Alþýðublaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 6
6 ALÞY0UBLAÐIÐ Föstudagur 12. des. 1947 Daphne du Maurier: Frú Ðáríður Dulheims: HÚSMÆÐRATÍMI Já, þá er ég nú hérna aftur, og að þessu sinfti ætla ég aðal- lega að tala um brauða- og kökubakstur. Áður fyrr meir bökuðu ■ konur kaffimeðlætið heima handa körlum sínum, en átu síðan rjómakökur og tert- ur úr bakaríum í kaffiboðum hver hjá annarri. Nú er sá tími að mestu liðinn, því betra er af illu tvennu, að karlarnir fái bakaríissnarl með kaffinu og drekki það heima, heldur en þeir taki að venjast á kaffihús. Og svo er það þetta með sveppa gerið. Það er miklu hollara en nokkuð annað ger, að nefnda- geri ekki undanteknu, og hrein asta ómynd að það skuli ekki vera selt í hverri búð, því engin hætta er á, að konur færu að brugga landa. Það hefur að minnsta kosti aldrei heyrzt, og ef þær samt sem áður kynnu að taka upp á því, mundi það verða góður og hollur landi. Hins vegar væri sjálfsagt, að selja engum karlmanni þetta ger, því þeir eru líklegir til að misnota það, og auðvitað yrðu konurnar að geyma það í vel læstum skápum. Tel ég ekki ólíklegt, að einhver konan gæti fengið laglegan vasapening hjá bónda sínum fyrir það eitt, að leyfa honum að líta í skápinn og skoða kvikindin x gerinu, því eins og þið vitið, er ger þetta samansett af litlum kvik- indum, sem eru einkar gráðug í sykur, og búa til úr honum brennivín, sé vel farið að þeim, en eru annars góðtemplarar. í þeirri von, að farið verið að selja sveppager í búðum þegar á morgun, ætla ég að lesa upp- skrift að ákaflega skemmtilegu sveppagersbrauði. Og svo eru það Gyðingakök- ur, sem mér finnst alltaf að til- heyri jólunum, aldeilis sérstak- lega. Þær eru einkum bakaðar úr ösku undan pottum, sem nefnist pottaska, og svo er skellt sýrópi saman við. Verði ykkur að góðu og góða nótt. — OG ÞESSU VAR ALDREI UM ÁLFTANES SPÁÐ------------ Nú virðist örla fyrir skottinu á því ráði, sem orðið geti Hval- fjarðarsíldveiðunum að því gagni, sem dugar. Kemur þó bjargráð þetta úr svo ólíklegri átt, að maður hefði jafnvel fyrr búizt við slíku frá hlutaðeigandi yfirvöldum, eða jafnvel komm- únistum, *— svo lengst sé til jafnað. Nú hafa sem sé erlendir land helgisbrjótar tekið upp á því, sér til sektaraípplánunar og sáluhjálpar, að flytja nokkra síldarfarma til Siglöi Virðist þess vegna mikið undir því kom- ið, að sem allra flestir gerist brotlegir. Væri athugandi fyrir ríkisstjórn vora í þessu sam- bandi að færa út landhelgina þegjandi og hljóðalaust, og senda síðan allan herskipaflota sinn til þess að smala. Væri ef til vill vissara, að fá lánaðan tundurspillinn hjá Ársæli kaf- ara, ef svo ólíklega færi, að ein- hverjir brjótarnir, t. d. þeir brezku, kynnu illa slíkri fram- takssemi til að byrja með. Eitt er dálítið athyglisvert í þessu máli, en það er hið sál- ræna uppeldi, sem virðist ráða þessari yfirbót landhelgisbrjóts- ins. Hann er nefnilega þýzkur, og virðist enn staðfastur 1 þeirri trú, að allar ríkisstjórnir séu settar manni til höfuðs af æðri máttarvöldum, og sé því hægur nærri að vinna sér til syndaaf- lausnar, með því að gera þeim smágreiða við og við. Þarná sér maður muninn! Austræningar hyggja að aðeins ein ríkisstjórn sé gædd þessum eiginleikum, en við, sem enn erum þjóðlegrar trúar, teljum að allar stjórnir séu af allt öðrum uppruna, að minnsta kosti þegar þær hafa setið nokkra hríð að völdum, og virðist það óneitanlegasta, mann legasta og heilbrigðasta skoð- unin. Sem sagt, — fleiri þýzka landhelgisbrjóta, og helzt strax! DULÁRFULLA VEITINGAHUSIÐ Lesið Alþýðublaðið svipnum og hún var róleg. Hún tók hendur Mary í sín- ar og leit beint framan í hana- ,,Mary,“ sagði hún, og hún talaði í hálfum hljóðum, „Mary, ég get ekki svarað spurningum þínum, því að það eru margar af þeim, sem ég ekki veit svar við sjálf. En vegna þess að þú ert syst- urdóttir mín, verð ég að vara þig við“ Hún leit um öxl eins og hún væri smeyk um, að Joss sjálfur stæði í skugganum við dyrnar. ,,Það skeður ýmislegt hér á Jamaica, Mary, sem ég þori varla að hugsa um. Slæmir hlutir og illir, sem ég get aldrei sagt þér Ég get varla viðurkennt þá fyrir sjálfri mér. Sumu af því muntu bráðum komast að Þú getur ekki komizt hjá því, þegar þú býrð hér. Joss frændi þinn á viðskipti við einkennilega menn, sem reka dularíulla verzlun. Stundum koma þeir á nótturmi, og