Alþýðublaðið - 30.10.1947, Side 3

Alþýðublaðið - 30.10.1947, Side 3
Fimmtudagur 30. okt. 1947. ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 r i Nyiar Utvarpsræða Emib Jónssonar viðskipfamálaráðhe rra í íyrrafevöld: iðir við úlhlutuH innllutninasin ÞETTA frumvarp á þing- skjali 20, sem hér er til um- ræðu. fer fram á það í stuttu máli, að innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til verzlana og iðnfyrirtækja fyrir skömmtunarvörum skuli veita þessum innflytjendum í samræmi við afhenta skömmtunarseðla þeirra til viðskiptanefndar. Höfðatöíureélan , og kvótareglan. Þegar innflutningurinn ekki getur verið frjáls, er það ávallt mikið vandamál, hverjum skuli veita leyfi til innflutnings. og eftir hvaða reglum. Gildir þá einu hvort um skömmtunarvörur er að ræða eða aðrar vörur, sem ekki eru skammtaðar til neytenda, ef ekki er hægt að láta flytja þær inn eins mik- ið og óskað er eftir. Hafa ýmsar reglur verið uppi í því sambandi, t. d. hin svokall- aða „höfðatöluregla" og ,,kvótareglan“, sem báðar hafa verið framkvæmdar nokkuð á undanförnum ár- um. „Höfðatölureglan“ fer i þá átt, að miða innflutnings leyfin hlutfallslega við þann viðskiptamannafjölda, sem á bak við innflytjandann stend ur og hefur mest verið fram haldið af kaupfélögunum og forsvarsmönnum þeirra, sem hafa haldið því fram, að inn- flutningurinn skyldi miðast við félagatölu kaupfél. ann- ars vegar og mainnfjölda ut- an kaupfél. hins vegar, og skyldi innflutningur til kaup félaga og annarra skiptast í sömu hlutföllum. —- „Kvóta reglan“ aftur á móti, sem mest hefux verið farið eftir á undanförnum árum, miðar innf lutningsleyfin við inn- flutning undanfarinna ára, þannig, að hver innflytjandi fái sama eða svipaðan hundr aðshluta af leyfunum, eins og hann áður hafði af inn- flutningnum að meðaltali um nokkur ár. Báðar þessar reglur hafa itil síns ágætis nokkuð — og báðar sína galla. Báðar þessar reglur hafa þann mikla kost, að þær eru tiltölulega auðveldar í fram kvæmd, það er hægt að reikna út, nokkuð nákvæm- lega, hvað hverjum ber, sam kvæmt þeim, svo um þá hlið málsins þarf ekki að deila. „Kvótareglan“ befur hins vegar þann annmarka. að hún heldur innflutningnum í svo ríg-föstum skorðum, að þar verður vart nokkru um þokað. Þeir, sem einu sinni eru komnir þar að, standa báðum fótum fast í jötu, og nýir menn komast ekki að. Þetta er augljós galli. sem gerir það að verkum, að margir hafa — með réttu — orðið óánægðir og þykir sinn hlutur fyrir borð borinn. Höfðatölureglan aftur á móti hefur þann ókost, að það er svo um marga meðlimi kaup félaganna, að þó að þeir hafi megnið af viðskiptum sinum þar, vilja þeir þó hafa frjáls ræði til að verzla einnig ann ars staðar, ef þeim finnst að því hagur fyrir sig — og þetta frjálsræði hafa þeir vissulega og notfæra sér margir. Höfðatalan ein gefur því ekki fullkomlega rétta mynd af viðskiptunum. Eins og af þessu má sjá, er hvorug þessara reglna þannig, að ekki megi út á setja og með rökum, þó að báðar hafi ýmsa kosti, eins og lýst hefur verið. Nýjar brautir. Þegar núverandi ríkis- stjórn var mynduð, var þetta mál mjög til umræðu, og brotið upp á ýmsum leiðum, sem fara mætti. Niðurstað- an af þeim bollaleggingum varð sú, sem lýst er í stjórn- arsamningnum þannig: ,,Ríkisstjórnin leggur á- herzlu á, að innflutnings- verzluninni verði hagað svo, að verzlunarkostnað- urinn verði sem minnstur. — Reynt verði eftir því, sem frekast er unnt, að láta þá sitja fyrir innflutn- ingsleyfum, sem bezt og hagkvæmusrinnkaup gera og sýna fram á, að þeir selji vörur sínar ódýrast í landinu, hvort sem þar er um að ræða einstaklinga eða félög.