Alþýðublaðið - 13.03.1948, Page 4

Alþýðublaðið - 13.03.1948, Page 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 13- mar?»iÍ948. Útgefanöi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt -Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Afgreiðsla fjárlaganna AFGREIÐSLA FJÁRLAG ANNA er orðin næsta um- fangsmikil, ,enda má segja, að hún taki alþingi æ lengri tíma með hverju ári, sem líð ur. Það, hversu seint gengur að afgreiða fjárlögin ár hvent, er þó vafalaust ekki síður því að kenna, hvaða vinnubrögð eru við höfð í þessu efni, en vaxandi bákni fjárlaganna í mynd talna og blaðsíðufjölda. Nú orðið tekur fjárlaga- frumvarpið hverju sinni all- verulegum breytingum frá því að það kemur frá hendi fjármálaráðherra og þangað til alþingi hefur afgreitt það: Raunar er alltaf sagt, og vissulega með nokkrum sanni, að meginatriði f járlaga frumvarpanna séu óbreytt. En breytingarnar á hinum ýmsu liðum hafa þó sín rniklu áhrif. Safnast þegar isaman kemur, og sjónarmið alþingis í sambandi við afgreiðslu fjárlaganna eru mörg og margvísleg. Fjárveitinga- nefnd hefur sín sjónarmið og einstakir þingmenn sín sjón- armið; a-llir eiga bágt með að sætta sig við, að ekki isé geng ið til móts við óskir þeirra, sem flestar hníga að hækkun gjaldaliðanna, og það er leit- azt við að gera öllum tll hæf is að meirá eða minna Ieyiti. Frumvarpið til fjárlaga fyrir árið 1948 fer fram á hærri fjárlög en nokkru sinni fyrr eins fjármálaráðherra býr það í hendur alþingis. En þó fer því fjarri, að al- þingi telji nógu langt gengið. Fjárveifinganefnd vill hækk un á gjaldaliðum frumvarps ins, sem nemur nær fjórum milljó.num. Einstakir þing- menn vilja fá tiltekna liði hækkaða og nýja liði tekna upp. Flokkur st j órnarandstöð- unnar vill hækka útgjöldin, nokkuð á annan milljónatug og segir, að hækka megi áætlaðar tekjur um nokkrar milljónir. Það er líka auðvit að hægurinn hjá að gera á pappírnum- En sá galli er á, að það er ástæða til þess að ætla, að tekjurnar séu áætl- aðar of háar, en ekki of lág- ar! Þannig eru viðhorfin varð andi afgreiðslu fjárlaganna nú. En þetta er svo sem ekki nýtt. Saga undanfarinna ára er aðeins að endurtaka sig einu sinni enn. * Það liggur í augum uppi, Bifreiðarstjóri skrifar um ófæra Suðurlands- braut. — Hvers vegna fór rannsóknarnefndin ekki á slysstaðinn fyrr en daginn eftir? — Prentnemi skrifar um misnotkun á prentfrelsi. BIFREIÐASTJÓRI skrifar mér á þessa leið. „Það virðist eins og vegayfirvöldin hafi ekki farið um Suðurlandsbrautina milli Laugavegar og Tungu upp á síðkastið. Að minnsta kosti er alveg óhugsanlegt að þau létu dragast svona lengi að láta gera við hana ef þau vissu hvernig vegurinn er. Svo má segja að hann sé ekki aðeins ó- fær heldur er hann líka stór- hættulegur. Vegurinn er allur sundur étinn og holurnar djúp ar, sérstaklega við báðar vegar brúnir. Bifreiðar verða að sveigja stöðugt inn á veginn og veldur það aðalléga árekstrum og mildi að ekki verða þarna slys daglega. ÞUNGIR SIÍATTAR hvíla á okkur sem höfum atvinnu af bifreiðaakstri og viðhald vagn- anna er