frá gluggan- um þínum muntu heyra fóta- tak og raddir og barið að dyr- um- Prændi þinn sleppir þeim inn og fer með þá gegn. um þessi göng í herbergið með læstu dyrunum. Þeir fara inn og úr svefnherberg- inu mínu uppi yfir get ég heyrt óminn af samtali þeirra yfir nóttina. Áður en dagur rennur eru þeir allir á bak og burt, og engin merki þess, að þeir hafi komið. Þeg- ar þeir koma, skalt þú ekki segja neitt, Mary, við frænda þinn eða mig. Þú verður að liggja kyrr í rúminu og 'Stinga upp í eyrim. Þú mátt aldrei spyrja mig né hann né nokkurn annan, því að ef þú kæmist að þó ekki væri nema helmingnum af því, sem ég veit, þá myndi hár þitt grána, Mary, eins og mitt hefur gert, og þú yrðir skjálfrödduð og grétir á nóttunni og þú yrðir svipt hinu yndislega á- hyggjuleysi æsku þinnax, Mary, eins og ég.“ Þá stóð hún upp frá borð- inu og ýtti stólnum til hliðar, og Mary heyrði hana staulast upp stigann reikulum fótum, eftir. stigapallinum og inn í herbergi sitt og loka dyrun- um. Máry settist á gólfið við hliðina á tómum stólnum, og hún sá gegnum eldhúsglugg- ann, að sólin var þegar kom- i'n á bak við yztu hæðina, og áður en margar stundir yrðu liðnar myndi grátt, uggvæn- legt rökkur nóvembersíðdeg- is'ins hvíla yfir Jamaica enn að nýju. IV. KAFLI. Josis Merlyn var í burtu að heiman í næstum því viku, og á meðan kynntist Mary dálítið landinu- Hennar var ekki þörf á veitingastofixnni, af því að enginn kom þangað, þegar veitingamaðurinn var iekki heima, og er hún hafði hjálp- að frænku sinni svolítið með heimilisstörfin, var hún frjáls að fara hvert sem henni sýndist. Patience Mer- lyn var enginn göngugarpur; hún hafði ekki minnstu löng- un til að hreyfa sig meir en að gefa hænsnunum í bakgarð- inum og hún var ekki viss á áttunum. Hún hafði óljósa hugmynd um hvað hæðirnar hétu, því að hún hafði heyrt mann sinn nefna þær, én hvar hver þeirra var eða hvernig átti að komiast þang- að; vissi hún ekki. Svo að Mary fór oftast af stað alein um hádegið, og hafði ekkert nema sólina að leiðarvísi og sína eigin heilbrigðu skyn- semi, sem var eðlilegur arfur hennar sem sveitakonu. Heiðin var enn hrikalegri heldur en hún hafði fyrst bú- izt við. Eins og geysistór auðn teygði hún sig frá austri til vesturs, og við og við sá- ust götuslóðar, og sums stað- ar gnæfðu stórar hæðir við sjóndeildarhringinn. Hve langt hún náði gat hún ekki greint nern'a einu sinni, þegar hún hafði klifrað upp á hæsta klettahrygginn á bak við Jamaica, þá isá hún glitra á silfurbjartan hafflöt- inn. Þetta var þöguit, eyði- legt land, geysistórt og ó- snortið mannahöndum. Á háu hömrunum lágu stein- flögurnar hver upp að ann- arri einkennilegar að lögun og tóku á sig ýmsar myndir, eins og verðir úr steini, sem höfðu staðið þarna síðan guð fyrst skapaði þá. Sumir voru í laginu ieins og geysistór húsgögn með gríð- arstórum stólum og afmynd- uðum borðum, og stundum lágu minni steinarnir, sem voru farnir að molna í sund- ur, efst á hæðinni eins og risi, sem hallaði sér út af, svo að skugga bar á lyngið og stórgert grasið. Það voru langir isteinar, sem stóðu upp á endann og hölluðust 'einkennilega, svo að stundum var eins' og þeir hölluðu sér npp í vindinn, og aðrir voru flatir eins og altari, með sléttu og fáguðu yfirborði, sem virtist bíða eftir því einu, að einhverju væri fórn- að þar á. Villikindur voru þarna á hömrunum, og það voru hrafnar og fálkar, hæð- irnar voru heimkynni allra einstæðinga. Svartur nautpeningur var á beit á hæðinni fyrir neð- an; hann gekk varlega á fastri grund, og af eðlisávís- un sinni sneiddi hann hjá freistandi grastoppunum, sem voru alls ekki gras, heldur mýrgresi, sem brak- aði í. Þegar vindurinn blés á hæðunum, þá hvein angist- airlega í klettasprungunum. Annarlegir vindar blésu hér úr öllum áttum; þeir skriðu eftir grasinu, svo að það gekk í bylgjum; þeir önduðu á regnvatnið, sem safnazt hafði í holótta steinta'na, svo að yfirborð þess gáraðist. Stundum ýlfraði og hvein vindurinn, og hvinurinn ibergmálaði í klettaskorun- MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING Bandaríkjahernum. Einn mæl- ingamaðurinn verður fyrir örv- ÞESSIR DULARFULLU náungar fela sig á bak við trén og veita eftiirför nokkrum einkennii'sbún- um landmælingamönnum xir arskoti frá þeim, og félagar hans styðja hann áfram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.