Alþýðublaðið - 03.03.1948, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 03.03.1948, Qupperneq 7
Miðvikudagur 3. marz 1948 alþýðublaðbð 7 •-------------------------♦ Bœrinn í dag. i >----------------------— Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er Reykjavíkur apóteki, sími 1760. Dómkirkjan Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 8,15 (séra Bjarni Jónsson). Fríkirkjan Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 8,30. Séra Árni Sigurðsson. Sextugur varð á mánudaginn Ágúst L. Pétursson frá Klettakoti á Skógarströnd. Hann fluttist fyr ir nokkrum árum til Keflavík- ur og býr nú þar. Samtíðin, Í2. hefti 15. árgangs (marz- lieftið), er komin út og flytur þetta efni: Brosið, sem hvarf eftir ritstjórann, Sigurð Skúla son. Bál í myrkri (kvæði) eftir Kolbjörn í Smæruhlíð. Heim- sókn í ameríska vélaverk- smiðju eftir Björgvin Fredrik- sen og er þessi ritgerð upphaf greinaflokks um tækninýjunar. Fyrsti viðkomustaður (fram- haldssaga). Skopsögur, Þegar ég kom heim úr stríðinu eftir Thomas A. Buck. Reykjavíkur draumur eftir dr. Björn Sig- fússon. Milli hafs og heiða (rit- fregn). Nýjar norskar bækur. Þeir vitru sögðu. Bréfadálkur. Nýjar bækur o. m. fl. íbúð óskast ' 1—2 herbergi og eldhús, ihelzt í miðbænjum. Upp- lýsingar í afgreiðölu AI- þýðublaðsins í síma 4900. UPPBOÐ Opinbert uppbioð verður haldið við Arnarhvol fimmtu'daginn 11. marz ,kl. 2 e. h. Seldar verða fólksbifreiðarnar R. 1516 Dodgemodef 1940) ©g R. 3040 (Fordímodel 1937). Greiðsla fari fram við hamarshögg. BORGARFÓGETIlfN í REYKJAVÍK. LÆKJARGÖTU 6. Ljóðmæli Jónasar Hall- grímssonar. Rímur af Ingólfi Arnarsyni landnámsmanni. Rímur af Víglundi og Ketil- ríði. Kennarablaðið komplett. Sólskin komplett. Saga Borgarfjarðar I. og II. Bí,bí og blaka eftir Jóhann- es úr Kötlum. BÓKAVERZLUN Guðmundar Gamalíelssonar Takmarkið í reksfri apófeka Framh. af 5. síðu. lyfjafræðingur auðkennir sér það lyf, sem hann býr til. Fyrri mistökin urðu fyrir 14 árum, þegar erlendum lyfja- fræðing varð sú óskiljanlega slysni á, að fylla glas merkt ámidopyrin upplausn, sem not- uð er til inntöku, með arsenik- þrifabaðslyfi fyrir skepnur. Þetta tilefni varð til þess, að á landlækni var ráðizt fyrir eft- irlitsleysi með apótekum, en hann kenndi aftur skiplagi lyf- sölunnar um. Hvorttveggja var ámóta vísdómslegt. Mistökin voru þeirrar tegundar, sem ekki geta hent nema í augna- bliki einhverrar ónáttúrlegrar fjarhygli, sem ekkert á skylt við lærdóm né tæknilegan að- búnað, en á ef til vill rætur í skaphöfn. Hafði og fyrri hús- bóndi hans hérlendur séð sig knúinn til að láta hann fara úr apóteki sínu. Þótt landlæknir hefði eytt öllum starfstíma sín- um í það að rápa um apótekið og reyna að skilja eitthvað í því, sem fram fór í kringum hann, hefðu mistökin eins get- að átt sér stað. Það eitt, sem telja mætti honum til ábyrgðar í þessu sambandi, ef mönnum þætti nokkuð að unnið, er það andvaraleysi hans, að löggilda ekki strax hina nýju dýralækna lyfjaskrá, sem komin var út ári áður. Fyrirskipaði hún að lita arsenik baðlyfið. Hefði hún verið löggilt hér strax, myndu mistökin varla hafa getað átt sér stað eða a. m. k. strax orðið uppvís. Hið annað atvik skeði fyrir 7 árum. Þrjár konur veiktust af eitrun af