Alþýðublaðið - 03.03.1948, Page 4

Alþýðublaðið - 03.03.1948, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðyikudagur 3. marz 1348. Útgefandi: Alþýð'uflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Inngfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4903. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h-f. Lærdémar viðburS- mna í Tékkóslóvakíu KOMMÍJNISTABYLTING- IN I TÉKKÓSLOVAKIU — því að það, og ekkent minna, eru þeir viðburðir, sem þar hafa gerzt síðustu dagana — ex fyrir heiminn lærdóms- ríkur vottur þess, hvaða hkrtverk kommúnistaflokk- arnir leika eftir aðra heims- styrjöldina. * Sem kunnugt er reyna kommúnistar hvarvetna að vinna sér fylgi undir yfir- skini þess, að þeir séu sósíal- istískur flokkur, sem sé að berjast fyrir bættum kjörum verkalýðsins og nýjú þjóð- skipulagi, þar sem fram- leiðslutækin séu þjóðnýtt. En með þetta fyrir augum var gersamlega ástæðulaust fyrir kommúnista að gera byltinguna í Tékkóslóvakíu; tilganguir þeirra hlýtur því að hafa verið einhver annar. Síðan í stríðslok hefur samsteypustjórn allra flokka í Tékkóslóvakíu, síðustu tvö árin undir forustu kommún- isfa, sem ireyndust stærsti flokkurinn við kosningarnar þar 1946, þjóðnýtt, með full- komlega löglegum aðferðum, þrjá fimmtu hluta allra fram_ leiðslutækja í landinu, þ. e. yfirleitt alla stóriðju þar. Um það var gerður samning- ur með flokkunum strax eftir stríðið, og hefur hann verið starfsgrundvöllur stjórn arinnar. Þannig hafði sósíal- isminn þegar raunverulega sigrað í Tékkóslóvakíu á lýðræðislegan og friðsamleg- an hátt; og viðreisn atvinnu- lífsins hafði gengið betur þar en í flestum öðrum löndum á meginlandi Evrópu. Því var þess vegna fyrir (kommúnista ekki til að dreifa, að neina byltingu þyrfti í Tékkóslóvakíu til að koma á sósíalismanum eða tryggja hann í landinu. Enda var það annað, sem fyrir þeim vakti. * Þó að Tékkar séu slavnesk þjóð, hefur menning þeirra mótazt miklu meira af vest- rænum frelsishugsjónum, en austrænu einveldi. Lýðræði og almenn mannréttindi hafa því verið haldin í miklum heiðri í Tékkóslóvakíu. Og þó að þjóðin hafi, einkum eftir aðra heimsstyrjöldina, á- stundað einlæga vináttu við hið volduga stórveldi slav- neðku þjóðanna, Rússland, til að tryggja sér stuðning þess gegn þýzku hættunni, sem Tékkar fengu svo dýrkeypta reynslu af í styrjöldinni,. lögðu þeir ekki síður kapp á, að eiga vingott við Vestur- veldin. Þeir eru á mótum vesturs og austurs í Evrópu og vildu fá að vera sjálfstæð Menntaskólaleíkurimi. — Smjörleysið. -— Rjómasalan. — Raddir frá Akureyri. — Hvað veldur? — Nokkrar snurningar. MENNTASKÓLANEMEND- UE skemmta Reykvíkingum vel um þessar mundir. J>að er gúður siður þeirra að taka upp Ieiksýningar á hverjum vetri — og sá siður má aldrei leggjast niður. Það eiga þeir að sjá um, en það eiga líka Reykvíkingar yfirleitt að hjálpa þeim til að sjá um. Það hefur alltaf verið ósvikin gleðistund að sækja sjónleiki þeirra og svo er enn. Þó að segja megi að liér séu viðvaningar á ferð, þá man ég ekki að mér hafi nokkru sinni Ieiðst í