Alþýðublaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ F.östudagur 12. deSi 1947 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 490B. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h-f. Ósigur kommúnisfa dýrtíðarmálunum. HINN móðursjúki orða- bókarhöfundur, sem ritar Þjóðviljann, á heldur bágt þessa dagana. Dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð höfðu húsbændur hans fyrirskipað honum að segja lesendum blaðsins, að engin dýrtíð og engin gjald- eyrisvandxæði væru hér á landi. AUt væri í la-gi með atvinnuvegina og allar að- varanir um hættu á yfirvof- andi atvinnuleysi væru lygar ríkisstjórnar og fjárhagsráðs. * , Á þessu átti að mata full- itrúa þá, sem komu á flokks- .þing kommúnista og Alþýðu sambandsþingið, en þar brást bæði þeim móðursjúka og Brynjólfi bogalistin. Fulltrú- arnir utan af landimu voru annarrar skoðunar. Þeir vissu, að verðbólga, dýrtíð og gjaldeyrisskortur voru stór- hættuleg atvinnuvegunum og að sérstakra aðgerða var þörf til þess að koma útgerð- inni af stað á vertíð. Brynj- ólfur og hinn móðursjúkr börðust gegn þessari skoðun sauðsvarts almúgans á með- an þeir gátu. En allt kom fyrir ekki. Um Árbækur Espólíns. — Lokum Áfengisverzl- uninni um jólin. — Húsaleiga. — Gæt þú sjálfs bín. Þungirm utan af landmu: koma þessu merka riti fyrir al- var svo mikill, að Brynjólfur og hinn móðursjúkd sáu sitt óvænna- Þeir létu undan síga og sömdu í skyndi ,,tillögur“ um að ráða bót á dýrtíð, verðbólgu og vandræðum at- vinnuveganna, sem þeir höfðu í marga mármði sagt að engin væru, önnur en fyr- irætlanir hinnar ,,vondu“ ríkisstjómar um að lækka kaupgjaldið. * Auðvitað voru ,,dýrtíðar- tillögur“ þeirra félaga „að- eins til þess að sýnast“ eins og Einar Olgeirsson komst að orði, en þó voru þetta þung spor fyrir þá Þeir voru búnir að segja of mikið um hve heimskulegt væri að hafa orð á þessum hættum. Og nú hafa þeir sjálfir neyðst til að hefja það, sem þeir nefna „öfluga baráttu gegn dýrtíðinni“, sem þeir áður sögðu að ekki þyrfti neinna aðgerða við. Slíka flengingu frá almenn ingi hafa fáir stjórnmálaleið- togar fengið, en þó mun bet- ur áður en lýkur. * Alþýða manna e:r nú um heim allan að hrista af sér kommúnistana, sem sannir NU HEFUR Lithoprent lok- ið við að Ijósprenta Árbækur Espóiíns og er allt verkið, alls 12 deildir auk registurs, komið í bókabúðir. Árbækurnar voru uppseldar fyrir löngu síðan, og óhætt mun að fullyrða að yngri kynslóðin vissi lítt eða ekki um þetta merkilega sagnarit. Er það því hið þarfasta verk að gera almenningi kleift að kynn- ast þeim að nýju. Eins og kunn- ugt er, eru Árbækur Espólíns ótæmandi brunnur fróðleiks um liðnár aldir, sögu þeirra og menningu, ættir og náttúrúvið- burði, fyrirburði og reimleika. í fáum orðum sagt: Árbækurnar ná yfir allt, sem gerðist í ís- lenzku þjóðlífi frá því við lok Sturlungaaldarinnar og töluvert fram á nítjándu öld. Þær eru saga íslenzku þjóðarinnar á myrkustu tímum hennar. ESPÓLÍN SKRIFAR á þrótt- miklu máli, sem er í ætt við sögustílinn forna og laust við útlenzku hreim þann, sem ein- kenndi stíl margra lærðra manna á hans dögum. Þess vegna eru Árbækurnar heill- andi lestur þann dag í dag, eins og þær voru er þær byrjuðu fyrst að koma út fyrir meira en hundrað árum. Það þarfc ekki orðum að því að eyða, hver nauðsyn er á því að þjóð- in fái greiðan aðgang að hinunr beztu sagnaritum sínum,. þvi að. þau eru sú kjölfesta, sem halda mun þjóðinni uppi gegnum. brimsjóa þá, sem nú ganga yfir veröldina. Lithoprenfc á þökk skilið fyrir að hafa: ráðizt í að memnngssjonLr. GÖMUL OG ÞREYTT skrif- ar þetta bréf: „Um gjaldeyris- skort, skömmtun, jólatré, epli og ölbrugg er búið að tala og rita svo mikið, að það er nóg komið af svo góðu. En það er annað, sem ég vildi minnast á við þig, Hannes minn, sem sé það, hvort þú treystir þér ekki til að hafa þau áhrif á þánn ráðherra, sem ráðin hefur yfir Áféngisverzlun ríkisins, að hann vildi nú einhvern • næsta dag loka þeirri eiturkrá orða- laust og þegjandi og opna hana ekki fyrr en eftir þrettánda." „ÞAR FÆRI HANN að dæmi Jónasar Jónssonar, þegar hann var ráðherra 1930 og lét þá loka vínverzluninni orða- og hljóðalaust hálfum mánuði áður en Alþingishátíðin hófst og opna hana svo ekki aftur fyrr en flestir eða allir gestir voru horfnir úr bænum.