Alþýðublaðið - 03.03.1948, Qupperneq 3
Miðvikudagur 3. marz 1948.
ALI»ÝÐUBLAÐEÐ
3
Sæmundur Olafsson:
f laumukommúnisfans
sjómannasamfökunum.
I BARATTU SINNI fyrir
hinu austræna lýðræði nota
kommúnistar þá aðferð, að
skipa sér í tvær fylkingar:
flokksbundna kommúnista
og óflokksbundna kommún-
ista. Hinir fyrrnefndu koma
grímulaust fram fyrir alþjóð
og reka opinberlega erindi
húsbónda síns í austri. Þeir
eru því illa þokkaðir af öll-
um og tortryggðir sem óþjóð
hollir menn. Af þeim stafar
því tiltölulega lítil hætta nú,
þegar uppvíst er orðið, að
kommúnistar allra landa eru
5. herdeild í verkalýðshreyf
ingunni og þjóðfélaginu. Hin
ir síðarnefndu laumukomm-
únistar ieru hættulegri. Þeir
fela sig undir sauðargæru
hlutleysisins og látast oft
véra andstæðir kommúnist-
um í veigalitlum málum, en
styðja þá alltaf, þegar þeir
þurfa stuðnings með. Glöggt
dæmi um þessa manntegund
er Magnús Kjartansson, nú-
verandi ritstjóri Þjóðviljans.
Þegar hann kom heim úr
Bjarmalandsför sinni í stríðs
lokin þóttist hann vera áhuga
samur Alþýðuflokksmaður;
Vvegna ættar sinnar var hon-
um vel tekið af Alþýðu-
flokksmönnum um skeið, en
brátt gægðust úlfseyrun und
an sauðargærunni, og fækk-
aði þá skjótt þeim mönnum,
sem vildu hafa samskipti við
Magnús. Hann einangraðist
því furðuflj ótt og varð að
kasta grímunni fyrr en æski
legt þótti í herbúðum komrn
únis'ta. Laumukommúnislinn
Magnús Kjartansson varð
kommúnistum að litlu liði
Tóku þeir hann því í hóp
h nna flokksbundnu og settu
hann í ritstjórasætið við
Þ,óc viljann. I þvi sæt: h ,fur
nanr orðið flokKnum tii mik
iis < gagns. Með crámunalega
hp'j.-.skulegri og ofstækis-
fullri blaðamennsku hefur
hann gjört Þjóðviljann al-
gjörlega áhrifalausan hjá
þjóðinni; stjórnarandstaða
blaðsins hefur runnið út í
sandinn. Skrif Þjóðviljans
undir stjórn M. K. líkjast
öskri tjóðraðs bola, sem bíð-
iur lífsloka og brýzt um í
magnlausri reiði. Magnús
Kjartansson kvað ekki vera
neinn Iærdómsmaður eða
prófhestur þrátt fyrir langa
skólggöngu, en hann er nátt
úrugreindur, sem hann á kyn
til. Af brjóstviti sínu finnur
Magnús, að honum hefur
mistekizt ritstjórnin, og allt,
sem úr penna hans drýpur
og er rétt feðrað, er fyrir
fram dæmd ósannindi af
flestum lesendum blaðsins.
Þess vegna hefur hann fund
ið upp það snjallræði, að
merkja þau skrif sín, sem
hann fekur mestu ástfóstri
við, með upphafsstöfum
laumukommúnista í von um
að rangfeðruð fái þau betri
hljómgrunn en ef þau bera
nafn síns marglynda föður.
Magnús Kjartansson legg
úr mikla vinnu í það að of-
sækja Sjómannafélag Reykja
víkur og félagsmenn þess.
Velur hann okkur sjómanna
félögunum gjarnan ófögur
orð og kaldar kveðjur, senni
lega vegna þess, að faðir
hans er mikill sjómannavin
ur; mun það vera einn þátt
ur í frændrækni piltsins.
