Alþýðublaðið - 22.11.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.11.1947, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. nóv. 1947. ALÞVÐUBLAÐIÐ Beinafundur við Laugarás Tvær ferðir til Heklu um helgina FERÐASKRIFSTOFA rík- ásins hefur um hverja helgi að undanfömu efnt til ferða að Heklu. Ferðir þessar hafa verið afar fjöilsóttar og tala þátttakenda orðið um allt að 150 í einni ferð, þegar flest hefur verið. Þá hafa og nem- endur framhaldsskólanna farið á vegum skrifstofunnar austur að Heklu. Hafa þann- ig farið nokkrar þúsundir ferðafólks þangað fyrir til- stilli skrifstofunnar og, að því bezt er vitað, komið ánægðir heim aftur og látið hið bezta yfir för sinni. í von um að veðrið verði enn hagstætt hefur Ferða- skrifstofan ákveðið að efna til tveggja ferða austur að Heklu um þessa helgi, og má búast við því; að þær verði hinar síðustu ferðir þangað austur á þessu ári. Fyrri förinni verður hagað þannig, að lagt verður af stað austur kl. 5 e. h. í dag og ekið að Næfurholti i kvöld. Gist verður í skála þar eystra, og verður hver þátt- takandi að sjá sér fyrir hvílu poka, en ,,beddar“ verða látnir þátttakendum í té og séð um að hiti verði nægjan- iegur í skálanum. Þá verða þátttakendur og að sjá sér fyrir mat, en kaffi og kökur verður hægt að fá keypt í Næfurholti. Á morgun snemma verður lagt á fjallið og gengið ©ins langt upp í öxlina, að hraungígnum, eins og öruggt getur talizt, en smágos eru svo að segja lát- laust upp úr honum þessa dagana. Þaulkunnugir menn verða með í förinni, og munu þeir gæta þess að fyllsta ör- yggis sé gætt. Um kvöldið verður síðan haldið heim. — Þátttakendur, sem ætla sér að fara þessa för, verða að hafa tilkynnt þátttöku sína fyrir hádegi í dag. Síðari förin verður farin kl. 8 í fyrramálið. Ekið verð- ur að Næfurholti og gengið upp á svo kallaðar Rauðöld- ur og dvaiið þar uppi nokkra stund. Blasa þaðan við hraun gígurinn og hraunstraum- arnir úr honum. — Væntan- legir þátttakendur í þessari 'för tilkynni þátttöku sína fyrir kl. 4 í dag. Verði bjart veður á morg- un og skyggni gott, mun ferðaskrifstofan efna til enn þá einnar ferðar, og þá í Þjórsárdalinn, en þaðan blasa Heklueldarnir við, og verða þeir skoðaðir frá Gaukshöfða eftir að skyggja tekur. ,Þess skal að lokum getið, að Hafnfirðingum verður gefinn kostur á að óeggja af stað, eins og um síðustu helgi, beint þaðan að sunnan. fáist næg þátttaka, en til- kynna verður um hana í Vörubúðina fyrir hinn ofan- skráða, til tekna tíma. í HAUST var grafið fyrir votheystóft að Laugarási í Biskupstungum, þegar graf- 3ð hafði verið nokkuð niður varð vart við bein og beina- leifar, sem við nánari athug- un reyndust vera mannabein. Öll hin stærri bein, svo sem leggir, höfuðskeljar o. þ. h., eru heiMeg- En þau smærri mjög fúin og vart finnanleg. Þarna fundust smátt og smátt beinagrindur af fimm mönnum. Beinin voru mis- djúpt í jörð, en öll virtust þau þannig, að líkin hefðu legið í austur og vestur. Á einum stað voru leifar af fötum eða einhverju þess konar, en Jíkkistuleifar var ekki hægt að sjá. Hvaða menn munu hafa verið grafnir hér og hvenær? Ekki er líklegt, að þarna hafi verið bænahús eða grafreit- ur eftir að kirkja kom í Skál holt, sem er næsti