Alþýðublaðið - 06.12.1947, Side 5
Laugardagur 6. des. 194L
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Þarfasfa þjónsins
makiega minnzf
„FAXI“ heitir bók ein, sem
fyrir skömmu er komin út.
Nafnið er yfirlæíislaust. En
þessi bók hefur meira og
merkara mál að flytja og ís-
lendingum, að minnsta kosti
þeim eldri, — hugstæðara
mál, en mörg önnur bók, sem
þó er talin nokkurt erindi
eiga til þjóðarinnar.
Þetta er saga íslenzka hests
ins, þarfasta þjónsins, sem að
vísu hefur hlotið þakklæti
og ástríki hjá sumum vinum
sínum á öllum öldum, en
stundum sætt ómaklegni og ó
þarflega harðri meðferð. Og
nú er'hann óðum að þoka úr
sessli fyrir s'tórvirkari, — en
sálarlausum þjónum, svo það
er óneitanlega vel til fundið,
að skrifa sögu hans nú. Dr.
Broddi Jóhannesson virðist
næmur sálfræðingur, og þá
jafnt, er mállausar skepnur
eiga í hlut, ef svo mætti að
orði komast. Er frásögn hans
öll einkar látlaust en hlý og
giögg.
Þarna er margt fróðlegt að
finna. Og auk þess er bókin
prýdd fjölda mynda eftir
Halldór Pétursson. B&ra
myndirnar því Ijóst vitni, að
hestarnir eru uppáhaldsvið-
fangsefni hans.
Norðri gefur út bókina og
er frágangur allur hinn prýði
legasti.
Ævisaga Önnu Boleyn
komin út á íslenzku
DRAUPNISÚTGAFAN hef
ur nýlega sent á lesmarkað-
jnn ævisögu Önnu Boleyn
eftir ítalska sagnfræðiprófess
orinn og rithöfundinn E.
Momigliano í þýðingu Sig-
urðar Einarssonar. Er bókin
230 blaðsíður að stærð í stóru *
broti, prýdd átta heilsíðu-1
mýndum af helztu sÖgupersón|
imum og mjög vönduð að öll^
um frágangi. &
Anna Boleyn var önnura. i
hinna sex kvenna, sem Hin-fe
rik áttundi Englandskonung^,
ur gekk að eiga á áru.nurrA
1509 — 1547 og hóf til þess^
vegs að verða drottningar*
Englands. Af þessum sex kon”
um létu tvær lífið á högg-#
stokknum, og var Anna*
Boleyn önnur þeirra. Einka-*
líf Hinriks konungs hefur"
orðið eitthvert blóðugasta'*
hneykslii veraldarsögunnar.
Bókin fjallar um h!ið áttaL
ára tímabil, sem hið furðulegal
ævintýri Önnu Boleyn stóð^
yfir, eða þar til því lauk
höggstokknum skömmu eítirL
að hún hafði fætt Hinrikio
konungi dóttur, Elísabetu,S
sem síðar varð nafnkunnasta '*
drottruing Bretaveldis. En hjú|
skapur Önnu og Hinriks er|'
merkilegasti atburðurinn í»
ævi konungsins, þar eð til|
hans má rekja orsakirnar til
þess, að með öllu - skildi á
milM ensku þjóð.arinnar og
kaþólskrar kirkju með öllum
þeim. afleiðingum, sem sá
skilnaður hafði í för með sér.
ávallf glæsilegasta
Menn gefa Norðrabækurnar í jólagjöf og tryg gja þannig vinum sínum þjóðlegusfu, skemmtilegustu,
í og gagnvönduðustu bækurnar.
URVAL ISLENZKRA BÓKA:
Faxi,
eftir dr. Brodda Jóhannesson. Sagan
um hlutdeild 'hestsins í íslenzku þjóð-
lífi er lýsing á menninearviðhorfum,
sem í þúsurid ár hafa verið ein upp-
runalegustu sérkenni íslenzks þjóð-
ernis. Þessi mikla bók er engri annarri
bók hk. Hún er undursamlegt ævin-
týri heillar bjóðar á hestbaki. Prýdd
fjölda teikninga eftir Halldór Péturs-
son
Bessastaðir,
eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, er merki-
legt, skemmti. og fræðirit um hið
langfræga höfuðból og núverandi
þjóðhöfðin."iasetur. Bókin er mynd-
skreytt og handbundin í alskinn og
talin ein fegursta bók, er gefin hefur
verið út á íslandi.
Dagur er li&inn,
ævisaga Guðlaugs frá T1'”iðbarðaholti
eftir Indriða Indriðason. Saga ó-
breytts alþýðumanns og um leið snar
þáttur úr þjóðarsögunum síðustu 70
árin. Hér er lýst lífskjörum og aðbún-
aði kynslóðar, sem nú er óðum að
falla í valinn. Hver íslendingur, sem
er vaxinn úr grasfi, kannast við sögu-
hetjuna, nafrnð kann að vera annað
en maðurinn er hinn sami.
Öræfaglettur,
eftir Ólaf Jönsson. Þessi skáldsaga
hefur þegar vakið mikla athygli, enda _ *
sérstaeð og þjóðleg saga, sem opnar Sræna trée,
lesendanum leáð inn í huliðsheima ís-
lenzkra þjóðsagna, hinnar miklu víð-
áttu öræfanna.
ÚRVAL ÞÝDDRA BÓKA:
Riki mannanna,
eftir Sven Edvin Salje, í þýðingu Kon
ráðs Vilhjálmssonar. Raunskyggn og
heilbrigð ástarsapa. Að nokkru leyti
framhald af sögunni KetiII í Engihlíð,
sem hlotið hefur miklar vinsældir.