leikhúsinu hjá þeim. GLEÐILEIKURINN, sem Menntaskólanemendurnir sýna nú, er frá upphafi til enda bráð skemmtilegur, en hann hefur líka sérstakan boðskap að flytja. Það eru ekki bara hlátr- ar og fyndni, heldur líka ádeila. Þó að segja megi að ekki séu margar fjölskyldur eins og sú, sem fer um sviðið í Iðnó nuna a kvöldin, þá eru þær þó til, til- gerðarlegar, hégómlegar, sam- haldslausar, á reki. — Og bak við alla kímnina er eins og mað ur sjái sársaukadrætti. En þann ig eru líka góð leikrit oft. UM FÁTT ER NÓ meira tal- að en smjörleysið. Fólk veit um smjörkaupin frá Danmörku. Þeim mun lokið að sinni. Hús- mæðurnar hérna í Reykjavík skammast út afs mjörleysinu. Og þær skammast líka út úr því, að fá ekki rjóma. Ég sá í Akureyrarblaði bullandi skammir út af smjörleysinu þar. Þar segir meðal annars að það sé blóðugt að sjá rjóma- brúsana standa í röðum á leið til Reykjavíkur, en akureyrsk- ar húsmæður geti ekki fengið smjör. JÁ, ÉG GÆTI TRÚAÐ því að húsfreyjunum á Akureyri sviði þetta í augum. Og mig langar að spyrja: Liggur hund- urinn þarna grafinn? Er ástæð- an fyrir því að ómögulegt er að fá íslenzkt smjör sú, að rjóminn sé seldur. Það er oft hægt að snúa út rjómalögg hér í búðun um, en smjör aldrei. Ef svo er, hvernig stendur þá á því? Rjóminn er fyrst og fremst not- aður í kaffi hér í Reykjavík. Og rjómalaust kaffi vorkenni ég engum að drekka, því bezt er það svarti Auk þess er það alveg víst, að það eru ekki nema sárafáir sjúklingar, sem þurfa að hafa rjóma, en smjör þurfum við öll að hafa. í AKUREYRARBLAÐINU er drepið á það, að skýringin á þessari taumlausu rjómasölu og smjörleysinu sé sú, að framleið- endurnir vilji miklu heldur selja rjómann vegna þess að þeir fái miklu meira fyrir hann heldur en smjörið, þó að það sé dýrt. Og meðan svo sé að farið sé ekki von á góðu. Ég veit ekki um sönnur á þessu. Ég veit ekki hvort rjóminn, sem seldur er, er svo mikill að nægja myndi til allmikillar smjörframleiðslu, en ef svo er, þá tel ég rangt að farið. Vildi ég að stjórnarvöld- in athugi þetta og það nú þegar. HÁVÆRAR RADÐIR eru um það, að smjör sé selt í allstórum stíl á svörtum markaði. Ég hef mikla tilhneigingu til að halda að þetta sé ekki rétt. Að vísu geri ég ráð fyrir að eitthvað af smjöri fari þessa leið til neyt- endanna, enda mun það vera rétt að bændur hafi varla frið fyrir upphringingum og bréfa- skriftum fólks í Reykjavík, sem er að biðja um smjör — og býð- ur þá gjarna mjög hátt verð. Getur þá nokkur láð bændum það, þó að þeir selji smjör nokk uð á þennan hátt? Ég geri það ekki. Mórallinn er ekki svo góður hjá okkur. Strætisvagnastjórar hafa samið SAMNINGAR tókust aðfara nótt an'ánudagsins fyrir milli- göngu sáttasemjára rkisins milli bílstjóra á strætisvögnun- um og Reykjavíkurbæjar. Voru ýinsar breytingar gerS ar frá fyrri samningi, og er nú aðeins einn launaflokkur í stað þriggja áður. Þá fá vagnstjór- arnir greidda alla helgidaga- vinnu, og sú breyting verður á, að vagnarnir byrj-a ekki akstui’ á sunnudagsmorgnum fyrr en kl. 10 í stað kl. 9 áÖur. Nokkrar fleiri