Alþýðublaðið - 08.10.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.10.1947, Blaðsíða 6
€f14a AJ S y ö Y f4J A tÚ-Cfeíiiílv-íi ALÞÝÐUBLAÐtÐ Miðvikudagur 8. okt 1947. EKKI PRENTVILLA. — Þeir eru marglr, sem hafa haldið það vera prentvillu í A1 þýðublaðinu síðastliðinn sunnu dag, að von væri á fimm nýj- um strætisvögnum frá alþingi. En þetta er ekki prentvilla. Og það er ósanngjarnt að kenna þrentvillupúkagreyinu um það sem hann kemur ekki nærri. Hann er, og það hygg ég að eng an þurfi að meiða, — skemmti- legasti blaðamaður þessa lands, og um leið frumlegasti og oft og tíðum jákvæðasti rithöfund- ur með þjóð vorri. En þetta, sem fyrr um getur, var ekki hans handaverk. Sem sagt, — það er von á nýjum strætisvögnum frá al- þingi. Já, þeir geta raunar orð- ið fimm sinnum fimm, því það er ómögulegt að vita, hvort þingmönnum tekzt að stöðva framleiðsluna, þegar þeir eru komnir á stað með hana. Ég gæti bezt trúáð, að mörgum þeirra þætti einstaklega gaman að framleiða strætisvagna! Strætisvagnar þessir verða með nokkuð öðru sniði en þeir, sem fram að þessu hafa bilað hér á götunum. Enda er varla við öðru en nýjungum að bú- azt frá verksmiðju, sem nú hef ur starfað í 1017 ár sanrfleytt að , ýmiskonar framleiðslu, sem öll hefur miðast við þarfir og óskir neytendanna, — enda aldrei sætt gagnrýni. Einn aðalkosturinn við þessa vagna, er að þeir verða fram- leiddir í tillöguformi. Fyrir bragðið verða þeir eiginlega hvorki fugl né fiskur. Og gæt- uð þið hugsað ykkur að aka með strætisvagni, sem væri annað hvort fugl eða fiskur? Haldið þið að það yrði rúmgott í kúttmaga eða fóarni fyrir alla þá, sem komast þurfa inn í Kl,eppsholt um sexleytið? Og hvernig haldið þið að færi, ef fiskurinn yrði allt í einu var við nýsköpunartogara eða fugl- inn sæi skyndilega furðuljósin yfir háskólanum og fældist? — Nei, það verður rúmgott í þessum nýju strætisvögnum, því þeir verða án veggja þaks, — nema ef fara kynni svo, að einhverjum sérstaklega raun- ræjum þingmanni kæmi til hug ar, að viðkunnanlegra væri að hafa veggi og þak á strætis- vagni. En'til þess kémur von- andi *ekki, ehda rísum við þá allir sem eihn maður gegn þeirri skerðing þersónufrelsins. Þá þarf og ekki að óttast vélbil- un slíkra vagna, því þeir verða vélarvana, þar eð eflaust munu sérfræðingar verða fengnir til að gera teikninguna, og varla fara þeir að taka slíka smámuni með í reikninginn. — Þá er og að geta þess, að ekki mun verða langt að bíða, að þessir nýju vagnar komi. þeir verða nefnilega að ganga í gegnum tíu til tuttugu nefndir, og eins og maður veit, eru nefnd ir til þess stofnaðar að flýta af- greiðslu allra framkvæmda. Og ekki munu þeir fara fram úr á- ætlun, að stofn- eða reksturs- kosnaður, — það gera ríkisfram kvæmdir aldrei. Ékki einu sinni síldarverksmið j ur! Og á eftir áætlun fara þeir ekki, — það gera nefnilega strætisvagnar aldrei. — Ora pro K. J. M. Skömmtun K2 J3 . . . skömmtun á smjöri, sokkaböndum sykri, benzíni . . . br j óstahöldur um (og öðrum slíkum vörum). Skömmtun á öllu nema skrifstofum, reglu- gerðum, tilskipunum og . . . K2 + J3 + M1 = X. John Ferguson: MAÐURINN I MYRKRINU Bjössi BJOSSI SPYR: ^ Ég hélt að fyrsti stafurinn í orðinu ,,Kaffi“ væri ,,K“, en skömmtunaryfirvöldin virðast á annarri skoðun. Getur það ver- ið, að ég 'sé svona hljóðvilltur? mig orðlausan. Það var ekk- ert, sein ég gat sagt, sem kom að nokkrum notum. En þessi athugasemd Sandys bjó mig tmdir það, sem á eftir kom. Og því var sann- arlega ekki vanþörf á. „Hvers vegna settirðu þig í samband við Selwyn og Smith?“ spurði ég. „Þú mundir ekkert éftir því, að þeir höfðu hlutabréfin?“ „Néi,“ sagði hann. „Ég hélt, að lögreglan væri á bak við þessa auglýsingu, og ég vildi gefa mig fram.“ „Gefa þig fram, vegna hvers? Vegna morðsins?11 >,Já.“ Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. Af öllu því lygi- lega og fjarstæðukennda, sem ég hafði heyr,t um dag- ana, var þetta það versta. Gefa sig fram! Já, en þetta, svo heimskulegt sem það var, sýndi mér hvilíkt vald þessi ókunna kona hafði yfir Kin- locjb,. ,Hún haff/: vissulega unnið verk sitt vel, skilið hann eftir í Gart einmitt þeg ar hann var nægilega heill- aður til þess að hann þegði, eða enn þá heldur, ef með þyrfti, fórnaði sér fúslega. Og þegar ég skildi þetta, var ég ekki aðeins gripinn reiði, heldur fann ég einnig til ótta að kona gæti ráðið svo alger- lega yfir manni eins og Kin- loch. „Sjáðu til,“ hélt hann á- fram,“ ef ég gaf mig fram, þá var útgönguleið, leið til að flýja frá lífinu. Ég var orð- inn dálitið þreyttur á lífinu áður, skilurðu. Ég var ekk- ert annað en sníkjudýr, sem fálmaði sig áfram í dimmu.“ Hann horfði á mig, og það kom glampi í augun á hon- um. „En þú hefur breytt þessu öllu, Pétur. Þú hefur gefið mér aftur áhugann á lífinu, og nú get ég séð hve heimskulégt hefði verið að gefa sig svoleiðis fram.“ Þetta vár ágætt, svo langt sem það náði. En það var samt langt frá því allt, sem ég yildi vita. Én ef þú ferð til London, þar sem lögreglan er alltaf á varðbergi, er sama og að gefa sig fram. Þeir munu hremma þig undir eins.“ ,,Ég er ekki hræddur. Og ég-verð að finna hana núna, þegar ég get eitthvað gert,“ sagði hann þrákelknis'lega. „En ertu viss um að hún kæri sig um að láta finna sig?“ Ég hafði hitt naglann á höfuðið þarna, því að ég sá það á honum, að hann hélt að hún væri ekki óðfús til þess. Til þess að fylgja þessu enn betur eftir, hélt ég á- fram: „Var það hennar nafn, sem þú tókst þér þegar þú komst ihingað?" „Ég þekki ekki nafn henn- ar,“ viðurkenndi hann. hún býr, eða hverng hún lít- „Þá heíur það verið til að fela nafn þitt fyrir henni, að þú tókst þér nafnið Keiller.“ „Nei; hún þekkir nafn mitt.“ „Enginn vafi! Og aillt um þig; en þú veizt aðeins það um hana, sem henni þóknað- ist að segja, sem virðist ekk- ert hafa verið.“ Þá datt mér skyndilega nokkuð í hug. „Hvað; þú veizt ekki einu sinnj hvernig hún lítur út; þú hefur aldrei séð hana.“ „Nei,“ sagði hann. „Ef þú settir mynd af henni fyrir framan mig, myndi ég ekki þekkjá hana.“ „Og þú veizt ekki einu sinni hvað hún heitir, eða hvar ur út. Leitin er vonlaus, mað- ur — eins og leit að nál í heysátu.“ Síðan lét ég málið niður falla, því að ég sá, að hann var leiður. Við gengum nið- ur brekkuna og fórum gegn- um furuskóginn næstum án þess að segja orð; jafnvel þegar við vorum komnir út á þjóðveginn niðri í dalnum, þar sem annars hefði verið auðvelt að tala saman. Það er óliklegt, að ég hefði nokkurn tíma aftur vikið að fyrirætlun Kinlochs, ef hann hefðl ekki sjálfur gert það riokkrum kvöldum síðar. Við sátum fyrir framan arininn rrieð pípurnár okkar, eftir kvöldmat. Ég ætlaði áð fara frá Gart morguninn eftir. Hann byrjaði með því að spyrja mig ráða, og virtist taka mikið tillit til skoðunar minnar. Auðvitað vissi ég, að hann var aðeins að reyna að róa mig. En þegar hann gekk fe;ti lengra og stakk upp á að segja mér fyrirætlanir sinar, greip ég fram í fyrir honum. Ég sagði honUm, að öruggara væri fyrir hann að halda því algerlega leyndu, hvert hann ætlaði að fara og hvað hann ætlaði að gera. Ég vissi, að hann vai- með ráðagerð á prjónunum, fífl- djarfa tilraun til að komast að hver konan væri. En ég *hafði ekki hinn minnsta áhuga á því, og ef tekið var'tillit til- þess, hve mjög lítið hann vissi um hana, þá vissi ég að honum myndi ekkj heppnast þetta. Ef hann hefði verið fús til að hjálpa lögreglunni til að hafa uppi á manninum, hefði þetta verið miklu einfaldara, þvi að ég efaðist ekki um það núna, að hann gæti með minni hjálp og Spencers sannað það,- að hann var ekk- ert við morðið riðinn, svo framarlega sém hann færi ekki að gefa sig fram sjálfur. En þetta vildi hann ekki gera. MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING J STÚLKAN: Og á meðan þú eydd- ir tímanum til að masa við Örn, varð ég að standa skjálfandi í vatnínu. -------- STELPAN: Ó, hann er dásamleg- ur.---------- STULKAN: Þú ættir að venja þig á að taka meira tillit til ann- arra. — — — Hver veit. hvort mér gefst nú ncickurn tíma tækifæri til að sjá hann og tala við hann.---------- I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.