Alþýðublaðið - 02.12.1947, Qupperneq 6
6
ALÞÍfÐUBLAÐSÐ
Þriðjudagur 2. des- 1947.
Frú Báríður
Dulheims:
HÚSMÆÐRAÞÁTTUR.
í síðasta húsmæðratíma vor-
um við að tala um matinn, og
komumst að þeirri niðurstöðu,
' að maðurinn væri matarmeg-
inn. Það var nú það. í dag tök-
um við dálítið fyrir klæðnaðinn,
það er að segja, þann klæðnað,
sem eitthvað hefur að segja,
nefnilega kvenklæðnaðinn.
Hann er nokkuð sitt á hvað,
bæði eftir því, til hvaða brúks
hann er ætlaður, og eins hef-
ur tízkan stundum svolítil á-
láhrif. Nú eru kjólarnir t. d. að
síkka aftur. Það er ekki nema
gott og blessað, því þeir voru
orðnir helzt til stuttir, og stund
um áhöld um, hvort þeir gátu
heldur talizt kjólar eða mittis-
skýlur. Ég hef heyrt, að karl-
mennirnir séu á móti því, að
kjólarnir fari síkkandi og telji
þetta ganga í öfuga átt við
skömmtun og sparnað. Áður
fyrr meir voru þeir á móti því,
að þeir styttust og töldu það
mundi verka siðspillandi. Þeir
eru löngum sjálfum sér sam-
kvæmir, blessaðir. Ég hefði nú
haldið, að siðferðið væri frem
ur undir karlmönnunum kom-
ið, heldur en því, hvort kjólarn
ir væru stuttir eða síðir, og oft
hef ég sagt það, að aldrei muni
þrífast sönn siðmenning eða
siðferði í heiminum, fyrr en
karlmönnum væri að fullu út-
rýmt. Allar styrjaldir eru þeim
að kenna, því við konurnar er
um friðelskandi verur, utan
heimilis sem innan. Én það var
þetta með kjólana. Þeir fara sem
sé síkkandi. Þá er þessum þætti
lokið í bili. Góða nótt.
Dáríður Dulheims.
GAMALL SJÓARI SPYR.
Ég er einn af þeim, sem tel
\ það bæði skömm og þjóðarhörm
»ung, að síldarbátarnir skuli
i þurfa að bíða hér löndunar svo
• dögum skiptir. Hvirs vegna er
ekki hægt að finna eitthvert
geymslupláss fyrir síldina. Hún
er í raun og veru gull — og
það mun ekki standa á því að
útvega henni verustað, þegar
búið er að breyta henni í er-
lendan gjaldeyri. En hvers
vegna ekki að reyna að finna
henni geymslustað nú þegar, til
þess að sem mest fáist inn í
landið síðar meir af þessum
dýrmæta gjaldmiðli. Hvernig er
það með ríkiskassann, er hann
ekki sama sem tómur núna?
Hann ætti að taka slatta! Og
svo er það þjóðleikhúsið. Er það
ekki komið í eitthvert langa-
stopp einu sinni enn. Það hlýt-
ur að taka einhvern helling,
þar eð nú er talið, að allir
stærstu salir þess séu fundnir.
Og ef einhver óttast, að þvo
þyrfti veggi þess á eftir, er það
mesti misskilningur, því síldar-
hreistrið mundi mynda hina
glitfegurstu mosaik í nýtízku-
stíl. Nú svo eru víst fleiri stór-
hýsi, sem standa hér ófullgerð,
og munu standa um lengri tíma.
T. d. íæðingardeildin. Auðvitað
er þar skaði að kjallaraleysinu,
en hvað um það. Ég er viss um
að ráðamenn mundu ekki hafa á
móti þessu. Og svo eru húsa-
kynni, sem vel mættu hætta
að gegna hlutverki sínu um
stundarsakir. T. d. salirnir á
Borginni. Það er þá víst ekki
nýtt að í þá sé pakkað eins og
síld í tunnu. Og að síðustu, —
hvers vegna ekki að girða af
Hafnarstræti og dæla allri kös-
inni þangað. Gerði þá ekkert
til, þótt nokkrir rónar yrðu und
ir kösinni. Þeir mundu finnast
aftur, þegar þar að kæmi og
hressast, ef þeim væri gefið
brennivín. Það er allt í lagi með
þá. Nú, og ekki gerði heldur
til, þótt nokkrar síldar rynnu
inn um bakdyr bankanna, þang
að mun hún renna hvort eð er,
fyrr eða síðar.
du Maorier
Daptirse
Eldhúsið var fullt af mó-
reyk, sem smaug upp í loftið
og út í hornin og sveif um
eins og blátt ský. Mary sveið
í augun og nasirnar og hún
fann bragðið að honum á
tungunni.
,,Þér mun brátt geðjast að
Joss frænda þínum og kunna
lagið á honum,“ hélt frænka
hennar áfnam. „Hann er in-
dælis maður og mjög hug-
rakkur. Hann er mjög þekkt-
ur hér um slóðir og mikifs
vi.rtur. Það mun enginn segja
neitt á móti Josis Merlyn.
Hér eru stundum mjög marg-
ir gestir. Það er ekki alltaf
svona rólegt eins og núna.
