Alþýðublaðið - 25.01.1948, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÆfrUBLAÐIO
Sunnudagur 25. ian. 1948.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Bitstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 490S. }
Afgreiðslusími: 4900. 'j
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan luf.
Sljómarkosningin í
Dagsbrún.
MÁLFLUTNINGUR Þjóð-
viljans út af yfirstandandi
stjórnarkjöri í Dagsbrún er
fyrst og fremst hlægilegur,
en jafnframt lýsir hami taug'a
óstyrk kommúnista og
gremju þeirra yfir því, að
reykvískir verkamenn skuli
ekki una ,,austræna lýðræð-
inu“ í stéttarfélagi sínu.
Blaðið endurtekur dag eftir
dag, að fráfarandi Dagsbrún-
arstjórn sé nú fastari í sessx
en nokkru sinni fyrr, en þó
birtir það hverja langlokuna
annarri stóryrtari um íram-
boð verkamanhalistans. Sá
málflutningur verður varla
skilinn öðruvísi en þannig,
að kommúnistar óttist fylgis-
hrun í Dagsbrún eða að þeim
finnist það ófært, að tveir
listar séu í kjöri í s'cærsta
verkalýðsfélagi Jandsins.
Sannleikurinn mun sá, að
hvoru tveggja sé til að dreifa.
Kommúnistum er enn niinn-
isstæð allsherjaratkvæða-
greiðslan í Dagsbrún, þegar
þeir öttu félaginu út í hið
pólitíska verkfall sitt í fyrr/i.
Þá varð reykvískum verka-
mönnum ljóst með gleggri
hætti en nokkru sinni áður,
hver eru vinríubrögð og bar-
áttuaðferðir kommúnista.
Mótstaða verkalýðsins við
hin þjóðhættulegú áform
kommúnista þá, skaut Dags-
brúnarstjórninni slíkan skelk
í bringu, að nú á hún þá ósk
æðsta, að einn listi, listi frá-
farandi stjórnar, sé í kjöri
við kosningar í stjórn félags-
ins og' trúnaðarráð.
*
Þjóðviljinn segir.um lista
Verkamanna við stjórnar-
kjörið í Dagsbrún, að hann
sé fram borinn að áeggjan
ríkisstjórnarinnar sem póli-
tískur sundrungarlisti. Listi
hinnar fráfarandi kommún-
istastjórnar er hins vegar
titl’aður sameiningarlisti. Slík
eru orð Þjóðviljans. Fn stað-
reyndirnar tala öðru máli.
Fráfarandi Dagsbrúnarstjórn
lót hlutverk sameiningarinn-
ar lönd og leið, þegar hún
var að sundra félaginu í fyrra
og etja því út í hið pólitíska
verkfallsbrölt kommúnista.
Sameiningarskraf kommún-
ista er enn éin sönnunin um
það, að örgustu sundrungar-
sepparnir góla hæst um ein-
ingu verkalýðsins. Með sam-
einingu í Dagsbrún eiga kom-
múnistar við það eitt, að þeir
séu einráðir í stjórn félagsins
og trúnaðarráði og geti fram-
kvæmt fyrirskipanir hinna
póltísku húsbænda sinna í
Miðgarði óáreittir af nokk-
urri andstöðu eða mót-
spyrnu.
Listi verkamanna í Dags-
brún er skipaður mönnum,
sem hafa sýnt í verki, að
Um hvað eru verkamenn í raun og veru að velja.
1 — Vilja verkamenn verkföll og vinnustöðvanir
í vor? — Að því er stefnt og um það er kosið. —
Enn um verðlag á saumaskap. — Upplýsingar frá
klæðskera.
ÞEGAR VERKAMENNIRN-
IR í Dagsbrun ganga nú til
kosninga á stjórn fyrir félagið
sitt, eru þeir ekki aðeins að
veija því menn til að stjórna
því. Þeir eru um leið að greiða
atkvæði um það, hvort félag
þeirra á að Ieggja út í harðvít-
ug verkföll í vor, um það hvort
nota á verkalýðssamtökin
eins og þau voru notuð í Frakk
landi í haust og í vetur með
þeim afleiðingum, sem það
hafði fyrir franska alþýðu. All-
ir, sem vilja þjóð sinni vel og
hugsa af alvöru um framtíð
hennar, skilja það, að nauðsyn-
legt er að reyna að stemma
stigu við vasandi dýrtíð og
reyna að koma framleiðslu og
atvinnumálum á öruggan
grundvöll, svo að tryggt sé að
aldrei komi aftur tímar á borð
við þá, sem áður voru með at-
vinnubótavinnu og hungurkvöl
á heimilum verkamanna.
