Alþýðublaðið - 02.12.1947, Side 3

Alþýðublaðið - 02.12.1947, Side 3
Þriðjudagur 2. des. 1S47. ALÞYBUBLAÐIÐ Heyrt og lesið Aífhagaunnandi og kímniskáld ÚT ER KOMIÐ nýtt ljóðasafn eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, og nefnist það Ný kvæðabók. Þetta er ellefta bók Davíðs og sjöunda ljóðabók hans. Fyrri ljóðasöfn skáldsins eru: Svartar fjaðrir (1919), Kvæði (1922), Kveðjur (1924). Ný kvæði (1929), í byggðum (1933) og Að norðan (1936). Þorsteinn M. Jónsson á Akur- eyri gefur Nýja kvæðabók út, en hann er og útgefandi að öll- um fyrri bókum Davíðs. * ÞRIÐJA BINDIÐ af Bréfum og ritgerðum Stephans G. Step- hanssonar er komið út, en Þor- kell prófessor Jóhannesson ann ast útgáfu þeirra. Fyrsta bindið hafði að geyma bréf frá árun- um 1889—1913; annað bindið bréf frá 1893—1921, og þetta þriðja bindi flytur bréf- frá 1908—1927. Útgáfu bréfasafns- ins er nú lokið, en fjórða og síð asta bindið, sem kemur út að )ári, á að flytja ritgerðir skálds- lins. * HAFIN ER heildarútgáfa af isögum Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili, og flytur fyrsta foindið, er nefnist Sakámálasög ur, Randíði í Hvassafelli, Magnúsar þátt og Guðrúnar og i Kálfgerðisbræður. Randíður í Hvassafelli kom út sem sérstök ibók 1892, en hinar sögurnar tvær birtust í Sögusafni Þjóð- ólfs, hin fyrrtalda 1893, en hin síðartalda 1891. * HLAÐBÚÐ hefur gefið út vandaða bók, er nefnist Sonur ■guHsmiðsins á Bessastöðum og flytur bréf til Gríms Thomsens |Og varðandi hann, rituð á ár- unum 1838—1858. Flest eru bréfin rituð af foreldrum Gríms 'Og systrum. Finnur Sigmunds- son landsbókavörður bjó bréfa- safn þetta til prentunar. * ÍSAFOLD hefur nýlega gefið út Ævintýri og sögur, sem Ás- mundur Helgason frá Bjargi hefur safnað og skráð. Eru æv- intýri þessi og sögur 23 talsins og efnið mjög víða að komið. * ENDURMINNINGAR ekkju Jóhanns Sigurjónssonar eru ný lega komnar út hjá Helgafelli og nefnast Heimsókn minning- ianna. Ingeborg Sigurjóns- son samdi bók þessa á dönsku og kom hún út í Danmörku, ættlandi frúarinnar, fyrir mörg um árum, en Anna Guðmunds- dóttir hefur þýtt hana á ís- lenzku. * ÖNNUR BÓKIN í bókaflolcki Hlaðbúðar, Værjngjar, sem til- einkaður er ungu kynslóðinni, nefnist Þeir fundu ÍÖnd og Ieið- ir og er þættir úr sögu hafkönn- unar og landaleita, tekriir sam- an af Lofti Guðmundssyni. Er í bókinni meðal annars sagt frá Kólumbusi, Nansen, Arnund- sen og Shackletón og afrekum vþeirra. BORGARSKÁLD Reykvík inga er ekki borgarbarn, þótt skrítilegt sé. Vagga Tóm asa.r Guðmundssonar stóð aœtur í Grímsnesi, og þar austur frá sleit hann barns- skóm. Og þó að Tómas beri titil borgarskáldsins með sæmd, eru mörg Ijóð hans tengd átthögunum á bökkum Sogsins. Grímisnesið hefur og látið Reykjavík í té annað fóstur- barn, sem líka hefur lssið blóm í túni Braga. Það er Kjartan J. Gíslason frá Mos- felli. Fjórða ljóðabók hans kom út fyrir nokkru á veg- um bókaútgáfunnar Norðra, sem nú gerist ærið stórvirk í starfsemi sinni, enda mun bakhjarlinn traustur. Sumum finnst Kjartan J. Gíslason taka jafnaldra sinn og sveitunga, Tómas Guð- mundsHon, nokkuð mikið til fyrirmyndar í skáldskap sín- um. En nokkuð eru þær full- yrðingar hæpar. Það, sem sameiginlegt er með Tómasi og Kjartani, má og finna í Ijóðum ýmissa annarra skálda, er varla mun verða um sagt, að farið hafi í smiðju til þessara Grímsnes- inga, annars eða beggja. Sannleikurinn er sá, að þau skáld, sem fædd eru og upp- alin til sveita, en dvalizt hafa manndómsárin í höfuðborg- inni eða öðrum kaupstöðum landsins, og