Alþýðublaðið - 04.03.1948, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.03.1948, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. marz 1948. MMBUB laðið 3 BÆKUR OG HÖFUNDAR Reisubók Guðmundar Daníelssonar GUÐMUNDUR DANlELS SON er mikilvirkur og fjöl hæfur rithöfundur, en þó að honum hafi oft vel tekizt í skáldsögum sínum og hafi að 'auki ort nokkur ágæt ljóð og samið góðar smásögur, eir ástæða itil þess að ætla, að hin nýja bók hans, Á lang- jerðaleiðum, verði hvað lang lífust af ritum þeim, sem hann enn hefur birt. Þessi ferðasaga hans er óvenju- lega hressileg bók, fróðleg, margslungin og skemmtileg frásögn af því, er hann sá og heyrði í för sinni til Vestur- heims. Þar kennir margra grasa og margvíslegra, og það er sannarlega ekki hætta á, að lesandanum leiðist lest urinn. En merkust er .bókin þó fyrir þá mynd af sjálfum höfundinum, sem þar er brugðið upp, mynd, sem er í látleysi sínu sönn og eftir minnileg. Guðmundur segir frá af hispursleysi þess manns, sem er óhræddur við að segja það, sem honum liggur á hjarta. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur, dregur enga dul á hrifningu og undrun, þegar honum er slíbt efst í hug, skopast að því, sem honum finnst hjákátlegt við menn og málefni, dregur hiklausar élyktanir — er svo skemmti lega glöggur og opinskár, að lesandiðn fær á honum traust og nýtu,r samfylgdar hans í ríkum mæli. Það hefur verið sagt í ttil- efni af útkomu þessarar bók ar, að Guðmundi svipaði í henni ttt sýslunga síns, Ei- ríks á Brúnum. Þeitta er í senn hnyttileg og rétt athug- un. Eiríkur var barn sinnar aldar, og ferðasaga hans er fyrst og fremst persónulýs- ing á sjálfum honum og speglun á viðhorfum hans til þess, sem hann sá og heyrði í kóngsins Kaupmannahöfn. Guðmundur er ekki siður barn sinnar aldar, og Á Jang ferðaleiðum er umfram allt persónulýsing á Guðmundi Daníelssyni og skiJgreining é viðhorfum hans t’il Vesltur heims og þess, sem þar dreif á daga. Eiríkur var bóndi á nítjándu öld, en Guðmundur er rithöfundur á tuttugustu öld, og þess vegna eru ferða sögur þeirra ólíkar um margt. En þær eiga sameigin leg megineinkenni, eru ger- ólíka,r öðrum ferðasögum í íslenzkum bókmenntum bæði að gerð og efnismeðferð og munu báðar eiga fyrir sér vinsældir og áhrif. Guðmundur Daníelsson er a-ithöfundur, sem þekkir hið lifandi þjóðlíf, sér myndir þess og heyrir æðaslög þess. Þessa gætir rikulega í skáld sögum hans og smásögum, en þó sennilega hvergi meir og betur en í þessari kostu legu ferðsögu. Bókin túlkar glöggt áhrif lands og þjóðar á höfundinn, !er prýðilega samfelld í margbreytni sinni og fjölbreytni og umfram allt saga af ferðalanginum Guðmundi Daníelssyni. Sú saga gæti hvorki verið af öðrum né af öðrum sögð. Guðmundur Daníelsson. Þarna eru sýnir, sjónarmið og athafnir Guðmundar Daníelssonar, hans mat og hans reynsla. Bókin samein- ar að vera ferðasaga og per sónulýsing. Það er einkenni bennar og gildi. Allt frá, því að Arnaldur verður hlutskarpari í sam beppninni við Martein mynd höggvara og Guðhiundur vel ur Vesturheim en hafnar París og þangað til höfundur inn stendur á hafnarbabban um í Reykjavíb kominn aft- ur heim ánægðari yfir að vera Íslendingur en þegar hann fór, sér lesandinn ferða lag hans fyrir sér við lestur inn rétt eins og myndir á sýn ingartjaldi. Guðmundur greinir ekki frá því í bókar- lok, hvort hann hafi farið að ráði Amalds um að lesa