Rússneska hilGmkviðan,
eftir Guy Adams. Rómantísk og heill-
andi skáldsaga um ástir og örlög lista
manna. Verðlaunabók í bók^-+"-
samkeppni Sameinuðu þjóðanna.
Konan i söSEImim,
eftir Harriet Lundblad. Konráð Vil-
hjálmsson þýddi. Lífsreynd ung
stúlka lítur til baka yfir farinn veg
og skrSfar ævisögu sína blátt áfram
og hispurslaust.
Feðgarnir á Breiðaboli
E-BIE.
Stórviði, Bærinn og byggðin, Græna-
dalskóngurinn. Þessi merki, norski
sagnabálkur, í þrem bindum, lýsir
hörðum átökum hins nýja og gamla
tíma.
Á Svörtuskerjum,
eftir Emilie Carien. Á Svörtuskerj-
um, þar sem öldumar rísa og hníga,
skip stranda og skipshafnir berjast
við dauðann, gerist mikil saga og
margbrotin. Saga ásta og manndóms.
Á Dælamýrum,
eftir Helga Valtýsson, er nýstárleg og
sérkennileg bók hér á landi að stíl og
efnismeðferð.
Gömul bflöð,
eftir Ehnborgu Lárusdóttur. Snjallar
og hnitmiðaðar sögur um tímabær
efni.
Fjöllin blá,
lióðabók eftir Ólaf Jónsson, Ljóð
Ólafs Jónssonar eru óður til íslenzkra
fjalla og öræfa.
Fegurð dagsins,
kvæði eftir Kjartan J. Gíslason frá
Mosfelli. Það er hlýtt og bjart yfir
þessari bök, sem veldur því, að lesand
dnn leggur hana ánægður frá sér. ís-
lendingum hefur jafnan þótt ljóðabók
góð gjöf og svo mun enn.
eftir Kelvin Lindeman. Þýð. Brynj-
ólfur Sveinsson menntaskólakennari.
Áður fyrr áttu Norðurlandamenn ný.
lendur í Austurlöndum., Þar leituðu
margir hraustir drengir frama. Sum-
ir týndu lífinu í skæðum drepsóttum,
óþrotlegri baráttu við fjandsamlega
frumbyggja eða harðfenga keppi-
nauta. Áðrir komu heim með fé og
frægð. Þetta er sagan um ferðir
þeirra.
Vinsælustu barna- og ung-
lingabækur landsins hafa
jafnan verið frá Norðra —
og í ár hefur komið út veru-
Iega fjölbreytt og glæsilegt
úrval íslenzkra og þýddra
bóka, sem verða kærkominn
lesíur fyrir íslenzka æsku.
Barnagull I.
I Rökkrinu, sögur fyrir yngri
börnin. Ragnar Jóhannessön
magister tók saman. Bráð-
skemmtilegar sögur, fullar af
gáska og hugkvæmni.
Dýrasögur. f
Jóhannes Friðlaugsson kennar
ari valdi sögurnar. Fjölbreytt
safn, víðsvegar af landinu. Öll
óspillt börn hafa yndi af dýr-
um, og foreldrár geta tæplega
fengið börnunj sínum hugð-
næmara og hollara lestrarefni
en þesasr sögur uni vini barn-
anna.
Það er garaan að lifa
eftir Evu Hjálmarsdóttur frá]
Stakkahlíð. Nafnið lýsir bók-|
inni vel. Höfundi er óvénju-
lega sýnt um að draga framv
hina bjartari hlið lífsins. í þessl
um sögum birtist fegurðarþrá |)
mannlegs hjarta í tærri og(
upprunalegri mynd.
Benna-bækurnar
hafa slegið met í vinsældurt:
hjá drengjunum.
Beverly Gray-bækurnar
eru eftirlætisbækur allra
ungra stúlkna.
Óskabækurnar
eru orðnar þrjár. Þær heLa: \
Hilda á Hóli,
Börnin á Svörtutjörnuni og/j
Kata bjarnarbani.
Allar eru, óskabækurnar heill-
andi og spennandi, enda njóta
þær sívaxandi hylli stúlkna og
drengja.
ISLANDSFOR ÍNGU
eftir ESTRID OTT.
Þetta er í fyrsta sinn, er erlendur höfundur skrifar unglingabók
frá íslandi. Er bæði fróðlegt og skemmtilegt fyrir íslenzka æsku að
kynnast iandi s'ínu, eins og það kemur erlendum gesti fyrir sjónir.
Aðalsögupersónan er norsk stúlka, sem varð að flýja heimaland
•sitt á stríðsárunum og komst til íslands. Hér eignast hún góðar vin-
konur, Ruth og Rúnu, sem lenda í margvíslegum ævintýrum, en
'hvar sem þær :koma, vekja þær lífsgleði og fjör. En þáer kunna líka
að taka til höndum og eiga ráð undir hverju rifi. Um sama leyti og
þessi saga kemur út á íslerizku, mun hún einnig birtast á hinum
Norðurlandamálunum.
Munið, að Norðra-bœkurnar
eru kœrkomnasta jólag jöfin*
Pósth. 101 Reykjavík
Pósth. 45 Akureyri.
Enn er kostur á að eignast sumar a£ þeim bókumNorðra, sem mestar vinsæidir hafa hlotið undanfarm
ár, t. d. Á hreindýraslóðum, Söguþættir landpóstanna I.—III., Á ferð, Ég vitja þín, æska, Horfnir góð-
hestar. Hér eru gagnmerkar og rammíslenzkar bækur, sem ekki fyrnast, þótt tímar líði. Gætið þess að
tryggja yður þær í tíma, því að upplagið er senn á þrotum. —