Alþýðublaðið - 13.02.1948, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Hugrakkir brautryðjendur. — Upp með harkið
og niður með hæstarétt! — Talað við ,,kolIega“.
EF MENN HAFA haldið það,
að fólksbifreiðastjórar í Reykja
vík væru ekki karlar í krapinu,
þá hefur það nú sýnt sig að
þeim hinum sömu hefur skjátl-
azt hrapallega. Þeir gerðu verk
fall gegn hæstarétti, og ég lield
að mér sé óhætt að segja, að
það séu alger einsdæmi í sögu
verkalýðsmálabaráttunar, að
stétt hefji verkfall gegn æðsta
dómstóli þjóðarinnar. En um
þetta má segja eins og sagt er,
að einu sinni verður allt fyrst.
Og það fer kannske bara vel á
því, að fólksbifreiðastjórar ríði
á vaðið á svo myndarlegan og
hugrakkan hátt.
MÉR BETTUR EKKI í hug
að halda það, að bifreiðastjór-
um hafi gengið annað til en
frelsisást og hugsjónir. Það er
hróplegt ranglæti að þeim skuli
ekki leyft að „harka“. Það er
allt of lítið að hafa ekki nema
40 praktiserandi bifreiðar í
gangi á næturna, og það er hið
hróplegasta ranglæti af hæsta-
rétti að álíta að stjórnarvöld
landsins geti takmarkað „hark-
ið“. En sumir' ei’u að halda því
fram að ýmsar stoðir hafi aðr-
ar hnigið undir ákvörðunina um
verkfallið.
ÉG ÓK NOKKUÐ í leigubif
reiðum daginn fyrir verkfallið.
Það var bölvuo ófærð og harsl
á götunum. Tveir bifreiðastjór-
ar sögðu mér, að það væri í
raun og veru alls ekki hægt að
keyra. Það væri mikið um á-
rekstra og svo eyddist svo mik
ið benzín í svona færð, að það
borgaði sig ekki að aka með
sama taxta og gilti og væri mið
aður við miklu minni benzín-
fiotkun en væri á svona snjóa-
dögum. Og ég veit af reynzlunni
að þetta er alveg rétt athugað.
„EN AF HVERJU hættið þið
þá ekki og takið ykkur frí með
an færðin er svona slæm?“ Þann
ig asnaðist ég til að spyrja. Og
ég bætti við. „Þið, sem eruð
svo friðsamir og gerið aldrei
verkfall ættuð bara að fá ykk-
ur frí í tvo þrjá daga.“ Og ekki
varð ég minni asni við viðbót-
ina. „Já, þú segir nokkuð?“ svar
aði vinur minn. Svo varð hann
hugsi og svo borgaði ég honum
og fór. — Næsta morgun þurfti
ég enn að fá bifreið — en
greip í tómt og svo fékk ég
skýringuna. Samstundis greip
mig kvölin._Skyldi það hafa ver
ið ég sem átti upptökin? Ég
nefndi þetta við mann og hann
sagði að ég væri ,,innbildskur“.
Og það er ég víst.
ÉG LEGG EKKI í vana minn
að vera að rífa í mig „kolIega“
mína og geri það aldrei að
fyrra bragði. Hins vegar sný
ég upp á nefin á þeim dálítið
harkalega ef þeir grípa eftir
eyrnasneplinum í mér. Ég fæ
oft bréf með bullandi skömm-
um um „kollegana“, en ég birti
þau ekki. Jónas í Þjóðviljanum
birti í gær bréf, þar sem hann
var ákaflega lofaður fyrir fram
göngu í svívirðingum um mig
og Víkverja. Þetta er svo sem
ekki tiltökumál. Og sjálfsagt er
að sá hljóti lof sem til þess vinn
ur.
ÉG VIÐURKENNI LÍKA, að
Jónas er stórveldi, einkennilega
magnaður stríðsjarl þegar tekið
er tillit til þess, að hann virðist
allt af vera að sofna. Það er
svona eins og allt hugrekkið sé
í fingrunum á honum. Annars
er þetta nagg út í „kollegana“
ef til vill vottur um efnisfátækt.
Og er það þó varla trúlegt þeg-
ar Jónas á í hlut. Hann er ný-
frelsaður og nýfrelsaðir menn
eru jafnan ofstækisfyllstir, að
minnsta kosti verður þeim sjald
an svarafátt.
Hannes á horninu.
í SÍÐAST liðinni viku
gerði Bóas Eydal, Borg Njarð
vík, Norður-Múlasýslu óvirk
3 tundurdufl á eftirgreindum'
stöðum par eystra: Þorvalds
stöðum, Núpssandi og Strand
höfn.
í sömu viku' gerði Skarphéð
inn Gíslason, Hornafiíði, ó-
virk 2 tundurdufl á Tjarnar-
sandi og Byggðarholtsfjöru í
Lónsvík. Skv. upplýsingum
frá Skipaútgerð ríkisins.
Útgefandi: Alþýðuflokknrinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Beneðikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsimar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Affsetur: Alþýffuhúsiff.
Alþýffuprentsmiffjan h-f.
Vartiugaverf verfcfall
ÞAÐ leikur ekki á tveim-
ur tungum, hve þýðingarmik
ið vopn verkfallsrétturinn er
fyrir verkalýðinn í baráttu
hans fyrir bættum kjörum.
En jafnvíst er hitt, að hann
er tvíeggjað sverð, sem, ef
mlisbeitt er, getur skaðað
ekki aðeins allan almenning,
heldur og verkalýðinn sjálf-
an. Því er það nauðsynlegt,
að þjóðfélagið satji lög og
reglur um notkun hans', og
að þeir, sem verkalýðurinn
trúir fynir sínum málurn,
gæiti sín. vel fyrir því, að
misnota hann.
