Alþýðublaðið - 18.01.1948, Síða 3

Alþýðublaðið - 18.01.1948, Síða 3
3 SunmMagar' 18- janúar 1948 Jés; Þórarinsson: Ðag-blaðið ,,Vísir“ hefur neitað að birta þessa grein, enda þótt ,Bergraáisritstjóri hans hefði áður í dálkum sín um boðið mér rúm fyrir svar gegn þeirri árás, sem hér um ræðir. J. Þ. í „BERGMÁLI" VÍSIS 14. þ. m. er birt bréf frá Jóni Björns- syni á Akureyri varðandi um- mæli í tónlistarþætti, sem ég flutti í ríkisútvarpið 2. þ. m. — í bréfi þessu er mér — og reynd ar öðrum ónafngreindum starfsmönnum útvarpsins •— brugðið um að hafa misnotað aðstöðu mína í opinberu starfi, og eru þetta allþungar sakar- giftir, ef sannar reyndust. „Bergmáls“-ritstjórinn tekur —- að vísu heldur dræmt — undir þessár ásakanir. Til þess að almenningi gefist kostur á að dæma þennan máls tilbúnað svo sem vert er, tel ég rétt að birta hér orðréttan þann kafla umrædds tónlistarþáttar, sem einkum hneykslaði bréfrit arann og ritstjórann, og fer hann hér á eftir: ,, . . . Áður en ég sný mér að þeim bréfum, sem beint hafa verið send tónlistarþættinum, Vil ég minnast á skjal, sem sent hefur verið útvarpsráði, en varð ar tónlistarflutning útvarpsins. Þetta skjal er svohljóðandi: „Við undirritaðir útvarps- hlustendur óskum þess eindreg ið, að ríkisútvarpið taki til flutnings tónverk Björgvins Guðmundssonar, tónskálds á Akureyri, meira og oftar en hing að til hefur verið gert. Við teljum tónverk hans með því bezta, sem samið hefur ver- íð af tónskáldum Norðurlanda á síðari tímum og því ekki vansalaust, hve lítið hefur ver- ið gert að því af útvarpsins hálfu að kynna þau íslenzku þjóðinni.“ Þessi orðsending er undirrit uð a£ 235 mönnum, konum og körlum, í ýmsum landshlutum. Þeir, sem annast um dagskrár gerð útvarpsins, hafa jafnan hvatt hlustendur til þess að láta í Ijós álit sitt á dagskránni og gera tillögur til umbóta og breytinga á henni. Hefur stund um borizt í slíkum hlustenda- bréfum skynsamleg og velvilj- tið gagnrýni, sem full ástæða hefur verið að taka tillit til, eftir því, sem kostur hefur ver ið. Hinu verður heldur ekki neitað, að sum þessi bréf eru bersýnilega sprottin af svo litl- tim raunverulegum umbótavilja, eða þau lýsa svo sérstæðum Bjónarmiðum, að ekki hefur verið unnt að taka tillit til þeirra. Það skiptir hér ekki alltaf mestu máli, hvort bréf eða á- skorun er undirrituð af tveim ínönnum eða tvö hundruð, enda er það vitað, að margur hugsar foetur það bréf, sem hann lætur einn nafn sitt undir, heldur en ef hann undirritar prentað skjal asamt tvö hundruð mönnum oðrum. Hitt getur orkað meiru ,við mat slíkra bréfa, hvernig „andinn“ í þeim er, ef svo má gegja, og hve dómbær ætla má að bréfritarinn eða bréfritarnir séu um þau efni, sem um er skrifað. Ég vil engri rýrð kasta á hið mikla starf Björgvins Guð- mundssonar, né heldur á dóm- greind og þekkingu þeirra 235 manna, sem rituðu undir fram angreinda áskorun til ríkisút- varpsins, enda er meðal þeirra einn maður, sem um margra ára skeið hefur ritað tónlistar- gagnrýni í íslenzk blöð, og all- margir menntamenn. aðrir, auk fólks, sem ég veit engin deili á. En hér eru 235 menn, sem eru reiðubúnir að gera þann samanburð, sem í áskoruninni felst, á tónverkum