Alþýðublaðið - 21.01.1948, Side 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagui' 21. jan- 1948 *• ’
Úígefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þing-fréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
FREGNIN, sem barst hing-
að um síðustu helgi, af því,
að FinnlancL hefði látið kúg-
ast af Rússlandi til þess að
framselja þrját’íu Eistlend-
inga, sarri leiltuðu hæli's á
Finnlandi í haust, af því, að
þeir vildu ekki lifa við rúss-
nesk yfirráð hei'ma á ættjörð
sinni, vekur ýmsar hugleið-
ingar, og þær ekki allar
skemmtilegflir.
*
Það er ei'tt af mörgum,
ömurlegum dæmum þess,
hve slj.óir menn eru orðnir
•fyrilr másþyrmingu frelsis og
mannréttinda á þessum síð-
ustu og verstu tímum ofbeld
is og harðstjórnar í stórum
hlutum heimsins, að slík
fregn sem þessi skuli fara
svo að segja þegjandi fram-
hjá bæði blöðum og einstak-
lingum. Sú var þó tfðin, að
minnsta kosti á nítjándu öld,
að það þótti ekki nema sjálf
sagður réttur pólitískra
flóttamanna, að fá að njóta
gestrisni þeirra landa, sem
þeir leituðu hælis í; og því
betur hafa hin stóru og vold-
ugu lönd lýðræoisin's, um-
fram öll önnur Bretland og
Bandaríkin, virt þann rétt
fram á okkar daga.
Það mundi1 hafa orðið
stutt saga margrar frelsis-
hetjunnar, sem við nú heiðr-
um( ef þessi lönd lýðræðis-
ins hefðu ekki orðið þieim,
griðastaðir fyrir ofsóknum
afturhalds og harðstjórnar,
og gefið þaim starfsskilyrði
til þess að halda áfram bar-
áttunni fyrir hugsjónum sín
•um. Mættu ekki hvað sízt
allir sósíalistar minnast þess
í dag, að því aðeins gat Karl
Marx, hinn miklii brautryðj-
andi verkalýðshreyfingarinn
ar, lokið verki sínu „Kapí-
talið“, sem síðan hefur verið
leiðarvísir fyriir flesta sósíal-
ista, að hið kapitalistíska, en
þó lýðræðiissinnaða Bretland
veitti Iionum gráðastað- í
meira en þrjátíu ár
Hvalrekinn. —- Féð og gjaldeyririnn. — Síldar-
fluíniíigarnir. — Vinmimiðíun nauðsynleg.
SÍLDVEIÐARNAR 1 HVAL-
FIRÐI- eru búnar að gefa mikla
vinnu, mikla peninga og mik-
inn gjaldeyri. Og allt má segja
að jþetta sé fundið fé fyrir
verkamenn, sjómenn, útgerðar-
menn, bifreiðastjóra og þjóðina
í heild. í gær var skýrt frá
þeirri geipivinnu, sem síldin
skapar á Siglufiröi. Aílir, sem
vettlingi geta valdið, stunda
vinnuna, jafnvel skrifstofufólk
í eftirvinnu og bændur frá bú-
um sínum í Eyjafirði og víðar
að. Ég hitti mann, sem er dul-
trúar. Hann sagði að máttar-
völdin hefðu alveg séérstaka
velþókmin á íslandi og íslend-
ingum. Og þau hefðu nú sent
okkur síldina af því að dálítið
hefði verið farið að syrta í ál-
inn Iijá okkur.
EN HVAÐ SEM ÞVÍ LÍÐUR,
og það er næstum því eðlilegt
að menn reyni að leita annar-
legra skýringa á þessum svo að
segja alveg nýja atvinnuvegi —
þá getum við verið þakklát fyr •
ir þennan mikla afla og allt,
sem honum fvlgir. Enda er
gleði yfir þessu öllu saman.
Bara að hún spenni okkur
ekki enn meir upp í taumlausri
eyðslu og fyrirhyggjuleysi.
