Alþýðublaðið - 25.09.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.09.1947, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ TMl iq&a .?,<• Fimmtudagfur 25. sept. "1947 Jón Gangan. í FLUGVÉL YFIR HAFINU 22. SEPT. 47. Kæri vinur. Hér sit ég í flugvél, sem svif ur með mig skýjum ofar til framandi landa. Þvílíkt og ann að eins. Nú tekur það mig rösk- an fjórða hluta úr sólarhring að tfara þá leið, sem maður var ef til vill fjóra sólarhringa að endaveltast ælandi á hríptekum fúakláfum undir danskri stjórn fyrir ekki íkjamörgum árum! Hvílíkur mundur. Ég segi fyrir mig, að nú fyrst, þegar ég svíf hérna ofar skýjum, finn ég að vér íslendingar eruð orðin tfrjáls og fullvalda þjóð, sem ekki lætur sér nægja víðfeðmt landnám til lands og sjávar, heldur leggur og undir sig há- loftin! Við fáum sjúss hérna í vélinni. Að hugsa sér maður, að Við íslendingar, sem einu sinni hérna á árunum, dukkum ílla seyddan fjósalanda í laumi úti undir vegg, skulum nú drekka sjússa hér uppi í háloft- unum á hröðu flugi milli landa. Þetta er þriðji sjússinn og nú drekk ég þína skál, vinur! Flug freyjar er yndisleg stúlka og brosir svo mér hlýnar um fæt- urnar — hvaða vitleysa, — ræt urnar auðvitað, — hjartaræturn ar! Og ég svíf og svíf. Vélin þýtur áfram ofar sólgullum skýj um, fyrir neðan okkur eru djúp dimmblá höf og fyrir ofan okk- ur er ekki neitt. Ekki neitt, skilurðu vinur, nema sólin og stjörnunnar, nóttlaus voraldar veröld, eter og ljósvakans leiðir. Einn sjúss enn! Það er unaðs- legt að fá sér sjúss ofar sólroðn- um skýjum. Áð hugsa sér, að við, sem eitt sinn vorum í botn lausu skuldakreppudíki, skulum vera orðnir svona miklir karl- ar •— flúgandi kallar, sprelli- kallar, — ég er orðin hludi úr vélinni. Það er ég sem flýg — ég er hin mikla flúgandi heiid samset úr mökum pörtum. Flugkvenkynan er indæl, ég ætl altaf vera flúgandi hollend íngur með henni, ofar sólguln- um skýjaglópum elsku vinur, ég lánaði sko, sko ég stal engu und an þessi eignakönnu nýju skatta framt gott á fluglinn fleygi fleyinga flyga afi minn fár hon Ruð eithva — elskani Jón j gagan bráðum miljóner & 60 seniherra íl. & danskur Eróba í heimnum b. þ. æ ghols &. Nú KVAÐ vera farið að mæla fyrir á- fengisgeymastæðum þeim, sem vér minntumst á um daginn. mun enn ákveðið stæði fyrir þá alla, eða hversu margir þeir verða, en heyrst hefur, að kom- ið hafi til mála, að reisa einn þeirra einhvers staðar í Hafnar stræti. FYRIRSPURN til höfundar Landsbankaskyrsl- unnar. Hvernig víkur því við, að sumt af sláturfé því, sem greint er frá í skýrslu yðar hefur ver- ið í tveim gærum? Hvar á land- inu rækta menn slíkt kosta fé og með hvaða kynblöndun er það áfbrigði fengið? Vér höfum að vísu heyrt talað um úlfa, sem voru í sauðargæru, auk sinnar eigin, og sýnir það, að sauðkind in er ekki svo heimsk, sem af er látið, ef hún hefur get.io lært ,,frick“ þetta af úllfunum og ,,praktiserað“ það. Starfsstúlkur óskast á Elliheimili Hafnarfjarðar 1. októ ber. Upplýsingar hjá forstöðukonunni.' — Sími 9281. John Ferguson: MAÐURINN I MYRKRINU ekki að lárta segja mér hvað ikomið hafði fyrir. Maðurinn, !sem hann hafði komið með til mín, var blindur. Kinlock var gamall vinur minn, þó að ég hefði ekkert af honum heyrt í nokkur ár. Hann kom til mín þetta kvöld til að biðja mig um hjálp. Að hann hefði komið ófús ályktaði ég undir eins af því, að hann skyldi ekki koma til mín fyrr, heldur hafði hann frestað því þang- að til hann var kominn í þetta ástand, sem hann nú var í fyrir augum mínum, sem sagt aðfram kominn af skorti. Hann var hjá mér um það bil fjóra tíma. En hann yfir- gaf hús mitt án þess að taka við neinni hjálp frá mér. Við urðum ósammála um dálítið mál, óskylt þessu. Við höfðum oft orðið ósam- mála áður. í raun og veru mátti segja, að það væri þáttur í vináttu okkar að vera ósammála. En aldrei fyrr hafði það skyggt neitt á vináttu okkar. Þegar hann var farinn settist ég niður hálf