Björgvins Guðmundssonar og „því bezta, sem samið hefur verið af tón- skáldum Norðurlanda á síðari tímum“ •—• og það væntanlega án verulegrar umhugsunar. í fljótu bragði mætti ætla, að þetta væri vottur meiri og al- mennari tónmenningar en ýms ir þykjast hafa fundið hér á landi. En nú skulum við reyna að gera okkur stuttlega grein fyrir því, á hverjum forsend- um þessi samanburður muni vera reistur. Um sumt af þessu fólki má fullyrða, að það hefur ekki haft verulegt tækifæri til þess að kynnast tónsmíðum Björgvins nema gegnum útvarpið, og ef þær hafa verið eins ' slælega kynntar þar og þessir menn telja, hvaðan kemur þeim þá næg þekking á tónverkum Björgvins til þess að gera slík an samanburð? Allur þorri þeirra, sem undir áskorunina skrifa, mun lítil eða engin tækifæri hafa haft til þess að kynnast „því bezta, sem sam ið hefur verið af tónskáldum Norðurlanda á síðari tímum“, landa verið enn slælegri, og því að leyna — því miður, — að svo slælega sem útvarpið kann að hafa gengið fram í því að kynna þjóðinni tónsmíðar Björgvins, hefur þó kynning þess á samtímatónlist Norður- stafar þetta af ástæðum, sem landa verið enn slælegri, og ríkisútvarpið fær ekki við ráð- ið, svo sem því, að verkin eru of erfið viðfangs til flutnings hér, en góðar hljómplötuupp- tökur ekki til. Carl Nielsen, danska tónskáldið, hefur af mörgum verið talinn eitt hið merkasta tónskáld Norðurlanda á þessari öld, og jafnvel þótt lengra og víðar væri leitað. Symfóníur hans, sex að tölu, hafa af mörgum, sem teljast verða dómbærir, verið taldar meðal hinna merkustu verka þeirrar tegundar, sem samin hafa verið í heiminum á síðustu áratugum. Hér í útvarpinu eru til á hljómplötum all mörg söng lög eftir Carl Nielsen og nokk- ur hljóðfæralög af smærri gerð, en engin af symfóníum hans. Engin þeirra hefur nokkru sinni heyrzt í útvarp- inu. — Hvaðan kemur nú und irskrifendunum þekking á þess um verkum og ótal mörgum öðr um, sem telja verður „með því bezta, sem samið hefur verið af ari tímum“, til þess a gera sam tánskáldum Norðurlanda á síð Hra/neyri Hvammsey Kaianes Klafasta&ir \, Innri /6aliarv\ Hvaleyri 'J^yirt Ga/tarv. 'rándars ta&áfjall Utská la harn/an Noróurkct ^ Skip, sem fara um Hvalf jörð, eru be ðin að gæta sérstakrar varúðar að skemma ekki sæsímana, sem liggja yfir Hvalfjörð og sýndir eru með punktalínu á myndinni (Norðurkot— Gröf, Útskálahamar—Innri Galtarvík, Hvaleyri—Katanes, Hvammsey—Hra fneyri). Landtök símanna eru merkt samkvæmt alþjóðareglum. anburðinn við tónverk Björg- Vins Guðmundssonar? Ég endurtek það, að ég vil á engan hátt reyna að draga úr því gildi, sem tónsmíðar Björg- vins hafa fyrir íslenzka tón- menningu og tónlistarlíf. Ég ræddi talsvert um Björgvin, ævi hans og starf, í einum hinna fyrstu þessara þátta, og er hann eina tónskáldið, sem slík skil hafa verið gerð í tónlistarþætt- inum fram til þessa. Þetta var í sambandi við það, að útvarpað var óratóríi hans, „Strengleik- um“, sem mun vera íengsti og með allra kostnaðarsömustu tónlistarliðum, sem nokkru sinni hefur verið á dagskrá út- varpsins, — og er þó engan veg inn verið að telja þetta eftir. Hvert af öðru af stórverkum Björgvins hefur verið flutt í útvarpið, eftir