Alþýðublaðið - 13.03.1948, Síða 6
6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 13. marz 1948.
Filipus
Bessason
hreppstjóri:
AÐSENT BRÉF:
Ritstjóri sæll.
Svo kann nú að virðast,
sem tiiefni bréfs þessa sé
livorki mikið né merkilegt, en
það er, í fáum orðum sagt, fyr
irbæri nokkurt, sem mér þykir
hafa endurtekizt æði oft á al-
þingi voru að undanförnu, og
verða þær endurtekningar þá æ
tíðari með degi hverjum, ef
marka má þingfregnir útvarps
ins, — en það hefur mér aldrei
komið til hugar að efast um.
Á ég þar við spurningar þær
hinar mörgu, sem þingmaður
einn lætur í eilífu rigna að
'höfuðrfíótum háttvirta þing-
manna, eins og eldinum og
brennisteinsaltpétrinum að
Sódóma forðum.
Ég vil taka það fram, að ég
hef jafnan borið mikið tráust
til þingmanns þessa, því margt
hefur hann fyrir oss búendur
vel gert. En þrátt fyrir það dylst
mér ekki, að spurningar á þess
um vettvangi geta kostað nokk
uð fé, það er síðan verður sótt
í vasa almennings, og vil ég því
fara að dæmi hans, að nokkru
leyti, og bera fram eftirfarandi
fyrirspurnir;
1. Hversu margar spurningar
hefur þingmaður þessi borið
fram á þingi, síðan hann tók
þar fyrst sæti?
2. Hve mörgum þeirra hefur
verið svarað?
3. Hversu Iangan tíma hafa
spurningar hans og svör við
þeim dregið frá öðrum, — ef
til vill nauðsynlegri, — þing-
störfum, og hversu miklu nem
ur sá kostnaður, er fyrr nefndur
tími til spurninga og svara, hef
ur bakað ríkissjóði?
4. Hversu stór upphæð er það,
sem hugsanlegt er að kunni að
hafa sparazt, vegna marg-
nefndra fyrirspurna, og hvað er
það annað, er til hagnaðar má
telja, og komið hefur á móti
kostnaðinum?
Vona ég að þú komir þessum
fyrirspurnum á framæri. ■—
V irðingarf yllst.
Filipus Bessason.
hreppstjóri.
Leifar
Leirs:
MEÐ HOND UNDIR KINN
ég þenki oft djúpt um
þrákelni og heimsku mann-
anna,
er þykjast stöðugt að
frelsi og lýðræði keppa,
en þekkja svo hvorugt,
er þeir það óvænt hreppa.
Og láta þá jafnvel
fremur í fangelsi hneppa sig
en frelsisins þráða og
lýðræðisgæfunar njóta. —
Hvern skrambann er hægt
að gera við þvílíka þrjóta?
Já, — til eru þeir, sem halda
svo langt í heimskunni,
að heldur kjósi þeir dauða
en hið óvænta frelsi;
uppnefna það og
kalla harðstjórn og helsi.
Hart er það, maður, að
verða í fjötrum þá fávita
til frelsis að kvelja
og berja til þegnskaparvilja,
og myrða þá, svo að
megi þeir lýðræði skilja.
FLÖSKUBROT.
Köld borð og
heilur veizhimalur
sendur út um allan bæ.
SÍLD & FISKUR
Daphne du Maurier:
DULARFULLA VEITINGAHUSIÐ
lesið AHiýSublaSið
óttaslegin á hana, fékk hún
ógeð á sjálfri sér og gat
ekki haldið áfram. Hún settist
upp í rúminu og fór með fæt
urna fram úr og ,niður á gólf,
hana snarsvimaði við á-
reynsluna og blóðið hamr-
aði í gagnaugunum.
,,Hvað ætlarðu að gera?“
Patience frænka tók í hana
óstyrkum höndum, en
frænka hennar ýtti henni til
hliðar og fór að fara í fötin.
,,Ég þarf iað gera dálítið
fyrir sjálfa mig“, sagði hún
stutt í spuna-
,,Frændi þinn er niðri.
Hann leyfir þér ekki að yf-
irgefa húsið.“
„Ég er ekki hrædd við
hann“.
,,Mary, þín sjálfrar vegna
og mín vegna, reiftu hann
ekki til reiði aftur. Þú veizt
hvað þú þegar ert búin að
þola- Allan itímann síðan hann
kom með þig hefur hann isetið
niðri, hvítur og þungbúin,
með byssu á hn jánum; dyrn-
ar á veitingahúsinu eru læst
ar með slagbrandi- Ég veit
að þú hefur séð og þolað ó-
segjanlega hræðilega hluti,
en Mary, skilurðu ekki, að ef
þú ferð niður núna getur ver
ið að hann særi þig aftur —
það getur meira að segja ver
ið, að hann drepi þig? . . . Ég
hef aldrei séð hann svona.