ala á annað borð í ljóðum isínum hug til átt- haganna, eru meira eða minna andlega skyld. En sá skyldleiki er oft og tíðum fjarri því að vera sönnun um ósjálfstæði. Kjartan J. Gíslason er í ljóðum sínum mikill unnandi átthaga sinna. Hi-n nýjia ljóða bók hans, Fegurð dagsins, staðfestir eim það, sem áður var vitað í því efni. Þetta er styrkur Kjartáns sem skálds. Hann ann isveitinni sinni vafalaust á sama hátt og ,af sömu ástæðum og margir aðrir, en hann velur yrk- isefni sín öðru vísi en önn- ur Ijóðskáld okkar. Hann bregður upp í ljóðum sínum smáum en skýrum myndum úr sveitinni,. af landslaginu, daglega lífinu og fólkinu. Þesser myndir eru látlausar en sannar. Kvæði Kjartans eru stutt og laus við tilgsrð og skrúðmæli. Þau eru að sjálfsögðu misjöfn, og' þessi bók er engan veginn eins sam felld og til dæmis Skrjáfar í laufi, sem sennilega er jafn- bezta bók Kjartans. En beztu kvæðin í Fegurð dagsins bera höfundi sínum vitni sem vandvirku og hugkvæmu skáldi. Kjartan J. Gíslasön beitir kímninni ærið oft í kvæðum j sínum. Þessa gætir talsvert í Fegurð dagsins, en þó minna en oft áður. Kímni Kjartans er skemmtllega laus við ill- Kjartan J. Gíslason frá Mosíelli. kvittni og öfuguggahátt, hún er góðlátleg og yfirlætislaus, ■mannleg og fjörgandi. Kjart- an sér ekki síður hið skop- lega við sjálfan ,sig en aðra og háttu sjálfs sín en annarra, og hann er ekkert að leyna kátlegum athugunum sínum, er varða sjálfan hann. Kímni 'ljóð hans sanna glöggt, að hann er sjálfstæður í hugs- un og á streng á skáldhörpu isinni, sem er hans en ekki annarra. Kjartan J. Gíslason er ekki af „nýja skólanum“. Hann notar greinarmerki og iskrif- ar upphafsstarfi að settum \reglum. Til eru svo öfgafull- ir aðdáendur afkárajskapar- ins, að þeim finnst ekkert vera skáldskapur nema hann. Slíkum mönnum finnst auð- vitað ekkert í skáldskap Kjartans J. Gíslasonair varið. En þeir herrar telja harla fáa verðskulda skáldheiti, og Kjartan J. Gíslason nýtur áreiðanlega svefns og matar, iþótit þeir skipi honum í sveit hinna útskúfuðu. Hann kipp )ir isér varla upp við það, þótt kastað sé að honum tittlinga- skít. • I Helgi Sæmundsson. Menningararfur og aldaspegi ÍSLENDINGAR hafa löng- um haft áhuga fyrir fróðleik og skemmtun þjóðlegra fræða-. Svo er enn og í rík- um mæli, og sannar það bet- ur en flest annað, að þjóðip er minnug á sögu sína og for- tið. Ár hvert eru gefiin út á landi hér ný þjóðsagnasöfn, enda láta ýmsir ungir og af- kastamiklir rithöfundar mjög að sér kveða á því sviði. Jafn framt ber mikið á endurút- gáfum gamalla og merkra þjóðsagnasafna, og munu slík rit eiga miklum vin- sældum að fagna nú ekki síður en fyrrum, þegar lands- imönnum gafst kortur þeirra fyrsta sinni. Endurútgáfur þjóðsagna- safna setja sinn svip á bóka- flóð þessa árs. -Sagnakver séra Skúla Gíslasonar er komiið út í vandaðri mynd- skreyttri útgáfu, og er þetta í fyrsta sinn, sem það er gefið út sérstaklega og í heild. Islenzkar söigur, fjórða bindið af sögusafni Isafoldar frá 1891, er verulegur hluti hins nýútkomna fynsta bindis af Sögum ísafoldar. Þá hefur loks Iðunnarútgáfan hafiið út- gáfu á nýjum bókaflokki, Sögn og sögu, með anna-rri og aukinmi útgáfu af íslenzk- um sagnaþáttum undir heit- ánu Sagnaþættir Þjóðólfs- Hefur Giils rithöfundur og ritstjóri Guðmundsson búið sagnaþætti þessa til prent- unar. V-irðist ástæða til þess að ætla, að hér verði um merkan bókaflokk að ræða. Sagnaþættir þessir birtust upphaflega í blaðinu Þjóð- ólfii á árunum 1898—1911. Vo-ru þættirnir síðan sér- \prentaðir