Alþýðublaðið - 13.09.1947, Side 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIP
Laugardagur 13. sept. 1947.
AÐ HUGSA SÉE —
að kýr skuli vera látnar
ganga lausar á götum bæjarins.
Og það bara venjulegar sveita-
kýr með grönum og klaufum,
að maður nú ekki nefni halann.
Og svo er lykt af þeim, — ekki
þessi fína, heldur bara — fuss,
svei og svo frv. Og við, sem
teljum okkur lúxusíbúa luxus-
borgar með flugsamgöngum við
höfuðborgir allra helztu menn-
ingarríkja. Ef, — einhverra ó-
skiljanlegra orsaka vegna, —
kýr verða endilega að flækjast
á götum bæjarins, er það krafa
mín, að til þess verði valdar
skemmtilegar og listrænar kýr.
Helzt abstrakt kýr, með bæði
augun einhversstaðar annars
staðar en í hausnum, halalaus-
ar, með innbyggðri mjaltavél,
radigrammofón ög plötuskipt-
ara, sem leiki symfonyur og
Frank Sinatra, í stað þessa ó-
geðslega öskurs, sem svei.takýrn
ar virðast eitt kunna.
ELDRI KONA, ÓGIFT,
hefur skrifað mér og kveðst
vera mjög hneyksluð, vegna
þeirra skemmtiatriða, sem
Reykjavíkurbabarettinn bjóði
bæjarbúum. Ég spyr: Hver bað
hana að fara þangað? Hvers
vegna sækir hún ekki heldur
samkomur Hjálpræðishersins.
Og svo er það útvarpið. Ég er
henni sammála um, að það eigi
langt í land með að verða svo
hátíðlegt, sem jafn virðulegri
stofnun og alvarlega þenkjandi
hlustendum, er samboðið. Ekki
hvað sízt á þessum öngbveitis-
tímum. Ég tel til dæmis, að út
varpssögurnar séu teknar að
gerast allt of glannalegar. Legg
ég eindregið til, að í þeirra stað
verði hafinn lestur á heimspeki-
ritum Schopenhauers. Og fjár-
ans ekki sen danslögini Þau eiga
skilyrðislaust að • hverfa, en fín
oratorí, klassiskar symfoníur í
einhverjum dúr og háfleyg
orkesterverk að koma í þeirra
Istað! Og gamanleikþættirnir!
Burt með þá og komið með
grisku harmleikina eins og þeir
leggja sig! í staðinn fyrir rabb-
ið um daginn og veginn og
„Heryt og séð“ mætti flytja
merkar jarðarfarathafnir og hús
kveðjur, teknar upp á stálþráð,
eða fyrri hlutann af móttöku
tiginni, erlendra gesta. Á milli
þessara atriða mætti svo hafa
hávísindalega fyrirlestrá um
keðjuverkanir, kjarnorkumole-
kylanna og afstæðiskenningu
Einsteins. 3Þá gæti allt menntað
og alvarlega hugsandi fólk, ver-
ið þekkt fyrir að hlýða á dag-
skrá útvarpsins og ræða hana
í samkvæmum og kaffiboðum,
en eftirlátið ungri og gerspilltri
kynslóð skrípalæti erlendra
trúða, sem teygja sig og bretta
eins og þeir væru úr tuggu-
gummíi og herma eftir nætur-
gölum, þannig, að jafnvel ókyn
borin hænsnin roðnað af blygðun
vegna fuglastéttarinnar.
Leifur
Leirs:
RHAPSODIA FUNKTIONALE
Bom-bom-birrirr!
Hviss — ------
Trans-Jordania.
Hraðfrystir selshreifar,
skakkt númer!
Afsakið!
Mee-e-e,
segir lambið.---------
Trans-Jordania.
Sofðu, sofðu--------
Birririrrirr!
Trans-Jordania.
Hver var að tala
um Trans-Jo^daniu?
Ekki ég . . .
Reyndu að breiða
sængina upp fyrir haus
og hrjóta!
Annars er alltaf verið
að tala um Trans-Jordaniu.
Jordaniutrans
í dansi.
Birr-irr-irr.
Skakkti númer.
Afsakið — — •—
Sofðu.
Hraðfrystir selshreifar. . . .
FYRIRSPURN TIL FORSETA
Í.S.Í.
Hefur Súla hlotið nokkur við
urkenningarmerki; bikara eða
verðlaunapeninga, fyrir sanda
hlaup sín? Hvað er metið í sanda
hlaupi nú, og hver á það? Get-
ur ekki komið til greina að
Súla verði send til þátttöku í
hlaupum á erlendum söndum,
t. d. Sahara, ef gjaldeyrir fæst,
og yrði hún ekki þjóð vorri til
sóma á þeim vettvangi, jafnvel
þótt hún kæmist ekki í úrslit?
John Ferguson:
MAÐURINN í MYRKRINU
•klæddan mann um sex
fet að hæð og þrekinn, en
lítið eitt haltan, vantar.
Kunnugt er, að hann hefur
verið staddur í Ealing
mánudaginn 15. janúar. Ef
einhver getur gefið upp-
lýsingar um hann, er hann
beðinn að láta Nýja Scot-
land Yard vita, eða næstu
lögreglustöð.“
„McNab myndi ekki falla
þetta vel í geð; þetta er gagn
stætt hugmynd hans,“ sagði
ég-
Matheson lagði við hlust-
irnar.
Hann hefur þá einhverja
skoðun á þessu. Hver er hún?
