Alþýðublaðið - 04.01.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.01.1948, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. janúar 1S48. FYRIR SKÖMMU heyrði ég menn ræða um val jóla- leikrita L. R. Þótiti einum þeirra illa hafa til tekizt. ,,Við eigum ekkert að sækja tií Dana eða slíkra smáþjóða. Leikféíagnu ber að kynna okkur heimsborgaralegar listastefnur fyrst og fremst. Annað er kotungsháttur. Við höfum þegar tekið aftur okk- ar gömlu minnimáttarkennd. Þolum víst ekki gjaldeyris- örðugleikana. Ég trúi því að minnsta kosti tæplega, að enn megi ekki finna brezk og amerísk leikrit, sem okkur væri meiri menningarbragur að en þes'su.“ Maðurinn var ódrukkinn. En margt er sameiginlegt með smáþjóðum og stórveíd- um, engu síður en með venju Jegum mönnum, snililingum og stórmennum, og er svo um suma þá eiginleika, sem bezt- 'ir verða taldir, — og fer bet- ur. Hæfileikinn til að skapa, segja og hlýða á ævintýr, er einn þeirra sameiginlegu eig- inda, og sum ævintýrin eru einnig sameign fjölda þjóða og kynþátta. Ævintýrið, sem ^ H. Drachmann endursagði og ,,staðfærði“ fyrir danskt leiksvið og Leikfélag Reykja- víkur flytur nú í annað sinn á sviðinu i Iðnó, er eitt þeirra. Til þess að segja ævintýr með þeim snilldarbrag, er hrífur áheyrandann úr viðj- um raunveruleikans, þarf sá, sem segir, að eiga með sér þá barnslegu, einföldu gleði í- myndunaraflsins, sem er skil- yrði þess, að hann njóti sjálf- ur frásagnar sinnar og leggi í hana hreinustu þætti sálar sinnar. Holger Örachmann átti þá gleði í ríkum mæli. Sumir leikendanna í Iðnó einnig. Aðrir virðast eiga minna af henni eða erfiðara með að láta hana í ljós. Haraldur Björnsson og Lár- ús Pálsson eru tvímælalaust í fyrri flokknum. Einnig frú Alda Möller og Lárus Ingólfs- son. Hjá Ævari Kvaran virð- ist sú gleði og vera fyrir hendii, enda þótt hann eigi örðugra með að láta hana glæða leik sinn þeim yl og þeirri hlýju og glettni, sem með þarf til þess, að prinsinn njóiti sín ,til fullnustu. Frú Alda Möller, sem leik- ur ævintýraprinsessuna, bæt- dr nýjum sigri við þá, sem hún hefur þegar unnið. Henni tekst með ágætum að túlka, hið kenjótta, efitirlætis- spillta og stórláta barn; bar- áttu þess við veruleikann og sigur konunnar, sem finnur sjálfa sig í ósigrinum. Þó Stillir hún .tilfinningum sín- Atriði úr síðari hluta leiksins, •er höfundur lætur gerast í Danmörku. Prhisinn — Ævar Kvaran. um svo vel í hóf, að ævintýra prinsessan vex í höndum hennar og verður stórbrotin og kenndarík kona. Ævar Kvaran leikur prins- inn og er öllum ytri eiginleik- um gæddur til þess- að leika það hlutverk með snilldar- brag. Enda er leikur hans all- ur karlmannlegur og rismik- ill og tilþrif góð,, þar sem hetjubragð er að hluitverkr inu. En nokkuð virðist skorta á einlægni hans og yl í glettni og gamni, og ber þó einkum á þessu i samleik Lárusar og hans. Hins vegar er sarnleik- ur hans og prinsessunnar með ágætum. Þessa'ylskorís gæt- ir og allmjög, er hann segir fram þær hendingar kynningarljóðsins, sem fjalla um ást hans og aðdáun til ættjarðar sinnar. Þrátt fyrir þetta er víst og satt. að Leik- félagið hefur ekki völ á nein- urv. leikara, sem