Alþýðublaðið - 03.03.1948, Page 6
ALÞYÐUBLABIÐ
Miðvikudagur 3. marz 1948.
Frú Dáríffur
Dulheims:
Frú Dáríður Dulheims:
Á VETTVANGI ÁSTARINNAR.
Eins og ég hef áður um get-
ið, komst frændi minn í kynni
við kvenmann, sem væntanlega
verður kona hans, og urðu þau
kynni með aðstoð og fyrir til-
stilli bréfs, er ég reit í þennan
dálk. Hún er prjónakona,
saumakona og auk þess mjög
söngelsk, leikur á gítar, en eink
um sálmalög því hún er tví-
frelsuð.
Vegna þess að kynni þeirra
hafa orðið lesendum dálksins
kunn, og marga fýsir að fylgj-
ast með hvernig þau kynni fara,
sem þannig er til stofnað, ætla
ég að segja frá smáatviki, sem
fyrir þau kom í fyrrakvöld, ef
fólk hefði áhuga fyrir því, og
þess utan er atvikið lærdóms-
ríkL
Þau urðu nefnilega ósátt, •—
í fyrsta skipti eftir að þau
kynntust, og auðvitað út af
smámunum. Sem sé því, hvort
kvenfólk drýgði synd eða ekki
þegar það málaði varir sínar.
Hún hélt því fram, að það væri
synd, en hann kvað það mundi
vera meinlaust. Um þetta deildu
þau og kom til sundurþykkju.
Hún vissi, að hann hafði verið í
siglingum og komið til Ameríku,
og lét það nú dynja á honum.
Kvaðst hugsa að hann hefði
lent þar í slagtogi með f jöllyndu
kvenfólki, en það kvað hún eina
af þeim syndum, sem aldrei
yrðu fyrirgefnar. Hann haldaði
í móinn. Að síðustu fór hún að
kjökra og kvað karlmenn alla
voðalega synduga. Ég var hitt
og þetta að dunda inni í stof-
unni og hugsaði margt. í skál,
sem stóð uppi á hillu, fann ég
gamlan aftaníhnapp úr flibba.
„Skildir þú ekki geta notað
þennan hnapp?“ sagði ég við
frænda. „Má ég vita hvort hann
passar?“ Ég hef raunar aldrei
heyrt getið um að slíkir hnapp
ar pössuðu ekki, en ég sagði
þetta nú samt. Og þegar ég fór
að máta hnappinn, missti ég
hann auðvitað ofan á bakið á
honum. „Æ, hver skrambinn!
sagði ég. „Þessu verður tilvon
andi kona þín að kippa í lag.
Hún hefur ekki nema gott af
því að venja sig við“ Ég sá að
hún roðnaði, en ég hafði ekki
um þetta fleiri orð. Kvað kaff-
ið komið að suðu og hraðaði
mér fram í eldhús. Þar var ég
svo góða stund. Þegar ég kom
inn aftur, sátu þau hlið við hlið,
rjóð og feimnisleg og minntist
hvorugt þeirra á synd. Og þeg-
ar allt kom til alls, máttu þau
ekki vera að bíða eftir kaffinu.
Svona er það, ef maður hefur
dáltla mannþekkingu, þá getur
maður jafnað allt. — Líka synd
irnar.
í andlegum friði.
Dáríffur Dulheims.
r
Leifur
Leirs:
VEGURINN
OG DRAUMURINN
Við hittumst í sjoppu
við Hafnarstræti,
og hann var með alls konar
uppsteit og læti.
Hann kvað mig sitja í sæti,
er sig hindraði,
og illskan og fólskan úr aug
um hans sindraði.
Þetta var dólgur
mér þrefalt stærri,
þyngri og sterkari,
digrari og hærri. —
Samt fullyrti hann, að mig
fýsti að berja sig.
Kvaðst verða að berja mig
til þess að verja sig.
Svo barði hann mig, unz ég
meðvitund missti
og lék mig eins grátt og
grimmd hans lysti.
Um leið og ég féll, heyrði
eg fólkið ségja:
„í lýðræðisnafni
skal lýði beygja!“
Daphne du Maurier:
DULARFULLA VEITINGAHÚSIÐ
leysi, og það veit guð, að
mér er innanbrjósts eins og
barni í kvöld og mig langar
itil strandarinnar aftur. Hver
vitl fara með mér gegnum
Camelford?“
Margar raddir æptu og
höndum var lyft upp í loftið.
Einn fór að syngja lagstúf
og veifaði flösku yfir höfði
sér, og riðaði á fótunum,
skjögraði og datt með andlit
ið ofan í vegarsíkið. Skran-
salinn sparkaði í hann þar,
sem hann lá, en hann hreyfði
sig ekki og hann greip í faum
ana á hestinum, dró dýrið
áfram, og hvatti það bæði
með höggum og hrópum að
brattri hæðinni, en hjólin á
vagninum fóru yfir fa'llna
manninn, sem sparkaði frá
snöggvast, eins og særður
hóri, barðist áfram í leðj-
unni og æpti af skelfingu og
kvölum og lá svo kyrr.
Mennirnir sneru við með
vagninn og fylgdu honum,
og fótatak þeirra hljómaði á
þjóðveginum, þar sem þeir
hlupu við fót; Joss Merlyn
horfði andartak á Mary og
brosti fábjánalegu drykkju-
mannsbrosi. Þá þreif hann
al'lt í einu til hennar, tók
hana í fangið og bar hana að
vagninum og sneri upp dyrn
ar aftur. Hann fleygði henni
á sæti í horninu og hallaði
sér úft um gluggann og kall-
aði til skransalans að lemja
hestinn áfram upp brekk-
una.
