Alþýðublaðið - 12.03.1948, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 12.03.1948, Qupperneq 5
5 Föstudagur 12. marz 1948. OLGA TSCHECHOVA — grönn, brúnsyg, með eir- brúnt hár og munaðardrætti um munninn — dvelur nú í húsi sínu í austurhluta Ber- línarborgar og talar við rúss neska hermenn yfir rjúbandi tebollanum. Um hálsinn ber hún glitrar.di demantskeðju. Það er hið ytra mefki „hinn ar dularfullu sögu Tschec- hovu.“ Þessi saga komst á kreik dag einn árið 1939, þegar lljósið flóði út um gluggana á hinni mikilfenglegu kanslara höll Hitlers í Berlín. Meir en búsund gestir voru saman komnir í glæstum sölum kall arinnar. Einkennisbúning- um og skrautklæðnaði ægði saman. Það var masað og skál að, heilsað og hvíslað, og eftir vænting lá í loftinu. Fólkið , var með hugann í Lessingleik húsinu, en þar var leiksýn- ir.gin á enda og leikkonan, vin, sælasta stjarna Berlínarbúa, var að meðtaka hrós áhorf- anda. Síðan ,snaraði hún sér í rándýran og vandaðar loð- feld, hraðaði sér með fangið fullt af rósum úti í bílinn, sem beið hennar, og ók til kanslarahallarinnar. Það fór fagnaðaralda um salinin, þeg ar ,-Olga mikla“ kom inn- Hún var glæsileg í hvítum samkvæmishjólnum, og dem antarnir glitruðu 1 ljósinu á örmum hennar og öxlum. Með hlýlegt bros á vörum nálgaðist hún vængjahurðir í salnum. Og er þær opnuðust Ptóð hún augliti til auglitis við mann, sem var í brúnum flokkseinkennisbúningi, með hárlokk hangandi niður á enn að og stutt yfirskegg yfir sam anbitnum munninum. Hann tók hönd hennar og kyssti á hana, en hún hörfaði mjúklega undan, lyfti hægri hendinni og sagði með hljóm mikilli rödd: ,,Heil mein fuhrer.“ Svo leiddi þýzki einræðis herrann leikkonur-a fögru 5nn í annan sal meðan mann 'fjöldinn raðaði sér að veit- ingaborðunum til þess að fá sér hressingu. Olga Tschechova var hin ókrýnda drottning í þjóðfé- lagi nazistanna. En aldei voru á kreiki neinar sögur um hana og foringjann. Eva litla var ekki búin þeim glæsileik sem Olga Tschechova og var því ekki látin sýna sig á hæstu stöðum. Hins vegar dáðu allir Olgu, báru hana á höndum sér, og þyrptust að henni við hvert tækifæri sem gafst. Hún var sannkölluð ,,01ga mlkla“. ■ HVer skyldi trúa því að jDessi kora lék háskalega djarft tveim skjöldum, trúa því að hún var einn þeirra njósr.ara Moskvustjórnarinn er, sem mest traust var borið ifcil, og að hún vakti svo til sí og æ yfir hverju skrefi þeirra, sem voru í innsta hring naz istanna? Olga fæddist í Póllandi og giftist ung rújineskum leik- OLGA TSCHECHOVA, hn fræga rússneska leik- kona, sem settist að í Ber- lín á árum Weimarlýð- ræðisins nokkru eftir 1920 og var þar um kyrrt allt valdatímabil Hitler, varð uppvís að því í stríðslokin að hafa verið njósnari Stal ins í herbúðum Hitlers. Frá þessu. er sagt í þeirri grein, sem hér birtist, og er þýdd úr sænska mánað arritinu „AHt í fickfor- mat“. ara, sem nú er dáinn. Hún kom til Þýzkalands fljótlega eftir fyrri heimsstyrjöldina og hefur eignlega aldrei ver ið talin annað en hreinn Þjóð verji. Hún vann sig upp á sviði listarinnar af mikilli met orðagirni og þar að auki þráði hún að öðlast virðingu áhrif í þjóðfélaginu, enda fór svo að hún komst í félagskap hinna hæst settu í samtíð hennar. Yndisþokki hennar, blæ- brigðaríkur og töfrandi, olli því að hún hlaut mar^ að- dáendur. Kynntist hún mörg um háttsettum nazistum og loks Hitler sjálfum, og hann varð þegar hugfanginn af hinni hrífandi konu. Leið