Alþýðublaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 1
Veðurhorfur: Norðaustan og autan kaldi sennilega úrkomulaust. Alþyöublaðið vantar unglinga til að bera blaðið til fastra kaupenda. © C3> Creech-Jones Bretar hætta um- boðsstjóm Palest- ínu 15. maí næstk. BRETAR munu leggja nið ur umboðsstjórn sína í Pal- estínu 15. maí næstkomandi, og brezki herinn verður vænt anlega farinn ur landinu fyr ir Ágústbyrjun, >að því er Creech-Jones, nýlendumála- ráðherra Breta upplýsti í neðri málstofunni í gær. Verða Br-atar því ekki ábyrg ir fyrir lögum og reglu í land inu nema til 15. maí. Ráðherrann sagði, að Bret ar mundu ekki framkvæma skiptinu landsins einir. Hann sagði þá fallast á ákvörðun meirihluta þings SÞ, og kvaðst ekki vilja setja hindr anir í veg fyrir skiptinguna. Loks kvað ráðherrann hlut verk Breta í Palestínu hafa verið rægt og misskilið af báðum aðilum, og kvaðst hann vona, að þetta lagaðist, og það kæmi í ljós, að margt gott hefur hlotizt af enskri stjórn í landinu. 109 manns hafa farizt og 500 særzt í Palestínu, síðan ákvörðunin um skiptiimru' landsins var tekin, auk nokk- urs manntjóns í gær. Sex komust af við GooseBay. SEX MENN komust af, er j ameríska Skymasterflugvél- > in fórst 11 mílum norður af Coose Bay í Labrador á þriðjudagskvöld. Helikoptsr- j flugvél, sem isend var með ! annarri flugvél frá WeEtover, mun nú annast björgun þess ara 6 til Coose Bay, en ferða- möguleikar á landi er.u tmjög erfiðir á þessum slóðum. 23 fórust. Flugvélin hrapaði brennandi í fjaiialandi. 12 dagar til jóla Forustugrein: Osigur kommúnista í dýr- tíðarmálunum. XXVII. árg. Föstudagur 12. des. 1947 tbl. 291. Fíamfalsdapr ní ákweinsi á imlársdag, 31. desember. Frá ©g meö þeim degi falia allir íslenzkir pestingaseðlar úr gildL ----------♦---------- FRAMTALSDAGUR hefur nú verið ákveðinn 31. des- ember, að því er segir x reglugerð um eignakönnunina, sem fjármálaráðherra hefur nú gefið út. Frá og með gamlárs- degi verða því allir íslenzkir peningaseðlar ógildir, en Lands bankinn byrjar þann dag að skipta þeim fyrir nýja seðla. Þó verður leyfilegt að nota 5 og 10 krónu seðlana gömlu til greiðslu farmiða eða flutningsgjalds, kaupa á meðölmn í lyfjabúðum, nauðsynlegri matvöru í smásöluverzlunum og þess háttar, framtalsdag og tvo næstu daga. Helzu atriði, sem almenn- • img varða í þessu sambandi. eru sem hér segir: 1) Framtalsnefnd ráðleggur mönnum að leggja sem mest af fé sínu inn í banka fyrir framtalsdag. Það auð veldar skiptin. 2) Menn geta svo tekið aftur út úr reikningum sínum, er þeir hafa gefið bönkunum eða sparisjóðunum yfirlýs- ingu um til staðfestingar á eignaheimild sinni, og sýnt um leið nafnskírteiná. 3) Landsbankinn sér um öll peningaskipti, og verða menn að sýna nafnskírteini til þess að fá 'að skipta pen ingum. Enginn má skipta nema einu sinni. 4) Framtölum eignia og tekna slcal skiia til skattayfirvald anna fyrir 1. febrúar og er því aðeins einis mánaðar frestur til þess. 5) Öll innl.end handhafaveð- bréf skal tilkynna til sér- stakrar skráningar. Hvernig verða nýju seðlarnir? MIKIL FORVITNI hefur verið manna á meðal um nýju seðlana, sem ganga eiga í gíldi 31. desember. Er all- langt síðan þeir komu hingað til lands, en nú fyrir skömmu mun Landsbankinn vera byrj aður að senda þá út um land til umboða sinna, sem munu skipta peningum þar um ára- mótin. Alþýðublaðið hefur nú frétt á skotspónum, að hinir nýju iseðlar séu svo að segja alveg ei>ns og þeir gömlu, nema hvað litnum er breytt. Nýju 5 kórnu seðlarnir munu vera bláleitir, 10 krónu seðl- arnir rauðleitir, 100 kórnu seðlamir grænleitir og 500 krónu seðlarnir brúnleitir Lundúnafundurinn samþykkir stór- aukna stálframleiðslu á Þýzkai. ------«------- Aukin úr 3 milljónum í 11,5 milljónir. EINN RÓLEGASTI fundur