Op hans var endurtekið
af mönnunum, sem hlupu
meðfram, og sumir þeirra
stukku upp á þrepið og
héngu í gluggunum, en aðrir
fóru upp í tómt ökumanns
sætið og ýttu við hestinum
með prikum eða hentu í
hann grjóti. Dýrið skalf og
titraði af ótta, og fór á harða
stökki upp á hæðina með
hálfa tylft af geggjuðum
mönnum hangandi í taumun
um og æpandi á eftir.
Jamaicakrá var öll upp
ljómuð; dyrnar stóðu cpnar.
og engir hlerar fyrir glugg-
unum. Húsið stóð þarna eins
og það væri lifandi.
Veitmgamaðurinn setti
hendina fyrir munninn á
Mary og þrýsti henni niður
meðfram hliðinni á vagnin-
urn.
,,Þú ætlaðir að kæra mig,
var það?“ sagði hann. ,,Þú
ætlaðir að draga mig fyrir
lög og dóm og láta mig
hanga eins og kött í snöru.
Allt í lagi, þú skalt standa á
ströndinni, Mary, í öllum
storminum og rigningunni
og þú skalt gæta að dögun-
inni og flóðinu. Þú veizt,
hvað það hefur að þýða, er
það ekki? Þú veizit, hvert ég
ætla með þig“.
Hún starði á hann frávita
af skelfingu, náföl. Hún
reyndi að tala við hann, en
gat það ekki fyrir höndunum
á honum.
,,Þú heldur að þú sért ekki
hrædd við mig, er það
ekki?“ sagði hann. ,,Þú ygl-
ir þitt snotra andlit að mér
og hvessr á mig augun. Já,
ég er fullur, ég er fullur eins
og konungur, og himinn og
jörð mega forgangast fyrir
mér. I kvöld förum við með
miklum glæsileik, allir stein
hissa á okkur og kannske í
síðasta sinn, og þú átt að
fara með okkur, Mary, að
ströndinni“.
Hann snéri sér frá henni,
og öskraði til félaga sinna,
og hesturinn, sem hrökk við
við óp hans, hélt áfram á
stökkinu og dró vagninn á
eftir sér; og ljósin ó Jamaica
krá hurfu út í myrkrið.
XI. KAFLI
Ferðin var eins og hræði
logssta mar-tröð og ' tók tvo
tíma að komast niður til
strandarinnar, og Mary, sem
var meidd og marin eftir
meðferðina, lá örmagna í
einu horninu, og hirti lítið
um, hvað um sig yrði. Skran
salinn og tvei'r aðrir menn
höfðu klifrað inn og sátu við
hliðina á Joss, og loftið varð
daunillt undir eins af þefin
um af tóbakinu og gamla vín
inu og ólyktinni af þeim sjálf
um.
Veitingamaðurinn var bú
inn að æsa sig og félaga sína,
svo að þeir voru alveg villtir,
og nærvera hennar var auð-
sjáanlega til að örva gleði
þeirra, og sérstaklega höfðu
þeir mjög gaman af að sjá,
hve veikburða og illa á sig
komin hún var.
I fyrstunni töluðu þeir
um hana og við hana, hlæj-
andi og spyrjandi til að
vekja eftirtekt hennar, og
Harry byrjaði að syngja einn
af sínum klúru söngvum, og
þeir voru enn mergjaðri í
svona nákomnum félagskap
og hann fékk að launum við
urkenningaróp frá áheyrend
unum, og gerði þá enn tryllt
ari. Þeir athuguðu andlit
hennar til að sjá, hvaða áhrif
þetta hefði á hana, og von-
uðu, að hún myndi sýna ein-
hver merki blygðunar eða
óþæginda, en Mary var of
þreytt núna til að nokkur
orð eða söngur gæti haft á-
hrif á hana. Hún heyrði radd
ir þeiirra eins og úr fjarska,
hún fann, að frændi hennar
rak olnbogann í síðuna á
henni, og nú bættist enn einn
sársáukinn við kvalir henn-
Félagslíf
AÐALFUNDUR
Farfugladeildar
Reykjavíkur verð-
ur fimmtud. 4. þ.
m. kl. 9 sd. að Kaffi HöIL
Venjiule.g aðalfundarstörf.
Stjórnin.
SKÍDAMÓT REYKJAVÍKUR
heldur 'afram að1 Kolviðar-
hóli mn næstu helgi. Þátt-
taka tilkynnist- til Gísla
KrLstjánssónar, c/o Prent-
smiðjan Edda, Lindar.götu 9.
Dregið verður um rásröð'
keppenda í kvöld kl. 9 sd. í
I.R.-húsinu.
Mótstjórnin.
K. R. GMmuæfinigar félagsins
eru á eftirtöldum tímum í
leikfimisal Menntaskólans:
Mánudaga og föstudaga kl.
9—10 e. h. fyrir fullorðna.
Miðvikudaga kl. 9—10 e. h.
námskeið fyrir unglinga. —
Kennari er Agúst Kristjáns-
son.
MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS:
uuzw
ÖRN ELDING
ÖRN: Jæja, hingað erum við þá
komnir. Á morgun náum við til
Karacchi og til Kairo á mánu-
dag. Þá komumsit við að því,
hvaða hlutverk það er, sem
okkur er ætlað að vinna.
KÁRI: Þig langar naunverulega
til að vita það. — Ég skal segja
þér, kunningi, að ég er launson
ur eins Farósins, þarna þú veizt,
maður,---------og nú er erind-
ið að hitta hann og fá hann til
að gangast við faðerninu!
ÖRN: Segðu mér eitt — — —•
Hvers vegna dvelur þú ekki enn
í Texas ---------