Alþýðublaðið - 30.10.1947, Side 4

Alþýðublaðið - 30.10.1947, Side 4
4 AIE»YBJJBLAÆ»I& Fimmtudagur 3ð. okt.: 1947. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Bitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan hX Kosningaúrsiíiin í Danmörku. KDSNINGAÚRSLITIN í DANMÖRKU staðfesta það, sem marga grunaði, að þar séu orðin mikil pólitísk straumhvörf síðan kosið var til þings þar fyrir tveimur árum, í fyrsta sinn eftir að hernámi landsins var af létt. * Þá varð danski Alþýðu- flokkurinn, sem á hernáms- árunum hafði lengst af orðið að bera hita og þunga ábyrgð arinnar á stjórn landsins, fyr- ir mjög alvarlegu skakka- falli. Tókst kommúnistum þá að kljúfa raðir hans svo, að hann tapaði 18 þingsætum af 66, sem hann hafði áður haft, en sjálfir juku kommúnistar þingsætatölu sína úr 3 upp í 18. Þetta hafði það í för með sér, að Alþýðuflokkurinn missti í bili þá forustuað- stöðu, sem hann hafði haft í dönskum stjórnmálum um hálfan annan áratug; og hinn svo kallaði vinstri flokkur, sem í rauninni er enginn vinstri flokkur, heldiur íhalds samur bændaflokkur, mynd- aði borgaralega minnihluta- stjórn, sem síðan hefur farið með völd í Danmörku með stuðningi annarra borgara- flokka. Nú er Alþýðuflokkurinn aftur í voldugum uppgangi, jók fylgi sitt miklu meira en nokkur annar flokkur og hækkaði þingmannatölu sína úr 48 upp 1 57; en kommún- istar biðu einn hinn ógurleg- asta kosningaósigur, sem um getur í seinni tíð, töpuðu helmingi þess kjörfylgis og þeirra 18 þingsæta, sem þeir fengu fyrir tveimur árum og eru þar með aftur orðnir að þeirri áhrifalausu klíku, er þeir áður voru í Danmörku. * En Alþýðuflokkurinn var ekki eini flokkurinn, sem jók fylgi sitt við hinar nýaf- stöðnu kosningar. Vinstri flokkurinn vann einnig mjög verulega á, á kostnað hinna borgaraflokkanna, einkum í- haldsflokksins, sem tapaði 9 fyrri þingsætum sínum af 26; en sjálfur fékk vinstxi flokkurinn nú 49 þingsæti í stað 38, sem hann hafði áð- ur; og er það mjög athyglis- vert og furðu mikil fylgis- aukning fyrir flokk, sem far- ið hefur með völd í landinu í tvö erfið ár. Róttæki flokk- urinn hélt nokkurn veginn sínu fylgi, — tapaði ekki nema 1 þingsæti af 11. * Sem stendur verður engu Mótsetningarnar, sem reynast hættulegar. — Áfengisskattur á alla! — Uppreisn. — Skömmt- un á áfengi og tóbaki. AIIÐVALDSÞJÓÐFÉLAGIÐ er viðsjált. Það er fullt af mót- setningum. Jafnaðarmenn telja heppilegra að draga úr agnúum þess smátt og smátt, lækna mein semdir þess með meðulum og uppskurðum, heldur en að leggja þjóðfélagið að velli í eitt skipti fyrir öll, enda myndu þá farast geysileg verðmæti og fólkið, sem byggir upp þjóðfé- lagið, líða mikla nauð. Það mundi taka aldir að vinna upp tjónið. Ein mótsetning þessa þjóðfélags, sem við eigum við að búa, er það, að svo virðist sem nauðsynlegt sé fyrir af- komu ríkisins, að selja áfengi til þjóðarinnar. Það vita allir, að áfengið stórspillir á allan hátt. Það eyðileggur vinnuþrek. Það Ieggur heimili í rústir. Það dregur úr menningarbaráttunni og það spillir siðferðinu. EN LÉTTFENGNUSTU tekj- ur ríkisins koma frá áfengis- verzluninni. Ef alþingi sam- þykkti að leggja skatta á at- vinnurekendur, sem samsvaraði helmingi ágóða áfengisverzlun- arinnar, myndi Sjálfstæðisflokk urinn rjúfa stjórnarsamvinnuna og ef alþingi samþykkti að leggja skatta á alþýðuna, sem næmi hinum. helmingnum, myndi allt loga í verkföllum og jafnvel óánægjan notuð til að reyna að koma af stað uppreisn í landinu. Svona er svikamyllan í auðvaldsþjóðfélaginu. EF ÉG VÆRI einræðisherra | myndi' ég afnema alla áfengis- sölu alveg skilyrðislaust. Og þegar menn færu að gera aðsúg að mér fyrir það, mynai ég að vísu ekki láta skjóta þá, eins og gert myndi vera í Rússlandi, heldur myndi ég láta senda þá eitthvað þangað, sem enn væri óunnið velræktanlegt land og láta þá vinna þar þangað til þeim væri runninn móðurinn og landið komið í rækt. EN ÉG ER EKKI einræðis- herra. Og þess vegna er víst ekkert gert, en allt látið dank- ast. En má ég spyrja: Hefur ekki viðskiptanefnd nýlega samþykkt að nauðsynlegt sé og sjálfsagt beinlínis vegna gjald- eyrisifts að skammta áfengi með það fyrir augum að draga úr á- fengiskaupunum? Hefur hún ekki sent þessa samþykkt sína til fjárhagsráðs? Hvað hefur það gert við hana? Ég, og al- menningur, sem er með mér í þessu máli, bíðum eftir svari. ÁHORFANDI skrifar: „Nú er farið að skammta marga hluti, en ekki hefur þó verið tekin upp skömmtun á áfengi og tó- baki. Er mörgum þe'tta undrun- arefni. Á sama tíma, sem menn verða réttilega að takmarka við sig ýmsa nauðsynjavöru, má það furðulegt heita, að tóbak og áfengi skuli vera boðið lands mönnum í stríðum straumum. Vill ekki viðskiptánefnd taka til athugunar að skammta þessa vöru?