bær við Laugarás, 2-3 km. milli bæj- anna. Hvers vegna hefur þessi beinafundur ekki verið skoð- aður af fræðimönnum? Það mun strax hafa verið til- kynnt til réttra áðila, þegar beinin fóru að finnast. Óneit anlega væri þó fróðlegt að komast að því, frá hvaða tíma þetta kumbl er, og und- arlegt er að enginn fornfræð ingur skyldi koma og líta á þennan fund, sem er þó ekki að öllu ómerkur. Geta þetta verið bein Dið- riks van Mynden og félaga hans, sem drepnir voru að Skálholti árið 1539? Víta menn, hvar þeir voru grafn- ir? Munnmæli herma, að þeir hafi verið dysjaðir í svo kölluðu SöðulhoLti; en það er lítið klapparholt austan við Skálholtskeldu, skammt austur frá staðnum. Senni- legt er það ekki, því að svo grunnt er þar niður á klöpp, að vara hefði verið unnt að hylja þar lík, sízt mörg. Prófessor frá háskól- anum í Kiel flytur háskólafyrirlestur hér A MORGUN kl. 2 flytur dr. Hans Kuhn, prófessor við háskólann í Kiel, í hátiðasal háskólans, fyrirlestur um Knörinn. Undirstaða þessa fyrir- lestrar eru rannsóknir í menningarsögu Norðurlanda, sem prófessor Kuhn hefur unnið að í mörg ár. Það, sem menn vissu um sjómennsku miðalda á Norðurlöndum, var sótt næstum allt í forn- sögur okkar, ellegar þá í skipsskrokka og brot þeirra, sem voru grafin upp úr jörðu og í myndir af gömlum skipum, sem geymzt hafa til ELDIiI DANSARNIS í G.T. húsimi í kvöld kl. 10. — ASgöngumiðar kl. 5 e. h. í dag. Sími 3355. heldur fund í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu sunnudaginn 23. nóv. kl. 2 e. h. FUNDAREFNI: Félagsmál. Gengið frá uppstillmgarlista. Uppsögn útgerðarmanna á samningum á móíorskipum. Önnur mál. Félagar mæti stundvíslega og sýni félags- skírteini við innganginn. STJÓRNIN. jÞrjár málverkasýningar Fefíings Útvegum frá Ítalíú rörafittings með stuttum afgreiðslutíma. ( Vétuniðjan HÉÐINN h.f. Sírni 7565. ' 4ra herbergja íbúðarfiæl 160 ferm er til sölu nú þegar. Laus til íbúðar ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON hrl. Austurstræti 14. — Sími 5332. Auglýsíð í Alþýðublaðinu okkar daga. Hingað til hafði ekki tekizt að ná öruggu sam- bandi málli þessara gjörólíku heimilda. Fornrit okkar eru flestöll samin á 13. og 14. öld, og það er lítil von, að þau gefi óspilltar upplýsingar um skip og sjómennsku víkinga- aldar. A hinn bóginn er fát't af hinum heimildunum, upp- gröfnum skipum og mynd- um, orðið til eftir hyrjun 11. aldar, og mestallt, og með því það, sem mest kveður að, miklu fyrr. Þó tókst pró- fessor Kuhn að bæta í þetta mikla skarð, sérstaklega með því að athuga vandlega allt, sem okkar gamli kveðskapur •geymir um þessi efni. Það eru reyndar sömu fornritin, sem geyma þennan kveðskap, sömu handritin, en allur þorri þessara kvæða og vísna er langtum eldrii og mun hafa varðveitzt nærri því óbreyttur, og að minnsta kosti mestallur hirðkvaðskap- ur er tímasettur með miklu öryggi. Þessi kvæði og vísur segja furðulega mikið um þróun sjómennskunnar á sínum tima, eins og um fleiri þætti menningarsög- unnar, en jafn furðulegt er, hvað því var lítijl gaumur gefinn. Þessi saga er miklu fjölbreyttari og að sama skapi merkilegri en mann hefur grunað. Lang merki- Legasta skipategund, sem þá var notuð, er knörinn, og hann kemur líka