skáldsögu Hemingways, For Whom the Bell Tolls. Þar er heldur ekki gefin skýrsla um nám höfundarins. í enskri tungu, skordýrafræði, sálar- fræði, stjörnuspáfræði né bók menntum. Vafalaust hefur hann þó haft' einlægan áhuga á að nema þessi nytsömu fræði og reynzt vanda náms ins vaxinn, því að annar eins stólpagripur og Guð- mundur Daníelsson sligast varla undan þunga erfiðra viðfangsefna. En þó að hann hefði enga stund lagt á að nema þessar fræðigreinar í Vesturheimi, mætti mennta málaráð vera hreykið af því að hafa látið honum í té þrjú þúsund krónurnar, sem voru farareyrir hans. Guð- mundur hefur goldið farar- eyrinn með vöxtum og vaxta vöxtum, ef á annað borð er hægt að meta gildi góðrar bókar til fjár. Það er skrítið fólk, sem að loknum lestri vildi hafa látið slíka bók sem Á langferða- leiðum framhjá sér fara. Helgi Sæmundsson. Hver á næst að fá Nóbelsverðlaunin B ÓK AÚTGÁFUFÉL AGIÐ GYLDENDAL í Osló sendi all- mörgum rithöfundum, sem það gaf út bækur eftir á árinu 1947, spurninguna: Hverjum mundir þú veita Nóbelsverðlaunin? Nítján höfundar svöruðu, og eru svörin birt í Julens böker, sem Gyldendal gaf út fyrir jól- in í vetur. Fimm höfundar nefndu eng- an höfund, þeir Ernst Orvil, Jo- hannes Aursland, Erling Havre- vold, Knut Vatnéstraum og Eng vold Bakkan, allir nema Orvil flestum hér með öllu ókunnir — og fyrir styrjöldina lítt eða ekki þekktir í Noregi. Þrír þeirra, Orvil, Aursland og Vatnestraum, eru alveg í Vand- ræðum, en Havrevold segist mundu veita verðlaunin ein- hverjum einstakling eða félags- skap, sem hafi ekki hlotið verð- uga opinbera viðurkenningu, en hafi hins vegar unnið í kyrr- þey að því að auka umburðar- lyndi og bróðurþel og koma á friði milli hinna mörgu hópa og fylkinga í heiminum, sem ekki geti setið á sárshöfði, og Bakk- an svarar þannig: „Kringum bókmenntirnar nú á dögum hefur verið reistur stálmúr nútímaheimspeki. Verð laun sprengiefnaframleiðandans Nóbels ætti að veita því skáldi, sem svo rækilega sprengir þennan múr, að þar þurfi ekki um að bæta. Ég er ekki nógu lesinn til þess að geta bent á slíkt skáld, þó að það kynni að hafa komið fram í dagsljósið.“ Flest atkvæði fékk Johan Falkberget — hann fékk 5, og allir þeir, sem greiða honum atkvæði, eru í röð hinna kunn- ari og kunnustu höfunda Nor- egs — þrír af elztu kynslóðinni, tveir af þeirri næstyngstu. Gabriel Scott segir: „Tvímælalaust Johan Falk- berget.“ Peter Egge svarar aðeins: „Johan Falkberget.“ Johan Bojer: „Ef sænska akademíið spyrði mig álits, sem raunar er ekki sérlega líklegt, þá mundi ég svara: Ef ég á að .nefna norskt skáld, þá verður það Johan Falkberget, en ég leiði minn hest frá þeim erlendu, því hver kann skil á öllum þeim ágætu 'rithöfundum, sem sitja dreifðir um víða veröld og skrifa snilld- arverk?“ i Kaare Fasting: „Johan Falkberget, — og rökin fyrir þeirri skoðun minni er að finna í skáldskap hans.“ Nils Johan Rud: „Ég vil verðlauna með þeim norskt styrjaldarskáldrit, Nat- SPÖRT kemur út í dag. — Flytur efni um eftirtaldar íþrótta- greinar: Frjálsíþróttir — knattspyrnu — skíði — !hand- knattleik — sund — glímu — bowling — borðtennis — fimleika og SKÁK og BRIDGE. Fæst í öllum bókaverzlUnum. Sölubörn komi í afgr. SPORT IngóLfsstr. 3 kl. 11 f. h. Sími 7373. tens bröd — eftir Johan Falk- berget, vil heiðfa með þeim Önnu Margréti, stúlkuna, sem ók málmi úr námunum að bræðsluofnunum, verðlauna persónuleika, sem bognaði ekki, þó að öll væru veður válynd. Nattens bröd er sem sé skáld- rit í anda Nóbels, og Anna Mar- grét er persóna, sem hefði verið honum að skapi.