utanríkisráðherranna í London bar í gær þann árangur, að samþykkt var að leyfa Þjóðverjum að framleiða 11 500 000 smálestir stáls á ári, en framléiðslan er nú aðeins ca. 3 000 000. Er þetta sigur fyrir Bevin, sem hefur í tvö ár mælt með því L?1 þetta fram leiðslumagn verði samþykkt. f aær bráðabirgðahjá ----«----— jálpin er til Frakka, líala, Aust- urríkismanna og Kínverja. FULLTRÚADEILD þingsins í Washington samþykkti í gær bráðabirgðahjálp til handa Frökkum, ítölnm, Aust- urríkismöxmum og Kínverjum sem nemur 590 milljónum dollara. Öldungadeildin hafði áður samþykkt hjálp þessa, en þar eð fulltrúadeildin gerði nokkrar bréytingar á frum- varpinu, verður það nú athugað a£ nefnd beggja þing- deilda, áður en það verður sent Truman forseta til stað- festingar. Samkomulag náðist um önmúr atriði varðandi efna- hagsmál Þjóðverja, en þetta var mikilvægasta ákvörðun- in. Bidault gaf þó samþykki sitt með skilyrði. Kvaðst hann ekki geta fallizt á, að Þjóðverjar framleiði svona mikið stál, ef nágrannalönd þeirra geta ekki framleitt eins mikið stál og þau vilja vegna kolaskorts. Ætti þá heldur að flytja þýzku kolin út. Kolaframlsiðsla nágranna landanna hefur verið mjög undir þýzkum kolum koxnin. Samkvæmt frumvarpinu eins og það var samþykkt í gær, fá Kínverjar 60 milljón- ir dollara og hjálpin við Aust urríkismenn var aukin í 16 milljónir, en Frakkar og ítalir fá það, sem eftir er. Upphafiega samþykkti öid- ungadeildin; að hjálpin yrði 597 millj. og að hlutur Frakka og ítala væri nokkru meiri. Margar breytingatillögur komu fram í fulltrúadeiid- inni, meðal annars nokkrar, sem hefðu minnkað hjálpina um helming, en þær voru felldar. Ýmsar aðrar voru þó samþykktar, it.il dærnis að hjálpin skyidi hætta, ef kommúnistar kæmu til valda í þessum löndum. Þá var og samþykkt, að ameríska stjcrnin skyldi halda eftir í Bandaríkjunum ” íallmiklu hveiti til tryggingar gegn uppskerubresti næsta ár. Það er athyglisvent, hversu víðtækur stuðningur frum- varps þessa er, þegar þess er minnzt, hvarsu lengi og erf- iðlega það gekk að fá þingið til að samþvkkja hjálpima við Grikki og Tyrki. Eru ferðalög amerískra þingmanna til Ev- rópu talin eiga mikinn þátt í þessari hugarfarsbreytingu þeirra. Mikil orrusta er nú í vænd um í þinginu um frumvörp til baráttu við dýrtíðina vestra. Truiman hefur lagt fram frumvarp, isem veitir honum vald til að setja á skömmtun og verðiagseftir- iit, en repúblíkanar hafa ann að frumvarp í gangi, sem ekki veitir islíkt vald. Tru- mam hefur tekið því illa, en meirihluti þingsins er repú- blikanskur. Loftvarnabyrgi Hitlers eyðilagt. LOFTVARNABYRGI Hitl- ers var í gær sprengt í loft ju a að greiða á gamlárskvöld? HVAD EIGA menn að gera, sem ætla að skemmta sér á gamlárskvöid? Gömlu peningamir ganga úr gildi á miðnætti kvöldið áður, og skemmtistaðÉmir mega því ekki taka við þehn. Verða því þeir, sem ætla að kveðja gamia árið rausn arlega annað hvort að skipta peningum sínum á gamlársdag, eða (þeir sem hafa traust þjónanna) greiða með tékkum. Brefar og Rússar sfórauka við- skipti sín. BRETAR OG RÚSSAR hafa nú komið sér saman um allmikil viðskipti að því er Harold Wilson, verzlunar- málaráðherra, sagði í neðri deiiidinni í gær. Muinu Rússar senda Bretum yfir hálfa miiljón smáleista af kornvör- um, en Br etar borga með iðn aðarframleiðslu og vélum. Fregn þessari var vel tek- ið af þingheimi, en Wilson kvað samninga halda áfram, en eftir áramót verði samið uim víðtækari viðskipti. Þá hefur náðst samkomulag um nreiðslu á skuldum Rússa við Breta frá því á stríðsár- vmum. upp í Berlín. Var þetta hið rammgerðasta steinsteypu- virki, og dvaldiist Hitiier þar 'íðiT.stu daffa sína. Fiórar smál- af sprengiefni þurfti til þess að eyðileggja vixkið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.