völdum stikkpilla, sem innihéldu atropin og sko- polamin. (Ekki hinar venjulegu sjóveikistikkpillur.) Náðu kon- urnar sinni fyrri heilsu brátt aftur. Það magn eiturlyfja, sem hver stikkpilla þessarar tegund- ar á að innihalda, er samanlagt meira en sá stærsti skammtur hvors þeirra, sem óhætt er talið að gefa öllu venjulegu fólki. Nú er fólk misjafnlega næmt fyrir verkun þessara eiturlyfja, þolir sumt ekki venjulegt magn stikk pillanna, svo að hvað lítið, sem umfram er fyrirmælt innihald stikkpillanna, getur leitt til eit- urverkana. Sama er að segja, ef notað er of mikið af stikkpill- unum. í þessu tilliti þótti því nokkru máli skipta, hvort stikk pillurnar í raun og veru inni- héldu of mikið magn virkra efna, og þá hve mikið, einkum er þess var gætt, að konur, sem veiktust, voru veilar fyrir. í þessu sambandi segir land- læknir: „Til hlutaðeigandi lyfja búðar var hins vegar ekkert að sækja nema blákalda synjun, meðan stætt var, en síðan vífi- lengjur og undanbrögð.“ Engu var synjað, aðeins dirfst að hreyfa ósk um rannsókn á réttu eðli málsins. „Vífilengjurnar" munu vera umkvartanir apó- tekarans út af því, að eftirlits- maðurinn dró það vikum sam- an að gera honum aðvart um fyrstu vitneskju sína um eitur- verkunina. Fyrirbyggði sá dráttur, að komið yrði þegar í stað í veg fyrir afhendingu fleiri stikkpilla úr þeirri stikk- pillulögun, sem eiturverkunun- um olli. Eru slíl-ar stikkpillur ávallt búnar til fleiri í senn, heldur en þarf fyrir eitt recept. Um þetta atriði virðist eftirlits- manninum hafa verið ókunnugt sakir ókunnugleika hans á öllu starfi lyfjafræðinga. Landlæknir minnist á opin- bera rannsókn í málinu. Engin slík rannsókn fór fram. En eft- irlitsmaðurinn lét framkvæma efnarannsókn á stikkpillunum undir eigin stjórn, án þess að kveðja nokkurn lyfjafræðing sér til ráðuneytis auk heldur nokkurn fulltrúa hins sakborna aðila. Öll rannsókn eftirlits- mannsins var þannig fram- kvæmd, að engin ályktun varð af henni dregin. Leitaði hann t. d. eftir þurrefnisinnihaldi pillanna í þeirri trú, að það gæfi hugmynd um magn virku efn- anna, óvitandi þess, að saman við virku efnin verður að blanda fimmtugföldu til hundr- aðföldu magni óvirkra þurrefna til þess að unnt sé að blanda hinu örsmáa magni þeirra sam- an við fylliefni stikkpillanna. Á þessu sést, hversu föstum fótum sú fullyrðing V. J. stend- ur, að pillurnar hafi inni- haldið áttugfaldan fyrirmæltan skammt, magn, sem hlaut að steindrepa hvern sem var, ekki sízt heilsuveilar konur. V. J. gefur í skyn, að eitt- hvert samsæri hafi komið í veg fyrir að uppvíst varð, hver raunverulega útbjó stikkpill- urnar. Orsökin var þó einungis sá langi dráttur, sem eftirlits- maðurinn hafði á því að til- ‘ kynna eitrunina, og því varð ekki með fullu greint úr hvaða stikkpillulögun þær voru. Sárustu vonbrigði V. J. í sambandi við þetta mál er það, að kröfur hans um opinbera sakamálssókn á apótekið voru eigi virtar. Málshöfðunina þurfti hann þó ekki í því skyni að leita sektar eða sakleysis. Hann vissi allt um málið, sem sannfræðikennd hans útheimti. Málssóknin skyldi gerð í því skyni, „að sú eftirtekt, sem málssóknin vekti, gæti orðið hlutaðeigandi lyfjabúð makleg áminning“. Hvernig skyldi mönnum get- ast réttarfarið í þesu