“ Tveir höfundar nefna Arnulf- Överland. Prófessor Francis Bull svarar umbúðalaust: „Arnulf Över- land.“ Synnöve Christensen segir: „Arnulf Överland. Um hann nægir ekki að segja, að hann sé mikið skáld og mikill hugsjóna- maður. Hann er meira, því að kvæði hans fela oft í sér stór- brotnar spásagnir og hann, þessi ómútanlegi unnandi göf- ugra hugsjóna, hefur ekki bara kjark og dáð í sér til að standa aleinn, en líka til að þola lof þeirra og fylgi, sem hann hefði heldur kosið að á hann legðu hatur.“ Synnöve Christensen fékk hæstu verðlaun fyrir skáldsögu sína, Mor Maria, í Norður- landakeppni um „beztu skáld söguna“ 1947. Höfundur Englandsfaranna, Sigurd Evensmo, svaraði spurn- ingu Gyldendals þannig: „Skiptið þeim á milli Hem ingways og Steinbecks.“ Góðskáldið Tarjei Vesaas: „Það yrði Eyvind Johnson." Margir telja nú Johnson fremstan sænskra sagnaskálda. Hann var fylgjandi. kommún- istum, þangað til Rússar réðust á Finna. Övind Bolstad, — hann er nýgræðingur ■— segir: „Martin Andersen Nexö ætti löngu að vera búinn að fá Nób elsverðlaunin. Það er hneyksli, ef hann fær þau ekki núna.“ Arnold Jacoby ■— nýr reyf- arahöfundur, sagður segja mjög vel frá: „Ef ég ætti að nefna einhvern í hasti, yrði það Jules Romains (franskur). Þegar kemur til að úthluta, munu bækur hans reynast þungar á metunum .— bæði vegna fyrirferðar og gæða.“ Hið merka sagnaskáld Inge Krokann svarar þannig: „Það er löngu afráðið. Ég hef veitt þau þremur: Par Lager- kvist, Sigurd Christiansen og Tarjei Vesaas. Næsta ár hefði é^ hugsað mér að láta Ernst Wichj ert fá þau —- fyrst og fremst fyrir sitthvað, sem hann hefuil sagt þjóð sinni í „fám orðun| en fullri meiningu“. Wichert er þýzkt skáld — saí í fangabúðum í Þýzkalandi styrjaldarárunum. Eftir hanrj. er til dæmis til á sænsku ágæl og sérstæð skáldsaga, sem heit-i ir Ferjumaðurinn (Farjkarlen)j Unga sagnaskáldið Steiij Flekstad er einn af þeim stuttj orðustu, segir aðeins: j,Antlre Malraux." Malraux er frægur franskur skáldsagnahöfundur, var æstur kommúnisti, en mun nú fylgja de Gaulle mjög eindregið. Skáldkonan Liv Lundberg svárar: „Auðvitað Gabríel Scott. Hann hefði fyrir löngu átt að vera búinn að fá þau.“ Útkoman verður þá þessi: Af 14 atkvæðum hefur Johaii Falkberget fengið 5, Arnu'If Överland 2, Gabríel Scott 1 — og enn fremur Svíinn Eyvind Johnson, Daninn Martin Ander- sen Nexö og Frakkarnir Jules Romains og André Malraux. Eitt fá þeir sameiginlega Banda ríkjamennirnir Ernest Heming- way og John Steinbeck og ann- að hljóta þeir saman Norðmenn irnir Tarjei Vesaas og Sigurd Christiansen, Svíinn Par Lager- kvist og Þjóðverjinn Ernst Wichert. G. G. H. Munið bazar Kvenfélags Neskirkju, sem haldinn verður í Gótempl- arahúsinu uppi á morgun og hefst kl. 2. Fasfeignaeigendaféðag Reykjavíkur hefur hafið fjársöfnun í því skyni að gefa út eða vera þátttakandi í útgáfu b'laðs, þar sem ‘haldið sé uppi nauðsyniegri vörn fyrir fasteignaeigendur og aðra, sern verja þurfa eign sína og einkaframtak gegn sívaxandi ágengni Dg ofríki af hendi hins opmbera. Þeir, sem vilja leggja þessu máli lið á einn eða annan hátt, eru beðnir að snúa sér til skrifstofu félagsins á SkólavörðUstíg 3 A. Fasfeignaeigendaíélag Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.