Alþýðublaðið - 20.11.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.11.1947, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. nóv. 1947. ALÞYÐUBLAÐIÐ Fjársóun og erindrekstur Aka ÚTVARPSRÆÐA Stefáns Jóhanns Stefánssonar hefur farið mjög í fínu taugarnar á kommúnistum, sérstaklega hefur sá þáttur ræðunnar, sem snéri að óhófseyðslu Áka Jakobssonar komið mjög við kaun þeirra. Hafa þeir vaðið djúpt í fúkyrðapokann Mjölnismenn til þess að svala sér með illyrðum á forsætis- ráðherranum, en eigi mun hróður þeirra vaxa við þau skrif, en. auka andstyggð allra hugsandi manna á fram komu þeirra og siðleysi GREIN þessi er tekin upp úr Neista“, blaði Al- þýðuflokksins á Siglufirði, en þar birtist hún 7. nóv- ember s- 1. skyldu verða teknar í notkun sumarið 1946, en þessara að- gerða þyrfti vegna vanbún- aðs og flausturs byggingar- nefndar . Á þessum vinnunót- um kemur ekki fram, að iðn ar _ . , 1 aðarmaðurinn greiði til hús- ræðum um opinber mal. Sorpgreinin, sem birtist í 40. tbl. Mjölnis, ber öll ummerki Þóroddar verkamanns! ! enda mun hann hafa nægan tíma þar syðra til slíkra skrifá. Þá vitna þeir einnig til ,,tóbaks-prófessorsins“, sem á sínum tíma varð fræg astur að endemum fyrir að gefa yfirlýsingu þess efnis að nýju síldarverksmiðjurnar hefðu getað unnið úr 400 þús. málum síldar sumarið 1946, þó að allir Siglfirðingar viti,, að þær voru óstarfhæfar til nokkurar vinnzlu (nema til lítilfjörlegrar reynslu) það ár. Þó fer nú Mjölnir ekki rétt með þau skrif „tóbaks-próf- essorsins", sem hann vitnar til, þar sem hann ekki þorir að fullyrða neitt um, að svo kunni ekki að hafa verið, en telur að það hafi ekki gerzt í hans tíð. Skulu nú nokkur atriði „Mjölnis“-;greinarinn!ar at- huguð en ekki hirt um að svara illyrðum og fúkyrðum, sem enga skaða nema blaðið sjálft og aðstandendur þess, og er það vel íarið. Vinnulaunagreiðslan í mánuði 14.700 kr. júlí Þær staðreyndir liggja fyr ir, að einum iðnaðarmanna voru færðar til tekna á vinnu nótu tímavinna fyrir alls kr. 14.700 kr. fyrir einn mánuð fyrir vinnu við nýbyggingu tsíldarverksmiðj'anna, sem færist á stofnkostnað þeirra. Stafar þessi vinna m.a. af því, að heimtað var, þrátt fyr ir aðvaranir verksmiðju- stjómar, að verksmiðjumar bónda síns 42% af upphæð inni, en sé svo virðist það ha.rla einkennilegt, að bygg- ingarnefnd Áka Jakobssonar skuli hafa búið svo um hnút- ana við iðnmeistara, að þeir geti tekið óhóflegar greiðslur fyrir leigu á starfsmönnum sínum, og það jafnmikla hvort sem um er að ræða mikla staðbundna vinnu, eða lí'tilsháttar íhlaupsvinnu og aðgerðir. Virðist svo sem hér sé um að ræða endurnýjun á þeirri svívirðingu, sem tíðk- aðist í tíð kóngsbændanna, er þeir leigðu út vinnufólk sitt fyrir okur fé. Tunnusendinefnd Áka.” Þeir sem hafa farið í sendi ferðir fyrir Áka í stjórnartíð hans þurfa ekki að kviða því, að fundið verði að störf- um þeirra eða kostnaði af kommúnistapressunni. Sú var þó tíðin, að hljóð heyrð- ist úr þeirri átt út af opin- bemm erindrekstri. Var það siður Áka að senda fjölmenn ar sendisveitir þessara erinda sinna, minnst 3 til 9 menn. qg helzt með þeim sérfræð- inga ! ! að auki. Þessir menn, sem fyrir valinu urðu, eiga vitanlega enga sök á eyðsl- unni, heldur sá, sem sendi. Þeir, sem þekkja þá Jón Stefánsson, Ingvar Vilhjálms son og Ársæl Sigurðsson em þess fullvissir, að hver þeirra einn hefði getað