EN STJÓRNENDUR Dags-
brúnar, þeir sem nú sitja þar,
stefna ekki í þessa átt. Þeir líta
á Dagsbrún sem pólitískt tæki,
sem nota beri til að styðja og
efla pólitísk ævintýri eins
flokks, og þó að það sé til ægi-
legs tjóns fyrir alþýouna, rétt-
læta þeir það framferði fyrir
sjálfum sér með trúnni á það,
að verkamenn uppskeri marg-
faldlega ávextina í Sovét-ís
landi. Ef kommunistar, sem nú
stjórna Dagsbrún, telja kosn-
ingaúrslitin í raun og veru
traustsyíirlýsingu af hendi
verkamanna á þeim, verður
Dagsbrún att út í verkföll í vor
í von um að allt logi í verkföll-
um um leið um land allt.
ÞAÐ ER ÞVÍ í raun og veru
um þetta, sem verkamenn eru
að greiða atkvæði í Dagsbrún
í dag. Maður sér líka af blaði
kommúnista í gær, að þessu
er stefnt, því að þar er því
haldið fram, að dýrtíðarlögin
séu ekkert annað en þrælalög
gegn verkalýðnum og dýrtíðin
hafi ekkert lækkað, þó að hver
,einn og einasti heimilisfaðir og
húsmóðir í bænum viti að vöru-
verð hefur lækkað. Fyrirætlan-
drnar eiga að byggjast á lygi af
því að það er ekki hægt að
byggja þær á sannleika. En til-
gangurinn helgar meðalið í því
sem öðru.
KLÆÐSKERI kom að máli
við mig í gær og sagði: „í tvo
daga hefur þú birt bréf um
saumaskap og verðlag hjá klæð
skerum. Þar hefur jafnvel verið
talað um að klæðskerar reyndu
að snuða viðskiptamenn sína.
Þetta þykja okkur stór orð og
ekki réttmæt. Af tilefni þess-
ara bréfa skal ég taka bað
fram, að upplýsingar þeirra
geta ef til vill staðist. Það kost-
ar að saurna tvíhneppt föt með
tilleggi kr. 600,00. Þar ef eru
vinnulaunin ein kr. 418,45. —
Einhneppt föt kostar að sauma
með tilleggi kr. 585,00. Þar af
eru vmnulaunin kr. 403,75.“
„ÞAÐ GETUR VERIÐ, að
bréfritarinn hafi hins vegar, í
öðru tilfellinu,. hitt á ldæð-
skera, sem hafi átt gamlar
I birgðir af tilleg'gi og því getað
selt þao ódýrara, en þó tel ég.
það vafasamt. Hitt er aftur á
móti. kunnugt, að hraðsauma-
stofur hafa lægri vinnutaxta en
klæðskerar, og má vera að bréf-
ritararnir hafi í síðari tilfellun-
um farið til hraðsaumastofu og
fengið saumað þar fyrir úægra
verð en hjá klæðskera. Þetta
þætti mér vænt um að þú tæk-
ir fram til þess að forðast mis-
skilning og ómaklegt ámæli í
garð okkar klæðskeranna.“
MÉR ER AÐ SJÁUFSÖGBU
Ijúft að gera það, en bréfritari
minn fullyrðir, að hann hafi
ekki farið í hraðsaumastofu.
Hins vegar hef ég fengið upp-
lýsingar um það, að verðlags-
stjórí hefur leyft klæðskerum
að taka 50 krónum meira fyrir
föt, sem saumuð eru úr efni,
sem komið er með til þeirra,
heldur en þau, sejn saumuð eru
úr efni, sem klæðskerar selja
sjálfir. Má vera að munurinn
liggi, að minnsta kosti að ein-
hverju leyti, í þessu..
Ilannes á horninu.