I seinni tíð hefur M. K.
merkt níð sitt um okkur sjó
mannafélágana með G. og
G. P. Þannig merkt skrif
hafa verið eignuð Guðmundi
Péturssyni, skipverja á togar
anum „Aski“, og ber tvennt
til, að Guðmundur þessi er
áhugasamur laumukommún-
isti og að það, sem frá hon-
um kemur á félagsfundum
og í viðræðum um málefni
sjómannafélagsins, er mjög í
Magnúsar Kjartanssonar
stíl. Fyrirfram bið ég þó
Guðmund þennan Pétursson
velvirðingar á því, ef hann
er hafður hér fyrir rangri
sök; en í þeirri trú, að svo sé
ekki, mun ég snúa máli mínu
til þeirra kumpánanna
beggja, föðurins og þess, sem
sagt er að meðgangi.
Síðasta níðskrifið um sjó
mannafélagið, undirritað af
G. P., er í Þjóðviljanum 21.
febrúar. Tilefni þess er grein
sjómannafélaga 563 í Alþýðu
blaðinu fyrir nokkru. Það er
nú vandséð, á hvern hátt
griein þessi gefur tilefni til
árása á mig einan, þar sem
greinin ræðir um málefni sjó
manna almennt og atkvæða
greiðsluna um samningsupp
kast það, ier togarasjómenn
höfnuðu nær einróma. En
þannig hefur það verið nokk
ur undanfarin ár, að þegar
kommúnistar fara halloka í
blaðaskrifum eða bíða ósig-
ur í verkalýðshreyfingunni,
snúast þeiri gegn mér með
baknefndar, sem var stjórn
sjómannafélagsins til aðstoð
ar í samningaumleitunum,
,,ásamt sálufélögum þeirra í
samninganefndinni, sem
stjórnin kaus sjálf“. Þessi
nefnd var kosin á félags-
fundi og í henni eru fimm
starfandi sjómenn, alhr jafn
okar Guðmundar Pétursson
ar í sjómennsku. Málflutn-
ingur sem þessi ber ótvírætt
merki atvinnulygarans og
getur því ekki verið eftir
heiðarlegan mann og allra
sízt sjómann.
M. K. + G. P. segja, að
mér hafi verið ,,troðið“ í
gjaldkeriasætið í sjómanna-
félaginu á móti vilja allra
starfandi sjómanna. Hvað er
nú satt í þessu?
Kjörnefnd sjómannafélags
ins var á síðast liðnu hausti
þannig skipuð: Formaður var
Haraldur Olafsson, bátsmað
ur á b. v. Helgafelli, aðrir
voru Steingrímur Einarsson,
háseti á b.v. Forseta, Erlend
ur Olafsson háseti á e.s. Súð
in, Oli Kr. Jónsson, sem
stundar sjómennsku á línu-
veiðurum, og Bjarni Stefáns
son, sem verið hefur sjómað
ur um langan aldur, setið í
stjórn félagsins, gegnt ótal
trúnaðarstörfum fyrir sjó-
mannastéttina og er þekktur
fyrir réttsýni og félags-
þroska. Eftir að Sigurður
Olafsson lézt var ég kosinn á
fundi með öllum atkvæðum,
að mér fjarverandi, gjald-
keri i stað Sigurðar heitins.
Eg gegndi því gjaldkerastarf
inu til aðalfundar í vetur.
Aður en kjörnefndin tók til
K« R. I. I.
fjlímunimskeið
Glímunámsikeið fyrir unglinga hefst miðviku-
daginn 3. marz kl. 9 e. h. í leikfimishúsi Mennta-
skólans og stendur í tvo mánuði. Aðalkennari
verður hinn kunrii glímumaður Ágúst Kristjáns-
son, svo og aðrir glímumenn félagsins.
Glímuæfingar- félagsins verða hér eftir á
þes'sum tímum:
Fyrir byrjendur: Miðvikudaga kl. 9—10 e. h.
Fyrir fullorðna; Mánudaga og föstudaga kl.
9—10 e. h.
Æfið íslenzka giímu!
