Alþýðublaðið - 06.12.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.12.1947, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ FANTASÍA í TOPPDÚR. Það er frost hvern einasta dag, raunar sáralítið frost, en nægir þó til þess: Að hitaveitan klikkar; rafmagnið klikkar; hádegismaturinn klikkar, (item: kvöldmaturinn og heimilisfriðurinn), og jafnvel forhertustu góðtemplara dreymir æskuárin þegar þeir drukku úr sér hrollinn! Dreymir í köldum svefnsófum , í kolníðamyrkri . . . Rafmagnið er bilað; hitaveitan biluð; konan snýr sér til veggjar. . . . Og tennurnar glamra í munni rnanns eins og þúsundir þrýstiloftsbora, — og sé minni manns enn ófrosið, man maður ef til vill að maður hefur fætur og tær. Og siðferðiskenndin item samviskan skjálfa og nötra, og gamlir heitstafir gnýsta tönnum . . . En úr hyldjúpum frostkaldrar skammdegisnætur teygir freistingin feita, svitaþvala fingur Hvíslar seiðdult: Hér er velgjan, maður! Brennivín! kvenfólk! Hver kallar? Ég . . . Ó, að ég gæti kveikt! Ég heyri í bil úti á götunni og bak við -þilið sover den danske Pige. . . . Ég kref yður til ábyrgðar fyrir því, sem kannað gerast! í VERZLUNUM BÆJARINS er jólaösin nú sem óðast að hefjast. Um leið magnast fyrir- bænir og blessunarorð í garð skömmtunarstjóra og þeirra, sem með þau mál hafa að gera, svo að fullvíst má telja ,að þeir hljóti lán í lífinu og fullsælu hinum megin. Ég kom í bókaverzlun í gær. Þar var stödd kona, sem bað um einhverja bók í skraut- bandi. „Helzt svona -^stóra" sagði hún og mátaði með hönd- unum, „en þið verðið að ábyrgj ast, að það sé ekkert dónalegt í henni, því ég ætla að gefa hana konu, sem les allar bækur, sem hún eignast“. Ég kom einnig í skartgripa- verzlun. Þar var staddur maður inni; sá bað um, eða spurði, hvort ekki væru til tóbakspont ur. Stúlkan byrsti sig, roðnaði við og sagði snöggt „Nei! ‘ Þeg- ar maðurinn fór út, sagði hún við mig: „Guð! Var maðurinn fullur, eða bara svona dónateg- ur“. Og svo var það konan, sem bað um einhverja gjöf 'handa manni sínum, sem ekki væri skömmtuð. ,,En hann reykir ekki, drekkur ekki og hei'ur andúð á bókum“, sagði hún. „Já, þá er úr vöndu að ráða“, svaraði búðarmaðurinn. „Borð ar hann kartöflur---------ja, þær fást nú raunar ekki sem stendur“. Smurt brauð og snittur fæst tilbúið allan dag- inn. — Komið inn og veljið. SÍLD & FISKUR, Bjergstaðastræti 37. Lækjargötu 6. Borgarstjóri! Raf magnsst jóri! Hitaveitustjóri! LesíS Alþýðublaðið Laugardagur 6. des. 1947. Daphne du Maurier Mary dró fyrir gluggann og fór upp í rúmið. Tennurn- ar glömruðu í mimninum á henni, og fætur hennar og hendur voru dofnar aí kulda. Langa stund sat htin í hnipri uppi í rúminu í ör- væntingu sinni. Hún íhugaði hvort það væri nokkur vegur að brjótast út úr húsinu og rata aftur hinar tólf löngu mílur til Bodmin. Hún íhug- aði, hvort hún myndi ekki svo þreytt; að hún myndi yf- irbugast og falla niður á leið- inni og sofna, til þess eins að verða vakin snemma næsta morgun við það að Joss Mer- lyn gnæfði fyrir ofan hana. Hún Iokaði augunum, og þá sá hún strax andlit hans fyrir sér brosandi, og brosið breyttist í grettu, og andlit hans varð svo allt að ótal hrukkum, þar sem hann skalf af reiði, og hún sá geysistóran svartan hárlubb- ann, amarnefið og langa, kraftmikla finguma, sem höfðu svo banvænan þokka. Henni fannst hún vera hér ins og fúgl í búri; og hve mjög sem hún reyndi, mýndi henni aldrei takast að kom- ast undan. Ef hún vildi vera frjáls, yrðá hún að fara strax, klifra út um gluggann og hlaupa eins og óð eftir vegin- um, sem blykkjaðst eins og höggormur eftir heiðinni. Á morgun