Alþýðublaðið - 11.03.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.03.1948, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fhnmtudagur 11. marz 1948 SKÁK . . MÁT. „Ekkert skil ég í þessu . . “ „Ég skil ekkert í þessu held- ur. . . . “ Það er ráðskonan mín, bless uð, sem segir fyrri seninguna, en ég, sem segi þá seinni. Hún skilur nefnilega ekkert í mér, en ég skil ekkert í Keres og Botvinnik. Hún vill að við förum að hátta, en ég vil kom- ast að þeim djúpþenktu, vísinda legu herbrögðum, sem hinir heimsfrægu bragðarefir beita hvorir annan á skákborði skák borðsins. „B6 — C8“, segi ég við sjálf an mig. „Hvað þýðir það?“ spyr ráðs konan og geispar. „Að þú skulir fara að hátta“, svara ég. ,,F3 — F5“. „Að ég skuli fara að hátta“, segir ráðskonan og dæsir þungt. „Ég að hátta. . . Já, einmitt það. Ég á að fara að hátta. Og þú . . Heldurðu svo sem að ég viti ekki hvað þú ætlast fyrir?“ „Eg ætla að tefla þessa meist aralegu skák til enda. Ég ætla að sjá hvernig þessir meistarar fara að. G5 — E9“. „Fara að hverjum skrattan- um?“ „Að . . a, því að máta hvor annan, auðvitað“. „Ó — já. Þú getur logið öllu að mér. Nei, karl minn. Held- urðu að mér komi til hugar að þú sitjir þarna steinþegjandi ! Smurt brauð os snillur Til í búðinni allan daginn. Komið og veljið eða símið. SÍLD & FISKUR Kaupum fuskur Baldurgötu 30. Lesið Alþýðublaðið allt kvöldið og tautir einhverja óskiljandi dellu eins og miðill í transi, aðeins til þess að kom ast að einhverju, sem ekkert er. Nei, lagsmaður. Það er tilgang urinn að þreyta mig og gera mig syfjaða með þögninni, og þegar ég er svo sofnuð, ætlarðu þér að laumast út og fara að tefla á öðru borði. En bíddu við . . .“ Mér bregður. Þegar ráðskon an segir: „Bíddu við“, boðar það æfinlega stórtíðindi. Hún sagði það til dæmis kvöldið áð- ur en Heklugosið hófst og líka kvöldið áður en bílstjórarnir hættu næturakstrinum. . . . „D7 — A5 . . . snilldarleik- ur“, segi ég. „Nú þori ég að hengja mig upp á að Keres er búinn að vera . . .“ Ráðskonan rís á fætur. Hún dregur andann þungt og svip- ur hennar er því líkastur, sem hún ætli sér að fremja lýöræðis lega byltingu. „Snilldarleg- ur. . . “ Og fyrr en ég veit orð inu af, er hún búin að sópa af 'borðinu þeim fáu mönnum, sem meistararnir höfðu enn látið ó- drepna. „Og nú eru þeir báðir búnir að vera“, bætir hún við og brosir svo gleitt, að stór gjá myndast milli tanngarðanna og gómsins. Ég rís á fætur. Fokreiður. Læzt að minnsta kosti vera það. „Þetta . . . þetta er ekki hægt“, segi ég. „Jú, gæzkan“, segir hún. „Víst er það hægt“. Og svo legg ur hún hendurnar unaðsmúkt að vöngum mér. Og þá er ég líka búinn að vera. Mát. . . FLÖSKUBROT Á alþingi ku hafa komið til mála að gefa út lög er heimili að gera upptæka alla þá bíla, sem söluáfengi finnst í. Þetta er þá þakklætið, sem þeir eiga að fá hjá því opin- bera, sem eru svo ákafir í að styðja og styrkja ríkissjóð, að þeir taka það að sér óbeðnir og í sjálfboðavinnu. En þetta skiptir auðvitað engu máli. Þeir eru ekki það margir, sem . . . að koma vagninum áfram, og 1 í flaustrinu og skelfingunni var vagninum kippt svo hranalega upp úr, að hann fór á hliðina og eitt hjólið brotnaði undan honum. Við þetta síðasta óhapp varð fjandinn laus í gilinu. Það var þotið af stað að flutningsvagninum, sem skil inn hafði verið eftir lengra uppi á stígnum, og að hestun- um, :sem þegar voru orðnir of hlaðnir. Einhver, sem enn þá var hliðhollur foringjan- um og fannst það vera nauð- syn, kveikti í vagninum, en hann var hættulegur þeim öllum, þarna sem hann lá á miðri götunni, og uppþotið, sem á eftir varð — þegar hver barðist við annan til að komast að flutningsvagnin- um, sem enn gat ef til vill komið þeim undan — var við- bjóðslegur bardagi með klóm og kjafti, þar sem tennur voru brotnar með grjóti og’ augu skorin með glerbrotum. Þeir, sem báru byssur, höfðu yfirhöndina nú og veit ingamaðurinn með Harry sem var eini fylgismaður hans, við hlið sér, stóð upp við vagninn og lét skotin dynja á skrílnum, sem nú var orðinn hræddur um að vera eltur, þegar á daginn liði, og leit nú á hann