í þremur heftum undir heildarheitinu Islenzk- ir sagnaþættir. Af fjórða hefti va-r aðeins sérprentuð fyrsta örkin með upphafi þáttar Grafar-Jóns og Staðar- manna, sem birzt hafði allur í Þjóðólfii. Er sá þáttur tek- inn upp í þessa nýju útgáfu, svo og þátturinn af Galdra- Leifa, er birtist í Þjóðólfi og sérprentaður var innan um þýtt skáldsagnarusl úr blað- inu 1889, en hann er ekki að finna í Islenzkum sagnaþátt- um. Er hér því um að ræða aðra útgáfu íslenzkra sagna- Kvenfélag Alþýðuflokkslni í Reykjavík heldur í Iðnó 5. des. n.k., -sem hefst með borðhaldi kl. 7 e. h. DAGSKRÁ verður: Ræður og fjöldasöngur. Brynjólfur Jóhannesson leikari les upp. 5 ssúlkur syngja með gítarundirleik. Kvikmyndasýningar af Heklugosinu og Snorrahátíðimii. DANS. r fHX9 C ■ Félgskonur eru beðnar að taka 'aðgöngumiða síná í allra síðasta lagi á miðvikudag hjá hverfi-sstjórunum. STJÓRNIN. þátta að viðbættum þessum tveimur þáttum. ístenzkk, sagnaþættir hafa lengi ve-rið fágætir en harla eftirsóttir, svo að segja má, að bætt' sé úr brýnni þörf með endurútgáfu þeirra. En þeir 'eiga sé,r mun meiri og merkari sögu en söfnunar- gildið. Hér er sem sé um að ræða mjög merkilegt safn þjóðsagna, þar sem saman fer mikill fróðleikur og skemmtilegar frásagnir. Lest- ur sagnaþáttanna í útgáfu Gíls og búningi Iðunnarút- gáfunnar er ekki aðóins góð dægrastytting heldur merki- legur skóli. Megingildi þátta þessara er fólgið f mannlýs- ingunum. Þar er hver per- sónusagan annarri athyglis- verðari og sérkennilegri. Þarna er sagt frá ýmsum þeim, sem eftirminnilega hafa komið við sögu landsi og þjóð ar á liðnum öldum. Þó m-unu þættirnir í riti þessu af höfð- ingjum og valdamönnum. varla geta talizt merkileg- astir, þótt viðamiklir séu sum ir hve-rjir. Mest er tvímæla- laust vert um þær frásagnir, er segja frá einkennilegu at- gervisfólki úr hópi. þegna þagnarinnar. Þættirnir af Hafna-rbræðrum, Árna Gísla- syni og Kristínu Pálsdóttur eru til dæmis gersemi hver um sig. En af einstökum þátt- um safnsins er þó efunar- laust mestur fengur að hin- um kja-rnyrtu frásögum Ind- riða heitins Þórkelssonar af manntröllinu Pétri á Kálfa- strönd, en þær skráði Indriði. eftir sögnum í átthögum sjn- um norður í Þingeyjarsýslu. Sá iþáttur hefur að geyma alla höfuðkosti góðrar sagna ritunar. Vist voru góðir nautarnir að íslenzkum sagnaþáttum, enda mun leitun á þjóðsagna safni, sem sé þessu samfelld- ara og jafnbetra, og verður þó ekki með sanni sagt, að á skorti um fjölbreytni í vali á söguefnum. Lestur þáttanna er aldaspegill, sem nútíðar- mönnum er hollt að líta í. Ó- víða fæst skýrari mynd af lífi og starfi horfinna ■ kyn- slóða. Gils Guðmundsson ritar að Sagnaþáttum Þjóðólfs stutt- an en greinagóðan formála, þar sem hann minnist fyrst og fremst Þjóðólfsritstjór- anna og útgefenda sagnaþátt anna, Hannesar Þorsteinsson> ar og Péturs Zóphóníasson- ar. Þar er margt sagt og vel í stuttu máli. Starf Gils að öðru leyti við útgáfu þessa rits er vafalaust með ágæt- um, því að han-n kann tví- mælalaust vel til verks sem. þessa og hefur sjálfur lagt clrög að prýðilegu sagna-safni. Þó mun margur harma það, sér í lagi m-eð tilliti til ágæt- is þessarar útgáfu að öðru leyti og að hún mun varla verða endurprentuð í náinni íramtíð, að vanta skuli nafna skrá og skýringar aðrar en: þær, sem fylgdu frumútgáf- unni. Einnig hefði vel farið 'á því, að aðstoðarmanna' Hannesar og Péturs í þessu menninga-rstarfi þeirra væri að nokkru getið í tilefni hinn ar nýju útgáfu. Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.