„Hann hefur ekki sagt frá
henni enn þá.“
„En hann heldur,, að Snar-
grove hafi ekki rétt fyrir
sér?“
„Hann heldur, að hann fari
mjög villur vega.“
Matheson hugsaði sig
fremur lengi um. Ég vissi al-
veg, hvað fram fór í huga
hans. Hann var að hugsa um
þann möguleika, að blaðið
tæki upp aðra leið en farin
var af lögreglunni i máli
Ponsonby Pagets. Með öðr-
um orðum: hann var að
hugsa um, að jafnvel þó að
nauðsynlegt reyndist að
ganga aðra leið en lögreglan,
þá þyrfti það ekki að vera
gagnslaust.
„Segið honum,“ sagði Mat-
heson, „að blaðið muni styðja
hann á hverri skynsamlegri
leið, sem hann velur.“
„Gegn lögreglunni?“
spurði ég.
„Gegn hverjum sem er,“
sagði hann.
Ég hitti McNab . í komp-
unni einni, sem snéri út að
ánni.
„Matheson segist styðja
hverja árás, sem þér gerið á
aðferðir lögreglunnar,“ til-
kynnti ég.
„Sagði hann það? Jæja; ég
ætla mér ekki að byrja á i
neinu slíku. Lögreglan gerir
sitt bezta, og það er miklu
oftar ágætt:“ — Hann gekk
fram og aftur um stund. —
„Það væri dáfallegt, ef ég
ætti að fara að ráðast á lög-
regluna!“ —Þegar hann
hætti, leit hann hæðnislega
á mig. „Heyrðu; þú spurði
mig einu sinni, hvers vegna
ég hefði tekið að mér svona
vinnu. Rétta svarið er, að
þetta er í blóðinu. Faðir
minn var lögregluþjónn.“
,,Ó; það vissi ég ekki.“
Hann kinkaði kolli.
,,Já; þó að hann endaði
sem sveitarforingi, þá var
hann einu sinni auðmjúkur
þorps lögregluþjónn, sem
vann talsvert ,afrek í máli
nokkurra íra áður en ég
fæddist.“ -— McNab leit nið-
ur hugsandi. „Og þó — þessi
Snargrove er ekki sjálf lög-
reglan. Við megum ekki gera
okkur seka um þá vitleysu
að álykta um það almenna
eftir því einstaka.“
Ég greip tækifærið til þess
að taka upp miðann frá lög-
reglunni.
„Matheson langar til þess
að vita, hvort þú vilt skrifa
honum eitthvað um þetta?“
sagði ég.
Hann las það yfir og gerði
lauslegan samanburð.
„Ungur, dökkhærður, vel
klæddur maður — já, allt
þetta vegna þess, að hárið
á honum var vel burstað.
Þeir settu það undir smásjá.
Á hvaða aldri hætta menn
að nota hárbursta? — Um
sex fet á hæð. — Það er á-
ætlun vegna lengdarinnar á
stafnum. —: Gengur haltur.
— Það er stafurinn aftur,
hugsa ég.“ — Hann horfði á
mig með sýnilegum viðbjóði.
— „Þetta er allt fullt af vit-
leysum, maður.“
Síðan ýtti hann blaðinu til
mín aftur.
„Nei; segðu Matheson, að
i ég hafi ekkert að segja.“ —
Að svo mæltu ýtti hann mér
og lögreglumiðanum út fyrir.
Samt, þegar réttarrann-
sóknin hófst aftur, þá fór ég
eftir kröfu Mathesons til Mc-
Nab og bað hann að fylgja
mér í réttinn. En hann tók
þvi alls kostar fjarri.
„Ég þvæ hendur mínar al-
gerlega gagnvart þessu
máli,“ lýsti hann stuttlega
yfir.
,,Já; auðvitað er það frem-
ur erfitt mál,“ viðurkenndi
ég-
Hann tók þessari setningu
með því að fnæsa.
,,Matheson,“ sagði ég, „er
mjög áhugasamur um þetta.
Hann mun ekki horfa í kostn
aðinn, ef þú getur gert dá-
lítið úr þessu, svo að Record
hafi hag af því. En hann
ekki láta eyrisvirði, segir
hann, ef allt, sem þú getur,
er að samþykkja það, sem
Snargrove segir.“
Hann snéri sér skjótt að
mér.
„Er þet'ta mögulegt?“
„Það er ekki það, sem ég
heyrði þig segja við hann í
Ealing. En fyrst þú neitar
alveg að halda áfram með
þetta, þá verð ég að álíta, að
þú hafir skipt um skoðun.“
„Sjáðu til, Chance,“ sagði
hann; ,,ég ætla að minnsta
kosti að fara þangað með
þér til að heyra vitnisburð-
inn sem borinn verður fyrir
réttinum. Það er ekki ólik-
legt, að Snargrove hafi skipt
um skoðun.“
Þetta var það, sem ég vildi.
Við komum í réttinn frem-
ur snemma; og til þess að
eyða tímanum, fórum við
inn í lítið framherbergi, þar
sem hinir ýmsu munir, sem
snertu málið, lágu á borði.
Meðan við vorum þarna, kom
Snargrove til þess sað setja
lögregluþjón til að gæta að
mununum. Hann lét sem
hann sæi ekki McNab.
Hinn litli rét'tarsalur var
MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
CYNTHIA og uppreisnarmenn-
irnir hafa hrundið bátum á flot.
LÆKNIRINN: Auðvitað hafa þeir
tekið Cynthiu með sér. í dag
tigna þeir hana sem drottningu.
En á morgun------—-
CHET: Þetta er Örn. Ef hann —?
LÆKNIRINN: Meðvitundarlaus
að minnsta kosti. -----
CYNTHIA: Róið! Róáð!