Alþýðublaðið - 20.11.1947, Blaðsíða 1
.Veðurhorfurí
Hægari; skýjað, en úr-
komuiaust að mestu.
Alþý'öublaðið
vantar unglinga til að bera
blaðið til fastra kaupenda.
Umtalsefnið:
Brúðkaup Elisabetar
prinsessu.
Forustugrein:
Rafmagnsskorturinn.
XXVH. árg.
Fimmtudagur 20. nóv. 1947.
271. tbl.
Gefin saman
ELISABET PRINSESSA OG PHILIP MOUNTBATTEN
verða gafin saman í Westminsf)er dómkirkjunni í London í dag.
Verða þúsundir manna kvaðanæva að úr heinlinum, þar á með-
„al margir þjóðhöfðingjar, viðstaddir brúðkaupið, en að því
loknu fara brúðhjónin til Hampshire, þar sem þau munu eyða
hveitibrauðsdögum sínum. Heillaóskir og gjafir hafa borizt frá
öllum löndum heims, og brúðkaupið hefur vakið meiri athygli
. en nokkur annar slí'kur viðburður. ^
' Þegar í gær var fólk byrj-
a‘ð að skipa sér við götumar,
þar sem brúðarfylgdin átti
að fara um, enda þótt dumb-
ungs veðri óg rigningu væri
spáð fyrir daginn í dag. í gær
hyllti gey_silegur mannfjöldi
brúðhjónin, er þau komu
fram á svalir Buckingham
hallarinnar.
London er fánum skrýtt
í dag og allt landið í hátíða-
skapi. Þúsundir gesta utan
úr hekni jafnt sem frá Bret-
landi sjálfu eru í London, og
6000 lögregluþjónar munu
gæta mannfjöldans í dag.
1600 blaðamenn og ljósmynd
arar munu segja umhéimin-
um frá þessum einstaka við-
burði. Hægt verður að fylgj-
ast með brúðkaupinu í
brezka útvarpinu í dag.
BÆND AVERKFALL
Á APÚLÍU
200 000 bændur hafa gert
mótmælaverkfall, þar eð
tveir bændur voru skotnir af
vinstri mönnum. Mikill lög-
regluvörður er í héraðinu.
Heldur hefur dregið úr óeirð
um annars staðar á Ítalíu.
BLUM MYMDAR STJÓRN
Stjórn Ramadiers hefur nú
sagt af sér í Frakklandi og
hefur Leon Blum fallizt á að
reyna istjórnarmyndun. Óvíst
er talið, hvernig hún verður
skipuð. Verkföllin magnast
og liggur nú við allsherjar-
verkfalli í París.
-41 SJOMAÐUR
í HRAKNINGUM
Mesíu stórviðri í manna
minnum geysa nú við Ný-
fundnaland, og fqrst brezka
skipið Langiey Grag 1 því,
veðri. Áhöfnin bjargaðist á
litla eyðiey, og hafðist þar
við í þrjá sólarhringa án
skýlis í fárviðrinu, áður en
norska hvalveiðiskipið Olle
Olson bjargaði þeim, 41 að
tölu. Tveir fórust.
Einkaskeyíi íil A'iþýðublaðsins. KHÖFN í gær.
KAUPMANNAHAFNARBLAÐIÐ „INFORMA-
TION“ upplýsir í dag, að einn af forsprökkum ís-
lenzkra kommúnista, Einar Olgetrsson, hafi snemma
á árinu 1944 snúið sér til dansks íhaldsmanns, sem
þá dvaldi á Islandi í þjónustu danska sendiráðsins,
og leitað hófanna hjá honum um möguleika á stofnun
bandalags milíi íslands, Danmerkur, Noregs og Fær-
evja til þess að vinna á móti amerískum áhrifum á
íslandi.
Það er Ola Kiilerich, sem -----------------------
upplýsir þetta í grein. undir
eigin, inafni í „Inforœation“
i, dag, en hann var árið 1943
og fram á árið 1944 í þjón-
ustu danska sendiráðsins í
Reykjavík. Heitir grein Kiil-
erichs í ,,Information“
,,Óskar ísland Atlantshafs-
ban.dalags?" og er skrifuð í
saanbandi við Grænlandsmál
ið.