afskaplega dýrt. Það er því krafa okkar til yfirvald- anna að svo mikið viðhald sé á vegunum, að hægt sé að telja þá færa, en. það er ekki hægt að segja um þennan slæma kdíla Suðurlandsbrautar. — Auk slysahættunnar, sem þetta veld ur, höggvast sundur hjólbarð- arnir og eins og nú er hljóta menn að skilja, að þetta er mik ið tjón fyrir okkur sjálfa, en einnig fyrir afkomu þjóðarinn- ar, sem er í gjaldeyriserfiðleik um. Það er því hraksmánarleg eyðsla samfara þessu. Og einn ig það má ekki láta óátalið.“ J. H. SKRIFAR mér á þessa leið í gær. ,,Þú birtir í dag skil merkilegar og sannarlega tíma bærar hugleiðingar af tilefni hinna tíðu flugslysa hér, og seg ir að lokum, að orsök slyssins á Hellisheiði verði athuguð eins og hægt er. þetta telja allir nauð synlegt og sjálfsagt. — En hvern ig stendur á því, að rannsókn . arnefnd lögreglu og flugsérfræð inga fór ekki á slysstaðinn til rannsóknar fyrr en daginn eftir að flakið fannst, en þá hafði fjöldi manns spígsporað á slys staðnum og rótað í brakinu?“ PRENTNEMI SKRIFAR: „Bæjarpósturinn gerir grein er nefnist: „Ég kaus frelsið“ að um ræðuefni. Þjóðviljinn heldur því fram, að vikublaðið ,,Fálkinn“ hafi farið út af hlutleýsislínu sinni með því, að birta áður- nefnda grein. Þetta má vel vera, en hvers vegna mótmælti Þjóðviljinn þá ekki þegar ,,Fálkinn“ birti grein er nefnd- ist: „Hver tekur við af Stalin?“. Grein þessi var samansoðið hól um ýmsa af fremstu möúnum Rússlands. Þetta held ég að hafi verið engu að síður áróð- ur. En af því að greinin var Rússum í vil, þá hefur það lík- lega verið gott og blessað. En hvað hlutleysi ,,Fálkans“ við- kemur hefur mér,' sem lesanda hans, virzt, að ,,Fálkinn“ fylgi hinni gullvægu hlutleysisreglu, að birta greinar, sem túlka mis jafnar skoðanir. Eftir slíkan lest ur er lesandanum mögulegt að draga sínar eigin ályktanir". „HVORT AÐ GREIN SÚ, er Bæjarpósturinn ræðst á er rétt eða röng, skal ég ekki dæma um, en hún virðist hafa komið við auman blett hjá Rússa-vin unum og það finnst mér benda til þess að eitthvað sé rétt í greininni, því annars held ég, að þeir hefðu látið hana, sem vind um eyrun þjóta. Annars væri það óskandi að Þjóðvilj- inn færi að lækka segl orða- flaums síns og stóryrða, því mér finnst það vera misnotkun á hinu dásamlega prentfrelsi, sem enn ríkir hér, að birta slíkt dag eftir dag.“ að fjárlögin eiga hverju sinni að spegla viðhorfin á sviði fjármálalífs og atvinnu lífs þjóðarinnar. Það verður að leggja á það áherzlu, að iföstu skipulagi verði komið á framkvæmdir ríkisins á hverjum tíma og hinu óskyn samlega og óhagkvæma kapp hlaupi um framlög til þessa og hins hætt; en heildar- áætlun gerð og henni fylgt. Alþingi hefur afgreiðslu fjárlaganna að viðfangsefni, en vand:,nn af framkvæmd þeirra er því óviðkomandi; hann kemur í hlut ríkis- stjórnarinnar. Sé stjómar- völdunum ekki auðið að framfylgja fjárlögunum í fleiri eða færri atriðum eins og fyrir er mælt, telst það sök ríkisstjórnarinnar, enda þótt . í raun réttri ætti að færa hana á reikning alþing is. Það ber að leggja á það áherzlu, að reynt