Alþýðublaðið - 20.11.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.11.1947, Blaðsíða 4
: ALÞYB IIJHHbAfMP Firmntudagur 20. nóv. 1947. 4 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. '■ Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Fmilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmlðjan h.f. RafmsgnHksrfurinn ÞESSA DAGANA EIGA Reykvíkingar við mikinn raf magnsskort að búa. Margar verksmiðjur og önnur fyrir- tæki, sem þurfa vélaorku með, verða að stöðva síarf semi sína lengri ;eða skemmri tíma dag hvern, rafmagn til ljósa og suðu er alls kostar ó- fullnægjandi, kuldi er að næturlagi 'óþolandi í íbúð- um manna, og að öðrum húsa kynnum er þannig búið í þess um efnum, að þar er óvinn- andi og illverandi, eins og sjá má af því, að orðið hefur að loka einum barnaskóla höfuð staðarins af þessum ástæð- um. Þannig er ástandið í dag, í fyrsta kuldakasti vetrarins. En því miður er ástæða til þess að ætla, að það fari enn Versnandi í þessum mánuði, og í næsta mánuði sér í lagi. yrði hér um vetrarhörkur að ræða, myndi rafmagnsskort- urinn leiða til válegra vand- ræða fyrir sérhvern íbúa höf- uðstaðarins. * Þetta ástand er fjarri því að vera nýjung, þó að það hafi sjaldan eða aldrei verið verra og alvarlegra en einmit-t nú. Reykvíkingar hafa búíð við tilfinnanlegan rafmagnsskort undanfarin ár strax og haust hefur svifið að og kólna tekið í veðri. Almenningur hefur rætt þessi vandræði, fulltrú- ar hans hafa rætt þau í bæj- arstjórn Reykjavíkur og kraf izt úrbóta, rafmagnsyfirvöld- in hafa gefið skýrslu á skýrslu ofan og þvegið hend ur sínar, bæjaryfirvöldin hafa gefið skýrslur og yfir- lýsingar og heitið bót og betr un. En allt hefur setið við hið sama, og nú er rafmagns- skorturinn meiri en nokkru sinni fyxr. * Reykvíkingar hafa ekki farið varhluta af þvi, að raf- magn er dýr vara. Rafmagns reikningarnir eru verulegur baggi á herðar reykvískrar alþýðu, og það vantar ekki, að þeim sé framvísað á rétt- um tíma og ríkt gengið eftir greiðslu þeirra, eem eðlilegt er. En úrbætur á ófremdar- ástandi ríafmagnsmálanna eru hins vegar ærið mikið á eftir áætlun. Þetta ástand er orðið óvið- unandi. Tilvísun til þess. að verið sé að undirbúa viðbót- arvirkiun Sogsins er í þessu efní litlar sárabætur. Við- bótarvirkjunin verður góð og gagnleg, þegar henni er lok- ið, en tilhugsunin um hana1 veitir hvorki ljós né yl í Samtal í roki. — Síldin eyðileggnr plön ríkis- stjórnarinnar. — Samtal við pulsuvagn. — Hvar er lýðræðið? — Hvar er Hákon? „MIKIÐ FJANDI ætlar ríkis- stjórnin að fara illa út úr allri þessari síláveiði í Hvalfirði", sagði maður við kunnan komm- únista í rokinu í fyrradag. Þeir voru á leið niður í bæ. Hann var grafalvarlegur og þó eins og gremja í svipnnm. Kommúnist- inn leit framan í manninn, sem var kunningi hans, var ekki al veg viss um að hann hefði heyrt rétt, því að það var mikið rok og ryk og kuldi. „Ha? Hvað varst að segja?“ — „Ég var að segja, að mikið fjandi ætlaði Stefán Jóhann að fara illa út úr þessu með síldina í Hvalfirði." KOMMÚNISTINN VARÐ á- hugasamur. Hann vissi kanske eitthvað, kunningi hans. „Ha? Hvernig? Er eitthvað nýtt?“ — Já, þú sérð það sjálfur,“ svaraði maðurinn. „Þetta hlýtur að vera helvíta mikið strik í reikn inginn hjá honum. Þarna situr hann með sveittan skallann, á- samt hinum ráðherrunum öllum og stritar við að búa til kreppu og atvinnuleysi, að minnsta kosti segir blaðið okkar það. En svo kemur síldarfjárinn alveg upp í landsteinana-og eyðilegg- ur plönin. Mikið asskoti held ég að þeir í stjórninni hati síld- ina.