jafn vel gæti með þetta hlutverk farið, -- hvaö þá betur. Haraldur Björnsson fer með hlutverk ævintýrakon- ungsins. Raunar er rangt að segja, að hann leiki það hlut- verk( — hann er konungur ævintýranna, holdi og blóði gæddur. Hann kann að segja ævintýn fyrsit og fremst ber- sýnilega vegna þess, að harin kann að meta þau og skilur anda þeirra til fullnustu. Er þetta enn ein sönnun þess, hve Haraldur er afburða snjall, þegar hann fær hlut- verk við sitt hæfi. Kaspar reykhattur er í góðum höndum. Lárus Páls- son er sannarlega í essinu sínu í gervi hans. Kírani liaiis, glettni ogbrellur ei' flutt með þeirri innilegu gleði og svo blæbrigðaríkri túlkun, að stundum yfirskyggir leikur hans næstum því um of leik annarra á sviðinu, — einmitt vegna þess, að áhorfandirin getur ekki varizt þeirri til- finningu, að þeir leiki- en Kaspar og Lárus séu þarna að skemmta sér og skemmti sér prýðilega. Þannig' er, þeg- ar bezt er leikið, og þannig er það með leik Haraldar og Lárusar í sjónleik þessujn. Hámarki nær leikur Lárusar í framsögn fiðluljóðsins, og er slík snilld sjaldgau á leik- sviði hér. Þá er ótalinn enn einn leikandinn, sem af ber, enda þótt hlutverk hans geti ekki stórt talizit, — Það er Pétur Jónsson óperusöngvari í hlut- verki veiðimannsins. Það er ekki aðeins söngur Péturs, heldur og framkoma hans öll á leiksviðinu, sem er með meiri glæsibrag en vænta rná í svo litlu hlulvevkj. Lárus Ingólfsson fer nieð lítið hlutverk, en tekst það veL Sama má og segja um Valdimar Helgason, Jón Að- ils, Brynjólf Jóhannesson og Ingibjörgu Steinsdóttur. Um stjórn leiksins og fram kvæmd einstakra atriða er ekki nema allt gott að segja. Finnst mér samt sem allt takist betur í fyrri hluta leiksins, er gerist í Illeríu, lieldur en þeim, er fram fer í Danmörku. Mörg atriði tók- ust þar með ágætum. Tepru- skapur og sjálfslygi hirðlífs- ins er þar snilldarlega túlkað- ur í látæði hirðmeyjanna, sem ekki geta éinu sinni hleg ið eins og manneskjur, heid- ur hvína í takt, þegar prins- essan gefur þeim merki; — og hikgangurinn er bráð- skemmtilegur, ekki sízt vegna þátttöku konungsins. Hins vegar voru ekki öll atriðin á- gallalaus. Hléið, sem varð á undan rnansöngsatriðinu, vegna þess að hljómsveitin þurfti að flytja sig að itjalda baki, ætti ekki að þurfa að verða jafnlangt í næstu skipt- in. Söngur Birgis Halldórs- sonar naut sín ekki sem skyldi; einkum viritist fram- burður söngvarans ekki nægi lega skýr. Lakari var samt framburður Guðmundu Elías dóttur; ég skildi að minnsta kosti ekki stakt orð af hjarð- Ijóðinu. Enda þótt rödd henn- ar sé fögur, og enda þótt ekki sé mikið í hjarðljóðið varið, er viðkunnanlegra að þannig sé með farið, að meiningin skiiljist. Næturvarðafylking- in, ,,vaktararnir“ og leikur- þeirra er of danskt fyrirbæri til þess, að íslenzkir áhorf- endur njófi þess, en ekki er neinum um það að kenna. — Tjöldin eru hin fallegustu, og ljósin gera sitt til að varpa á þau ævintýraljóma, þar sem þess þarf með. Fjöldi leiikenda, sem ekki verður getið hér sérstaklega, fór með smáhlutverk, er gefa mkið itilefni. leiktilþrifa, en bera.samt sem áður lekstjóra góða sögu um vandvirkni og næmt