Kiilerich skýrir svo frá, að
Einar Olgeirsson hafi komið
að máli við hann snemma á
árinu 1944 og lagt fyrir hann
eins konar ,,plan“ um vest-
ur-norrænt bandalag, sem
Danmörk, Noregur, ísland
og Færeyj'ar ættu að mynda
með sér, en Svíþjóð að vera
útilokuð frá, og skyldi til-
gangur bandalagsins vera að
vinna á móti amerískum á-
hrifum á íslandi. Það var ein
af uppástungum Einars í
sambandi við þessa banda-
lagshugmynd hans, að þau
fjögur lönd, sem bandalagið
mynduðu, skyldu öll hafa
fiskveiða- og atvinnuréttindi
á Grænandi, en önnur lönd
hins vegar vera útilokuð frá
þeim.
Fór Einar Olgeirsson
fram á það við Kiilerich,
að hann beitti sér fyrir því,
að hafinn yrði áróður fyrir
slíkri hugmynd í Dan-
mörku.
Kiilerich skýrði sendi-
herra Dana í Reykjavík frá
uppástungu Einars, en lengra
er máiið ekki rakið í grein
hans. En í greininni lætur
Kiilerich að endingu þá skoð
un í Ijós, að þingsályktunar-
tillaga sú, sem fram er kom-
in á alþingi um réttindi ís-
lendinga á Grænlandi, kunni
eiga rót sína að einhverju
leyti að rekja til tillagna Ein-
ars Olgeirssonar við hann
fyrir tæpum þremur árum.
HJULER.
SKOMMTUN A KOLUM
var tekin upp hér á landi í
gær. Er þetta tilkymií í
auglýsingu frá skömmtunar-
stjóra, sem birt er á öðrum
staS í blaðinu í dag. Einstak
ir notendur munu fá inn-
kaupaheimiid hjá skömmtun
aryfirvöldunum tii eins mán
aðar í senn.
SÆNSK FLUGVÉL
FERST Á ÍTALÍU
39 sænskir flugmenn fór-
ust, er isænsk farþegaflugvél
rakst á fjall sunnan við Nea-
i psl í gærmorgun. Flugmenn
irnir voru nýbúnir að fljúga
herflugvélum til Abessiníu,
sern Svíar seldu þangað, og
var þoka, er vélin rakst á
fjallið.
AHsherjarþing SÞ í New
York befur samþykkt að
fyrsta mál litla þingsins svo
kallaða skuli verða neitunar-
valdið.
„Loran" leiðsögufæki seff
Skymasferflugvélina Heklu
Tækio voru reyod í síðustu ferð Heklu
tll Hafnar og gáfust vek
LOFTLEIÐIR hafa nú látið korna fyrir „Loran“ leiðsögu-
tækjum í Skymasterflugvélina Heklu, og voru tækin notuð í
fyrsta sinn í síðustu férð flugvéiarinnar til Kaupmannahafnar,
á föstudag og laugardag. Magnús Jóhannsson útvai’psvirki setti
tækin í flugvélina og fór hann með flugvélinni í ferðina til
þess að leiðbeina leiðsögumanni og loftskeytamanni flugvélar-
innar í notikun tækjanna.
„Loran“ er eitt afbrigði af
radartæíkjum, og 'byggist það á
móttöku merkja frá sérstökum
sendistöðvum, sem vinna sam-
an tvær og tvær. Mældur er
tímamisimunur milli anóttöku
mierkja í milljónustu hlutum
úr sekúndu (mikrosekúndum)
og er staðarákvörðunin síðan
lesin af sérstökum kortum.
Loransendistöð er hér á
landi í nánd við Vík í Mýrdal,
og hecfur 'verið þar síðan á
stríðsárunum, en í sumar setti
alþjóða fluigsamban'dið upp
nýja og stærri stöð þar. Þá er
tvöföld stöð á Færeyjum og
ein á Hebrideseyjum, og
mynda þessar þrjár stöðvar
„Loran“ 'leiðsögukerfi fyrir
flugleiðina á milli Islands og
Bretlandseyja. Enn fremur er
mjög full’komin „Loran“ leið-
sögn á leiðinni héðani til
Bandaríkjanna.
ÍÞeir ÍMa'gnús Jóhannsson,
Orn Einarsson, leiðsögumaður
Heki.u og'Bragi Ólafssom loft-
skeytamaður létu allir mjög
vel af tækjrmum í fyrstu ferð-
inni. Ameríkumenn hafa slík
tæ’ki í svo að segja öllum far-
þegaflugvélum sínum, en flug-
vélar annarra landa munu enn
ekfci nerna fáar hafa fengið
siík tæki. .Þykir að þeim mik-
il öryggishót.