yrðd það of seint. Hún beið þar til hún heyrði fótatak hans í stiganum. Hún heyrði hann tauta við sjálf- an sig, og henni' til mikils léttis, þá snéri hann til hlið- ar inn eftir göngum, sem lágu til vinstri við stigann. Dyr lokuðust í fjarska og svo kom þögn. Hún ákvað að bíða ekki lengur. Ef hún dveldi, þótt ekki væri nema eina nótt undir þessu þaki. kynni hana að bresta kjark- inn, og þá'var.hún glötuð. Ndðurbeygð og geggjuð, eins og Patience frænka. Hún opn- aði dymar og læddist fram í göngin; hún gekk á tánum fram á stigagatið. Hún hikaði við og hlustaði. Hún hélt í handriðið og hafði stigið niður í efs-ta þrepið, þegar hún heyrði hljóð úr hinum göngunum. Það var einhver að gráta. Það var einhver sem tók andköf og reyndi að kæfa hljóðið í koddanum. Það var Patience frænka. Mary beið stundarkorn; en svo sneri hún við og gekk inn í herbergi sitt aftur og fleygði sér í rúmið og lokaði augunum. Hverju sem hún átti von á í framtíðinni, og hversu hrædd sem hún yrði, færi hún ekki frá Jamaica krá núna. Hún varð að vera hjá Patience frænku. Það var þörf fyrir hana hér. Það gat vel verið, að hún yrði frænku sinni til huggunar, og þeim myndi koma sarnan, og á einhvern hátt, sem hún var of þreytt til að ráðgera núna, ætlaði Mary að verða vernd- ari Patience og standa milli hennar og Joss Merlyn,- í sautján ár hafði móðir henn- ar búið og unnið ein og átt við meiri erfiðleika að búa en Mary myndi nokkurn tima þekkja. Hún hafði ekki hlaupizt á brott vegna hálf- brjálaðs manns. Hún hefði ekki óttazt hús, sem var gegn- sýrt því illa, þó að það stæði þarna á uppblásinni hæðinni, einmanalegt og byði mönn- um og veðrinu byrginn. Móðir Mary hefði haft hug- rekki til að berjast gegn ó- vinum sínum. Já, og sigra þá að lokum. Það hefði ekki ver- ið um uppgjöf að ræða af hennar hádfu. Og þannig lá Mary í hörðu rúminu ogTét hugann reika, meðan hún beið svefnsins. Hvert hljóð, sem heyrðist, var eins og hnífsstunga fyrir huga, hennar, bæði klórið í músánni í veggnum á bak við hana og brakið í skiltinu úti fyrir. Hún taldi mínúturnar og klukkustundirnar, og henná fannst nóttin óendan- leg, og þegar fyrsti haninn galaði á túninu bak við hús- ið, taldi hún ekki lengur, en dró andann þungt og stein- svaf. III. KAFLI Mary vaknaði við það, að að orðið var hvaisst af vestan, sólin skein daufilega, því að loftið var.fullt af móðu. Það var skröltið í glugganum, sem fyrst losaði um svefn hennar, og hún sá iaf dags- ljósinu, að hún mundi hafa sofið lengi og klukkan hlaut að vera yfir átta. Þegar hún leit út um gluggann og yfir garðinn, sá hún, að hesthússdyrnar voru opnar og það voru ný hóf- för í aurnum fyrir utan. Og .sér til mikils léttis sá hún, að gestgjafinn mundi hafa farið að heiman og hún myndi hafia frænku sína fyr- ir sig eina; þó að ekki væri nema stutta stund. Hún tók upp úr koffortinu sínu í flýti og tók þykka pilsið sitt og mislita svuntu og tréskóna, sem hún hafði notað heima, og eftir tíu mín- útur var hún komin niður í eldhúsið og farin að þvo sér í þvottaklefanum baka til. Patience frænka korn frá því að gefa hænsnunurn með nokkur nýorpin egg í svuntu sinni, sem hún tók upp og brosti undirfurðulega. „Ég hélt, að þú vildir kannske fá eitt til morgun- verðar“, sagði hún. „Ég sá, MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING trúa mér ekki, þrjótarnir þeir arna. — Það getur skeð, að þeir trúi, ef þeir rekast einhvern tíma hingað.í eftirlitsferð. ÖRN: Hefurðu ekki kært ástandið fyrir yfírforingjum þínum? EFTIRLITSMAÐURINN: Jú, — en það þýðir ekki neitt. Þeir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.