“ „ANNARS ER drýkkjuskap- ur hér í þessu landi hreinasta plága, svo mikil plága, að áfeng isneyzlan er að setja stóran blett á þjóðina. Til áfengis- neyzlunnar má rekja ýmsa glæpi, stóra og smáa, einnig flest bílslysin, mannhvörf o. fl. o. fl. En hvað gerir svo þjóðin til að aftra sjálfri sér frá þess- um voða? Gjaldeyrir er nægur jafnan fyrir þessari vöru, þó neita verði um marga þarflega hluti. í aðalhóteli landsins, auk hinna tveggja útsölustaða í Reykjavík, fæst nóg áfengi, enda þarf margur að fá sér leka þar. Veizlur flóa út í áfengi bæði á vegum ríkis og Reykja- víkurbæjar, auk þess sem ýmis félög eru farin að hafa vínveit- ingar um hönd á skemmtunum sínurrt. Á flestum dansleikjum bæði í bæ og sveit slaga fullir sveinar og margar meyjarnar einnig með. Góðtemplarar vinna þarft verk, en mæta oft glám- skyggni og áhugaleysi borgar- anna og jafnvel þeir, sem skel- iTh. á 7. síðu. um það spáð, hvort þessi kosningaúrslit í Danmörku hafa stjórnarbreytingu í land inu í för með sér. Alþýðu- flokkurinn er að vísu lang- stærsti flokkurinn og fylgi hans bersýnilega aftur í ör- um vexti. En hann vantar enn mikið á það að hafa hrein an meirihluta,, — til þess þarf 75 þingmenn. Hins vegar hafa borgaraflokkarnir þrír, vinstri flo'kkurinn, íhalds- flokkurinn og róttæki flokk- urinn, 76 þingmann, ef þeir leggja saman fylgi sitt; og mætti þá svo fara að núver- andii stjóm vinstri flokksins yrði áfram við völd, en ný borgaraleg samsteypustjórn tæki v*ið af henni Er lítill efi á, að íhaldsflokkurinn muni verða með í slíkri lausn, en um afstöðu róttæka flokksins er enn allt óljósara, og get- ur það oltið á honum, hvor nú myndar stjórn í Dan- mörku, — Alþýðuflokkurinn eða vinstri flokkurinn. . * En hvað, sem ofan á verð- ur í því efni í bili, hafa kosn- ingarnar í Danmörku hreins að hið pólitíska andrúmsloft þar rækilega. Pest kommún- ismans hefur verið kveðin niður og klofningurinn í röð um alþýðuhreyfingarinnar að mestu verið yfirunninn. Og Alþýðuflokkuxinn er þar aft ur í uppgangi, sem, ef ekki nú þegar, þá að rninnsta kosti innan skamms, mun hefja hann til valda á ný. S. &. T. S. K. T. - Paraball verður í G.T.-húsinu laugard. 1. nóv. og hefst kl. 9,30 e. h. — 4—7 e. h. Aðgöngumiðar afhentir í dag frá kl. Ásadans. — Verðlaun. Samkvæmisklæðnaður. ihslei ‘halda knattspyrnumenn í Sjálfstæð- ishúsinu á rnorgun, föstud., og hefst kl. 10 s. d. KI. 11 fer fram verðlauna- afhending. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálf- stæðishúsinu á morgun frá kl. 5—7 og við innganginn. Allt íþróttafólk veikomið meðan húsrúm leyfir. Mótanefnd. F. U. J. F. U. J, AÐALFUNDUR Félags ungra jafnáðarmatnna verður haldinn föstudaginn 31. október 1947 kl. 8,30 e. h. í Bað- stofu iðnaðarmanna, Vonarstræti (Iðnskólanum). Ðagskrá: . Venjuleg aðalfundarstörf. Tekið á móti nýjum félögum. Félagar! Fjölmennið stundvíslega. Stjórnin. Handavinnudeild Breiðfirðingafélagsins í Breiðfirðingabúð föstudaginn 31. okt. kl. 8,30. SkemmtiatriSi: Heklukvikmynd Kjartans O. Bjarna sonar og fleira. Dansað frá kl. 10 (Gömlu dansarnir) Athugið að kvikmyndin byrjar stundvíslega kl. 8,30. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 6 sími 7985. Stjómin. Eimr flytur þúsundum heimila fjölþætt umhugsunar- efni, margvíslegan fróðleik og skemmtun — og hefur gert í meira en háSa öld. Kemur út árs- fjórðungslega. Haustheftio 1947 er nýlega komið út, mjög fjölibreytt að efni, Ef þér eruð ekki á- skrifandi þá gerist það strax í dag. Utfyllið seðilinn og sendið hann Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6, Reykjavík, Pöníunarseðill Undirritaður óskar að gerast áskrifandi að Eimreiðinni frá síðustu áramótum að telja. Áskriftargjaldið, kr. 25,00, fylgir. Áskriftargja-ldið, kr. 25,00, óskast inn- heimt með póstkröfu. Nafn....................... Staða........... Heimili ....................................

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.