verði að bæta úr þeim ágöllum, sem nú eru á afgreiðslu fjárlag- anna. í stað togstreitunnar verður að koma iskipulag, og sá aðili, sem ábyrgð ber á framkvæmd fjárlaganna verð ur að hafa óbundnari hend- ur um, hver þau fjárlög verða, sem hann á að starfa samkvæmt, en nú er. Það yrði tvímælalaust til góðs fyrir framkvæmdir rík isins og afkomu landsins, að að hætt yrði að hafa þann hátf á afgreiðslu fjárlaganna, sem nú er. Núverandi ’fyrir- komulag á afgreiðslu fjárlag anna er sannarlega ekki æskilegt fyrir framkvæmda ■stjórn ríkisins eða þegna þjóðfélagsins — og síður en svo fyrir alþingi, þegar öllu er á botninn hvolft- Gamanleikur i 3 þáttum eftir Noel Coward. SÍÐASTA SÝNING mánudag og þriðjuda'g kl. 8 síðd. í Iðnó. — Að- göngumiðar seldir að báðum sýningunum í Iðnó í dag kl. 2—6 og á mánudag eftir kl. 2. H A F N A P F J A (? Ð A R KARLI1SN 1 KASSANUM Sýning á morgun (sunnudag) kl. 2.30. Aðgöngumiðasala í dag frá klukkan 2. Sími 9184. DAI ISLEIKUR í Tjarnarcafé í kvöld til ágóða fyrir barna- hjálp sameinuðu þjóðanna. — Dansleikurinn hefst kl. 9. — Húsinu lokað klukkan 10.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7. íjarnarcafé Idri-dansarnir í Aiþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld hefst kl. 10. Aðgöngumiðar frá kl. 5 í dag. Sími 2826. IIARMONÍKUHLJÓMSVEIT Ieikur. Leiðbeiningar frá Keflavíkur- flugvellinum SKRIFSTOFA Keflavíkur- flugvallarins hefur beðið blað- ið fyrir eftirfarandi leiðbein- ingar til þeirra, sem hafa í huga að skoða flugvöllinn: Skólar og aðrar stofnanir, sem hafa ihug á því að skoða Keflavíkurflugvöllinn, skulu snúa sér til Ferðaskrifstofu ríkisins, sem gefur allar upp- lýsingar í þessu sambandi. Æskilegt er að slíkar ferðir séu tilkynntar með minnst eins dags 'fyrirvara og að í hverri hópferð séji ekki fleiri en 50— 60 manns, ef óskað er eftir veit- ingum á flugviellinum. r i Hamarinn" vekur mikla athygli Einkaskeyti frá AKUREYRI. LEIKRITIÐ „Hamarinn“ éftir Jafcob Jónsson var leikið á laugardags- og súnnudags- kvöld við húsfylli áhorfenda og urðu margir frá að hverfa síðara kvöldið. Lei'kurinn vek- ur mikla athygli. ' — HAFR — Málarameistarafé- lagið safnar til barnahjálparinnar MALARAMEISTARAFÉ- LAG REYKJAVlKUR hélt aðalfund sinn síðast liðinn sunnudag.. Formaður félags- ins var kosinn Einar Gíslason og er þetta í 17. sinn, sem hann gegnir því starfi. Aðrlir í stjórninni eru: Sæ- mundur Sigurðsson, varafor- maður, Jökull Pétursson, rit- ari og Karl Ásgeirsson, gjald- keri, allir endurkosnir, og Óskar Jónsson, aðstoðar- gjaldkeri. A aðalfundinum vair sam- þykkt að gefa 1000 krónur til alþ j óða bar nahj álpar innar, en auk þess gáfu fundarmenn 1100—1200 krónur, og er stjórn félagsins nú að safna meðal þéirra félagsmanna, sem ekki hafa enn þá gefið í söfnunina. Félagið er 20 ára um þess- ar mund'ir, og í tilefni af því efnir það til hófs að Hótel Borg laugardaginn 6. marz næst komandi. Á RÍKISRAÐSFUNDI í gær var Ezra Péturssyni lækni veitt héraðslæknisemb eettið í Breiðabólstaðarhér- aði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.