Gangið í K. R.!
sinni alþekktu prúðmennsku. stairfa í haust, sem leið, ^til
Ég hef jafnan látið þennan
gauragang afskiptalausan og
það þótt um mig hafi verið
höfð bæði í blaðaskrifum og
á fundurn í verkalýðsfélögun
um öll þau skammaryrði,
sem okkar ágæta tunga ræð
ur yfir og verulegur forði
verið fenginn að láni úr er-
lendum málum til áréttis. I
þetta eina sinn mun ég gera
undantekningu frá hefðbund
inni þþgn minni ’um skamma
faraldur kommúnista og
gera nokkur atriði í áður-
nefndri Þjóðviljagrein að
umtalsefni.
Ég hef áður getið þess til,
að greinin sé skrifuð af
Magnúsi Kjartanssyni, en G.
P. hafi verið lá.tinn undir-
skrifa í von um að þá beri
hún tilætlaðan árangur. I
grein M. K. + G. P. eru til-
vitnanir, í gæsalöppum, sem
höfundar vilja láta líta svo
út, að teknar séu orðréttar
úr grein sjómannafélaga
563. Ég hef borið þessar til-
vitnanir sarnan við grein
sjómannafélagans og komst (
að þeirri niðurstöðu, að sum i
ar tilvitnanirnar séu falsað-
ar. Nú er það vitað, að þótt
Guðmundui' Pétursson sé á-
hugasamur laumukommún-
isti, þá er hann heiðarlegur
maður, en heiðarlegur mað-
ur lætur aldrei slikar stór-
falsanir, sem þessar tilvitn-
anir í Þjóðviljanum eru, frá
sér fara. I þokkabót segir
greinarhöfundur orðrétt, þeg
ar hann ræðir um kosningu
kynnti ég forrnanni nefndar
innar, að ég skoraðist undan
því að vera í kjöri. Haraldur
Olafsson lofaði að taka und-
anfærslu mína til greina og
vinna að því í nefndinni, að
mér yrði ekki stillt upp. Bar
hann nefndinni þessa mála-
leitun mína, en nefndin tók
hana ekki til greina og stillti
mér í gjaldkerasætið ein-
róma. Þannig var mér ,,troð-
ið“ nn á kjörseðilinn af starf-
andi sjómönnum gegn vilja
mínum og vitund. Því sjálf-
ur vissi ég ekki, að ég væri
í kjöri fyrr en tillögur nefnd
arinnar voru birtar á félags
fundi. Kjörnefndin stillti á
móti mér starfandi sjómanni,
Ingvari Jónssyni, háseta á
Skallagrími. Ingvar Jónsson
er alkunnur ágætismaður,
sem væri mjög vel fallinn rtil
forustu í samtökum sjó-
manna. Félagsfundur stillti
þriðja manni í gjaldkerasæt
ið, Guðmundi Bæringssyni,
mjög vel þekktum ágætisfé-
laga og starfandi sjómanni.
Þannig fór kjörseðillinn út
til félaganna með okkur þrjá
í gjaldkerasætinu.
Satt að segja vonaði ég,
að annar hvor þeirra Ingv-
ars eða Guðmundar yrðu
kjörnir, en sú varð ekki raun
in á, því að ég hlaut lang
flest atkvæði í gjaldkerasæt
ið eða 319, en þeir Ingvar og
Guðmundur til samans 222.
Þannig var mér ,,.troðið“ í
gjaldkerasætið af starfandi
sjómönnum.
Ég miklast ekki af kosn-
ingu minni í þetta virðulega
sæti, sem um áratugi hefur
verið setið af þeim mannin-
um, sem ágætastur hefur ver
ið allra starfsmanna verba-
lýðshreyfingarinnair hér á
landi. En ég lofa félögum
mínum því, að ég skal rækja
þetta itrúnaðarstarf af full-
um skilningi og þeirri ár-
vekni, sem mér er ásköpuð.
Um leið vil ég þakka þeim,
að þeir hafa látið róg komm
únista um mig, sem vind um
eyrun þjóta, og ekki lagt
hinn minnsta itrúnað á hann.