“ „EF UNNT VÆRI að koma þessu í verk nú, þá er það á- reiðanlegur sannleikur, að það yrðu ekki fá heimili hér í bæ, sem lofuðu guð sinn hátt og í hljóði fyrir að losna við áfeng- isbölið yfir yndislegustu og dýrlegustu hátíð ársins.“ KONA SKRIFAR MÉR á þessa ieið: „Það er fallegt orð að heita jafnaðarmaður, en því fylgir líka mik'ill vandi, og það eitt er víst, að ef allir jafnað- armenn sýndu það í verki, þá mundi sú stefna eiga langflesta áhangendur um allan heim, en því miður er þetta oft bara fal- legt nafn.“ „ÞÚ TALAÐIR UM í pistl- um þínum fyrir nokkru, að það væri réttlátt að samræma betur kostnað á því að kynda kolum og heita vatnið, sem þú telur ódýrara og má það vel vera, En þú talar ekki um hvernig á að samræma húsaleiguna. Við vinnum 2 sitt á hvorum stað, önnur okkar verður að borga, í nýju húsi, húsaleigu, sem er tvisvar sinnum hærri en hjá þeirri, sem býr í gömlu og eins góðu húsi. Hvernig á að jafna þetta?“ „STUNDUM TAIÍAR ÞÚ um braggaíbúðir, en er ekki tií húsnæði, sem er bétrá en það og er bara fyllt af kössum. Ég gekk vestur í bæ og fór um Fischerssund. Þar sá ég sæmi: legt steinhús fullt af kössum. Hvers vegna lætur húsáleign- nefndin slíkt viðgangast? Þar er jafnaðarmennskan ekki á. háu stigi. Hvað ætli sá maður mætti borga, ef húsaleigunefnd færi þar eftir húsaleigulögun- um, þar sem sagt er að séu kr. 200,00 í dagsekt á húsnæði, sem er látið standa óleigt?“ „ÞH> TALH) UM BURGEISA og menn, sem hafa haft vit á að fara vel með verkalaun szn. Svo er oft talað um þá sem ó- bótamenn. En hverpig stendur á því, að þið áminnið ekki „rón- ana“ um að lifa eins og menn? Það er sannarlega góðtemplara verk að láta þá ekki ganga lausa. — Mikið er talað um öl- frumvarpið, og er það blettur á allri þessari skólamenningu, að þjóðin þoli ekki öl. Allir vita hvað þeir eru sterkir á svellinu með brennivínið! — Viltu ekki í pistlum þínum fara að telja okkur trú um, að við eigum að passa okkur sjálf, en heimta það ekki af öðrum, að þeir passi okkur? Væri ekki líka gott að kenna það í skól- Framh. á 7. síðu. eru að svikráðum við sínar eigin þjóðir. Þeir verða víð- ar að láta í minni pokann en hér á landi. Kommúnistar hafa beðið ósigur og eru á niðurleið. Þetta er þeim Ijóst og þess vegna'gengur Brynj- ólfur um hrelldur og þung- búinn, en hinn móðursjúki skrifar blaðagreinar, sem stangast á, bæði innbyrðis og hver við aðra og hagar- sér að öllu Ieyti eins og slíkra manna er háttur. in Geymið ekki til síðasta dags að koma stofn- auka nr. 16 í einhverja af matvörubúðum vorum. Komið strax með stofnaukana og takið ávísun á jólaeplin. Þriggja fil fjögurra 'berbergja íbúð vil ég kaupa á hitaveitusvæðinu, þó ekki skilyrði. Staðgreiðsla. Tilboð merkt „staðgreiðsla“ sendist blaðinu sem fyrst. Mörgum eyrinum er ver varið en til kaupa á íslenzkum leikföngum af Handbók í logsuðu og rafmagnssuðu er komin út. Til sölu í skrifstofu Landssambands iðnaðar- manna, Kirkjuhvoli. vantar ungling til blaðburðar á Seltjarnames TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA. Alþýðublaðið. Sími 4900. Auglýsið í Alþýðublaðinu íAíAíALAíAíAlAíAíAíAlXÍAÍAííAlAíAlAlXlXL'^lXlAl^íAí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.