gert um- ræddan tunnusamning, en þar að auki var ferð þeirra til tunnusamninganna (með sérfræðingum og öðrum kostnaði) algerlega óþörf, þar sem umboðsmaðurinn hafði Ténll sfarfétagið Einar Krisfjánsson syn>gur VETRARFERÐINA ásamt nokkrum óperum og sönglö'gum í Austurbæj arbió ó föstudagskvöld kl. 9. — Aðgöngumiðar í Bækur & rifföng Eymundsei 1L Blöndai Austuxstræti 1. Austurstræti. Skólav.st. 2. (Súni 1336.) (Sími 3131.) (Simi 5650.) þegar gengið frá samningnum eins og hann varð, er þeir komu út, og var engu í breytt. Enda er það meira en ofrausn, ef þessum norska umboðsmanni hafa verið greiddar 28 þúsund norskar krónur fyrir ekki neitt. Hér skal ekki að sinni frekar rætt um þennan tunnusamning, en spyrja mætti Mjölni, hverjar fyrirsagnir hann hefði notað um starfsemi Stefáns Jóhanns Stefánson- eða sendimanns hans, ef hann hefði gert samning í Svíþjóð .eða Noregi um það að kaupa tunnur á norskar kr. 14 hverja tunnu, þegar hámarksverð í smásölu í Noregi var á sama tíma 10.80 norskar pr. tunnu. Ætli blaðið hefði ekki fund ,ið ei.nhver viðeigandi orð í sorpyrðasafni sínu? Ef að of an á þetta hefði það svo bætzt, að eftir að þessi samn ingur var gerður seldu Norð- menn Svíum tunnur við lægra verði en Íslendingum, eða fyrir kr. 12,80 norskar? Með þessu er engan veginn sagt, að þessir nefndarmenn allir með sérfræðingana hafi getað náð betri samningum, en aðeins sýnt fram á, að þegar Áki Jakobsson á hlut að máli, er ,,allt gott sem gerði hann“, þó að öðrum hefði verið reiknað það til undirlægjuháttar, „lepp- mennsku“ eða jafnvel „land- ráða“. Mjölnir telur nefndina hafa skroppið til Finnlands og gert þar síldarsamning (með betra verði en Stefán Jóhann við Svía 1945) og und irbúið samninga um síldar- sölu til Svía. Hógværir menn þessir nefndarmenn, ekki minnast þeir mikið á samn- ingsundirbúning við Svía í skýrslu sinni. En samnings- verðið til Finnlands var það lægsta, sem selt var fyrir af framleiðslu ársins 1946 mið- að við sfldarinnihald og pökk un, og sízt betra en það verð, sem fékkst fyrir Svíasíldina 1945, miðað við framleiðslu- kostnað og dýrtíð. En hvað segir þá Mjölnir um það, að tveir menn skruppu til Finn- lands í sumar, voru þar nokkra daga og hækkuða þetta góða síldarverð nefnd- aT Áka um 40% rúmlega. En það voru nú reyndar sendi- menn ríkisstjórnar Stefáns JóhamtB en ekki Áka Jakobs sonar, þess vegna þegir Mjölnir. Ríkisstjóm Stefáns Jóhanns bjargar Áka úr sjálfheldu. Eitthvert flónskulegast.a og jafnframt þjóðhættuleg- asta uppátæki Áka Jakobs- sonar, sem ráðherra, var það þegar hann sendi mann út um allan heim og skipaði hon um að kaupa í nafni í-slenzku ríkisstjórnarinnar tunnur og tunnuefni og greiða það við móttöku og „lagera“ það er- lendis án nokkurs tillit til þess hvort það fengizt útflutt eða ekki. Eslendingasagnaúfgáfan Þeir áskrifsndur íslendingasagna í Reykjavík, sem enn hafa ekki fengið sögurnar í brúnu eða rauðu skinnbandi, geta vitjað bóka sinna í Bókaverzlun ísafoldar, útibú Laugaveg 12, Bækur og riíföng, Austurstræti 1, sími 1336, Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli, sími 4235, Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar, Lækjargötu 6, sími 6837, skrifstofu íslendingasagnaútg., Kirkjuhvoii,, sími 7508. Pósthólf 73 — Reykjavík. Flónskulegt var það vegna þess, að með þessum hætti var erlendum gjaldeyri sóað og eytt án þess að