“ FYRST HORFÐI kommúnist inn á kunningja sinn tvíráður á svipinn, eins og hann væri ekki alveg viss um hvernig hann ætti að taka þessu. En allt í einu sá hann einhverja brosdrætti í munnvikum hans og augnakrók um — og það þurfti ekki me-ra Hann þaut upp og það þarð líka öskurok í munninum á honum. Maðurinn hlustaði á hann svo litla stund, en hvarf svo frá honum brosandi og kallaði yfir öxl sér. Blessaður góði. Þú nagar þetta þangað til næst.“ Það hefur ef til vill verið eitt- hvað slæmt bragð í munninum á kommúnistanum, því að hann tók upp tóbaksglas, hvolfdi úr því í lófa sér og setti í „kjallar | ann“, svo lagði hann tóbakið við neðri vörina — og hélt áfram í rokinu, öskuvondur á svipinn. Á 8UNNUÐAGSKVÖED var þröng við pulsuvagn. Þar eru alltaf næturhrafnar og þeir eru í öllum flokkum. Næturdroll og fyllirí fer ekki eftir flokkum. i Jæja, það var þröng þarna við pulsuvagninn. Einn gestanna var ákaflega vígalegur. Hann j hafði heita spulsu í hnefanum j og veifaði stúfnum yfir höíði | sér; hann öskrar: „Ég elska land ið. Já, ég elska ísland. Hvar er lýðræðið? Hvar er Hákon?“ — „Hvaða Hókon?“ sagði annar fylliraftur um leið og hann stakk upp í sig hveitibrauðs- sneið löðrandi í sinnepi. „Þekk- irðu ekki hann Hákon? Hann Hákon, sem heimtaði í dag að | fá að vita hvar lýðræðið væri j og málfrelsið og allt það. Ég man ekki allt, sem hann sagði. Hann Hákon sko frá Haga“. HVAÐA BÖLVUÐ VIT- LEYSA. Hákon í Haga er dauð- ur. Hann dó fyrir hundrað ár- um. Þú átt við einhvern allt ann an Hákon. Hákon í Hæstarétti, ha?“ „Nei, góði, það er allt ann ar handleggur. Ég meina ’hann Hókon, sko, sem talaði í dag og heimtaði lýðræði, vildi sko fá að vita hvar það væri. Ég elska sko ísland, kunningi. Elskar þú ekki landið ha? Hann er sko í ^ skóggnum. Veistu ekki hvaða Hákon ég á við, ha?“ „JÁ, SÁ HÁKON! Hann er víst farinn að sofa.“ „Ertu sjóð andi vitlaus. Heldurðu að menn | fari að sofa sem berjast fyrir ; þjóðina og eru að leita að lýð- I ræðinu. Heyrðu ég ætla að fara heim til hans og tala við hann, komdu með. Við getum séð í símaskránni hérna á torginu hvar hann á heima“. — Svo fóru þeir saman. Ætluðu heim til Hókons. Ég vona bara að þeir hafi ekki íengið að vita hvar hann átti heima. Fólk á að hafa næði á næturna. En þa‘ð gengur illa fyrir frelsishetjur að fá næðisstund. Enda geta þær heldur ekki kráfizt þess. Heimilisritið, nóvemberheftið, er nýkomið I út og flytur meðal annars þetta efni: Það kostaði mig ekkert, smásaga eftir Robert Fontraine, Um feimni', grein eftir dr. L. B. Hohman, Skólasystkin, smásaga eftir Ingólf Kristjánsson blaða- mann, Vilja Ameríkumenn fjöl- kvæni? grein eftir David L. Co- hon, í dal skugganna, smásaga I krossgáta og fleira. nr, 22 ÍMI frá skðmmtparsfjéra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept- ember 1947 um vöruiskömmtun, takmörkun á sölu, dreif- ingu og afhendmgu vara, ,h.::íur viðskiptane'fndin ákveð- ið að tekin skuli upp skömmtun á koluni. Fyrir því er hér með lagt fyrir alla þá, er hafa undir höndum kol 'kl. 6 e. h. rniðvikudaginn 19. þ. m. að fram- kvæma birgðákönnun hjá sér á þessari vöru, og tilkynna bæjai'síjóra eða oddvita í því umdæmi, þar sem kolin eru, hve birgðirnar séu miklar, séu þær 1000 kg eða meiri. Skriflegar tilkynningar eða símskeyti um birgo- irnar s'kulu sendar viðkcmandi bæjarstjóra eða oddvita eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 