Þá eru það auðu seðlarnir
við stjórnarkjörið. Þeir M.
K. + G. P. segja orðrétt:
,Við sjómenn brosum þegar
minnzt er á Sæmund. Þess
vegna komu svona margir
auðir seðlair frá togurunum í
haúst“. Hinir mörgu auðu
seðlar voru 44. Kommúnist
ar komu engum sinna manna
inn á kjörseðilinn að þessu
sinni og skiluðu því auðu.
Það eru mjög góðar upplýs-
ingar frá M. K. og G. P., að
kommúnistar í sjómannafé-
laginu séu nú orðnir aðeins
44 af 1552 félagsmönnum.
Undanfarin ár hafa þeir ver
ið nokkuð fleiri og stundum
allt að 90. Það er sama sagan
í sjómannafélaginu og öllum
Skaffíellingafélagið.
Kgöldvaka
verður að Röðli annað kvöld kl. 8V2,
Dagskrá (kl. 8,45—:1): 1. Kvikmyndir K. Ó. B. af
Hefclugosi og Snorrahátíð. 2. ÞórbengurÞórð-
ansón segir sögur. 3. Stúlkur syngja og leika
á gítara. 4. Félagsvist.
Aðgöngumiðar á 10 kr. fást við innganginn.
Skemmtinefndin.
öðrum verkalýðsfélögum, að
þar sem kommúnistar áttu
áður tvo menn eiga þeir nú
aðeins einn.
M. K. + G. P. segja orð-
rétt: „Mæltu allir með samir
ingsuppkastinu“. Þetta er
satt. Sáttanefndin taldi von-
laúst að bera uppkastið und
ir atkvæði sjómannanna
nema við, sem með samning
ana fórum fyrir sjómennina,
mæltum með þeim. Þótt við
værum allir óánægðir með
uppkastið, vissum við vel, að
lengra var ekki hægt að
teygja útvegsmenn til sam
komulags að svo stöddu, og
vildum við láta sjómennina
sjálfa segja til um það,
hvort ganga skyldi að upp-
kastinu eða láta samninga
umleitanirnar stranda í bili.
Sjómenn hafa svarað og stað
fest þann málflutning okkar,
að við höfum borið fram
lágmarkskröfur, þegar samn
ingarnir hófust í haust.
M. K. + G. P. eru báðir
framgjarnir ungir paenn,
vilja olnboga sig áfram, hvor
á sínum stað. Magnús Kjart
ansson undirbýr í óðaönn
hreinsun í flokki kommún-
ista í Hafnarfirði með því
lokatakmarki, að bola Her-
manni Guðmundssyni burt
af alþingi og koma ,,orða-
bókaritstjóranum“ þangað í
hans stað. G. P. hugsar ekki
svona hátt. Hans draumur
virðist vera að. fá að halda
áfram að vera óflokksbund-
inn, en láta upphafsstafi
sína prýða Þjóðviljann af og
til, málstað hins austræna
lýðræðis til vafasams fram-
dráttar. Ef til vill dreymir
’ hann einnig um að fá hlut-
verk þeirra Björns Björíis-
sonar, Páls Helgasonar og
Braga Agnarssonar í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur;
en hlutverk þeirra heiðurs-
manna hlaut á sínum tíma
erlent heiti, sem ég vil ekki
láta saurga síður Alþýðu-
blaðsins.
Sæmundur Ólafsson.
Ljósmyndir
úr afmælishófi Alþýðuflokks
félagsins verða næstu daga til
sýnis í skrifstofu félagsins £
Alþýðuhúsinu, og geta þeir,
sem hafa hug á að eignast þær,
einnig pantað þær þar.
Skaftfellingafélagið
hefur kvöldveku að Röðli kl.
8,30 annaö kvöld.
Kristilegt skólablað
er nýkomið út og hefst það
á kvæðinu Skólaljóð eftir Frið
rik Friðriksson. Mai-gar grein.
ar eru í blaðinu og fjöldi
mynda.