“ Eins og sést af þessari yfir- Iýsingu er hér farið inn á alveg nýjar brautir. í stað þess, sem gömlu reglurnar mið- uðu áður við ýmist við- skiptamannaf jölda eða fyrri ára innflutning er nú ákveðið að veita þeim leyf in fyrst og fremst, sem hagkvæmust innkaup gera og telja sig geta sýnt fram á, að þeir selji vöruna við ódýrustu verði til neytend anna. Enginn mun geta haldið því fram með rökum. að þetta sé óeðlileg eða ósann- gjörn regla sem meginregla, en það verður þó að segjast að einmg hún hefur sina galla. Gallinn við þessa að- ferð er sá, að hún er erfið í íramkvæmd. Þó er þetta mjög misjafnt eftir því, hvaða vöruf'lokka er um að ræða. í ýmsum tiltölulega stórum vöruflokkum, þar :.em gerð vörunnar og vöru- gæði liggur nokkurn veginn fast, gera þessir örðugleikar ekki vart við sig. T. d. við ýmsar byggingarvörur, se- pient, járnvörur. timbur, ýmsar matvörur, kornvörur o. fl., ýmsar útgerðarvörur, kol, salt, oljur o. þ. h. En ýrnsar iðnaðarvörur. t, d vefnaðarvara, skófatnaður o. fl. þ. h. verða erfiðari við- fangs, þar sem þarf að meta vandséðan gæðamun til verðs. Þó er þetta regla, sem í flestum tilfellum ætti að vera hægt að hafa hliðsjón af, að minnsta kosti, og í mör.gum tilfellum að fara al veg eftir, og ef hægt reynist að vinna bug á þeim agnú- um. sem eru á framkvæmd hennar, er um það fullt sam komulag með stjórnarflokk- unum að heppilegri leið sé vart unnt að fir.na og sann- gjarnari, bæði frá þvi sjónar miði að spara sem mest gjald eyri — gera heppilegustu EMIL JÓNSSON við- skiptamálaráðherra flutti ræðu þá, sem hér birtist, við útvarpsumræðurnar á alþingi í fyrrakvöld. Til- efni útvarpsumræðnanna voru tillögur Sigfúsar Sig- urhjartarsonar um breyt- íngar á núverandi fýrir- komulagi á úthlutun inn- flutningsleyfa. Eimil Jóiisson innkaupin — og frá sjónar- miði neytendans, að fá vör- una fyrir sem ódýrast verð. Þau verzlunarfyrirtæki, sem standa á gömlum merg, og hafa sitt dreifingarkerfi 1 bezta lagi hafa þá mesta möguleikana til ódýrra inn- kaupa og sölu, en hins vegar eru nýir kraftar ekki útilok- aðir. ef þeir hafa upp á eitt- hvað gott að bjóða, og ódýrt. Kerfi, sem ber að reyna betur. Þann stutta tíma, sem fjár hagsráð og viðskiptanefnd hafa enn starfað, hefur eng- in reynsla á þetta kerfi feng- izt af þeirri einföldu ástæðu, að starf þeirra að þessu leyt inu til er ekký komið í fast- ar skorður. Ég fyrir mitt leyti hefði þvi haldið, að svo marga kosti, sem þetta kerfi hefur fram yfir þau gömlu, sem áður hefur vérið farið eftir, yrði að reyna það til hlítar áður en farið er að hyggja á breytingar, og að ekki væri rétt að binda hend ur þeirra aðila, sem um þetta eiga að fjalla, áður en nokkur reynzla er af því fengin, umfram það, sem i upphafi hefur verið gert, með sjálfri meginreglunni. Komi það i ljós að einhverj- ir agnúar eða örðugleikar verði á framkvæmdinni, þá er að athuga þá, þegar þar að kemur, en ég tel rétt og sjálf sagt, að gera tilraunina fyrst. Breytingartillaga sú, sem hér liggur fyrir í frumvarps formi. gerir hin,s vegar ráð fyrir, að hér verði á gerð sú þreyting nú þegar, að því er skömmtunárvörur snertir, að innflutningsleyfin verði miðuð við skilaða skömmtun arseðla og flutningsmaður telur, að það sé hinn réttasti og þægilegasti mælikvarði á ódýr viðskipti. — Því ber að vísu ekki að neita, að út- hlutun leyfa samkvæmt þeirri reglu væri handhæg og þægileg í framkvæmd, en Hítt þarf ekki nauðsynlega að vera fyrir hendi, að þessu fylgi hin ódýrustu innkaup. Það®er nú einu sinni svo, að menn eru meira og minna bundiiir í sinni verzlun, bæði af vana, kunningsskap og ýmsu öðru, þannig. að það fer alls ekki æv'inlega saman að menn geri kaup sín þar, sem varan er seld ódýrustu verði, þó að það hins vegar sé líklegt. i mörg- um tilfellum. Ég tel því eng an veginn tryggt að megin- reglunni verði ávallit full- nægt. með ákvæðum frum- varpsins, enda sjálfsag.t ekki það sem fyrir flutningsmönn um vakir fyrst og fremst, eins og ég mun koma nánar að siðar. Hins vegar er rétt að taka það fram hér að samvinnu- menn hafa oft á fundum sín um í S.