auga fyrir heildaráhrif- um. En ekki verður hjá því komizt að geta hlutverks Kai Smith, er æft hefur dansana alla, séð um þá og samið. Þjóðdansarnir tókust vel, zi- geunadansinn einna sízt, þrátt fyrir tambúrínur og önnur tæknileg hjálpar- meðöl. Búningarnir munu þeir feg- urstu, er séat hafa hér á sviði,. hvaðan svo sem þeir eru komnir. L. G. Athygli allra, sérstaklega þeirra, er stunda verzlun og viðskipti, framleiðslu og sölu iðnað- arvöru, sölu þjónustu alls konar o. s. frv., skal vakin á auglýsingum þeim, sem birtar eru- nú í Lögbirtingablaðinu 1. tbl. 2. janúar 1948. Eru þar birtar reglur um hámarksálagn- ingu, hámarksverð o. fl., sem alla varðar og um vöruverð og selda þjónustu. Reykjavík, 2. janúar 1948, Verðlagsst jórinn. Vegna innköllur.ar á peningas'eðlum, er sérstak- lega brýnt fyrir þeim, sem ógilda seðla hafa ímdir höndum, að fá þeim s'kipt, þegar í stað, til þess að forðast óþægindi er af því kann að leiða: síSar. Jafnframt skal bent á, að áður auglýstir staðir, þar sem peningaskipti fara fram, verða opnir frá kl. 10—4 í dag (sunnudag) í þessum tilgangi og er hér- nn'eð skprað á þá, serp hlut eiga að máli, að framkvæma peningaskiptin nú þegar. Framtalsnefndin. Nýju og gömlu dansarnir í G.T.-húsinu í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6,30 e. k. Avarp frá sfjórn Landgræðslusjóðí SAMTÍMIS atkvæSa'greiðs] unni um stofnun lýðveldis á Islandi' vorið 1944 var Land græðslusj óður stofnaður. Verksvið ‘hans ier hvers kon' ar landgræðsla og gróður vernd, en aðalhlutverk hans slkal þó vera að 'klæða land ið skógi. Eins og öllum er kunnugt er gróðurlendi Islands nú að ■eiiais he'Iminigur þess, sem það var á l'andnámsöl'd. Sa'infara skerðingu1 gróðurlendis hafa landkostir gengið mjög til þurrðar fyrir dlla nauðsyn og óhyggilega meðferð. Landkostir munu enn rýrna, verði efcki tekið fyrir uppblá'stur og áframhaldandi landspjöll með stærri átöfcum •eni hingað til, sanxíara skipu lagðri uppgræSslu og s'kóg rækt. LamdgræSsiusjóður var stofn aður með almenjnum. samskot um um land allt, og söfnuðust þegar kr. 130 þúsund, eða um 1 króna á hvert mannsbarn. Síðar hefur sjóðnum bæzt fé fyrir atbeina viðsýnma manna, og var hamni orðinni nærri kr. 400 þúsund í árslök 1946. En betur má ef duga skal til þess að sjóðurinn verði starfi sínui vaxdnn. Stjórn Landgræðslusjóðs hiefur undánfamar vifcur gengist fyi-ir söfnun í sjóðinn, og hafa ýmisir öiaigt talsvert fé af mörfcum, ýmdst með raunarlegum gjöfum eða með því að geyast styrktarmenn! sjóðsins með árlögu tillagi, Jafnframt með því að þakka þessar gjafir vill stjórm Landgræðslustjóðs beina þeirrii áskorun til' allra þjóð holha íslendinga að aninnast sfcuklar sjnnár við landið, ammi gengizt fyrir söfnum í sjóðinu, aðhvort með nýársgjöfum í 'sjóðiinn eða nxeð því að ger- ast styrktarni'enn hans með ár Iegu tillagi. Gjafir má senda á sikrif stofu sjóðsins, Klappai’stíg 29 í Reykjavík, eða tilkynna þær í sínxa 3422. Stjórn Landgræðslusjóðs, Einar G. E. Sæmumdsem, Há kon Bjarnason, Haufcur Jör undsson, H. J. Hólmjáxm, Her mann , Jónasson, Runólfrr Sveinsson, Valtýr Stefánsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.