Alþýðublaðið - 08.10.1947, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
vantar fullorðið fólk og ung-
linga til að bera blaðið í
þessi hverfi:
Njálsgötu
Mela
Barónsstíg.
Talið við afgr. Sími 4900.
Miðvikudagur 8. okt 1947.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
vantar fullorðið fólk og ung-
linga til að bera blaðið í
þessi hverfi:
Túngötu
Kleppsholt
Hringbraut.
Talið við afgr. Sími 4900.
Svona á höfuðborg sameinuðu þjóðanna að vera
Þetta er tei'kning aí hinni •fýrirhuguðu höfuð borg sameinuðu þjóðanná í Néw York. Er
þetta við Ausjjirá, sem -slkilur milli Manhatt.an og Erocklyn, og er líklegt að s.tarfsfólkið
geti farið á bátum til heimkynna sinna.
Hann taiar um írskar fijoðsögur
------------*-----------
í ÞESSARI VIKU ætlar James Hamtioin Delargy, prófess-
or frá háskólanum.í Dublin (The National Universiyt of Ire-
land) að flytja fyrirlestra hér í háskólanum að boði háskóla-
ráðs. Fyrirlestrarnir verða tveir og hefur prófessor Delargy
valið sér til flutnings efnið: „írskar þjóðsögur og sagnamenn“.
Fyrri fyrirlesturinn verður kl. 6.15 á föstudaginn kemur í I.
kennslusíofu liáskólans, hinn síðari á sama tíma á laugardag-
rimm ára barn
veldur íkveikju
með eldspýfum
ELDUR varð laus í kjall-
'ara hússins nr. 8. við Nönnu-
götu klukkan. rúmlega j;vö
í gærdag.
Þegar slökkviliðið kom á
vettvang var m,ikill eldur í
rusli í kjallaranum og loft-
ið fyrir ofan hann var byrj-
að að sviðna. Slökkviliðinu
tókst fljótlega að slökkva
eldinn og urðu skemmdir til-
töluiega litlar.
Rannsóknarlögreglan kom
þarna ei'nnig á staðinn til að
rannsaka upptök eldsins og
reyndus't þau vera sú, að
fimm ára drengur hafði ver-
ið að leika sér með eldspýt-
ur niðri í kjallaranum. .
ÁRNI KRISTJÁN'SSON pf-
anóleikari h-élt píanóhljóm-
leika . í Stokkhólmi í fyrra-
kvöid. Lék hann verk eftir
Beethoven og Chopin.
Margir íslendingar voru við
staddir hljómleikana og var
listamanninum mjög vel tekið.
Skrifsfofustjóri Lands-
símans ráðinn
NÝLEGA hefur Einari
Pálssyni símaverkfræðing
verið veitt skrifstofustjóra
staða Landssímans.
---------<.---------
BERLÍN. — Max Planck,
89 ára gamall Nobelsverð-
launahafi í eðlisfræði, lézt í
gær.
mn.
Prófessor Delargy er við-
urkenndur fræðimaður á
sínu sviði, auk kennslustarfa
sinni við háskólann í Dublin
hefur hann á hendi forstöðu
Þjóðsagna- og þjóðmenja-
stofnunar írlands, sem er
ríkisstofnún. Þjóðmálaskör-
ungur þeirra íra, De Valera,
kom fótum undir hina mjög
merku vísindastofnun og nýt
ur hún nú stuðnings þings og
stjórnar. Tha Irish Folklore
Commission, eða á írsku:
Coimisiún Béalodieasa Eire-
ann, hefur síðan 1935 unnið
mikið starf undir handleiðslu
prófessors Delargy til að
safna írskum þjóðsögum og
menjum um hætti og siðu
fólks í ýmsurn héruðum ír-
lands og nú síðustu árin á
vesturströnd Skotlands og í
Suðurreyjum, þar sem fólk
mælir enn á írska tungu eða:
Gaedhilg (gaellic). í mörg
ár hefur stofnunin haft sam-
starf við vísindamenn og
stofnanir á Norðurlöndum á
sviði þjóðsagna, m. a. hefur
prófessor Delargy setið ýmis
norræn mót þjóðsagnafræð-
inga, en fyrirlestra hefur
hann flutt víða á Norður-
löndum, í Bandaríkjunum og
í Þýzkalandi.
Prófessor Delargy hefur
dvalið hér á landi síðan í á-
gústmánuði, lengst af í Saur
bæ á Hvalfjarðarströnd, og
hefur hann notað tímann til
að koma sér vel niður í ís-
le.nzku og kynna sér ræki-
lega íslenzkar þjóðsögur,
s_em hann metur mjög mikils.
Væntir hann þess, að náið
samstarf milli írskra -og ís-
lenzkra fræðimanna á þjóð-
sagnasviðinu muni ef til vill
geta leitt ýmislegt í ljós um
skyldleika íslendinga og íra
frá fornu fari.
75 nemendur í Gagn-
fræðaskóla Akra-
ness í vetur
GAGNFRÆÐASKÓLINN
á Akranesi var settur á laug-
ardaginn var og verða nem-
endur 75 4 vetur.