ringláð- ur og síðan fullur iðrunar. í langan tíma sat ég utan við mig út af hinum skyndi- legu vináttuslitum. Var hann orðinn viðkvæmari? spurði ég sjálfan mig. Hafði mér láðst að taka nægilegt tillit til hinna geysilegu óhappa, sem hann hafði orðið fyrir? Eða var það ég sjálfur, sem hafði breytzt? Ég fór að í- huga það, hvort hefði verri áhrif á skaphöfn manns vel- gengni eða mótlaati. Þá fór ég að iðrast, þegar ég sá, að ég hafði verið alltof kröfu- harður við mann, sem hafði komið til mín ófús og fullur blygðunar. Mig langar til þess að gera þetta ljóst. Margir menn, sem ég hef kynnzt, meta mann eða líta eingöngu á hann í sambandi við þeirra eigin hagsmuni. En Kinlock var ekki þann- ig. Hann valdi sér aldrei vin eftir því, hvaða gagn hann gæti haft af honum. Og ein- mitt þegar ég var að hugsa um það og skammaðist mín énn meir, að hann hefði sízt haft hagnað af vináttu sinni við mig, þá hringdi síminn í svefnherbergi mínu. Það „Tookvorth Avenue nr. 15. Maður stunginn til bana. Eins fljótt og þér getið, herra.“ ,,Sjúkravagn?“ Þar eð ég vissi af þessu hvaða tæki ég þurfti, lét ég þau niður í tösku og hljóp af stað. Þegar ég kom að húsinu, sem ég þekkti að var hús P. Pagets, mætti ég Green og tveimur lögregluþjónum, er nálguðust eins fljótt og ég sjálfur úr gagnstæðri átt. ,,Það er þó ekki P. Paget?“ sagði ég. Green kinkaði kolli, móð- ur. Við komum inn saman. Inni í löngu herbergi, sem okkur var vísað inn í af stúlku, sem var náföl, hitt- um við lögregluþjón og tvo menn. P. Paget lá á gólfinu rétt hjá skrifborðinu sínu. En *um leið og ég beygði mig niður til að rannsaka sár hans, sá ég, að hann þurfti ekki neinnar hjálpar við framar. - Það var auðséð, hvar sár hans var, af blett- inum á skyrtunni hans, hnífsstungan hlaut að hafa gengið alla leið inn í lungna slagæðina. Það þurfti ekki að segja Green það, að mað- urinn var dauður. Green hvíslaði að mér að líta á mennina tvo, seir. , virtist haía verið haldið þarna af varðmanninum, þegar við komum. Annar var roskinn maður, sem reyndist vera yfirþjóninn; og hinn ungur ljóshærður náungi, virtist fremur ókyrr og æst- ur. En það var nægilegt fyrir mig að líta lauslega á þá til þess að sannfæra mig um, að hvorugur gat hafa veitt þetta sár á hálftímanum, sem lið- inn var, og getað losnað við öll vegsummerki þess. Það var í rauninni aðeins til mála mynda, að ég leit á þá. Þannig leit Green á það lika þvi að hans skörpu augu voru þegar önnum kafin við að athuga ýmislegt annað. Þá kom reiða'rslagið. Green, sem hafði verið að snuðra inn á milli brotinna húsgagnanna, d,ró fram göngustaf undan borðinu, sem var á hvolfi. Þegar hann hafði litið nákvæmlega á hann, kom hann með hann til mín, rétti, hann fram og spurði mig nokkurra spurn- inga viðvíkjandi honum. En um leið o.g ég leit á hann, þekkti ég að þetta var stafur Kinlocks. Það var stafurinn, sem lögregluþjónninn hafði rétt honum á dyraþrepinu hjá mér nokkrum tímum fyrr. Og auðvitað mundi ég þetta enn betur af því, að Kinlock hafði ekki skilið stafinn eft- ir í ganginum, þegar ég leiddi hann inn. Blindur maður og stafurinn hans eru óaðskiljanlegir; og ég hafði séð, að hann lét hann liggja á hnjánum á sér allan tím- ann, sem hann sat hjá mér. Þannig vissi ég, að Kinlock hafði heimsott P. Paget, eftir að ég brást honum. var vel þegin truflun; nætur samtal um allra lítilfjörleg- asta málefni var betra en ! núverandi hugsanir mínar. MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: •s' • ÖRN ELDING ÖRN: Sjáið þér til, foringi. Ég er Örn Elding! 'FORINGINN: Og ég er frá Miss- ouri! ÖRN: Allt í lagi. Við skulum. ná sambandi við aðalstöðvarnar í Alaska og ég skal færa sönnur á mitit mál- FORINGINN: Þú heldur að loft- skeytastöð okkar dragi ekki þang að. Þér heppnast ekki bragðið, karl nninn. — Reynið að ,ná sam bandi þangað, og helst við for- ) ingjann. LOFTSKEYTAM. Sambandið, herra!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.