*
Því miður verður það ekki
sagt, að slík gætni hafi verið
viðhöfð, ;er verkfall það var
ákveðið, sem leigubílsitjórar
í Reykjavík eiga nú í. Eftir
því, sem upplýst hefur verið
af samgöngumálaráðuneyt-
inu, er það greinilegt brot á
gerðu samkomulagi við sjálf
an félagsskap bílstjóranna.
Það hefur sem sagt verið
upplýst, ac5 því er virðiat með
óhrekjandi rökum, að þær
takmarkanir á næturakstri
Ieigubílstjóranna, sem þeir
telja sig vera að mótmæla
með verkfallinu, hafi verið
gerðar með fullkomnu. sam-
komulagi við félagsskap
þeirira. Það er og sannast að
segja, að hingað til hefur því
ekki verið móitmætt. Hins
vegar er það kunnugt, að
þetta samkomulag og sú
reglugerð, sem á því var
byggð, vegna gjaideynis-
skorts og þar af leiðandi ben-
zínisiskorts, hefur verið brot
ið. En það er fyrst í þessari
viku, eftir að hæstiréttur
hafði kveðið upp dóm, sem
.staðfestii rétt stjórnarvald-
anna til þess, að takmarka
n æturaksturi n n, sem reglu-
gerðinni um hann er opin-
berlega mótmælt af Ieigubíl
stjórunum, og það* með verk
falli. Gerir það málstað
þeirra óneiitanhega enn þá
varbuigaverðani; 'því að verk
fallið er ger.t sem eins konar
mJóitm'æXi gegn. hæstaréttar-
dómimum og þar með gegn
lögum og rétti.
*
Það er í sjálfu sér enginn
stórviðburður, og almenning
ur mun ekki fi.nna mikið til
þess, þó að ekki sé hægt að
fá bíl í sexstíu klukkustundir,
og jafnvel þótt Iengur væri.
En hiitt er alvarlegt, að til-
tölulega fámenn stétt skuli
leyfa sér að beita vopni verk
fallsins ekki aðeins á móti
gerðu samkomulagi við fé-
lagsskap hennar, heldur og
á móti lögum og rétti í land-
inu. Og það bendir citvírætt
til, að í verkfallinu séu öfl
að verki, sem framandi eru
íslenzkri löghlýðni og ís-
lenzkri ábyrgðartilfinningu.
Það er vafalaust rétt hjá
Ieigubíls.tjórunum, að tak-
markanirnar á næturakstri
þeirra valdi þeim töluverð-
urn tekjumissi; en hinu verð
ur heldur ekki mótmælt, að
þær takmarkanir eru gerðar
af knýjandi nauðsyn, vegna
þess gjaldeyrisskorts, sem
þjóðin á i bili við að stríða;
og af hans völdum verða all
ar stéttir nú að sætta sig við
nokkur óþægindi. En alveg
án tillits til þess, hefðu laigu
bílstjórárnir og félagsskapur
þeirra átt að hafa önnur
sihni óánægju á framfæri.
Samgöngumálaráðuneytið
sýndi það þegar í haust, er
reglugerðin um næturakst-
urinin var , sétt, með sam-
komulagi vjð bílstjórafélagið
eftir að úpphaflegur benzín
skammtur þeirra hafði þó
verið aukinn stórlega sam-
kvæmt tilmælum þeirra, að
ríkisstjórnin vill hafa við
leigubílstjórana vinsamlega
samvinnu, .eins og við allar
stéttir- En hvorki hún né
nokkur, isem hugsar um fram
tíðarvelferð þjóðarheildar-
innar, getur tekið því með
samþykki, að lítill hópur
gangi í berhögg við lög og
rétt til þess að knýja fram
sínar sérhagsmunakröfur.
Töstudagur 13. febiúar 1348
(innanhúss)
Meistaraflokks karla hefst í kvöld að Háloga-
landi kl. 8. Þá keppa
og
F
Ferðir frá Ferðaskrifstofu ríkisins við Arn-
arholtstún frá kl. 7.15 og frá Hafnarfirði kl.
7 við Álfafell. — Fylg'ist með frá byrjun.
Knattspymuféiagið Haiáar
Heimsfræg frönsk barnabók, öðru nafni:
Bó'kin’ er gefin út til ágóða fyrir byiggingarsjóð Tón-
iisitarskólans í Reykjavík. Hver, sem eignast o« gsfur
eintak af „Ka'ttakiúbbnum“, hefur lagt •siinn skerf í
Tónlistarskóiabygginguna.
Gefið öllum kröklLum Kattaklúbbiim. —
Fæst í bókabúðum og sendum um allan bæ.
Toniistarfélagið .
Sími 5314.
Fundur um dreifíngu
innflufningsins hafinn
23 FULLTRÚAR frá kaup-
stöðum utan Reykjavíkur
komu í gær saman á fund hér
í Reykjayík til þess að ræða
skiptingu innflu'tningsins milli
hinna einstöfcu landshluta.
Byrjaði fundurinn, sem kom
saman að Hótel Borg, á því'
að kjósa fimm manna nefnd
til þess að samræma tiJlögur.
hinna ýmsu fulltrúa, og verða
þær síðan iagðar fyrir fund-
inn. Jakob Frímannsson kaup-
félagsstjóri á Akureyri var
kosinn fundarstjóri, og Svavar
Guðmundsson, eimiig frá Ak-
ureyri, var kjöriiin ritari.
iesil iklþýðubiaðið