nokkuru tíma væri líkur hvað þá vissa fyrir því, að þessar vórur fengjust fluttar til íslands. Þar sem þes-sar vörur voru eftirsóttar mátti sérstaklega búast við því, að þær íengj- ust ekki útfluttar til íslands.! en greiða þyrfti af þeim lag- gerleigu, vexti o. fl. En þjóð- hættulegt var þetta vegna þess, að með þessu atliæfi smáþjóðar var verið að benda stærri og ríkari þjóð- um á að gera hið sama hér. Hvað mundu kommúnistar segja, ef „auðváldsstjórn- in“ í Bandaríkjunum tæki upp á því að senda hingað stjórnskipaða erindreka til þess að kaupa hér af innlend um aðilum t. d. síldarlýsi og lagera það hér, ef ekki feng- ist útflutningur? Eða ef t. d. Svíar- keyptu hér upp alla saltsíld, svo að ekki væri hægt að standa við gerða samninga við aðrar viðskipta þjóðir. Það er vafasamt, að komm únistar ættu nægilega sterk orð til þess að lýsa því at- hæfi. En nákvæmlega það sama var Áki Jakobsson, at- vinnumálaráðherra þáver- andi, að gera. Hann sendi um boðsmann til þess að kaupa upp tunnuefni (timbur), sem er ein helzta útflutningsvara Svía, og greiða það og „lag- era“ í Svíþjóð. ef ekki feng- ist útflutningsleyfi. Núverandi ríkisstjórn var ljós þessi stórkostlega hætta og gerði allt, ?em í hennar valdi stóð til að fá viðunandi lausn þessa máls og tókst nú fyrir nokkrum dögum að fá vinsamlegt samkomulag um þetta atriði og útflutnings- leyfi- Hið hagkvæma verð. Það er ekki lítið loft í Mjölni út af hinu hagstæða! ! verði, sem á að hafa veitt landinu hvorki rneira né minna en 700 þúsund króna gróða! Hér er heklur ekki far ið rétt með. Enn þá hefur ekki verið gerður samningur um kaup á lunnuefni frá Finn- tandi, svo að fuílyrðingar blaðsins um það eru rangar. Það efni, sem keypt var frá Finnlandi í fyrra var betra og hagkvæmara en þetta sænska efni og mjög svipað að verði, ca. 11-12 kr. í tunnu. Um þetta efni, sem Áki lét semja um kaup á í Sví- þjóð, er enn ekki vitað hvern ig er að gæðum. Það er sein- legra að vinna úr því, og tunnur, sem komu úr svipuðu efni að talið er 1945, reynd- ust illa. Vel má vera, að það reynist ekki nothæft, og er þá svipað með það og þegar Áki skipaði stjórn tunnu- verksmiðjunnar að kaupa efni af Hauki Björnssyni, helzt óséð. Meiri hluti stjórn arinnar fékk því komið á, að efnið skyldi móttekið og við- urkennt af umboðsmanni tunnuverksmiðjunnar. Þegar til kom. reyndist efnið ónot- hæft og var ekki keypt. En vinur Áka, Haukur Bjöms- son, varð hinn versti og hót- aði skaðabótamáli. Þegar við verð þessa efrns bætist ýmis kostnaður, vext- ir, lagerleiga o.fl. er ekki séð, hve mikið ódýrara það kann að verða, en það efni, sem kann að þurfa að kaupa á næsta ári, enda þótt samið sé um fcaupin fyrir 2 árum, og verðlag á timbri hafi reynzt síhækkandi. Reynslan mun svo skera úr um það, hvort efnið reynist nothæft. Hér hafa þegar verið gerð nokkur skil umræddum skrif um í Mjölni, er þá ekki ann- að eftir en stóru orðin, sem afskiptalaus verða látin eins- og áður er tekið fram. Kemur í Ijós, að ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, hefur bjargað Áka, og þar með sóma landsins, út úr þeim endemis afglöpum, sem hann hafði framið í þessum mál- um. Kynlegt þykir ekki þó kommúnistar kveinki sér, þegar minnzt er á þann gífur lega fjáraustur og sóun, sem átti sér stað undir handleiðslu þessa kommúnistíska ráð- Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.