Alþýðublaðið - 13.09.1947, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 13.09.1947, Qupperneq 4
4 ALIÞÝBUBLABgÐ Laugardagur 13. sept. 1947. Útgefandi: Alþýðuflobkuriim. Kitstjóri: Stefáu Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Hclgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Augiýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Er okkur vandara um en þeim! -...o---- GJALDEYRISSKORTUR OG DÝRTÍÐ eru vandamál, sem flestar þjóðir Evrópu eiga við að stríða um þessar mundir- Erfiðleikar okkar eru því ekkert sérstakir. Við brigðin eru aðeins meiri hér vegna þess, að við höfum síð an á ófriðarárunum búið við betri kjör og lifað áhyggju- lausara lífi en nokkur önnur Evrópuþjóð. Það er ekki nema eðlilegt, að velgengnisárin hafi gert okkur bjartsýna; og þrátt fyr ir augnablíkserfiðleika er heldur engin ástæða fyrir okkur til þess að verða svart- sýnir. Þó að við höfum víst lifað um efni fram, hefur miklum meirihluta af stríðs- gróðanum verið varið til gagn legra framkvæmda og inn kaupa á nýjuim framleiðslu- tækjum, sem í framtíðinni m,unu verða undirstaða blóm legs atvinnuhfs og góðrar af- komu fyrir alla þjóðina, e f við kunnum með að fara. ❖ En það er þetta e f, sem nú reynir á. Við höfum í and- varaleysi velgengisvímunn- ar á undanförnum árum lát- ið verðbólguna og dýrtíðina vaxa okkur svo yfir höfuð, að nú liggur við stöðvun á at- vinnulífi þjóðarinnar, vegna þess, að framleiðsLukostnaður inn er orðinn svo hár og og útflutnir.gsafurðirnar svo dýrar, að þaer eru að verða ó- seljanlegar erlendis. Takizt okkur ekki að draga úr dýr- tíðinni er því vá fyrir dyrum, og hin nýju glæsilegu fram- leiðslugögn koma okkur þá að engu haldi. Þetta er það, sem öll þjóð- in þarf nú að gera sér vel Ijóst- Hún kemst ekki leng- ur hjá því, ef hún vill ekki kalla yfir sig atvinnuleysi og neyð, að færa í bili nokkrar fórnir til þess að lækka hinn háa framleiðslukostnað og gera okkur aftur samkeppn- ishæfa við aðrar þjóðir á heimsmarkaðinum. * Því verður ekki trúað af neinusm hugsandi manni fyrr en í fulla hnefana, að við reynumst ekki menn til þess að taka á okkur þessar tak- mörkuðu fórnir nú, svo að af koma þjóðarinnar verði tryggð í framtíðinni. Lítum til Breta, sem við miklu alvarlegrd erfiðleika eiga nú að stríða en við. Ekki teljia þeir eftir sér, að færa þær fómir, sem þeir vita að eru nauðsynlegar til þess að vinna bug á gjaldeyrisskort- í vikulokin. — Þurrkur og hirðing heyja. — Mjólkin hraðfrysting hennar. — Skömmtim. — Gjaldeyrir og ÞESSI VIKA, að minnsta kosti mesti hluti hennar hefur verið með nokkuð öðrum biæ en flestar aðrar vikur þessa sumars, þurkurinn og sólskinið olli þessu. Morgnarnir hafa að vísu verið kaldir og snjóað hef- ur á hæstu tinda fjallanna svo að þeir birtast okkur gráir í morgunsárinu, en það er sama, fólkinu hefur einhvern veginn fundist, að það væri sumar. Þetta hefur líka sést í næsta nágrenni borgarinnar. Fólk hef ur verið í heyskap í vogunum, og ef maður hefur ekið um Bú- staðaveg, og alla þá vegi, þá 'hefur maður séð fólk önnum kafið við að hirða hey. ÞAÐ ER GOTT, ef eitthvað fæst inn. Það bætir svolítið úr vandræðunum, sem stafa af vot viðrinu. Einhver var að tala um að mjólk# yrði svo lítil hér í vetur að nauðsynlegt væri að fara nú þegar að hugsa um það, hvort ekki væri hægt að hrað- frysta mjólk fyrir norðan og flytja hana hingað til borgarinn ar þannig. Ekki hef ég vit á því, hvort þetta er hægt, en ef það væri hægt þá er sjálfsagt að athuga möguleika fyrir því. Ekki mun af veita. ANNARS VAR ÉG um dag- inn að skora á ráðamenn mjólk ursalanna að fara nú þegar að undirbúa skömmtun á mjólk. Ekki dugir að grípa til hennar þegar allt er komið í eindaga og láta allt lenda' í fáti og fálmi eins og í fyrra vetur þegar verst var ástandið í mjólkurmálun- um. En ef til vill er allt í lagi, mjólkin verður kanske nóg. En hæít er við að hér og víðar heyr ist hljóð úr horni, ef ekki verða gerðar allar mögulegar