breytingar munu og ihafa verið gerðar. þjóð og helzt brú á milli beggja þessara beima. Hjá engum mun þessi .stefna hafa verið eins gerhugsuð og hjá Benes, hinum aldna itals- manni lýðræðisins í Tékkó- slóvakíu og núverandi forseta landsins; en íenginn vafi leik- ur á að yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar fylgdi þeirri stefnu hans. En Rússland leit öðrum augum á stöðu Tékkóslóvakíu í Evrópu. Sjálfstæði hennar og frelsi lá því í léttu rúmi. Það heimtaði innlimun lands- ins í leppríkjakerfi sitt í Austur-Evrópu með þá þriðju heimsstyrjöld fyrir augum, sem það og allir kommúnist- ar telja óhjákvæmileiga og eru nú í írafári að undirbúa. Þess vegna gerðu kommúnistar byltinguna í Tékkóslóvakíu, * Niðurstaðan er þá þessi: Til tryggingar sósíalisman- um og bættum kjörum verka- lýðsins þurftu kommúnistar ekki að gera byltinguna í Tékkóslóvakíu. Með slík markmið fyrir augum þurfti Auglýsið í Alþýðublaðinu VICTOR kvikrnjmdavélar hafa gefizt sérstaklega vél hér á ilandi. Framleiðsla þeirra í Englandi er nú hafin í stórum stíl, og getum við útvegað sýn- ingarvélar og búnað þaðan nú þegar, ef gja'ldeyr- is- og innflutningsleyfi eru fyrir hendi. Verðið er fyllilega isamkeppnisfært. VICTOR kviikmjuida-sýningavélin er fræg fyrir öryggi, einfaldleik í meðferð, góða endingu, að fara vel með filmurnar, skýr litbrigði og góðan tón. — Við munum sjá um viðhald og viðgerðir vélanna og kappkosta að hafa ávallt fyrir hendi nauðsynlegustu varahluti. Umboðsmenn á íslandi fyrir Vietor Animatograph Corporation (Lonclon) Ltd. Radio & Rðflækjasfofan Óðinsgötu 2. Sími 3712. Sím'nefni ROR. Box 735. Að gefnu tilefni vill skömmtunarskrif- stofa ríkiskis vekja athygli iðnrekenda og verzlana á því, að óheimilt er að selja nerna samkvæmt einingarkerfinu þær ís- lenzkar iðnaðarvörur, er urn ræðir í aug- lýsingu skömmtunarstióra nr. 1 1948, og að fenginni skriflegri heimild skömmtun- arstjó'ra, enda séu slíkar vörur greinilega merktar með orðunum: „íslenzkur iðnað- ur“. Eftir 5. marz n. .k verða þeir, sem brjóta þessi ákvæði látnir sæta ábyrgð sam- kvæmt lögum og reglugerð. Reykjavík, 28. febr. 1948. SKÖMMTUNARSKRIFSTOFA RÍKISINS. ekki að brjóta á bak aftur lýðræðið og þingræðið í land- inu, — og því síður að fyrir- skipa myndir af Stalin- í öll- um skólum þess.En til þessað svipta Tékkóslóvakíu sjálfs- ákvörðunarrétti sínum, gera hana að leppríki Rússlands og verkfæri í nýrri heims- styrjöld var þetta allt nauð- synlegt. Því var byltingin gerð; og því verður tékkneska þjóðin nú um fyrirsjáanlega framtíð að sætta sig við er- lent ok, fangelsanir, ritskoð- un, réttleysi og hvers konar öryggisleysi, eins og þegar þýzki nazisminn hélt henni undir oki sínu á ófæiðarárun- um. Að vera slík fimmta her- deild Rússlands, — það er hlutverk kommúnistaflokk- anna, hvar í heiminum sem er á okkar dögum. Við verka- lýð og, sósíalisma á mold- vörpustarf þeirra ekkert skylt. Hafi mtenn ekki ;séð það áður, þá geta þeir séð það a£ framferði þeirra í Tékkósló- vakíu. í

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.