Alþýðublaðið - 10.03.1948, Side 6

Alþýðublaðið - 10.03.1948, Side 6
6 ALIÞ YB U B L AÐ' !Ð Miðvikudagur 10. marz 194S Félag ísl. rafvirkja FUNDOR verður í dag klukkan 2 e. h. að Hverfisgötu 21. Fundarefni: Samningstilboð. Áríðandi' að allir félagsmenn rnæíi. Síjómin. R Æ Ð A I flutt á héraðsmóti Útnorður-I Kolbeinseyjahreppsvíkinga í Reykjavík 23. þ. m. Heiðruðu konur og menn — •— fyrirgefið, eh-höh — þið megið ekki halda það, þið menn, sem eruð konur, að ég i----eh-höh — álíti ykkur ekki jlíka menn. Fyrirgefið. Alltso, ’heiðruðu gestir, — eh-höh — ísamsveitungar, þið öll, sem ól- ust upp í vorri fögur sveit, eh- jhöh — fegurstu sveit þessa ilands, þar sem jafnari hefur ríkt mikilsverðasta og stórfeng- legasta sveitamenning á voru landi-------Ehö, hö--------þar íbúð óskasl 1—2 herbergi og eldhús, helzt í miðbænum. Upp- lýsingar í atfgreiðslu Al- þýðublaðsins í síma 4900. ! Smuri brauð og sniflur Til í búðinni allan daginn. Komið og véljið eða símið. SÍLD & FISKUR jsem sveitafólkið hefur alltaf verið mesta menningarfólkið í sveitinni----þar sem bárurn- ar hjala við ströndina um----- he-hö — ástir og ævintýr —---- siðsamleg og saklaus ástarævin- týr, auðvitað. Og blærinn þaut í laufinu þar sem skógurinn hafði staðið fyrr löngu, — á landnámstíð, sko, e-höh-höh •— því þá komu feðurnir frægu, og síðan hefur þessi sveit, sem tvið öll elskum, fegursta sveit á ivoru landi, jafnan verið e-höh — — fegursta og blómlegasta sveit þessa lands. Og þar hefur jafnan ríkt mesta sveitamenn- ing á voru landi, eins og á því sést, að flestir af sonum hennar jeru nú orðnir annaðhvort bíl- stjórar eða heildsalar eða hótel- (stúlkur í Reykjavík, og það er í raun og veru ákaflega sorg- legt, að þessi — eh-höhöh----- afsakið-----mikla og blómlega menningarsveit skuli nú komin í eyði, þótt það sé — ehöh — aúðvitað sízt þessum miklu og dugmiklu sonum hennar og dætrum að kenna--------ehhöhö. — Ég býð ykkur öll hjartan- jlega velkomin og bið ykkur að gera ykkur þetta að góðu, alltso matinn------þöhhö — og skila jsem minnstu af honum aftur, því við verðum að borga það, hvort eð er ------ehöh. — Og svo skulum við syngja: Blessuð sértu, sveitin mín. ------- Formaður skemmtinefndar. (Ræðan er tekin af stálþræði.) Daphne du Maurier úr fjörunni og því var staflað við 'eldinn, sem varpaði draugalegu Ijósd á fjöruna, svo að það varð gulleitur bjarmi þar, sem hafði verið dimmt áður,. og langir skugg- ar teygðu sig niður ströndina, þar sem mennirnir hlupu fram og aftur, önnum kafnir og hræðilegir. Þegar fyrsta líkið skolaðist á land, þyrptust þeir utan um það og leituðu á því gráðugum höndum og skildu ekkert eftir; og þegair þeir höfðu alveg afklætt það og nifið jafnvel í brotna fingurna til að leita að hringjum, hentu þeir því frá sér aftur og létu það liggja í sjávarlöðrinu. Hvernig sem háttur þeirra hefur áður verið, þá var ekk- ert skápulag á þeim í kvöld. Þeir rændu, hver sem betur gat, þeir voru vitskertir og drukkmir, ruglaðir af þessari velgengni, s<em þeir höfðu ekki gert ráð fyrir — eins og hundar, sem glefsa í hæl hús- bónda síns, sem hefur átt á- hættuna og unnið sigurinn, og bar allt valdið og dýrðin. Þeir fylgdu honum, þar sem hann hljóp berstrípaður inn- an um öldurnar. Vatnið streymdi niður um hann all- an, og hann gnæfði eins og tröll yfir þá. Nú fór að falla út aftur og kólnaði aftur í lofti. Ljósið, sem sveiflaðist fyrir ofan þá á kleftinum og enn blakti til og frá í vindinum, fölnaði nú og varð óskýrt. Gráma færð- ist yfir vaitnið og einnig yfir himininn. í fyrstunni tóku mennirnir ekki eftir breytingunni; þeir voru æðisgengnir enn þá, á- 'kafir í bráð sína. En þá lyfti Joss Merlyn upp sínu stóra höfði og nasaði út í loftið, snúri sér við, þar sem hann stóð, og