Þetta er fjölfarinn þjóð-
vegur. Vagnarnir fara fram
hjá á hverjum degi. Og
heldra fólkið er mjög kurteist
við okkur. Það er ekki lengra
síðan en í gser að nágranni
okkar kom í heimsókn, og ég
bjó til handa honum köku til
þess að fara með heim. ,,Frú
Merly,n,“ sagði hann, „þér er-
uð eina konan á öllum Corn-
wall, sem kann að baka
köku.“ Þetta voru hans eigin
orð. Og jafnvel sýslumaður-
inn sjálfur, — það er Bassat
sýslumiaður, skal ég siegja
þér, firá North Hill, hann á
allt landið hér í kring —
hann gekk fram hjá mér á
veginum hér um daginn —
jú, það var á þriðjudaginn —
og hann tók ofan. ,,Góðan
daginn, frú,“ sagði hann og
hann hneigði sig fyrir mér
þar sem hann sat á hestbaki.
Það er sagt að hann mafi ver-
ið mikið kvennagull hér áð-
ur. Þá kemur Joss út úr
skemmunni þar sem hann
hafði verið að gera við vagn-
hjól. ,,Hvernig gengur það,
herra Bassat?“ segir hann.
,,0, álíka og hjá yður, Joss,“
svarar sýslumaðurinn, og svo
fóru þeir báðir að hlæja.“
Mary tautaði eitthvert
svar við þessari ræðu, en
hana tók sárt að sjá, hvernig
frænka hennar forðaðist að
líta í augu henni, þegar hún
var að tala ög hvað hún tal-
aði af mikilli mælgi fannst
henni líka grunsamlegt. Hún
talaði eins og barn gerir, sem
er að segja sjálfu isér sögu
og hefur hæfileika til að
skálda. Það særði Mary að
sjá hana leika þetta, og hún
óskaði að hún hefði nú lokið
þessu og mundi nú þegja, því
að orðaflaumurinn var að
sumu leyti ennþá átakanlegiri
heldur en tár hennar höfðu
verið. Það heyrðist fótatak
fyrir utan dymar, og Mary
varð leið er hún skildi, að
Joss' Merlyn var kominn nið-
ur aftur og hafði að líkindum
heyrt allt, sem kona hans
sagði.
Patience heyrði líka til
hans, fölnaði og kækurinn,
um munninn kom í ljós.
Hann kom inn í herbergið og
leit á þær itil skiptis.
„Nú, svo hænurnar eru
strax farnar að gagga?“
sagði hann, brosið var horfið
og hann kipraði saman aug-
un. ,,Þú hættir istrax að
grenja ef þú getur talað. Ég
heyrði til þín, blaðursskjóð-
an þín — gagga, gagga, gagga
eins og hæna. Heldurðu að
þessi kæra frænka þín trúi
einu orði, sem þú segir? Þú
gætir ekki einu sinni fengið
krakka til að frúa þér, hvað
þá .heldur svona ungfrú eins
og hana.“
Hann tók stól frá veggnum
og skellti honum niður við
borðið. Hann settist þyngsla-
lega, istóllinn brakaði undir
honum, og svo teygði hann
sig efitir brauðinu, skar sér
væna sneið og slafraði því í
sig með ídýfu. Hann tróð því
upp í sig, svo að fitam rann
niður hökuna á honum, og
benti Mary að koma að borð-
inu. ,,Þú þarft að fá mat, ég
sé það,“ sagð hann og skar
varlega mjög þunna sneið af
brauði og smurði mjög vand
lega og rétti henni. Þetta var
áberandi andstætt því, þegar
hann var að taka til handa
sjálfum sér — svo áberandi,
að Mary fannst það næstum
óhugnanlegt hve iskjót
breytingin var frá hinum
mesta ruddaskap til vandlát-
ustu nákvæmni. Það var eins
og það væri einhver hulinn
máttur í fingrum hans, sem
breytti þeim úr lurkum í
fima og lipra þjóna. Þó að
hann hefði skorið stærðar
hleif og fleygt í hana, þá
hefði henni ekki fundizt það
neitt óeðlilegt, það hefði
verið í samræmi við það, sem
hún hafði séð til hans. En
þstta, hve hann varð skyndi-
lega fimur, þessd skjóta, hár-
nákvæma hreyfing handar-
innar, var skyndileg og ó-
heillavænleg opinberun, ó-
heillavænleg af því að hún
var óvænt og ekki sennileg
af manni, seim þannig' var
gerður. Hún þakkaði honum
hljóðlega fyrir og fór að
borða.
Frænka hennar, sem ekki
hafði sagt orð, síðan maður
hennar kom inn í herbergið,
var að steikja flesk á eldin-
um. Enginn sagði orð. Mary
.fann, að Joss Merlyn var að
athuga hana yfir borðið, og
i bak við sig heyrði hún, að
frænka hennar var að fálma
við heitt handfangið á steik-
arpönnunni. Allt í einu
missti hún hana og rak upp
■ angistaróp. Mary stóð upp til
að hjálpa henni, en Joss
þrumaði að henni að setjast
iaftur.
Nýkomið
Gamasíubuxur, barna-
kjólar heklaðir, lopi 3 lit-
ir, vinnuvettlingar.
Þórsbúð, Þórsgötu 14.
ÖRN: En hverniig er það? . . Ert
þú eíni Bandaríkj amaðurinn
hér á eynni? .... Ekki getur
það talizt fjölmennt herlið.....
EFTIRLITSMAÐURINN: Ónei.
Við' erum fleiri. En þeir eru
nefnilega i einni misheppnaðri
eftirlitsflugferðinni enn, dreng-
irnir. Þeir verða fleiri en einn af
þeim, sem týnast af ókunnug-
um orsökum nú eins og fyrri
daginn. Og hér verð ég að ann-
ast allt og hugsa fyrir öllu.