því sem ástæð- ur hafa framast leyft, og marg- ir kaflar þeirra, ■— þeir sem e,ru á hljómplötum, — hafa þráfaldlega verið leiknir, •— al- veg til jafns við aðra íslenzka tónlist, — enda eru margir þeirra kunnir hverju manns- barni á landinu. Geta útvarpsins til þess að kynna tónlist, innlenda og er- lenda, er takmörkum hóð, og þau takmörk eru þrengri hér í fámenninu og féleysinu heldur en meðal stærri og auðugri þjóða. En eftir því sem þessi takmörk leyfa, mun ríkisút- varpið — hér eftir sem hingað til — reyna að kynna þjóðinni alla þá tónlist, sem unnt er, og því meir, sem aðstæður batna. Hitt getur útvarpið ekki gert, að draga taum einhvers eins tónskálds á kostnað ann- arra eða umfram aðra, • enda , mundi slíkt varla stefna tiL aukinna vinsælda fyrir þessa mjög gagnrýndu stofnun.“ =:• ý: * Þetta er þá það, sem Akur- öyringurinn kallar að „hella sér yfir“ Norðlendinga. •— Þvi miður sé ég mér ekki fært að verða við þeim tilmælum hins stórorða bréfritara að biðja nokkurn mann afsökunar á neinu því, sem ég lét mér um' munn fara í ofangreinduirr pistli, og get ég ekki fallizt á,‘ að þar hafi í neinu verið of hart til orða tekið. Hins vegar get ég hér vaki'ð athygli á nokkrum atriðum, sem varpað gætu frekara Ijósi, á þetta mál, úr því að Akureyr- ingnum hefur þóknazt að gera úr því blaðadeiluefni. Auk þess fádæma oflætis og dómgirni, sem lýsir sér í orðalagi áskor- unarinnar, — sá hroki er mjög í ætt við andann í bréfi J.B., •—• sýnir hún fullkomið skilnings- leysi á starfi útvarpsins og van þékkingu á tónlistarflutningi þess’ og tónlistarkynningu sið- ustu árin. Þess má g'eta t. d., að á s. 1. þrem árum hafa fimm óratórí — en það er það form, sem er á öllum stærri verkum Björgvins ■— verið flutt á íslandi, og hefur öllum verið útvarpað. Af þessum fimm voru þrjú eftir Björgvin, og eru^ þar saman komin öll stærstu verk hans að alþingishátíðar- kantötunni undanskilinni, ea kaflar úr henni hafa þráfald- lega verið fluttir, auk margra smærri verka. Hin tvö óratoríin voru eftir Handel, en hann samdi — eins og sumum er kunnugt •— á milli 20 og 30 verk þessarar tegundar, og eru mörg þeirra af ýmsum talin engu lakari en sams konar verk Björgvins, að þeim þó ólöstuð- um. Þá má ekki gleyma því að á milli þeirra Hándels og Björg- vins og samtímis hvorum um sig hafa ýmis boðleg verk í þessu formi verið samin, sern alls enga kynningu hafa hlotið hér á landi á þessum þrem ár- um. Og má svo hver, sem vill, telja, að hlutur Björgvins haíi verið fyrir borð borinn. ■— Það er að vísu rétt, að útvarpinu ber að ýta undir viðleitni ís- lenzkra tónskálda svo sem fram ast er kostur, En hversu langt (Framh. á 7. siou.) _ TILKYNNING um lækkað verð á rafmagni Verðlagsstjóri 'hefur ákveðiS samkvæmt auglýsingu' nr. 30 31. desember 1947, að rafmagnsvierS skuli hvar- vetna á landinu utan Reykjavíbur ilækka um'5%. I Reykjavík skal rafm'a''gnsverð læ’kka uni 7%, og . stafar aukaleg Iækkun þar af því, að leyft hefur verið' að fialda óbreyttu verði á gasi, strætisvagnamiðum o. fl1. Lækkún þessa má framkvæma með breyttum gjald- s'krám. ■ Reykjavík, 17. janúar 1948. VERÐL AGSST J ÓRINN.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.