ráðstaf- anir til úrbóta og það með næg- um fyrirvara. NÁMSFLOKKAR REYKJA- VÍKUR eru sífelt að auka starf- semi sína. Námsflokkarnir eru ágætt fyrirtæki. Þeir opna mögu leika fyrir námi hjá fólki, sem ætti að líkindum einskis úrkosta til að mennta sig, ef ekki væru starfandi námsflokkar. Þeir eru líka sniðnir við hæfi fólksins, nám erlendis. sem vinnur full störf, en vill nota kvöldstundirnar til að mennta sig. Þannig fer alþýða erlendis að, og hefur það sýnt sig að þar hafa fjölda margir menn feng- ið beztu undirstöðumenntun sína — og orðið kunnir forustu- menn einmitt fyrir þá þekkingu, sem þeir hafa aflað sér með þessum hætti. EN í ÞESSU EFNI veltur ekki allt á skipulaginu eða námsfélaginu heldur veltur mest á einstaklingnum. Ef hann vill leggja á sig, ef hann stund- ar námið af árvekni og dugn- aði, þá kemst hann langt, þá efl ist hann að menntun og verð- ur hæfari til að brjótast áfram en annars væri. Við skulum æ- tíð hafa það í huga. Það veltur allt af mest á okkur. Sjálfum.— en ekki á öðrum. VIÐSKIPTANEFNDIN hefur nú gefið út tilkynningu, sem hlýtur að hafa mikil áhrif á nám ungra íslendinga erlendis. Nauð syn brýtur lög í þessu efni sem öðru. Og það er alveg rétt af nefndinni að láta fólk ekki lifa í neinni falskri von í þessum málum. Ástand meðal íslenzkra námsmanna erlendis hefur lengi undanfarið verið mjög bágbor- ið og verra getur það ekki orð- ið. Það er nauðsynlegt að náms fólkið geri sér fulla grein fyr- ir ástandinu eins og það er nú. Allir verða að senda beiðnir sínar um gjaldeyrisleyfi fyrir næstu mánaðamót, og eng inn fær að fara erlendis til náms ef hann þarf á gjaldeyri að ! halda. Það er því fyrirsjáanleg stöðvun á námi íslendinga í öðr- um löndum. Hannes á horninu. „Pip" kominn fram' VÉLBÁTURINN „Pip” frá Vestmannaeyjum, sem aug- lýst var eftir í fyrrakvöld, komst heilu og höldnu til Eyja þá um kvöldið. Hafði hann aðeins tafizt vegna óveðursins. inum og auka útflutninginn. | Þrátt fyrir ótrúlegar fórnir í stríðiniu við nazismann, og þrátt fyrir langvarandi skort, sem þeir hafa orðið að þola, þrengja þeir enn mittisólina tiil þess að sigrast á erfiðleik- unum og tryggja framtíðar- hag þjóðar sinnar. Eða lítum á Norðmenn. Vel myndu þeir þola nokkrar kjarabætur eftir neyð og skort ófriðaráranna; og þó eru þeir nú að festa kaup- gjald og afurðaverð með lög um til þess að bægja hætt- unni á dýrtíð frá dyxum sín- um. | Þannig skilja Bretar og Norðmenn vél, svo aðeins tvö nálæg dæmi séu tekin, hvað til þeirra velferðar í framtíðinni heyrir; og þeir telja ekki eftir sér, að færa þær fórnir, sem óhjákæmi- legar eru til þess að tryggja þjóðarhag. Hvort skyldi okk ur, sem við allt önnur og miklu betri kjör eigum að búa, vera vandara um en þeim, að draga ofurlítið úr eyðslunni og þrengja lítið eitt mittisólina í bili til þess að koma þjóðarbúskap okkar á réttan kjöl og tryggja fram- tíðarvelgengni ? Eldri-dansarnir í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld 'hefjast kl. 10. Aðgöngumiðar frá kl. 5 í dag. Sími 2826. HARMONÍKUHLJÓMSVEIT leikur. S. A. R. Dansleikur í Iðnó í kvöld klukkan 10 e. h. 6 manna hljómsveit. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl- 5 í dag. Sími 3191. Ölvuðum mönnum bahnaður aðgangur. Sentember- sýninqin 1947 opin frá kl. 11 — 11 1 kvöld kl. 8.30 verður leikin Júpítersymfónía eftir Mozart. Aðeins tveir sýningardagar eftir. geta fengið vinnu nú þegar í til útvegsmanna Landssamband íslenzkra útvegsmanna óskar eftir þvi, að eiigendur vélbáta yfir 60 rúmlestir sjái sér fært að mæta á fundi í fundarsal Landssambandsins í Hafn- arhvoli við Tryggvagötu kl. 4 síðdegis næstkomandi mánudag hinn 15. september tii 'að ræða um mö-guleika á útgerð bátanna í haust. Er þess vænzt :að þeir, sem sjá sér fært að mæta á fundinum, geri skrifstofu Lanidssambandsins aðvart sem fyrst. Reykjavik, 12. september 1947. Lambsamband íslenzkra útvegsmanna JAKOB HAFSTEIN.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.