STJÓRNMÁLAMAÐUR
sagði við mig rétt áður en dýr-
tíðarfrumvarpið var lagt fram:
,,Það er alls ekki víst að við
þurfum að gera neitt til að
sporna við dýrtíðinni svoköll-
uðu. Það hefur allt breytzt með
þessari miklu síldveiði. Við
þurfum ekki að spara.“ Ég
svaraði: „Aldrei mun ég kjósa
þig í nokkra trúnaðarstöðu fyr
ir þjóðfélagið. Ég vona að þú
Ieitir ekki til mín.“ Mér fannst
nefnilega að við ættum ekki að
reikna með þessum hvalreka,
en hafa hann sem varasjóð í
framtíðinni.
EN ÞAD VAR EKKI aðal-
lega þetta, sem ég ætlaði að
skrifa um í sambándi við síld-
veiðarnar. Sjómenn höfðu
sæmilega atvinnu, eða gátu
haft áður en síldveiðin kom.
Verkamenn höfðu líka nóga at-
virinu. En vörubifreiðastjórar
höfðu sáralitla atvinnu. Þess
vegna mun engum þykja . eins
vænt um síldveiðarnar og
þeim. Þær hafa breytt öilum
viðhorfum þeirra, — en þó að-
eins þeirra, sem fá vinnuna.
OG NÚ ER KVARTAÐ mjög
undan því að ekki sé miðlað
vinnunni meðal vörubifreiða-
stjóra. Þegar vinna er lítíl hjá
einhverri stétt, verður að miðla
henni. Það var þetta, sem við
sáum í gamla daga Alþýðu-
flokksmenn og fengum lögin
um vinnumiðlun sett. Mér er
) sagt að þeir sömu séu nær allt-
af við síldarflutningana og
vinni svo að segja nótt og dag.
Þettá er ekki gott, og æskilegt
að því væri brejrit, því að um
þessar mundir hafa vörubif-
reiðastjórar sáralitla aðra vinnu
en við síldarfiutningana. Um
þetta fékk ég bréf í gær frá G.
J. Hún segir:
,»MIG LANGAR TÍL að fá
upplýsingar hjá þér um mál,
sem varðar mig og fjölskyldu
mína miklu' -— og áreiðanlega
fleiri. Svo er mál með vexti, að
ég er gift vörubílstjóra, sem
hefur stundað keyrslu í fjölda
ára. Við eigum ung börn. Mað-
urinn minn hefur verið at-
vinnulaus í nokkrar vikur og
farið víða í atvinnuleit, en án
árangurs. Hann hefur hímt hjá
vörubílastöðinni Þrótti, en litla
úrlausn fengið. Svo þegar
vinna hófst við síldarflutning-
ana hýrnaði yfir bónda mínum,
því þá bjóst hann fastlega við
að fá atvinnu, — en það var nú
öðru nær, aldrei hefur atvinnu-
leysið hjá honum verið tilfinn-
aniegra en nú.“
,,EN MIG LANGAR til þess
að spyrja þig að einu: Því er
ekki vinnu við síldarflutning-
ana jafnað niður svo allir vöru
bílstjórar beri eitthvað úr být-
uip:? Ég hef nefnilega heyrt að j
sumir þeirra hefðu rífandi at-1
vinnu, og það venjulega þeir
sömu. Getur það verið, að um
kunningsskap einan sé að ræða
í sambandi við þessa vinnu? Ef
svo er, þarf að kippa þessu í
lag strax, en ekki láta nokkra
kunningja þeirra, sem sjá um
flutningana, dansa í kringum
gullkálfinn, en aðra horfa á
löngunarfullum augum og Já
hvergi að koma þar nærri.“
„ÉG OG BÓNDI MINN höf-
um áhyggjuí. Hann átti gamlan
,,skrjóð“, en seldi hann og
keypti sér nýjan traustan bíl.
Skuldar hann mikla upphæð í
sambandi við þessi kaup. Aumt
væri ef hann yrði að láta af
hendi framfærslutæki fjöl-
skyldu sinnar vegna ónógrar
atvinnu.“
í dómkirkjunni föstud, 23. janúar kl. 8,30 e. h.