landi, eftir að eintómir Vilmundar Jóns- synir færu með dómsvald og á- kæruvald og fyrirskipuðu máls- sóknir til ,,áminningar“, en ekki á grundvelli ígrundaðra rannsókna? Er nokkur furða, þótt réttar- farsreglur þær, sem landlæknir hefur viljað búa lyfjafræðing- um, hafi sætt nokkurri gagn- rýni og þótt skera sig frá nor- rænum réttarfarsreglum og' hug mýndum? Fyrir ekki allmörgum árum flutti kaupmaður einn inn rottueitur og seldi í almennar verzlanir, þar sem með það var farið án nokkurrar varúðar og í trássi við lög. Fjörtjón hlauzt af, en ekki varð vart áminning- armálssóknar af hálfu land- læknis. Fyrir mörgum árum skeði það hins vegar, að menn drukku hárvatn, sem í var tré- spírifus (metylalkohol) og hlutu bana af. Sakamál var höfðað á hina innlendu fram- leiðendur hárvatnsins fyrir til- stilli landlæknis. Á markaðnum voru þó nær eingöngu hárvötn, Almennur launþegafundur Verður halMinn í kvöld 'kl. 8^30 í Félags- heimilinu, efstu hæð. Mjög áríðandi naál á dagskrá. Stjórnin. Félag íslenzkra rafvirkja Félagsfundur sem boðaður var kl. 8,30 í kvöld, miðvikudag, verður haidinn kl. 2 e. h. í dag í skrifstofu félags- ins. Fyrir fundinum liggur tilboð meistarafélags- ins um samninga. Stjómin leggur mikla áherzlu á að allir mæti. Stjórnin. Tilkynning Vegna samninga, sem nú standa yfir milii félaga vorra, feliluir niður vinna frá hádegi í dag hjá meðlimum Félags íslenzkra rafvirkja vegna fund ar hjá beirn. Reykjavík, 3. marz 1948. Stjórn Félags löggiltra rafvirkjameistara í Rvík. Stiórn Félags íslenzkra rafvirkja. Klæðskerameisfarafélag Reykjavíkur Samþykkti á fundi sínum 1. marz, að sölu- búðir félagsmanna skyldu lokaðar tM. kl. 1 e. m. um óákveðinn tíma sökum vöntunar á fataefnum og tilleggj til fata. Stjómin. sem innihéldu tréspíritus. Að opinberum fyrirmælum var not aður tréspíritus á lcompása. Leiddi það til þess að menn. drápu sig á honum eða hlutu al- varlegt heilsutjón. Ekkert saka- mál var höfðað yfirvöldunum til áminningar. V. J. talar um „heimilisiðn- aðartök“ á lyfjaframleiðslunni. „Tökin“ eru þau sömu hér og í Danmörku, þar sem þau apó- tek eru, sem V. J. þykist ann- að veifið vilja taka til fyrir- myndar. Nákvæmlega sömu tök yrðu á höfð í lyfjaverksmiðju- • grýtu, sem hér mætti ef til vill stofna fyrir opinbert fé. Slík verksmiðja gæti ekkert annað framleitt en það, sem apótekin nú gera. En svo bregðast kross- tré sem önnur tré. Aldrei hefur til þess verið vitað, að mannslát hafi hlotizt af mistökum í ís- ! lenzku apóteki. Hins vegar lézt sjúklingur fyrir 7 árum í sjúkrahúsi- hér í bæ og bárust böndin að lyfi frá þekktri er- lendri verksmiðju. Helzt má skilja, að tilgangur- inn með grein V. J. um mistök- in og fluguna sé sá, að áminna lyfjafræðinga og apótekara um grandvarleik og trúmennsku í starfi. En varla myndi öryggi almennings aukast mjög, ef lyfjafræðingar tækju upp í starfi sínu það ,,vísindalega“ mat, sem V. J. viðhefur í mál- flutningi sínum. Mun almenn- ingur vænta þess, að lyfjafræð- ingar hrapi ekki að þeirri ráða- breytni. (Niðurlag þessa greinaflokks birtist um næstu helgi.) Minningarspjðld Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzl. Augustu Svendsen, Aðalstræti 12, og í Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.