ekki á löngu unz hún varð tíður gestur í kanslarahöll- inni. í húsi hennar í útjaðri Ber línar sáust oft herfor'ingjar áhrifamiklir stjórnmála- menn auðmenn og lista- menn. Bauð hún þeim oft til kvöldverðar, og voru þá framreiddar krásir, og dýr vín glóðu á skálum. Hún talaði frjálsmannlega við þá og átti auðvelt með að leika „hlut- verk“ sitt, hvor.t heldur var í hinu daglega lífi eða leik- húsinu. Flestir dáðu hana án þess að veita slægð hennar athygli. Olga lék isér 'að gestum sínum eins og köttur að mús. Oft lokkaði hún háttsetta her forirgja til þess að segja sér, hvernig ástatt væri fyrir hern um, eða komst að leyndarmál um varðandi iðnaðinum. Hún hlustaði með ákefð, en skjall aði dálítið þann, sem sagði frá .En þegar gestirnir voru farnir hvarf hún inn í skrif stofu 'sína og fór yfir sam- tölin, -sem hún átti við gesti sína um kvöldið, og raðaði niður efninu. Flestir gestir hennar komu 'til hennar í sérstöku augna rhiði. Flestir vildu, að hún mælti með þeim við Hitler. Hún hélt þeim við efnið og hiaut í staðinn trúnað þeirra. Það var „Gauleiter" Geus er, sem hafði það fyrir venju að spyrja hana, þegar í harð bakka sló, hvort hún vildi ekki bera þetta eða þetta upp við foringjann. Það var Göring, sem kom til Olgu með mál, sem hann „átti ó- þægilegt með að tala um við vin sinn Adolf“, og marskálk urinn hafði sm ákveðuu sjón armið og þeim vildi hann að Olga kæmi á framfæri við foringjann. Það má segja að hún hafi verið, eins og könguló í víð áttumiklu neti og viðað að sér efni. Á stríðsárunum mátti hún, þegar hún vildi koma til háborgarinnar“; hún ferðaðist einnig meðal hersveitanna og þótti góður gestur þar. Betur en nokkur aninar skildi hún hugarástand ið meðal herforingja og ó- breyttra hermanna, og henni var ljóst, hversu mik- ið djúp var staðferð á milli leiðtoganna og þjóðarinnar. Stundum vildi hún fá rit- aða skýrslu frá þeim, sem leituðu aðstoðar hennar, og gaf hún þá svofelldar skýr- ingar: „Þér skiljið, að við lista- mennirnir getum ekki alltaf haft allar staðreyndir og smá atriði rétt í höfðinu; eigi ég að tala við foringjann, verð ég að kunna málið út í æsar.“ Litla minnisbók í silfur- hulstri hafði hún ætið í veski sínu. Var hún vön að fá bílstjóranum sínum bók- ina, er þau óku heim, og þá gat verið að hún segði: „Það var Wendli.n forstjóri í kvöld. Ég fékk allar upp- Ný halastjarna Snemma í vetur sást ný halastjarna frá Ástralíu. Náðist þessi mynd af henni í Sidney. lýsingar varðandi nýju fram- leiðsluáætlunina hans. Vona, áð þú getir lesið minnis- greinarnar.“ Bifreiðarstjórinn kom upp- lýsingunum áfram til leyni- legrar sendistöðvar, sem bar fréttirnar áfram til Moskv.u. Skömmu eftir að stríðið brauzt út, haustið 1939, sagði Olga við Hitler, svo hátt að allir viðstaddir heyrðu: „Þetta eru þau viðfange- efni, sem örlögin hafa feng- Framh. á 7. síðu. D AI R E ý Hinar_ heimsfrægu Frigi- * aí daire verksmiðjur GEN- ERAL MOTORS íraml. kæliskápa og alls konar frystitæki, rafeldavélar, rafmagns vaínshiíunar- ofna og fleiri heimilistæki. ^ Enskur Frigidaire kæliskápur. \ Tvö viðurkennd nöfn tryggja tvöfcdt öryggi, Frigidaire vesksmiðjur eru bæði í Bandaríkjunum og Englandi. Útvegum Frigidaire rafmagnsheimilistæki frá Bandaríkjunum og Eng- p1 íandi með skömmum fyrirvara gegn gjaldeyris- og innflutnings- leyfum. ' % r Einkaumboð á Islandi: Yélsmiðján Jötunn fi Bil Sími 5495;

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.