21. þ. m. Þeim, sem hafa undir höndum birgðir af kolum, er nema meiru en 1000 kg k'l. 6 e. h. miðvikudaginn 19. þ. m., er óheimilt að selja -eða 'láta af hendi nokkuð af Slíkum birgðum, nema eftir skriflegri heimild frá bæjar- stjóra eða oddvita í þvi umdærni, þar sem birgðirnar eru. Bæjarstjórum eða oddvitum, hverjum í sínu um- dærni, skal heimilt að veita einstöíkum notendum s'krif- lega innkaupaheimild fyrir kolabrrgðum, er þeir telja að nægja mimi notandanum til eins mánaðar í senn, þar s>em notandinn býr innan 10 km fjarlægðar frá kolasala, en til lengri tírna, þar sem íjarlægðin er meiri, allt eftir mati viðkomandi bæjarstjóra eða oddvita á staðháttum og þörfum á hverjum stað. Skal þá tekið fullt tillit til kolabirgða notandans, svo og þeirra ko'labirgða, sem fyr- irliggjandi eru á hverju verzlunarsvæði á hverjum tíma, en hver notandi skal teljast til þess verzlunarsvæðis, þar sem hann áður hefur venjulega keyp't kol. Þær sérstöku reglur skulu gilda um skömmtun á kolum til notkunar handa skipimi og hvsrs konar eim- knúðum vélnm, að slíkir notendur fái innkaupáheimildir fju-ir kolum, er nægja ti'l eins mánaðar, miðað við venju- lega kolaeyðslu vélanna. Sé um skip að ræða, má e.igi veita innkaupaheimild fyrir meiru magni kola en því, er nægi til að fylla hina eiginlegu kolageymslu skipsins, nema fengið sþ til þess sérstakt leyfi skömmtunarstjóra. Engar sérsta'kar innkaupaheimildir hafa enn verið prentaðar til notkunar við kolaskömmtunina, og v-erða því bæjarstjórar og oddvitar að gefa út skriflegar inn- kaupaheimildir í því formi, ssm þeir telja hentugast, þar til öðruvísi kann að verða ákveðið. Komi upp ágreiningur við bæjarstjóra eða oddvita út af skömmtun á 'kolum, sker skömmtunarstj óri úr. Reykjavík, 19. nóvember 1947. Sköitimfunðrcljóri Auglýsið í Alþýðubfaðinu skammdeginu og haustkuld- unum. Bjargráð rafmagnsyfir- valdanna og bæjaryfirvald- anna átti að vera bygging emtúrbínustöðvarinnar við '“ðaár. Nú liggur vinnan “ð hana niðri vegna verk- falls járniðnaðarmanna, en henni væri hægt að ljúka á mjög skömmum tírna, ef verkinu væri fram haldið. En rafmagnsyfirvöldin og bæjaryfirvöldin eiga líka sína sögu í sambandi við byggingu teimtúrbínustöðv- arinnar. í því efni sem öðr- um hafa þessir aðilar staðið vel í sldlum um skýrslur og loforð, en efndirnar hafa orðið heldur betur á eftir á- ætlun. Eimtúrbínustöðin er sem sé orðin á annað ár á eftir áætlun, og hinn upphaf lega áætlaða kostnað við . byggingu hennar verður á- reiðanlega óhætt að marg- falda með þremur, þegar hún loksins tekur til starfa. Stjóm Reykjavíkurbæj- ar og fyrirtækja hans er ó- glæsileg um margt. Hlutur þeirra, sem stýra rafveitunni og rafmagnsmálunum er þó vafalítið hvað verstur. Stofn unin er skriffinnskubákn, og eina framkvæmdin, sem geng ið er að af sýnilegum áhuga, er hækkun aínotagjaldanna. Aðrar framkvæmdir tefjast von úr viti, og þegar þeim loksins er lokið, verður kostnaðurinn við þær marg- faldur á við það, sem upphaf lega er áætlað. Sagan um byggingu eimtúrbínustöðv- arinnar er í þeim efnurn glöggt dæmi, og sú staðreynd, að Reykvíkingar verða ár eftir ár að una tilfinnanleg- um rafmagnsskortí, talar v!ssulega sínu máli. Ráðamönnum rafmagns- málanna og bæjarfélagsins hefur gengið báglega að læra af reynslunni. En Reykvík- ingar mættu læra margt af þeirri reynslu, sem rafmagns skorturinn og afleiðingar hans hafa þegar orðið þeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.