þeir kunna og vilja vinna fyr
ir félag sitt á þeim grund-
velli, sem er starfsvið félags-
stjórnarinnar á hverjum
tíma. Dagsbrúnarmenn
þekkja Sigurð Guðmundsson
að því að vinna heilt að mál-
um þeirra, þegar honum eru
slík störf falin, og væna hann
aldrei um að vera viljalaust
verkfæri í stjórnmálabarátt-
unni. En Dagsbrúnarmenn
vita meira. Þeir hafa fyrir
sér dóm reynslunnar yfir frá-
farandi stjórn félagsins. Hún
hefur verið athafnalítil og á-
hugalítil um þau ýmsu störf,
sem hafa verið í verkahring
hennar og hún af verkalýðn-
um var kjörin til að rækja.
En hún hefur verið önnum
kafin við að sinna störfum
hliðstæðum þeim, sem kom-
múnistar halda fram, að Sig-
urður Guðmundsson og fé-
lagar hans muni fyrst og
fremst láta til sín taka, ef
þeim verður falin stjórn fé-
lagsins. Hún hefur verið pójli-
tískit verkfæri Kommúnista-
flokksins. Hún hefur að vald-
boði hans att félaginu út í
pólitískt verkfallsbrölt, sem
kostaði reykvíska verkamenn
atvinnu og afkomu um lengri
tíma. Að valdboði hans er
hún að undirbúa nýja pcli-
tíska verkfallsöldu, nýja að-
för að aitvinnulífi og efnahag
íslenzku þjóðarinnar. Starfs-
Kvennadeíid Slysavarnsrfélags
íslands í Reyk|avík,
'heldur fund mánudaginn 25. þ. m. í Tjarnarcafé kl.
8,30 s. d.
Til skemmtúnar:
Upplestur frk. Gunnþórun Halldórsdóttir.
Heklukvikmynd Kjartan O. Bjarnason.
Söngur nreð guítarundirleik
Dans.
Fjölmennið sundvíslega.
Síjórnin.
Hvernig er vexti og viðgangi kristn-
innar lýst í Opinberunarbókinni? —
Um þetía efni talar pastor Johannes Jensen í dag
kl. 5 í Aðventkirkjunni (Ingólísstr.). Allir velkomnir.
Handbók í
logsoðy og rafmagnssuðu,
fæst á skrifstofu Landssambands iðríaðarmanna,'
í Kirkj u'hvoli.
vantar ungling til blaðburðar í
SKERJAFIRÐI.
Talið við afgreiðsluna.
Kaupnm hreinar léreftstu&kur.
Alþýðupreritsmiöjan h.f.
Kaupendur Álþýðublaðsins
eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðslu
blaðsins vita, ef vanskil verða á blaðinu,
enn fremur að tilkynna bústaðaskipti.
menji Dagsbrúnar taka kaup
sitt úr sjóði félagsns, en
störf sín vinna þeir flest í
þjónustu Kommúnistaflokks-
ins. Skrif Þjóðviljans þessa
dagana sýna bezt, að þessa
aðstöðu vill Kommúuista-
flokkurinn ekki missa.
*
Dgsbrún hefur verið gerð
að pólitísku höfuðvígi kom-
múnista í Reykjavík. Falli
það vígi, er Kommúnista-
flokkurinn orðinn áhrifalítill
í stjórnmálum og verkalýðs -
málum höfuðstaðarins. Þá
eru og valdadagar kommún-
ista í Alþýðusambandi ís-
lands taldir. Þar með Væri
runnin út í sandinn sú fyrir-
ætlun kommúnista að beita
verkalýðshreyfingunni fyrir
pólitiskan vagn sinn og láta
hana bera ábyrgð á óhæfu-
verkum þeim, sem þeir vinna
í blhadri baráttu sinni gegn
rikisstjórn landsins og stjórn
skipun þjóðarinnar.
Kommúnistar óttast, að
verkalýður Reykjavíkur
bindist fyrr en síðar samtök-
um um þetita nauðsynjaverk.
Þeir vita, að þeir eru í minni
hluta í Dagsbrún, ef and-
stæðingar þeirra standa sam-
an. Þess vegna froðufellir
Þjóðviljinn nú af heift yfir
verkamannalistanum við
stjórnarkjörið í Dagsbrún.