allra mest við sögu okkar lands. Knör- inn var í margar aldir hið eina verulega haffæra skip, sem sÖgur fara af. Þess vegna mun prófessor Kuhn tala fyrst og fremst um hann. Það má nú kalla vist, að hið alkunna skip, sem Norðmenn grófu upp á Gokstad í Vest- fold hafi verið knör, en þetta kemur í bága við aLlt, sem um það var kennt til joessa. Fyrirlesturinn verður flutt- ur á íslenzku, og er öllum heimill aðgangur. SKI PAUTGíRO RIKISINS foriin Vörur, sem afhentar voru til flutnings með Súðinni til Hvammstahga, Blönduóss, Skagastrandar, Sauðárkróks og Siglufjarðar, verða sendar héðan í dag með m.s. „Foldin“. Vörusendendur eru beðnir-að athuga þetta vegna vátrygig- ingar vafánna. SEINUSTU VIKURNAR hafa þrjár málverkasýningar verið haldnar í Listamanna- skálanUm hér í Reykjavík, og stendur ein þeirra yfir enn þá, nefnilega sýning Jóns Þorleifssonar. Þetta er sennilega ein bezta sýning Jóns Þorlecfssonar. Það er í málaralistinni sem öllu öðru, að menn læra svo lengi sem þeir lifa. Jón Þor- leifsson er þroskaður málari; hann er allí af betur og bet- ur að finna sjálfan sig í list sinni og að verða óháðari þeim áhrifum sem hann varð fyrir og tileinkaði sér, er hann var- við listnám er- Lendis. Beztu myndir Jóns Þor- leifssonar virðast mér mál- verkin utan af Snæfellsnesi, t. d. nr. 7, 16 og 18; þá eru ágætar myndir annars staðar fá, t. d. nr. 21. Myndir Jóns Þorleifssonar eru vel byggð- ar; en þó eru sumar ekki nógu vel útfærðar; hann vinnur stundum ekki nóg úr ^moitivunum", svo er t. d. um nr. 39 (Síldarverkun), sem er efni í ágætis mynd. Jón Þor- leifsson notar.mikið Ijósrauða eða rauða liti, næstum um of; rauðir Qitir eru löngum vand- meðfarnir svo vel fari. Dóttir Jóns, Kolbrún, held- ur sýningu á mörgum stúdíu- teikningum; hún hefur stund að höggmyndalist erlendis; en lítt er hægt að dæma um listhæfileika hennar af þess- um teikningum, en þó má segja, að þær gefi góðar vonir. Þá hafa tveir ungir lista- menn haldið málverkasýn- ingu nýlega, þeir Örlygur Sigurðsson og Sigurður Sig- urðsson. Örlygur hefur stundað listnám í Bandaríkj- unum og virðist hafa orðið fyrir nokkrum áhrifum þar. Honum hefur nokkuð farið fram síðan hann sýndi 1945. Málverk hans bera blæ þess, að þau séu máluð á ör- skammri stund; slíkum mál- verkum hættir oft til að verða nokkuð innihaldslaus-. um. Örlygur sýndi margar „karikatur“-teikningar og eru þær hans sterka Mið. Sigurður Sigurðsson hefur stundað nám í Danmörku undanfarið og gætir áhrifa þess. Honum svipar nokkuð til Jóns Þorleifssonar og Kristinar Jónsdóttur. — Mál- verk hans virðast mér yfir- leitt betri en málverk Örlygs, og maður verður meira var við alvarlegar tilraunir hjá honum. Oft er eins og hann skorti úthald til að fullgera myndir sínar. Þeir eiga báðir vonandii eftir að þroskast og vaxa. . Mikið hefur verið um sýn- ingar í haust, og er það góðs viti. Listrýnandi. U ri til Krófcsfjarðarness og Salt- hólmavíkur um helgina. Vöru- móttaka í dag. 14 ^Fí/mR' UMDÆMISSTÚKAN NR. 1. Haustþing Umdæmisstúfcu Suðurlands verður sett á morgun sunnudaginn 23. nóvember kl. 1 e. h. í Templarahöllinni. Stigbeið- endur mæti rétt fyrir þing- setningu. Umdæmistemplar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.