sem óvin sinn, svikara, sem hefði komið þeim í opna skjöldu. Fyrsta skotíð flaug Iangt og tætti upp mjúkan jarð- veginn í gilbarminum á móti; en það gaf andstæðingunum tækifæri til að skera í augað á veitingamanninum með gler flís. Joss Merlyn hitti árásar- mann sinn í seinna skoti beint í kviðinn, og meðan þessi náungi engdist um í aurnum innan um félaga sína, helsærður og veinandi eins og héri, hitti Harry ann- an í hálsinn; kúlan reif upp barkann og blóðið spýttist út eins og í gosbrunni. Það var fyrir blóðið, að veitingamaðurinn náði tang- arhaldi á vagninum. Því að þeir, sem eftir voru, voru utan við sig og æstir af að isjá fallna félaga sína og snéru allir við og skriðu upp bugð- óttan stíginn; þeir hugsuðu um það eitt, að komast sem lengst frá fyrrverandi for- ingja sínum. Veitingamaðurinn hallaði sér upp að vagninum með rjúkandi morðvopnið; blóðið 'Streymdi niður andlit hans úr sárinu á auganu. Nú, er þeir voru orðnir einir, hann og skransalinn, biðu þeir ekki boðanna. Rekagóssið, sem hafði verið bjargað og fleygt upp í gilið, settu þeir inn í vagninn við hliðina á Mary. Það var ýmis konar samtíningur, gagnslaus og ó- nýtur; aðalfengurinn var enn niðri í fjörunni og skolaðist út með útfallinu. Þeir þorðu ekki að hætta á að sækja hann, því að til þess þyrfti ekki minna en tylf manna, og nú var kominn albjartur dagur; þeir máttu engan tíma missa. Mennirnir tveir, sem skotn ir voru, lágu endilangir á göt unni hjá vagninum. Hvort þeir voru enn með lífsmarki eða ekki, þýddi ekki að ræða um. Lík þeirra voru sönnun- argögn, og það varð að eyði- leggja þau. Það var Harry, sem dró þá að eldinum. Þeir brunnu vel. Hér um bil allur vagninn var brunninn, en eitt rautt hjól stóð þó út úr sviðnu brakinu. Joss Merlyn fór með hest- ana, sem eftir voru, og setti á þá aktýgin, og án þess að mæla orð fóru mennirnir báðir upp í flutningsvagninn og ráku hestinn af stað. Mary lá aftur á bak í vagn- inum og athugaði þungbúin skýin. Myrkrið var farið. Morguninn var drungalegur og það var hráslagalegt. Hún heyrði enn þá sjávarniðinn, fjarlægari og daufari. Vind- inn hafði líka lægt; stóru grastopparnir á gilbarminum hreyfðust ekki núna, og það var þögult við iströndina. Það var þefur af rakri mold og næpum í loftinu, og skýin og grár himininn runnu saman í eitt. Einu sinni enn féll ör- lítill regnúði í andlitið á Mary og á hendurnar á henni. Vagnhjólin mörruðu á ó- sléttum stígnum, og þegar þau beygðu til hægri, komu þau á sléttari og greiðfærari malarveg, sem lá norður á bóginn milli tveggja limgirð- inga. Einhvers staðar langt í burfu, handan við marga akra og dreifð tún, heyrðist glaðlegur klukknahljómur, sem kvað einkennilega við og ósamhljóma í morgun- kyrrðinni. Hún mundi allt í einu eftir því, að það var jóladagurinn. Gullni lúðurinn hans Bangsa Surtur tekur þessu öllu ósköp rólega, og hefur gaman af undr un Bangsa litla. „Ég skal segja sér hvernig í öllu liggur, karl minn“, segir hann. „Ég er vist- ráðið hjú hjá jólasveinunum, og starf mitt er í því fólgið að opna alla póstkassa, áður en póst- mennirnir sjálfir koma á vett- vang. Með því móti næ ég í öll þau bréf, sem fara eiga til jóla sveinanna. Með þau fer ég síðan beinustu leið til þeirra, annars fengju þeir jólagjafabeiðnirnar alltof seint eins og þú getur skil ið.“ „Ja — jæja“, segir Bangsi litli. Hann er svo hissa, að hann getur ekkert annað sagt. „Og hvaðan komst þú? Og hvern- ig?“ „Ég ferðast í minni eigin flugvél“, svarar Surtur. „Það er að segja, — jólasveinarnir eiga hana. Komdu og skoðaðu hana, ef þig langar til. Hún er hérna á næstu grösum“. / KÁRI: Er þetta Kabah? Hver þremillinn, lagsmaður .... EKILLINN: Já, og það kostar mikla drykkjupeninga, ef ég á að koma yður heilum heim. KÁRI: Þá forða ég mér heldur sjálfur .... GEORG: Sjáðu til. í borginni er nú statt margt brezkra og bandarískra þegna, sem starfa að .... Já, þú hefur auðvitað heyrt getið um hið nýja efni, se mfarið er að rannsaka með tilliti til kjarnorkuframleiðslu. flí,Y,y,r.r,v * * * 4 ' 4 ' 4 * A' ' íTí’í'í'TX

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.