Sigurður Skagfield
óperusöngvari
Orgel: Dr. Páll ísólfsson.
Oboe: Andrés Kolbeinsson.
Viðf angsefni: Beetboven, Bacli, Reger, Brahms,
Gounod, Rossini og Sveinbjörnsson. *
Aðgöngumiðar hjá bókaverzlun ísafoldar og Ritfanga-
verzlun ísafoldar, Bankastræti.
"heldur AÐALFUND að Ilö&li fímmtudaginn 22.
þ.'m. kl. 8 e. h.
1. Venjuleg aðaifundarstörf.
2. Gluntasöngvar: Egill Bjarnason og Jón
Kjartansson, undirleikari Weisshappel.
3. Kvikmynd frá Heklugosinu: Kjartan O.
v Bjarnason.
. 4. Bans.
Aðgöngumiðar fást í verzl. Sæbjörgu, Laugávegi 27-
og við innganginn.
Stjórnin.
Tilkynning
frá Barðstrendingafélaginu.
Aðalfundi félagsins er frestaS til niánudags-
ins 26. jan. kl. 8 s. d.
Að öðru leyti 'samkv. bréfi.
Stjórnin.
vantar ungling til blaðburðar í
SKEKJAFIRÐI.
Talið við afgreiðsluna.
Álþýðublaðið. Sími 4900.
Kaupendur Álþýðublaðsins
eru vinsamlega beðnir að láfa afgi'eiðslu
blaðsins vita, ef vanskil verða á blaðinu,
enn fremur að tilkynna bústaðaskipti.
Það munu allir virða hinu
litla, sigraða Finnlandi það
til vorkunnar, þó :að það léti
kúgast af hi num volduga
rússneska nágranna og sig-
urvegara til þess að fram-
selja hina þrjátíu eistlenzku
flóttamenn; því að Rússland
hefur nú ráð Finnlands svo í
hendi sér, að fyrir það mun
varla hafa verið um nokkurt
val að ræða í þessu máii En
því murlegra hluitskipti hef-
ur Rússland sjálft valið sér í
því.
Þetta land, sem kallar sig
verkalýðsríki og kennir sig
við sósíalisma, — hvort-
tveggja að vísu með jafn-
litlum rétti, — gengur nú
fram fyrir skjöldu í því, að
uppræta al'lt frelsi og öll
mannréttindi í þei’m lönd-
um, sem að því liggja, þar á
meðal hinn heilaga rétt póli-
tíska flóttamannsins, sem
verkalýðsbreyfingin og sós-
íalisminn eiga svo mikið að
þakka frá upphafi og fram á
okkar daga. En skömm
hi'nna núverandi valdhafa
Rússlands af þeirri kúgun,
sem þeir í þessu1 skyni beita
Finnland nú, verður tvöföld,
þegar þess er minnzt, að á
meðal þeirra mörgu póli-
tísku flóttamanna, sem. ein-
mitt Finnland hefur skotið
skjólshúsi yfir í fortíðmni,
voru margir þekktustu fo'r-
ustumenn rússneska komm-
únismans sjá'lfs, svo sem
bæði Lenin og Stalin, sem
þar leituðu hælis á keisara-
tímunum til að haida flokks-
ráðstefnur sír*ar og fela sig
fyrir ofsóknum hinnar þáver
andi harðstjórnar á Rúss-
landii.
Ýmsum mun nú verða á
að hugsa, að Stalin og stjórn
hans hefði mátt minnast
slíkra staðreynda í dag. En
því fer bersýnilega fjarri.
Meira iað segja: Það, sem
hin marglastaða rússneska
keisarastjórn gerði aldrei, —
að haimita pólitíska flótta-
msnn framselda 'af Finn-
landi, — það gerir hin ,,sós-
íalistíska sovétstjórn“ í dag!
Og slíkt og þvílíkt segja að-
dáendur hennar, að sé fram-
för í frelsi og mannréttind-
um í heiminum!