þess að gera athuganir um fyrirhug- aðar Loran miðunarstöðvar, sem alþjóða flugsambandið h.yggst að koma upp hér á landi. Flugvélin er með 10 manna áhöfn og verður hér j fram á sunnudag. Hún var búin að vera í Keflavík, áð- ur en hún kom til Reykja- víkur. VARNARRÁÐ indversku samveldislandanna hefur komið sér saman um víðtæk- ar ráðstafanir gagn óeirðun- um í landinu. Verður tekið hart á óaldarflokkum, óróa- seggir skotnir, ef þeir verða staðnir að illverkum og flug- vélar notaðar til að friða verstu héruðin. Viðskipíanefnd mótmælir skri um Vísis um leyfisveitinga Fyrrveraodi viðskiptaráðsinenn ákveða að höfða oiefðyrðamál gegn ritstjóra Vísis. ÚT AF ÓVENJULEGA RÆTINNI FORUSTUGREIN í Vísi í fýrradag, þar sem þeim aðilum, er fóru með veit- ingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa, eru borin á brýn ýmis embættisafbrot, meðal annars að hafa gefið út leyfi án þess að þau væru skrásett og jafnvel dylgjað um mútur í því sambandi, hefur viðskiptanefnd gefið út yfirlýsingu, þar sem þessu er harðlega mótmælt. Enn fremur hafa fyrrverandi viðskiptaráðsmenn gert ráðstafanir til þess að höfða meiðyrðamál gegn ritstjóra Vísis og jafnframt á- kveðið að fara þess á leit við ríkisstjórnina, að hún láti fara fram rannsókn á þessu máli. Yfirlýsing viðskiptanefnd- ar er sem hér segir: ,,í forustugrein í Vísi í gær er rætt um orðróm, sem gangi í bænum unl að leyfis- veitingar þeirra stofnána er með þær fóru áður en við- skiptanefndin tók til starfa, hafi ekki verið með felldu og er dylgjað um embættisbrot í því sambándi. Út af þessu vill nefndin lýsa yfir eftirfarandi: 1. Skömmu eftir að nefnd- ín tók til starfa ákvað hún að kalla inn til skrásetningar og framlengingar öll gjald- eyrisleyfi, sem út voru gefin fyrir 1. ágúst 1947, þ. e. a- s. öll leyfi, sem viðskiptaráð og nýbyggingarráð höfðu gefið út. Var þetta gert til þess að komast að raun um, hve mikið væri ónotað af leyfum þessum, en það var ekki unnt að sjá á annan hátt, þar eð innflutningsskýrslur Hagstof unnar bera það ekki með sér, en slíkt uppgjör hins vegar nauðsynlegt í sambandi við yfirlit yfir gjaldeyrisástand- ið. 2. Öll þessi leyfi hafa nú verið lögð inn til skrifstofu nefndarinnar og athuguð þar og við þá athugun hefur ekkert það komið fram sem gefi minnsta tilefni til þess að ætla að orðrómur sá, sem um ræðir í nefndri grein, hafi við rök að styðjast“. Útför Páls Steingríms- sonar fór fram í gær. ÚTFÖR Páls Steingríms- sonar, fyrrum ritstjóra, fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í gær. Séra Árni Sigurðsson jarð söng, en fríkirkjukórinn söng undir stjórn Kristins Daníelssonar. Ennfremur söng Einar Kristjánsson óperusöngvari einsöng í kirkjunni. Þórarinn Guð- mundsson lék einleik á fiðlu.' 20 KR-ingar keppa í Vesfmannaeyjum í GÆR flugu 20 KR-ingar til Vestmannaeyja og verða gestir Vestmannaeyinga í dag og á morgun. Ákveðið er, að þarna verði háð tveggja daga iþróttamót, þar sem KR-ingar, Vestmannaey- ingar og ýmsir aðrir munu tafea þátt í, þar á meðal Kol- beinn Kristinsson og Sig- fús Sigurðsson frá Selfossi, Stefán Sörensson, Þingeying- ur, og Ármenningarnir Bjarni Linnet, Hörður Haf- iiðas^n og Stefán Gunnars- son. í dag verður keppt í 200, og 1500 m hlaupi, 4x100 m boðhlaupi, langstökki,- há- stökki, kúluvarpi og kringlu- kasti, en á morgun í 100, 400 og 5000 m hlaupum, þrí- stökki, stangarstökki, sleggju kasti og spjótkasti. Þátttakendur KR í ferðinni eru: Ásmundur Bjarnason, Brynjólfur Ingólfsson, Einar H. Einarsson, Gunnar Sig- urðsson, Hermann Magnús- son, Ingi Þorsteinsson, Jó- hann Bernhard, Magnús Jónsson, Páll Halldórsson, Pétur Sigurðsson, Páll Jóns- son, Trausti Eyjólfsson, Þórður Sigurðsson og Þor- varður Arinbjarnarson. i Þetta íþróttamót í Vest- mannaeyjum er víst það stærsta, sem þar hefur nokk- urn tíma verið haldið, og fjöldi góðra keppenda í hverri grein, því Vestmanna eyingar etja þarna fram sín- um beztu görpum. Meðal þeirra eru Sigurður Finns- son, Ingólfur Arnarson, Adolf Óskarsson, Gunnar Stefánsson og Hallgrímur Þórðarson. j Reykvíkingarnir eru vænt- anlegir heim aftur annað kvöld. Gamlir samstarfsmenn og vinir hins látna báru kistuna í og úr kirkju, en félagar úr Blaðamannafélagi íslands báru kistuna í kirkjugarði síðasta spölinn að gröfinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.