Í.S. og víðar, talið sig afskipta um Innflutning á vefnaðarvörum, búsáhöld- um, skófatnaði o. fl. Hafa komið fram frá þeim tillög- ur til úrbóta í þessu efni. Hefur undir þessar tillögur veúíð tekið á alþingi af sam- vinnumönnum þar bæði í Framsóknarflokknum og öðr um þingflokkum. og ég býst við, að þegar gengið var frá þeirri meginreglu um inn- flutningsvérzlunina, sem á- kveðin var í ■ stjórnarsamn- ingnum, þar sem þeir áttu að fá innflutningsleyfin, sem ódýrustu innkaupin gerðu, og lægstan dreifingarkostn- aðinn, þá hafi það vakað fyr ir þessum mönnum fyrst og fremst að tryggja hag sam- vinnufélaganna, þar sem þeir hafi trú á því, áð þessi skilyrði uppfylltu þau bezt. Og ég hefði því haldið. að bezt væri fyrir þessu máli séð á þann hátt, að yfirburð ir samvinnufélaganna hefðu fengið að koma i Ijós og inn- flutningurinn þá af sjálfu sér, samkvæmt þessari reglu, meira og meira færzt ti.'l þeirra. Hvatir kommún ista. Nú hafa hins vegar fulitrú ar Framsóknarflokksins í ffárhagsráði ekki viljað bíða eftir því að reynsla fengist af þessari aðferð, sem á- kveðin er í stiórnarsamningn um og bortð þar fram tillögu nákvæmlega samhljóða þess ari — efnislega — sem hér liggur fyrir. Ríkisstjórnin í heiíld hefur ekki enn tekið afstöðu til til- •lögunnar — hvorki með né móti, en eins og ég hef áður lýst, hafði ég þá skoðun og hef enn, að æskilegast hefði verið að nokkur reynsla feng 'ist áður af hinu nýja fyrir- komulagi áður en farið er að gjörbreyta því. Hv. framsögumaður, Sig- fús Sigurhjartarson, sagði, að fulltrúi Alþýðuflokksins í rík’isstjórn hefði staðið gegn fúlltrúa Alþýðuflokksins í fjárhagsráði. Ut af þessu vil ég aðeins segja þetta: Þegar ríkis- stjórnin ákvað að fresta að sinni að taka ákvörðun um að breyta stjórnarsamningn- um að þessu leyti var það gert á sameiginlegum f.undi ríkisstj órnarinnar f j árhags- ráðs og viðskiptanefndar. Allir viðstadd'ir Alþýðu- flokksmenn, þar vá meðal F. J. og fuliltrúi flokksins í við- skiptanefnd voru á einu máli um þetta og var um það eng inn ágréiningur milli F. J. og mín. Af þessu hafa kommúnist- ar fundið lyktina. Þeir telja sig hafa fundið það út, að ekki væri enn korríið sam- komulag um afgreiðslu máls ins i ríkisstjórninni, enda hefur frá því verið skýrt í bCöðum. Þeir telja þá sínum málstað bezt borgúð á þann hátt, að ganga á lagið, freista þess, hvort ekl i er hægt að ska.pa varanlega sundur- þykkju innan ríkisstjórnar- innar út af málinu kannske með þeim árangri, að svo al- varlegur brestur kæmi í stjórnarsamstarfið, að örð- ugt yrði úr að bæta. Þetta — og þetta — eitt er það sem fyrst og fremst vakir fyrir þeim herrum. Ef það hefði verið áhugi fyrir málum samviimu- manna og kaupfélaganna, sem réði gerðum þeirra, . hvers vegna báru þðír þá ekki fram tiilögu í þessa átt, þegar þeir höfðu bezía aðstöðuna til þess og þegar þeir sjáffir voru í ríkis- stjórn — og þegar ,,kvóta“ reglan var aðalúthluíun- arreglan, en það var hún í þeirra stjórnartíð. Hvers vegna fara þeir fyrst á stað með málið eftir að numin hafði verið úr gildi sú fit- hlutunarregla, og tekin önnur, sem hafði í sér fólgna möguleika fyrir aukningu kaupfélaga-inn- flutningsins, svo framar- lega sem þau gátu sýnt yf- irburði í vöruverði. Já. hvers vegna? Það örlar ekki á áhuga hjá þeim fyrir þessu mál'i fyrr en þeir eru komnir úr stjórninni og eftir að hið nýja kerfi kom fram, og þar með verstu hindrun- inni. fyrir vexti kaupféftag- anna hafði verið rutt úr vegi. Og það þarf ekki að fara í neinar grafgötur til að leita að hvötum þéim, sem þessu hafa ráðið. Þetta er ekki fyrst og fremst barátta fyrir aukn- um innflutningi kaupfé- lögunum íil handa, nei, það er barátta fyrir aukn- um erfiðleikum stjórninni til handa. Þeir vita sem er, að það standa fyrir dyrum hörð á- tök í okkar litla þjóðfélagi, átök um það, hvort beitt skuli raunhæfum aðgerðum til að koma efnabags- og at- Vinnumálum okkar á réttan kjöil. Þeir vita„ að þessi bar- átita verður háð milli komm- únistaflokksins — i þrengstu merkingu — annars vegar og allra annarra f lokka hins vegar. Þéir vita. líka, að úr- slit þeirrar baráttu geta orð- ið örlagarík. ekki einasta fyr ir íslenzku þjóðina helldur einn'ig fyrir þeirra pólitisku Framh. á.5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.