Skólinn var settur í kirkj-
un.ni og. hófst athöfnin með
því, að sungi'nn var sálmur,
en því næst mælti bæjar-
stjórinn og formaður fræðslu
ráðs nokkur orð og buðu hinn
nýja skólastjóra, Ragnar Jó-
hannesson, velkominn að
skólanum, en að því loknu
flutiti skólastjórinn set.ning-
arræðuna.
Arni Kristjánsson
heldur píanóhljóm-
leika í Stokkhólmi
Allar síærsíu vélarnar til nýju
mjólkursföðvarinnar ókomnar enn
---------------------------
Voíisr standa þó til að stöðin geti tekið
tii starfa seint á þessom vetri.
ENN VANTAIÍ aillar sferstu -og dýrustu vélarnar til
mjólkurstöðvarinnar nýju, og er ekki enn séð fyrir; hve-
næ,r þær fást afgreiddar. Hins vegar standa vonir t:l að
vélarnar komi í vetur, þannig að stöðin geti tekið til starfa
seinni partinn í vetur.
Þetta sagði Árni Bene-
diktsson, forstjóri mjólkur-
samsölunnar í viðtali við
blaðið í gær. Sagði hann, að
vélakerfi stöðvarinnar væri
þannig, að ekki vær ihægt
að taka stöðina í notkun fyrr
en svo að segja hver hlutur
væri kominn til hennar. Að-
al vélarnar, 'sem vanta, eru
áfyllingarvélar og ‘flösku-
þvottavél, auk annarra
smærri tækja. Vélar þessa-r
eru keyptar frá Danmörku
og hefur fram að þessu stað-
ið á afgreiðslu þeirra.
Ennfremur sagði forstjór-
inn, að ekki væri að vænta
floskumjólkur fyrr en nýja
stöðin tæki til starfa. Hins
vegar hefði það mikla gjald-
eyrseyðslu í för með sér að
kaupa flöskurnar, og kvað
hann að áætla mætt um 100
þúsund krónur á ár í gjald-
eyri til þeirra kaupa, ef
mjólkin væri eingöngu seld
á flöskum.
Um þessar mundir hefur
mjólkursamsalan um 50 út-
sölustaði í bænum, en þeir
þyrftu að vera miklu fleiri,
einkum í nýju hverfunum
og úthverfunum, sagði for-
stjórinn. Nýlega hefur þó
verið opnuð mjólkurbúð í
Sörlaskjóli, og í fyrrahaust
var opnuð mjólkurbúð í Hlíð
arhverfinu, og á næstunni er
ráðgert að opna þar aðra búð
og stendur aðeins á því, að
húsnæðið, þar sem hún á að
vera, verði tilbúið.
Eins og kunnugt er hófst
skömmtun á mjólk 3. þessa
mánaðar, en þrátt fyrir það
má segja að alltaf hafi verið
næg mjólk til þessa, þannig
að alla dagana hefur verið
afgangur í búðunum eftir kl.
2 á daginn og er mjólkin þá
seld án skömmtunarseðla.
Hefur því ekki enn verið á-
stæða til að taka upp auka-
skammt fyrir börn. Hins veg
ar kvað forstjóri mjólkur-
samsölunnar það hafa verið
rætt við skömmtunarskrif-
stofuna, að aukaskammtur
verði veittur fyrir börn- þar
sem sérstaklega stendur á og
mörg börn eru í heimili, og
kvaðst hann búast cvið, að
fjölskyldur, sem þannig væri
ástatt um, gætu fengið miða
út á aukaskammtinn hjá
skömmtunarskrifstofunni, ef
um raunverulegan mjólkur-
skort yrði að ræða.
| Loks sagði forstjóri mjólk
ursamsölunnar, að frá því
um miðjan september, hefði
ekki neinn rjómi eða skyr
verið framleitt í stöðinni hér,
þar eð mjólkurmagnið, sem
hefði borizt, hefði- aðeins
nægt itil daglegrar neyzlu í
bænum. Undanfarið hefur
því allur rjóini og skyr, sem
selt er í mjólkurbúðurn x
Reykjavík, verið flutt hing-
að frá Akureyri og Sauðár-
króki, og kæmi það fyrir, að
þeir flutningar stöðvuðust af
einhverjuim ástæðum, rnyndi
verða alger skortur á rjóma
og skyri í bænum. —
9 togarar seldu
í Bretlandi fyrir
70 þús. pund
í SÍÐASTA MÁNUÐI seldu
9 íslenzkir togarar afla sinn
í Bretlandi fyrir samtals 74
575 sterlingspund.
Togararnir voru þessir.
Ingólfur Arnarson, Belgaum,
Yiðey, Júní, Faxi, Jupiter,
Egill Skallagrímsson, Bjarni
Ólafsson og Tryggvi gamli.
Nýi brezki sendi-
herrann afhendir
skilríki sín
HINN nýi sendiherra Breta,
Charles William Baxter, af-
henti embættisskilríki sín að
Bessastöðum í gær, að við-
stöddum utanríkismálaráð-
herra og nokkrum gestum.
Að athöfijinni lokinni sat
sendiherrann ásamt konu
sinni og dóttur hádegisverð-
arboð forsetahjónanna.
Rússneskt skip tekur
síld á Raufarhöfn
RÚSSNESKT flutninga-
skip kom til Raufarhafnar
síld, sem flytja á til Rúss-
lands.