athugaði skarpar út- línur klettanna þegar myrkr- inu iétti. Og hann æpti skyndilega og kallaði á menn ina að þagna og benti á him- ininn, sem nú var orðinn gráfölur. Þeir hikuðu og horfðu aft- ur á rekagóssið, sem skolaðist á land með sjónum; enginn hafði enn gert tilkall til þess og það beið eftir því að verða bjargað. En svo snéru þeir sér við, allir í einu og fóru, að hlaupa upp fjöruna í átt- ina að gilmunnanum, þögulir enn á ný, og andlit þeirra voru grá og þreytuleg í morgunskímunni. Þeir höfðu gleymt tímanum. Velgengnin hafði gert þá kærulausa. Dög unin hafði komið þeim að óvörum. Mjeð því að dvelja of Iengi áttu þeir á hættu þá bölvun, sem dagsljósið gat fært yfir þá. Fólkið í kring um þá var að vakna; nóttin, sem hafði veríð í bandalagi með þeim, var þeim ekki lengur nein vörn. Það vár Joss Merlyn, sem dró pokann frá munninum á henni og kippti Mary á fætur. Þegar hann sá, hversu veik burða hún var, að hún gat hvork? staðið hjálparlaust né komzt áfram á nokkurn hátt. f;á bölvaði hann henni ógur- lega og horfði aftur fyrir sig á hamrana, sem komu æ het- ur í ljós; og þá laut hann of- an að henni, því að hún hafði sigið niður á jörðina aftur, og þreif hana og henti henni yfir öxlina á sér, eins og gert er við poka. Höfuðið á henni lafði niður, handleggir henn- ar voru máttlausir og hún fann hendurnar á honum þétt við meidda síðuna á sér; þær særðu hana aftur, þegar þær snérust við aumt holdið, sem bafði legið á mölinni. Hann hljóp með hana upp ströndina, upp í gilsmunn- ann, og félagar hans, óðir af skelfingu, fleygðu leifunum af dótinu, sem þeir höfðu gripið, i fjörunni, á bakið á hestunum þremur, sem voru tjóðraðir þarna. Hreyfingar þeirra voru fumkenndar og flausturslegar, og þeir unnu án nokkurs markmiðs, eins og þeir hefðu enga hæfileika itil að koma skipulagi á hlut- ina; en veitingamaðurinn, sem skyndilega hafði runnið af, var einkennilega áhrifa- laus og bölvaði þeim í sand og ösku án þess að það stoð- aði nokkuð. Vagninn sat fast- ur miðja vega uppi í gilinu og hrærðist ekki þrátt fyrir átök þeirra, cg þessi skyndi- lega breyting á velgengninni jók á ótta þeirra og ringul- reið. Sumir þeirra fóru að dreif- ast upp götuna og gleymdu öllu nema því einu að bjarga sjálfum sér. Dagsljósið var óvinur þeirra, og hægara var að leynast einn í tiltölulega öruggum stöðum í síkjum og limgirðingum, heldur en fimm eða sex í hóp á vegin- um. Það myndi vekja grun hér á ströndinni, þar sem hver þekkti annan og ókunn- ugir menn voru sjaldséðir. En veiðiþjófur, flakkari eða sígaiuni gat farjð leiðar sinn- ar einn og fundið sér skýli. Þessum flóttamönnum var formælt af þeim, sem eftir urðu og voru að berjast við Gulhii lúðurinn hans Bangsa Bangsi flýtti sér til að sjá, hvað svarta kisa væri að horfa á. Sér til mikillar undrunar sá hann svartan, skrítinn karl við hurðina á póstkassanum. „Hvernig gaztu opnað kassann? Hvaðan kemur þú?“ hrópar litli björninn. „Ég var í kjarr- inu“, segir Surtur. „Enginn ykk ar sá mig, en kisa var slung- in. Hún sá mig. Hvað hinni spurningunni viðkemur, þá á ég lykil sem gengur að öllum póstkössum”, segir Surtur ró- lega. Bangsa langar til að leggja fyrir hann alls konar spurning ar, en hann veit varla hvar hann á að byrja. GEORG: Þú varst valinn til starf- ans vegna gamalla afreka, og svo ert þú ókunnugur hér. Þrjár þjóðir viljia koma á friði í borg- inni Liberté. ÖRN: Liberté? GEORG: Já; það er gamalt virki útlendingahersveitarinnar, sem hefur sprottið upp í allmikla landamæraborg. Það ér margt kynlegt á seyði og það verður að hreinsa til .... Á MEÐAN sendiráðsfulltrúinn skoðar fornminjasafnið, kemst Kári undan og hrópar til eldls- ins: „Aktu mér til Kasbah!“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.