Ég get ekki ábyrgzt hann í
þessum ham. Farðu ekki nið
ur Mary. Ég grátbið þig um
að fara ekki niður.“
Hún fór að dragast niður
á gólfið og hélt dauðahaldi í
pilsið hennar Mary, og greip
hendur hennar og kyssti þær.
Þetta var aumJeg og dapur-
leg sjón.
„Patience frænka, ég er
búin að þola nóg vegna holl
ustu minnar við þig, þú get
ur ekki búizt við, að ég þoli
öllu meira. Hvað isem Joss
frændí hefur verið þér ein-
hvern tíma,
Þá er hann ekki mann-
legur Iengur. ÖII tár þín
mu,nu ekki geta bjargað hon
um úr klóm réttvísinnar; þú
verður að skilja það. Hann
er skepna, geggjaður af morð
fýsn og brennivíni. Hann
myriti marga menn, á strönd-
ínni. Skilurðu það ekki?
Fólki var drekkt j sjónum.
Ég get ekkert annað séð. Ég
get ekkert annað hugsað
fram í andlátið.“
Hún hækkaði röddina
hættu'lega mikið og var ekki
langt frá að fá taugaáfall.
Hún var enn of veikburða til
að geta hugsað áfram hald-
andi og sá sjálfa isig hla-up-
andi á þjóðveginum, og kalla
hástöfum á hjálp, sem áreið
anlega myndi koma bráðlega.
Patience bað hana of sent
um að þegja; hún skeytti
ekki ,um varnarmerki henn-
ar. Dyrnar voru opnaðar, og
veitingamaðurinn á Jamaica
krá stóð á þröskuldinum.
og istarði á þær. Hann var
þreytulegur og grár, skurður
inn fyrir ofan augað var enn
þá blóðrauður. Flann var ó-
hrenn og dökkir skuggar
undir augunum.
,,Ég helt, að ég heyrði
raddir úti í garðinum“, sagði
hann. ,,Ég fór að rifu á glugga
hleranum, niðri í dagstof-
unni, en ég sá engan. Heyrð-
uð þið nokkuð úr þessu her
bergi?“
Enginn svaraði. Patience
frænba hristi höfuðið, hið
veinjulega óstyrka bros, sem
hún setti upp í nærveru hans
færðist með erfiðismunum
yfir andlit hennar án þess
hún vissi af því. Hann settist
á rúmið, og fálmaði við
sængurfötin, og eirðarlaus
augu hans flöktu frá gluggan-
um að dyrunum.
„Hann kemur“, sagði hann;
,,hann er neyddur til að
koma- Ég er búinn að koma
sjálfum mér fyrir kattarnef.
Ég hefi risið upp á mófi hon-
um.
Hann varaði mig ein.u sinni
við, og ég hló að honum. Ég
hlustaði ekki á hann. Ég vildi
spila upp á eigim spýtur. Við
erum sama sem dauð, öll
þrjú sem sitjum hérna núna
—- þú, Patience, og Mary og
ég. Ég segi ykkur það, við
erum búin að vera; það er
komið að leibslokum. Hvers
vegna létuð þið mig fara að
drekka? Af hverju brutuð
þið ekki hverja einustu horn-
grýtis flösku, sem til var í
húsinu og læstuð mig inni og
létuð mig liggja? Ég hefði
ekki skert hár á höfði ykkar,
hvorugri ykkar. Nú er það of
sei-nt. Það er komið að lok-
um“.
Hann leit á þær til skiptis,
blóðhlaupin augun lengst
inni 1 höfðinu, og hihar
þreknu herðar voru saman
kíttar. Þær störðu á hann
aftur án þess að skilja nokk-
uð, málla-usar og skelfdar af
svipn-um á andliti háns, sem
þær höfðu séð fyrr.
„Hvað átitu við?“ sagði
Gullni lúðurinn
hans Bangsa
Síðan hefur Surtur vélina á
flug. Um það leyti, sem þeir
Gutti grís og Maggi mús koma á
vettvang. „Maggi mús só þig á
gangi, svo að við fórum að leita
ykkur uppi“, segir Gutti. „En
hvar er hann?“ „Hann er þarna
uppi í flugvélinni. Það var
hann Sturtur, sendiboði jóla-
sveinanna. Hann kom hingað
þeirra erinda að sækja bréfin
okkar og koma þeim til þeirra,
svo að við fáum jólagjafirnar
okkar í tæka tíð“. Og síðan seg
ir hann þeim upp alla söguna.
MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS:
ÖRN ELDING
KÁRA tekur að hitna við hjartað,
þegar hann lítur stúlkuna, sem
þarna er á ferð. „Hvernig stend-
ur á því, að þér eruð hérna
einar á ferð?“ spyr hann.
STÚLKAN: Haldið þér, að ég
kunni iað vera í hættu stödd?
Ó, ég er svo hrædd! Maðurinn,
sem með mér var, er horfinn á
brott. Hjálpið mér!
KÁRI: Með ánægju, maður.-----
ÖRN OG GEORG ræða enn um
kjarnorkustöðina inni á fjöll-
unum, í borginni, þar serp
hvorki þekkist lög né réttur.